Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn 160 Heimildir 1. Helgi Jónsson 1895. Studier over Öst-Islands Vegetation. Botanisk Tidsskrift, 20. Bind. Bls. 42. 2. Helgi Jónsson 1900. Vegetationen paa Snæfellsnes. Vidensk. Medd. fra den Naturhist. Forening i Kjöbenhavn. 15–97. 3. Hesselbo, A. 1918. The Bryophyta of Iceland. Botany of Iceland, Vol. I, Part II. Bls. 626. 4. Steindór Steindórsson 1945. Studies on the Vegetation of the Central Highland of Iceland. – Bot. of Iceland. Vol III, part 4. Bls. 450. 5. Steindór Steindórsson 1964. Gróður á Íslandi, Reykjavík. Bls. 137. 6. Steindór Steindórsson 1966. Um hálendisgróður Íslands, 3. hluti. Flóra 4. Bls. 88. 7. Helgi Hallgrímsson og Hörður Kristinsson 1965. Um hæðarmörk plantna á Eyjafjarðarsvæðinu, Flóra 3: 9–74. 8. Sigmundur Einarsson (ritstj.) o.fl. 2000. Náttúruverndargildi á virkjunar- svæðum norðan jökla. Náttúrufræðistofnun Íslands 9/2000. Bls. 46 og 125. 9. Snorri Baldursson 2014. Lífríki Íslands. Forlagið, Reykjavík. 407 s. Bls. 279. 10. Ingibjörg Svala Jónsdóttir 2014. Vistfræði mosa í ljósi loftslagsbreytinga. Náttúrufræðingurinn 84 (3–4): 99–112. 11. Hesselbo, A. 1918. The Bryophyta of Iceland. Botany of Iceland, Vol. I (2). Bls. 423. 12. Bergþór Jóhannsson 1999. Íslenskir mosar. Hornmosar og 14 ættir soppmosa, Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 38. 26–27. um höfundinn Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímaritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. Póst- og netfang höfundar Helgi Hallgrímsson Lagarási 2 700 Egilsstöðum hhall@simnet.is Hélumosi (Anthelia) Hesselbo taldi Anthelia nivalis (Sw.) Limpr. vera samnefni við Anthelia juratzkana (Limpr.) Trev., og segir um þessa tegund í Botany of Iceland 1918: Very common on damp gravelly flats, irrigated by melting snow, somewhat rarer on damp gravelly ground, along streams or on damp rocks. This plant has its main distribution on mountain heights, where on the clayey or gravelly flats next to the snow-covered areas, it forms large continuous carpets of peculiar blu- ish-black colour, often mixed with Salix herbacea or with other Bryo- phyta, such as Alicularia geoscypha, Lophozia ventricosa and Polytrichum sexangulare.11 Hann segir vaxtarlagið allt annað þegar tegundin vex í votlendi en í skorpunni til fjalla. Anthelia julacea (L.) Dum. telur hann mun sjaldgæfari og vaxa aðeins á láglendi. Alicularia geoscyphus kallast nú Nardia geoscyphus, hún er algeng um land allt. Lophozia ventricosa er sömuleiðis algeng í snjódældum. Þær eru af flokki soppmosa, eins og Anthelia. Polytrichum sexangulare (snælubbi) er mjög algeng snjódældategund af flokki blaðmosa. Í riti Bergþórs Jóhannssonar um horn- og soppmosa frá 1999 er lýst tveimur tegundum af Anthelia, sem hann kallar hélumosa, þ.e. A. julacea (vætuhélu) og A. juratzkana (heiðahélu). Hann segir þá fyrri vera einkynja en þá síðari tvíkynja, en annars eru þær mjög líkar. Í inngangi ritsins kemur fram að þeim sé oft ruglað saman, og „kæmi til greina að telja A. juratzkana aðeins undirtegund af A. julacea.“ Hann telur A. juratzkana miklu algengari, dreifða um allt land, og lýsir henni svo: Mjög smáar plöntur, grænar, brún- leitar, gulbrúnar, grágrænar eða blá- gráar. Þurrar plöntur hvítleitar eða gráar. Plöntur eru oft þaktar hvítum þráðum. Stundum er svo mikið af þeim, að þeir mynda samfellda, gráa ló. [...] Vex í snjódældum, á berum moldarjarðvegi, í flögum, á áreyrum og rökum flesjum, á rökum klettum, oft við læki og í hraunum (3. mynd).12 Bergþór birtir útbreiðslukort í ritinu og má þar sjá að tegundin er algeng um land allt. Anthelia julacea er hins vegar sjaldgæf og ófundin á Norðurlandi. Anthelia juratzkana er vel þekkt snjódældategund í Skandinavíu og myndar þar gróðurlendi sem almennt er kallað Anthelietum, sömuleiðis í Alpafjöllum og víðar til fjalla. Mig grunar þó að hin dæmigerða mosaskorpa sé séríslenskt fyrirbæri, sem skapast af sérstökum aðstæðum loftslags eða veðurfars og jarðvegs, m.a. af áfoki frá jarðeldasvæðum og uppblásnum jarðvegi, enda hef ég hvergi séð hennar getið annarsstaðar. Bergþór Jóhannsson greindi eftirfarandi mosategundir á sýnishorni af mosaskorpu, sem ég tók úr snjódæld í um 100 m hæð y.s. við Kaldárgil í Jökulsárhlíð 12. ágúst 1998: Anthelia juratzkana, Cephalozia ambigua, Cephaloziella varians, Lopho- zia sudetica, Nardia breidleri og Nardia geoscyphus. Orðið mosamold er fremur óheppilegt um þetta fyrirbæri, enda er það aðeins orðið til vegna líkingar við mold. Orðið mosaskorpa er meira sannnefni, enda kallaði Helgi Jónsson það „Skorpe“ á dönsku, er hann lýsti því fyrst. Ég þakka Ágústi H. Bjarnasyni fyrir yfirlestur og öflun heimilda. NFr_3-4 2015_final.indd 160 30.11.2015 16:35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.