Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 13
105 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lág marksskilyrði til útreikninga, og eru þeir flokkaðir eftir kyni. Meðaltal skyldleikaræktarstuðuls fyrir þann 961 grip í rannsókninni sem uppfyllir lágmarksskilyrði um ætternisupplýsingar er 0,0274. Í 5. töflu eru sýndar til svarandi fjölda- og meðaltalstölur skyld - leika ræktarútreikninganna eftir landsvæðum. Talsverður munur er á svæðunum. Greinilegt er að skyldleikarækt er einna mest þar sem sæðingum er beitt hvað minnst, þ.e. á norðausturhluta landsins. Í þessum gögnum um 1422 einstakl-inga eiga 560 kindur sæðingahrút að föður og eru afkvæmi Blesa 98-884 þar langtum flest eða 138. Samtals eiga 11 stöðvarhrútar afkvæmi í þessum gögnum. Fróðlegt er að skoða stærð afkvæmahópa undan hrútum í heimanotkun í tengslum við þróun skyldleikaræktar. Á 10. mynd kemur í ljós að yfirgnæfandi fjöldi heimahrúta á aðeins eitt eða tvö lifandi afkvæmi. Stórir afkvæmahópar, sem algengir eru hjá öðru fé, eru ekki fyrir hendi hjá forystufénu. Erfðahlutdeildc einstakra gripa í stofninum var einnig skoðuð. Hún mælir hve hátt hlutfall af erfðavísum kemur frá viðkomandi grip. Þar eru það aðeins sæðingahrútarnir og forfeður þeirra sem komast á blað. Áhrif Blesa 98-884 eru yfirgnæfandi hjá fénu í rannsókninni og sýnir 11. mynd hvernig hlutdeild hans hefur þróast í árgöngum fæddum 2003– 2008. Í byrjun eru nærri 20% allra erfðavísa forystufjár í landinu frá honum komnir og við lok tímabilsins er hlutur hans enn yfir 10%. Er þetta dæmi um óheppilega mikil áhrif eins einstaklings á stofninn. Á 12. mynd eru sýnd erfðaáhrif frá öðrum sæðingahrútum, þeim sem notaðir voru fyrir um áratug. Þar má sjá að á allra síðustu árum eru teknir í notkun sæðingahrútar sem í hefur safnast óþarflega mikið af genum frá einstökum forföður. Í 6. töflu eru sýnd innbyrðis skyld - leikatengsl sæðingahrútanna. Það eru þessi tengsl sem öllu öðru fremur skapa þá skyldleikarækt sem nú kemur fram hjá forystufénu. Í töflunni sést vel hvernig þessi tengsl myndast milli sífellt fleiri sæðingahrúta. Umræður Í tilrauninni sem gerð var til að mæla forystuhæfni hjá forystu- kindunum kom fram ótvíræð hæfni gripanna til að fara fyrir fjár rekstrinum og staðfestir sú Kyn Fjöldi Fjöldi Number Meðaltal Mean Hlutfall (%) með F=0 Ratio (%) with F=0 Hæsta gildi Highest value Hrútar – Rams 85 0,0402 33 0,3203 Ær – Ewes 798 0,0261 11 0,4531 Sauðir – Wethers 78 0,0275 37 0,2500 4. tafla. Reiknaður skyldleikaræktarstuðull (F) forystufjár sem uppfyllir skilyrði um þéttleikastuðul (PEC)> 0,24 flokkað eftir kyni. – Calculated inbreeding coefficients (F) fulfilling the criteria of the PEC-coefficient >0,24 classified by gender. 5. tafla. Reiknaður skyldleikaræktarstuðull (F) eftir landsvæðum. – Calculated inbreeding coefficients (F) by districts. Landsvæði District Fjöldi Number Meðaltal Mean Hlutfall (%) með F=0 Ratio (%) with F=0 Hæsta gildi Highest value Vesturland 212 0,0250 40 0,3750 Húnavatnssýslur 112 0,0388 36 0,3750 Miðnorðurland 142 0,0264 44 0,3203 S.-Þingeyjarsýsla 113 0,0181 47 0,1546 N.-Þingeyjarsýsla 142 0,0317 22 0,2656 N.-Múlasýsla 64 0,0499 44 0,4531 Önnur landsvæði - Other districts 175 0,0182 48 0,2500 10. mynd. Dreifing fjölda afkvæma undan heimahrútum. – Distribution of number of progeny sired by non AI*-rams. * AI= Artificial Insemination (stations). c. Erfðahlutfall eða erfðaframlag (e. Gentetic contribution) er það hlutfall af erfðavísum einstaklings sem vænta má að komi frá tilgreindum einstaklingi. NFr_3-4 2015_final.indd 105 30.11.2015 16:34

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.