Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
✝ AðalheiðurÍsleifsdóttir
fæddist 17. júní
1928 á Læk í Ölf-
usi. Hún lést á
Landspítalanum
13. júlí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Ísleifur
Einarsson, f. 5.
október 1874, frá
Ási í Holtum í
Rangárvallasýslu,
d. 24. júlí 1960, og Kristín
Jóhannsdóttir, f. 28. september
1883 á Eyrarbakka, d. 6. apríl
1955. Alsystir Aðalheiðar var
Kristín Ísleifsdóttir, f. 1927, d.
1969. Sammæðra átti Að-
alheiður fimm systkini og eru
þau öll látin. Samfeðra átti hún
tvær systur, önnur þeirra er lát-
in en Sigríður Ísafold Ísleifs-
dóttir, f. 1935, lifir systur sína.
Aðalheiður giftist 1. október
1949 Kára Söebeck Kristjáns-
syni, f. 11. ágúst 1928, frá Ísa-
firði, d. 27. apríl 2013. For-
eldrar hans voru Kristján
Rannveigu Rafnsdóttur banka-
manni. Sonur Tryggva er Sig-
urður Tryggvi. 4) Trausti Kára-
son, f. 11. janúar 1960, giftur
Selmu Rut Magnúsdóttur og
eiga þau þrjú börn, Tinnu Rut,
Írisi Ösp og Davíð Örn. Barna-
barnabörnin eru tólf og eitt á
leiðinni.
Aðalheiður fæddist á Læk í
Ölfusi og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. Aðalheiður var
heimavinnandi sín fyrstu bú-
skaparár að hugsa um börnin
fjögur. Nokkur ár var hún
erlendis, fyrstu fjögur árin í
Austur-Þýskalandi frá 1958 til
1962, eitt ár í Hollandi, 1974, og
þrjú ár í Póllandi, frá 1988 til
1991, en árin erlendis var hún
að fylgja manni sínum sem
starfaði fyrir Siglingamála-
stofnun ríkisins. Aðalheiður
starfaði í Þvottahúsi ríkisspít-
ala, þaðan færði hún sig til
Osta- og smjörsölunnar og um
langt skeið starfaði hún við
mötuneytið hjá Ríkisútvarpinu,
bæði á Skúlagötunni og svo í
Efstaleiti. Einnig starfaði hún í
matsölu fyrir nemendur í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
Útför Aðalheiðar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 21. júlí
2016, og hefst athöfnin kl. 13.
Söebeck Jónsson, f.
28. mars 1906 að
Gröf í Bitrufirði á
Ströndum, d. 22.
ágúst 1975, og Sig-
ríður Ingibjörg
Tryggvadóttir, f.
23. september 1900
á Skálanesi í Gufu-
dalssveit, d. 16.
desember 1942. Að-
alheiður og Kári
eignuðust fjögur
börn: 1) Kristín Káradóttir, f. 1.
maí 1949, d. 20. febrúar 2014,
en maður hennar var Hlöðver
Einarsson vélstjóri, sem fórst
með Suðurlandinu á jólanótt
1986 og eignuðust þau tvö börn,
Sigurð Helga og Hlín. Seinni
maður Kristínar er Albert Sig-
tryggsson sjómaður og á hann
þrjá syni. 2) Sigríður Káradótt-
ir, f. 11 janúar 1951, gift Guð-
jóni Guðmundssyni rafvirkja-
meistara og eiga þau tvö börn,
Kára Þór og Unni. 3) Tryggvi
Kárason vélstjóri, f. 9. desem-
ber 1956, kvæntur Guðrúnu
Það var erfitt að kveðja
mömmu eftir snarpa baráttu við
krabbamein. Mamma, eða Alla á
Mikló eins og hún var oftast köll-
uð, var kærleiksrík og traust og
umfram allt skemmtileg.
Ég hef oft sagt að það hafi verið
forréttindi að eiga svona heimili
og foreldra. Alltaf hægt að koma
og ræða málin við rauða borðið í
eldhúsinu á Mikló. Ýmsar uppá-
komur yfir árið voru skipulagðar
og tóku allir þátt.
