Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 16
Náttúrufræðingurinn 108 13. mynd. Hrúturinn Frosti á Innri-Múla á Barðaströnd árið 2007. Frosti er 3/4 forystukind og virðist hafa öll einkenni til að leggja grunn að nýju að ræktun forystufjár á þessu svæði. Frosti er mjög líkur föður sínum, Blesa 98-884. – The ram Frosti on Innri-Múli farm in Barðaströnd, W-Iceland, in 2007. Frosti is of 3/4 leadersheep breeding and seems to have all the characteristics to form the basis of a new leadersheep population in this area through genetic upgrading. Frosti resembles much his father, Blesi 98-884. Ljósm./Photo: Sigurður Sigurðarson. og forystukindum þó fjölgað talsvert frá rannsókn Lárusar en hann fann t.d. engar slíkar kindur í Vestur-Skaftafellssýslu. Í hjörðum í Álftafirði og Lóni er samt að baki áratuga ræktunarsaga og grunar okkur að grunninn sé að finna á sjötta áratug síðustu aldar þegar mikið af kynbótafé var keypt inn á þetta svæði úr Þistilfirði.3 Ef til vill hefur þar slæðst með forystufé þó að ekki hafi tekist að sannreyna það. Í Rangárvallasýslu hefur hjörðum með forystufé fjölgað og fjöldi þess aukist frá rannsókn Lárusar. Í Árnessýslu eru fjöldatölur hins vegar mjög áþekkar. Í Rangárvallasýslu er allt forystufé ræktað upp eftir sæðingar eða aðkeypt úr Norður- Þingeyjarsýslu á síðustu árum. Í Árnessýslu er hins vegar grunnurinn að flestu af þessu fé frá fjárskiptunum um miðja liðna öld þegar talsvert kom af forystufé á svæðið austan Hvítár úr Þingeyjarsýslum. Þess voru dæmi að menn fengju þá aukinn fjárkaupakvóta til kaupa á forystufé (Haraldur Sveinsson á Hrafnkelsstöðum, munn legar upplýsingar haustið 2014). Hrútar – sauðir – ær Skipting á milli kynja er mjög lík og var í rannsókn Lárusar. Ánum hefur þó fjölgað hlutfallslega á kostnað bæði hrúta og sauða. Þessar breytingar leiða til þess að til jafnaðar eru 11,1 ær á hvern hrút en eru aðeins 8,6 í gögnunum hjá Lárusi. Hafa þarf hugfast að hrútarnir tveir, sem hverju sinni voru notaðir til sæðinga, voru mun meira notaðir en aðrir forystuhrútar þannig að hver heima- hrútur er notaður á mjög fáar ær. Aldur gripa – fjöldi á hverju búi Vísbendingar má sjá um að stofninn sé í hægum vexti og er það í samræmi við tilfinningu okkar. Tölur staðfesta einnig óvanalega góða endingu hjá forystufénu og meiri en hjá öðru íslensku sauðfé. Tölur um ættliðabil sýna að öllu hærra hlutfall hrúta en áa er undan stöðvarhrútum, sem eru að jafnaði nokkru eldri en heimahrútar. Tölur um ættliðabil hjá sauðfé hér á landi eru komnar nokkuð til ára sinna38,39 og er vitað að það hefur styst umtalsvert á síðustu árum. Hjá forystufé er það greinilega lengra en hjá öðru fé, sérstaklega á móðurhliðina. Forystufjáreiginleikar verða sumir betur ljósir með aldrinum og er því eðlilegt að velja fremur rosknar kindur til undaneldis. Í hjörðum með aðeins eina forystuá eða tvær er algengt að ekki sé farið að huga að endurnýjun fyrr en ærnar eru komnar til ára sinna, og leiðir þá til alllangs ættliðabils. Langt ættliðabil er fremur kostur nú um stundir þegar einn megintilgangur forystufjárræktunar er orðinn að varðveita mjög sérstæðan stofn. Fjöldi búa með forystufé er 415 í rannsókninni og er það tæpum einum tugi fleiri bú en í rannsókn Lárusar. Á langflestum búanna er að finna aðeins eina eða tvær forystukindur. Þessi mikla og sérstaka dreifing á stofninum skiptir talsverðu máli við verndun og viðhald stofnsins sem fjallað verður um síðar. Hornafar Samanburður við rannsókn Lárusar á hornafari forystufjárins sýnir allnokkra breytingu. Hér eru 97% skráðra gripa venjulega tvíhyrndir en það hlutfall var ekki nema rúm 88,5% hjá Lárusi. Í rannsókn hans var nokkuð um kollótt fé og er ekki ólíklegt að það megi að einhverju leyti rekja til þess hve mikið er þar um blendinga, einkum á svæðum þar sem fé er að grunni til kollótt. Með hliðsjón af upplýsingum úr bókinni Forystufé21 er ljóst að kollótt fé hefur lengi, mögulega frá upphafi, verið að finna í þessum stofni. Kollótt fé var ekki síst að finna á norðausturhluta landsins en það er einmitt stærsta svæðið þar sem enn er í grunninn sami forystufjárstofn og á fyrri hluta síðustu aldar. Ferhyrndar kindur eru heldur færri en hjá Lárusi, en ætíð hafa einhverjir forystufjáreigendur fengist við að sameina þessa tvo sjaldséðu eiginleika í einstökum kindum. NFr_3-4 2015_final.indd 108 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.