Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 13
105 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lág marksskilyrði til útreikninga, og eru þeir flokkaðir eftir kyni. Meðaltal skyldleikaræktarstuðuls fyrir þann 961 grip í rannsókninni sem uppfyllir lágmarksskilyrði um ætternisupplýsingar er 0,0274. Í 5. töflu eru sýndar til svarandi fjölda- og meðaltalstölur skyld - leika ræktarútreikninganna eftir landsvæðum. Talsverður munur er á svæðunum. Greinilegt er að skyldleikarækt er einna mest þar sem sæðingum er beitt hvað minnst, þ.e. á norðausturhluta landsins. Í þessum gögnum um 1422 einstakl-inga eiga 560 kindur sæðingahrút að föður og eru afkvæmi Blesa 98-884 þar langtum flest eða 138. Samtals eiga 11 stöðvarhrútar afkvæmi í þessum gögnum. Fróðlegt er að skoða stærð afkvæmahópa undan hrútum í heimanotkun í tengslum við þróun skyldleikaræktar. Á 10. mynd kemur í ljós að yfirgnæfandi fjöldi heimahrúta á aðeins eitt eða tvö lifandi afkvæmi. Stórir afkvæmahópar, sem algengir eru hjá öðru fé, eru ekki fyrir hendi hjá forystufénu. Erfðahlutdeildc einstakra gripa í stofninum var einnig skoðuð. Hún mælir hve hátt hlutfall af erfðavísum kemur frá viðkomandi grip. Þar eru það aðeins sæðingahrútarnir og forfeður þeirra sem komast á blað. Áhrif Blesa 98-884 eru yfirgnæfandi hjá fénu í rannsókninni og sýnir 11. mynd hvernig hlutdeild hans hefur þróast í árgöngum fæddum 2003– 2008. Í byrjun eru nærri 20% allra erfðavísa forystufjár í landinu frá honum komnir og við lok tímabilsins er hlutur hans enn yfir 10%. Er þetta dæmi um óheppilega mikil áhrif eins einstaklings á stofninn. Á 12. mynd eru sýnd erfðaáhrif frá öðrum sæðingahrútum, þeim sem notaðir voru fyrir um áratug. Þar má sjá að á allra síðustu árum eru teknir í notkun sæðingahrútar sem í hefur safnast óþarflega mikið af genum frá einstökum forföður. Í 6. töflu eru sýnd innbyrðis skyld - leikatengsl sæðingahrútanna. Það eru þessi tengsl sem öllu öðru fremur skapa þá skyldleikarækt sem nú kemur fram hjá forystufénu. Í töflunni sést vel hvernig þessi tengsl myndast milli sífellt fleiri sæðingahrúta. Umræður Í tilrauninni sem gerð var til að mæla forystuhæfni hjá forystu- kindunum kom fram ótvíræð hæfni gripanna til að fara fyrir fjár rekstrinum og staðfestir sú Kyn Fjöldi Fjöldi Number Meðaltal Mean Hlutfall (%) með F=0 Ratio (%) with F=0 Hæsta gildi Highest value Hrútar – Rams 85 0,0402 33 0,3203 Ær – Ewes 798 0,0261 11 0,4531 Sauðir – Wethers 78 0,0275 37 0,2500 4. tafla. Reiknaður skyldleikaræktarstuðull (F) forystufjár sem uppfyllir skilyrði um þéttleikastuðul (PEC)> 0,24 flokkað eftir kyni. – Calculated inbreeding coefficients (F) fulfilling the criteria of the PEC-coefficient >0,24 classified by gender. 5. tafla. Reiknaður skyldleikaræktarstuðull (F) eftir landsvæðum. – Calculated inbreeding coefficients (F) by districts. Landsvæði District Fjöldi Number Meðaltal Mean Hlutfall (%) með F=0 Ratio (%) with F=0 Hæsta gildi Highest value Vesturland 212 0,0250 40 0,3750 Húnavatnssýslur 112 0,0388 36 0,3750 Miðnorðurland 142 0,0264 44 0,3203 S.-Þingeyjarsýsla 113 0,0181 47 0,1546 N.-Þingeyjarsýsla 142 0,0317 22 0,2656 N.-Múlasýsla 64 0,0499 44 0,4531 Önnur landsvæði - Other districts 175 0,0182 48 0,2500 10. mynd. Dreifing fjölda afkvæma undan heimahrútum. – Distribution of number of progeny sired by non AI*-rams. * AI= Artificial Insemination (stations). c. Erfðahlutfall eða erfðaframlag (e. Gentetic contribution) er það hlutfall af erfðavísum einstaklings sem vænta má að komi frá tilgreindum einstaklingi. NFr_3-4 2015_final.indd 105 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.