Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn 148 III – Vestfirðir: Dýrafjörður, Önundarfjörður og Arnarfjörður Lengstu gagnaraðir á Vestfjörðum voru frá Læk (1961–2007) og Mýrum í Dýrafirði (á fimm ára fresti 1960– 2007) en 3,5 km og Mýrafell eru milli varpanna. Sterkar vísbendingar voru um að framan af hafi hreiðrum fjölgað á Læk en fækkað á Mýrum (Valdimar Gíslason Mýrum, munn l. uppl., maí 2007). Þegar tölur á fimm ára fresti úr vörpunum tveimur eru lagðar saman (6. mynd) sést þó fækkun 1965–1975, stöðugleiki 1975–1985, lítilleg aukning 1985– 1995 og svo fækkun 1995–2005. Önnur æðarvörp á Vestfjörðum þróuðust í tvær áttir eftir 1980. Á Auðkúlu í Arnarfirði og í Innri- Hjarðardal í Önundarfirði jókst fjöldi hreiðra 1990–1998 (6. mynd) og voru vörpin enn 150% af upphaflega fjöldanum árið 2005 (Innri- Hjarðardal) og 2007 (Auðkúlu). Á sama tíma fækkaði hreiðrum um 20% miðað við fyrsta talningarárið í Holti í Önundarfirði. Í Þernuvík í Djúpi var stofnað æðarvarp með ungasleppingum um 1995 og sótti það í sig veðrið allt til 2006. Á 7. mynd. Fjöldi æðarhreiðra á Suðvesturlandi. Talið var árlega í Fuglavík og Norðurkoti og á Þyrli við Hvalfjörð 1977–2008. Í Ferstiklu í Hvalfirði var talið annað hvert ár á tímabilinu 1998–2008). Óbrotnar línur tákna æðarvörp með samfelldar, árlegar talningar en tákn án línu sýna æðarvörp þar sem vantar viss ár eða árabil. – Nest counts for common eider in colonies in southwest Iceland. Counts were annual in Fuglavík and Norðurkot and at Þyrill in Hvalfjörður 1977–2008 but every other year at Ferstikla in Hvalfjörður 1998–2008. Lines indicate colonies with annual counts, whereas symbols indicate colonies with years missing from the data series. 8. mynd. Landsvísitala æðarfugls á Íslandi 1977–2007. Árið 2005 er viðmiðunarár (100) og sýnd er hlutfallsleg þróun stofnsins. Vísitalan byggist á 16 æðarvörpum 1977–2000 en 40 æðarvörpum 2001–2007. – Population index (blue line) for common eider in Iceland 1977– 2000 and a running mean (purple line). The year 2005 is the reference year (100) and the population is represented as an annual index to this year. The index is based on the sum of 16 colonies 1977–2000 but on the sum of all 40 colonies 2001–2007. heildina litið var þróunin svipuð á Vestfjörðum og á Norðurlandi og svo á Breiðafirði að Vestureyjum undanskildum, þ.e. fjölgun hreiðra upp úr 1980 en hnig niður á við um og eftir aldamótin. IV – Suðvesturland Lengstu gagnaraðirnar voru frá Fuglavík og Norðurkoti sunnan Sandgerðis (hófst 1977) og á Þyrli í Hvalfirði (hófst 1979) (7. mynd). Þessi tvö vörp breyttust á svipaðan hátt; eftir stöðugleika 1980–1995 (Fuglavík og Norðurkot, fækkun um 20% á Þyrli) fjölgaði hreiðrum í báðum vörpum 1996–2001 en síðan stóð fjöldi hreiðra í stað fram undir 2005. Frá Ferstiklu í Hvalfirði voru fyrir hendi tölur fyrir annað hvert ár 1998–2008. Þar fækkaði hreiðrum um meira en helming frá fyrstu talningu árið 1998 en varpið var í kringum 50% af þeim fjölda 2000–2008 (7. mynd). Á Tjörninni í Reykjavík, einu minnsta varpinu í þessari rannsókn, fækkaði æðarkollum stöðugt allan athugunartímann.30 Heildarstofnvísitala fyrir Ísland Fjöldi æðarhreiðra jókst um 80% 1980–1990 (8. mynd). Þrátt fyrir fækkun í kjölfarið, 1991–2007, var stofninn 42% stærri árið 2007 en árið 1977. Fækkunin 2001–2007 nam 11%. NFr_3-4 2015_final.indd 148 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.