Mamma var hrókur alls fagn-
aðar, orðheppin og sagði
skemmtilegar sögur. Mamma
naut sín mjög þegar hún gat haft
alla sína í kringum sig.
Hún var skapgóð, hlý og mikil
fjölskyldumanneskja.
Mamma fæddist árið 1928 á
Læk í Ölfusi, hún var afar stolt af
því og minnti okkur reglulega á að
við værum af Lækjarættinni.
Mamma og pabbi kynnast ung og
hann lærði vélfræði, þau búa svo í
Austur-Þýskalandi í fjögur ár og
þar kynnist hún mörgu fólki sem
hefur ennþá samband við okkur.
Þetta voru bestu árin, sagði
mamma, síðan nokkur ár í Pól-
landi.
Mamma og pabbi voru af kyn-
slóð eftirstríðsáranna og upplifðu
miklar þjóðfélagsbreytingar.
Mamma vann aðallega á þremur
vinnustöðum; Osta- og smjörsöl-
unni, Rás 2 og Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Mamma fékk áhuga á málara-
list og málaði nokkrar myndir,
einnig hlustaði hún á óperettur.
Síðustu æviárin voru róleg en hún
fylgdist vel með þjóðmálum og
dægurmálum og oft settist maður
niður við rauða borðið og spjallaði
við hana, hún hafði sínar sterku
skoðanir. Hún fylgdist ekki síður
vel með fjölskylduni í gegnum Fa-
cebook, þá 88 ára.
Hvíl þú í friði, elsku mamma.
Tryggvi.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína, hana Öllu.
Það sem ég var heppin að kynnast
og eyða rúmlega þrjátíu árum
með þessari skemmtilegu, dug-
legu og hlýju konu.
Það var gott að vera með Öllu,
endalaust hægt að spjalla um allt
milli himins og jarðar og þá var
helst setið við eldhúsborðið. Eld-
húsborðið var hjarta heimilisins,
alltaf gat Alla bætt stólum við
borðið eftir því sem gestum fjölg-
aði og svo töfraði hún fram eitt-
hvað að borða handa öllum. Heim-
ili Öllu og Kára var alla tíð
gestkvæmt, enda alltaf vel tekið á
móti öllum og gott að koma til
þeirra.
Það var skemmtilegt þegar
Alla datt í sögustuð, hún hafði ein-
staklega gott lag á að krydda sög-
ur til, gera þær spennandi, fyndn-
ar og merkilegar. Þetta voru
sögur frá æskuheimilinu, Læk í
Ölfusi, og því gjarnan bætt við að
Lækjarættin væri sú allra besta.
Þetta voru sögur frá þeim tíma
þegar þau Kári bjuggu erlendis
vegna vinnu hans í Þýskalandi,
Hollandi og Póllandi. Þetta voru
sögur úr veiðiferðum þeirra
hjóna, þær sögur voru oftast þær
allra bestu. Já, þær voru margar
sögurnar, sumar voru svo
skemmtilegar að hún var margoft
beðin um að segja sömu söguna
aftur og aftur.
Áratugir skilja eftir margar
minningar, við Trausti og börnin
okkar eyddum miklum tíma með
ömmu Öllu. Fyrir allar þær
stundir er ég afar þakklát og
geymi minningar um einstaka
konu í hjarta mér.
Selma Rut Magnúsdóttir.
Ein af okkar uppáhalds er fall-
in frá, við kveðjum elsku ömmu
Öllu í dag. Amma Mikló eins og
við kölluðum hana var hlý og góð
og sérstaklega góð vinkona. Er-
um við systkinin einstaklega
heppin með allar þær ljúfu og
góðu minningar sem við eigum.
Nokkrar minningar standa upp
úr, svo ótal margar þeirra eru við
eldhúsborðið. Amma að taka til
fyrir okkur skyr og smyrja brauð
í hádeginu. Yfir hádegismatnum
var margt rætt, amma vildi alltaf
vita hvað við værum að bralla og
svo var lífið og tilveran rædd líka.
