Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn 100 og sýnir dugnað og hörku við að ryðja sér braut í erfiðum veðrum. Einnig er forystuféð talið finna á sér óvænt veðrabrigði. Ef margar forystukindur eru í sama fjárhópi skapast virðingarröð þannig að það er ætíð sama kindin sem veitir forystu. Á húsi er forystufé alla jafnan spakt, sívökult og vanafast. Gott forystufé er mjög leiðitamt og því handhægt í meðförum. Hafa forystuhrútar skapað sér vinsældir sem leitarhrútar þar sem slíkt búskaparlag er tíðkað. Forystuærnar eru taldar góðar mæður og sinna lömbum sínum með afbrigðum vel án þess að sýna lömbum annarra áa aðgangshörku (2. mynd). Lömbin eru fljót á legg og fylgja mæðrum sínum þéttar en önnur lömb, bæði að vori og hausti. Leikur forystulamba er meiri en hinna á vorin. Skiptar skoðanir eru um nytsemi forystufjár í göngum og leitum við nútíma búskaparhætti. Margt af fénu er kvikt á fæti og lætur misjafnlega að stjórn við þær aðstæður. Notagildi forystufjár hefur breyst ákaflega mikið samfara breytingum á búskaparlagi í sauðfjárræktinni hér á landi á umliðnum áratugum. Markmið rannsóknarinnar Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér er lýst var að kortleggja forystufjárstofninn í landinu með því að skrá sem allra flesta einstaklinga, einkenni þeirra, heimilisfesti og ættir eftir því sem upplýsingar leyfðu. Á grunni þeirra upplýsinga var stefnt að því að leggja mat á erfðafræðilega stöðu stofnsins, með því að lýsa uppbyggingu hans, skoða þróun skyldleikaræktar og greina helstu ættfeður. Út frá þeim niðurstöðum var talið unnt að meta hvernig varðveisla hans hefði tekist á síðustu áratugum og hvað þar mætti ef til vill færa til betri vegar. Einnig var stefnt að því að leggja mat á forystueiginleika hjá fé af þessum stofni með sérstakri tilraun. Gagnasöfnun og úrvinnsla Mælingar á forystueiginleikanum Mæling á forystueiginleika var gerð á eftirfarandi hátt: Myndaður var hópur með sex kindum. Þar af var forystukind sem fékk raðnúmerið 1, en hinar fimm ærnar í hópnum voru tilviljunarkennt úrtak tveggja til fimm vetra kinda úr sömu hjörð og fengu þær raðtölurnar 2–6. Einn hópur var myndaður með ásetningsgimbrum eingöngu þegar prófuð var ásetningsgimbur af forystufé. Fest voru spjöld með viðeigandi raðtölu á báðar síður hverrar kindar þannig að auðvelt var að greina röðina úr nokkurri fjarlægð. Hver hópur var rekinn 200–250 metra frá fjárhúsi og til baka sömu leið, þannig að hópurinn myndaði samfellda röð í rekstri. Tveir skrásetjarar, alltaf þeir sömu, voru í 50–75 metra fjarlægð frá hvorum upphafspunkti og skráðu raðtölu gripanna þegar þeir runnu framhjá. Hver hópur var rekinn tvisvar fram og aftur. Samanburðarhópur var myndaður á hverju búi með sömu ám (nema fyrir ásetningsgimbrarnar). Þannig fengust fjórar mælingar fyrir hverja forystukind (báðar leiðir × tvær umferðir). Mælingar fóru fram í lok október og í byrjun nóvember 2007 á sam- tals fimm búum með alls 15 for- ystukindur, og voru hópmælingar því 60 talsins. Í 13 tilvikum voru prófaðar fullorðnar forystuær, í einu tilviki ásetningsgimbur og einn for- ystuhrútur var prófaður. Mælt var á þessum búum: Hesti í Borgarfirði með þrjár forystukindur, Laxárdal í Þistilfirði með fjórar forystukindur, Ytra-Álandi í Þistilfirði með þrjár forystukindur, Gunnarsstöðum í Þistilfirði með tvær forystukindur og Tunguseli á Langanesi með þrjár forystukindur. Söfnun upplýsinga um stofninn og úrvinnsla þeirra Heildarupplýsingum um stofninn var safnað með því að senda tvenns konar skráningareyðublöð snemma árs 2009 til þekktra forystufjáreigenda og annarra þeirra sem reiðubúnir voru að veita upplýsingar. Á annað eyðublaðanna voru skráðar upplýsingar um númer og nafn kindarinnar, kyn hennar, hornalag og lit samkvæmt 2. mynd. Forystuærin Arnhosa á Brúnastöðum í Flóa ásamt þrem hrútlömbum sínum vorið 2009. Í baksýn hvítt fé úr sömu hjörð. – The leaderewe Arnhosa on Brúnastaðir Farm in Flói, S.-Iceland, with her three ram lambs in the spring of 2009. Ordinary white sheep from the same flock in the background. Ljósm./Photo: Ágúst Ketilsson. NFr_3-4 2015_final.indd 100 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.