Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 29
121 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Útbreiðslumynstur og aldur íslensku flórunnar Ritrýnd grein Hér verður sagt frá helstu útbreiðslumynstrum sem einkenna íslensku flóruna og þeim vísbendingum sem þau gefa um tengsl tegundanna við ýmsa umhverfisþætti. Greinin miðast við blómplöntur og byrkninga þar sem annað er ekki tekið fram, enda er útbreiðsla þeirra best þekkt. Strjálli upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu mosa og fléttna, en eru að hluta teknar með í myndina þar sem svipuð lögmál virðast gilda um þau og mynstur blómplantna og byrkninga. Upplýsingum um útbreiðslu plantna á Íslandi hefur verið safnað eftir 10×10 km-reitakerfi síðan á árinu 1970. Þessi gagnagrunnur var síðan notaður til að gera útbreiðslukort fyrir einstakar tegundir. Þegar útbreiðslukortin eru skoðuð kemur í ljós að flestar tegundir eru dreifðar um allt landið, en tegundir með takmarkaða útbreiðslu má flokka saman í allstóra hópa plantna sem hafa svipað útbreiðslumynstur. Samanburður þessara útbreiðslumynstra við ýmsa umhverfisþætti bendir til að ákveðnir loftslagsþættir ráði mestu um útbreiðslu tegundanna: Hitastig, landrænt og hafrænt loftslag, og snjólega yfir vetrartímann. Gagnagrunnurinn geymir einnig upplýsingar um hæðarmörk (lóðrétta útbreiðslu) tegundanna. Þau verða best sýnd á sniði eins og gert hefur verið við Eyjafjörð frá strandfjöllunum og inn í landið. Þar kemur fram að vissar tegundir sem vaxa samfellt frá fjöru og hátt upp í fjöll við ströndina vantar á láglendi neðan 300–350 m í innsveitum þar sem snjóalög eru ótrygg á veturna. Á kortum sem byggð eru á 10×10 km-reitakerfi er ekki gerður greinarmunur á því hvernig dreifingu tegundanna er háttað innan reitanna. Sú dreifing gefur hins vegar mikilvægar vísbendingar um aldur tegundanna á svæðinu. Plöntur sem verið hafa þúsundir ára á ákveðnu svæði eru að jafnaði búnar að dreifa sér um alla þá staði sem bjóða þeim hentug skilyrði, eða eru með öðrum orðum orðnar landlægar. Plöntur sem eru nýlega aðkomnar, og hafa aðeins haft nokkur hundruð ár til að dreifa sér um landið, hafa mjög blettótta eða ósamfellda útbreiðslu. Útbreiðsla þeirra gefur oft vísbendingu um dreifingarmáta þeirra, en þær hafa ekki náð til allra staða þar sem skilyrði eru hentug. Að lokum verður hér spáð í aldur íslensku flórunnar. Rannsóknir á frjókornum og steingerðum plöntuleifum í jarðlögum geta gefið mikilsverðar upplýsingar um það hvenær plönturnar náðu fótfestu eftir síðasta jökulskeið. Frjólínurit eru til frá mörgum stöðum á landinu og benda niðurstöður þeirra til að stærsti hluti íslensku flórunnar hafi dreifst um landið á fyrstu 1–2.000 árunum eftir lok síðasta jökulskeiðs. Aðeins fáeinar tegundir hafi bæst við eftir það fram að landnámi, en þá kom nokkur hópur tegunda sem fékk flutning til landsins með landnámsmönnum og búfénaði þeirra. Nokkur dæmi eru rakin um líklegan aldur þessara tegunda í landinu með tilliti til ýmissa nýlegra upplýsinga um hvernig þær bárust til Surtseyjar. Náttúrufræðingurinn 85 (3–4), bls. 121–133, 2015 NFr_3-4 2015_final.indd 121 30.11.2015 16:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.