Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Andrea Göppner, 45 ára Þjóðverji, var í gær fundin sek um að hafa banað fjórum nýfæddum börnum sínum og var hún í kjölfarið dæmd í 14 ára fangelsi. Fyrrverandi eigin- maður hennar, Johann Göppner, var sýknaður, en hann hafði verið ákærður fyrir að hafa ekki reynt að koma í veg fyrir morðin. Jarðneskar leifar barnanna fund- ust í íbúð Göppner í bænum Wallen- fels í Bæjaralandi, mörgum árum eftir að þau voru myrt, og voru þær vafðar inn í plastpoka. Voru nýbur- arnir myrtir á tíu ára tímabili, þ.e. frá árinu 2003 til 2013. Þá fundust einnig fjögur önnur barnslík í húsinu. Saksóknara tókst hins vegar ekki að fá Andreu dæmda seka fyrir morð á þeim þar sem eitt barnanna fæddist andvana en lík hinna þriggja voru svo illa farin að ekki var hægt að segja til um banamein þeirra. Andrea viðurkenndi morðin og sagðist hafa fætt öll börnin heima, vafið þau inn í handklæði og kæft þau sem hreyfðu sig eða grétu. AFP Morðingi Andrea Göppner huldi andlit sitt með möppu fyrir fjölmiðlum. Móðir myrti börn sín eftir fæðingu Ódæðismaðurinn Mohammed Riyad, sem vopn- aður exi og hnífi réðst á lestarfar- þega nálægt Würzburg sl. mánudagskvöld, er talinn vera hælisleitandi frá Pakistan, en í fyrstu var hann sagð- ur vera Afgani. Þrír særðust alvar- lega og einn hlaut minni áverka. Thomas de Maiziere, innanríkis- ráðherra Þjóðverja, segir að Riyad hafi staðið einn að árásinni en að- hyllst stefnu og málstað víga- samtaka Ríkis íslams. ÞÝSKALAND Nú sagður hælisleit- andi frá Pakistan „Bandaríski sjó- herinn mun áfram halda úti sínum venju- bundnu og lög- legu aðgerðum um allan heim, þar á meðal í Suður-Kínahafi,“ segir John Rich- ardson flotaforingi, en stjórnvöld í Kína segjast eiga rétt á því að eigna sér svæði á Suður-Kínahafi þrátt fyrir að gerðardómstóll við Al- þjóðadómstólinn í Haag segi annað. Bandaríkjamenn hafa ítrekað boðið Kínverjum birginn með því að sigla tundurspillum inn á svæðið. SUÐUR-KÍNAHAF Bandaríkin halda óbreyttri stefnu Evrópulögreglan (Europol) segir ríki Evrópu nú standa frammi fyrir mikilli ógn og að árásum, þar sem árásarmaður er einn að verki, eigi eftir að fjölga mjög. Europol segir að þær aðgerðir sem notast hafi verið við í árásunum í Nice í Frakk- landi og í lest við Würzburg í Þýskalandi séu í uppáhaldi hjá Ríki íslams og al-Kaída. „Bæði samtök hafa beðið múslima á Vestur- löndum um að framkvæma árásir í sínum heimalöndum.“ EUROPOL Mikil ógn steðjar nú að ríkjum Evrópu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Skjót viðbrögð Receps Tayyips Erd- ogans, forseta Tyrklands, við valda- ránstilrauninni misheppnuðu í vik- unni sem leið hafa vakið mikla athygli um heim allan, en í gær höfðu yfirvöld handtekið eða leyst frá störfum yfir 50.000 manns. Breska ríkisútvarpið (BBC) greinir frá því að búið sé að ákæra 99 hers- höfðingja og flotaforingja fyrir að hafa skipulagt og tekið þátt í valdaránstil- rauninni. Fleiri bíða ákæru úr röðum tyrkneska hersins. