Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn
104
með ætternisupplýsingum fyrir
rúmlega tíu þúsund gripi. Þéttleiki
upplýsinga í þessum ættargrunni
er mældur með svonefndum
þéttleikastuðlia (PEC-gildi)36 sem
7. mynd. Dreifing í stærð forystufjárhjarðanna haustið 2008. – The
distribution of flocks by numbers of winterfed leadersheep in 2008.
8. mynd. Meðaltal þéttleikastuðuls (PEC-gildis) forystufjárins flokkað
eftir fæðingarári. – Mean PEC-coefficients in leadersheep pedigrees by
year of birth.
6. mynd. Dreifing ættliðabils hjá forystufé. – Distribution of generation interval of leadersheep.
9. mynd. Þróun reiknaðs skyldleikaræktarstuðuls (F) fyrir forystufé 1990–2008. Bláa línan
sýnir alla einstaklinga (allt) en sú efri fé sem reiknast með einhverja skyldleikarækt (reiknað). –
Development of inbreeding in leadersheep by year of birth. The blue line shows all sheep (all),
the other only individuals inbred according to calculation.
og þétt hjá yngstu árgöngunum
í gögnunum í takt við það að
upplýsingar verða meiri.
Á 9. mynd er sýnt hvernig
skyldleikaræktarstuðull einstakl-
inga í einstökum árgöngum hefur
breyst á árabilinu 1990–2008. Ná
þessir útreikningar til allra þeirra
einstaklinga í ætternisgrunninum
sem fæddust frá 1990 til 2008 og
uppfylla skilyrði um þéttleikastuðul
0,24 að lágmarki. Efri línan sýnir
þróun hjá gripum sem reiknast
með skyldleikaræktarstuðul hærri
en 0 en sú neðri sýnir meðaltalið
þegar einnig eru teknir með gripir
sem uppfylla skilyrði um þéttleika
ætternisgagna en fá reiknaðan
skyldleikaræktarstuðul 0. Þegar
hækkun á línum er metin með
aðhvarfsstuðli er hún 0,0003 á ári
fyrir neðri línuna en 0,0012 fyrir þá
efri.
Í 4. töflu er gefið yfirlit um
skyldleikarækt þeirra gripa í
rannsókninni sem uppfylla
a. Þéttleikastuðull (e. Coefficient for pedigree completeness) (PEC-gildi) mælir þéttni upplýsinga í ættartré einstaklings. Þennan stuðul má reikna fyrir misstór ættartré, hér 5 ættliði,
sem er algengast. Meðal-þéttleikastuðull (e. Mean PEC) er meðaltal fyrir einstaklingana í þeim erfðahópi sem er til umfjöllunar. Þéttleikastuðull verður hæst 1,0.
b. Skyldleikaræktarstuðull (e. Inbreeding coefficient) (F) sýnir líkur á því að báðir erfðavísar í sama erfðavísasæti séu afritun frá einu og sama geni hjá sameiginlegum forföður.
Skyldleikaræktarstuðullinn er þannig t.d. mælikvarði á hve dregið hefur úr erfðabreytileika og verður grunnstærð við mat á erfðafræðilegum fjölbreytileika.
þarf að ná gildinu 0,24 til þess að
mögulegt sé að tala um marktækan
útreikning á skyldleikaræktarstuðli (F).b
Á 8. mynd gefur að líta hvernig
þéttleikastuðullinn hækkar jafnt
NFr_3-4 2015_final.indd 104 30.11.2015 16:34