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hefur menntamálaráð stjórnvalda farið fram á að 1.577 deildarforsetar tyrk- neskra ríkisháskóla segi af sér auk þess sem búið er að reka um 15.200 aðra starfsmenn ríkisrekinna skóla. Þá hafa um 21.000 kennarar misst kennsluréttindi sín. Áðurnefndir ein- staklingar eru sakaðir um tengsl við klerkinn Fethullah Gülen sem sagður er hafa staðið fyrir valdaránstilraun- inni. Hefur fræðimönnum einnig verið bannað að yfirgefa Tyrkland. Aðgerðir Erdogans forseta hafa snert fleiri ríkisstarfsmenn. Má þann- ig nefna að búið er að reka um 8.000 lögreglumenn, 1.500 starfsmenn í fjármálaráðuneytinu, 257 starfsmenn í forsætisráðuneytinu og um 750 dómara og saksóknara. Þá hafa minnst 24 fjölmiðlafyrirtæki í land- inu misst leyfi sín til reksturs. Verða að fara eftir lögum Mannréttindasamtökin Amnesty International segja alþjóðasam- félagið nú verða vitni að gríðarlega viðamiklum hreinsunum í Tyrk- landi. „Þó það sé skiljanlegt og löglegt að stjórnvöld vilji rannsaka og refsa þeim sem bera ábyrgð á þessari blóðugu tilraun til valdaráns, verða þau að fara eftir lögum og virða frelsi og tjáningarrétt,“ segir And- rew Gardner hjá Amnesty International, í samtali við BBC. Fréttamaður AFP, sem staddur er í Istanbúl, gaf sig á tal við nokkra íbúa. Þeir vildu ekki koma fram undir nafni en sögðust uggandi yfir gangi mála innanlands. „Nornaveiðar virðast hafnar,“ sagði 25 ára gamall háskólanemi. „Ég styð ekki stjórnvöld, en valda- rán er aldrei lausnin,“ sagði annar karlmaður og hélt áfram: „Allir eru hræddir um hvað gerist næst.“ Um 300 manns eru sögð hafa fall- ið í þeim átökum sem fylgdu valda- ránstilrauninni og 1.100 manns til viðbótar eru sögð hafa særst. Nornaveiðar í fullum gangi  Viðbrögð Erdogans Tyrklandsforseta við valdaránstilrauninni hafa snert um 50.000 manns  Búið að ákæra 99 yfirmenn í hernum  Margir óttast næstu skref AFP Í haldi Hermenn sem tóku þátt í valdaránstilrauninni fluttir í dómhús. „Við fengum tilkynningu um mann sem hegðaði sér grunsamlega. Ein- hver sem er í þykkum vetrarjakka í þessum hita – hann er mjög grun- samlegur,“ segir Christian De Con- inck, hjá lögreglunni í Brussel, í samtali við breska ríkisútvarpið (BBC), en hiti var þá um 30 stig. Vísar hann í máli sínu til þess að lögreglan í Brussel í Belgíu rýmdi verslanir og lokaði götum eftir að fólk veitti manni, sem það taldi grun- samlegan, eftirtekt. Var óttast að hann væri með sprengjuvesti innan- klæða, að sögn BBC. „Það sáust einnig vírar koma út úr jakkanum. Við tókum enga áhættu og var við- komandi stöðvaður og haldið í öruggri fjarlægð,“ segir Coninck. Sérfræðingar sendir á staðinn Maðurinn var fljótlega yfirbugað- ur af fjölmennu lögregluliði og skoð- uðu sprengjusérfræðingar fatnað hans. Engin hætta reyndist á ferðum og er hinn grunaði sprengjumaður nemandi í kjarnorku- og geislunar- fræði í háskólanum í Brussel. Töldu nema vera sprengjumann AFP Lokað Fólki var haldið frá vettvangi og hermenn voru kallaðir út.  Lögregla kölluð út eftir að vetrar- jakki háskólanema vakti athygli fólks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.