Eftir hádegismatinn og spjallið
þótti sjálfsagt að leggja sig smá-
stund í afasófa, það gerði manni
bara gott, sagði amma. Það var
einhvern veginn þannig að amma
var alltaf að útbúa eitthvað fyrir
okkur að borða, hvort sem það var
á Mikló, í húsbílnum eða í Veiði-
vötnum. Í áraraðir héldu amma
og afi alltaf jólaboð á jóladag fyrir
fjölskylduna. Það var dansað í
kringum jólatréð, krakkarnir léku
sér saman og það var sett upp
langborð svo allir gætu setið sam-
an til að snæða hangikjöt. Hinar
sívinsælu mömmukökur voru í
boði líka og það var gaman að fá
að hjálpa ömmu að baka smákök-
urnar, af þeim þurfti að vera nóg
til fyrir jólin og var þeim skammt-
að út bróðurlega svo að allir fengu
að smakka.
Amma var skemmtileg kona,
mikill húmoristi sem ekki lá á
skoðunum sínum og oft fylgdi smá
látbragð með þegar hún var að
segja frá. Sögustundirnar hennar
ömmu eru okkur dýrmætar og
eigum við eftir að sakna þess að
koma við á Mikló og heilsa upp á
ömmu.
Takk fyrir allt, amma, við elsk-
um þig að eilífu og erum þakklát
fyrir allt sem þú hefur kennt okk-
ur. Við munum sakna þín sárt.
Þín barnabörn,
Tinna Rut, Íris Ösp
og Davíð Örn.
Elsku besta amma Alla.
Í dag göngum við síðasta spöl-
inn þinn saman en áfram held ég
þótt nokkrir dýrgripir séu fallnir
af trénu mínu. Einn af þessum
dýrgripum varst þú.
Þegar þú varst fimmtug áttir
þú að fá mig í afmælisgjöf en þar
kom þrjóskan í mér í ljós sem ég
held ég hafi frá þér og kom ég
fimm dögum fyrir stórafmælið
þitt. Við tvíburarnir áttum eftir að
verða miklar vinkonur þótt við
værum ákaflega líkar á mörgum
sviðum og gátum þráttað um hluti
en endað samt báðar með því að
hafa rétt fyrir okkur. Svo vorum
við líka báðar gæddar þeim hæfi-
leika að geta verið á tveimur stöð-
um í einu eða við héldum það alla-
vega.
Ótal stundir átti ég á Mikló sem
barn með ykkur afa og oftar en
ekki fékk ég aura úr buddunni
góðu til að fara í Árnasjoppu og
kaupa nammi handa okkur báð-
um. Ég upplifði gleði og sorg á
Mikló en alltaf gastu samt komið
mér til að brosa með faðmlagi og
eða góðu eyra og ef það dugði ekki
þá smurðirðu bara brauð, helltir
upp á te og sóttir eitthvert góð-
gæti upp í skáp. Fjölskyldan var
þér allt og ef maður var ekki bú-
inn að koma í einhvern tíma
varstu búin að komast að því
hvernig maður hefði það eftir öðr-
um leiðum.
Það er fjölskyldu minni mikil-
væg minning að þú skulir hafa
skellt þér í sparidressið og skund-
að í ferminguna hjá Kristínu Sól í
vor þótt veik værir orðin og erum
við fjölskyldan afar þakklát fyrir
þá stund.
Elsku amma, ég trúi að það
hafi verið partí í draumalandinu
þegar þú mættir og fagnaðar-
fundir. Takk fyrir allt sem þú
kenndir mér og alla hlýjuna sem
þú gafst mér.
Sælir eru hjartahreinir, því að þeir
munu Guð sjá.
(Matt. 5:8.)
Þín
Hlín.
Elsku amma Alla, það er svo
margt fallegt og gott sem þú skil-
ur eftir þig. En að sama skapi svo
stór hlekkur sem er horfinn. Þér
tókst það sem þú ætlaðir þér, að
halda utan um hópinn þinn með
ást og kærleik og gerðir það á
skemmtilegan hátt. Ástríkari og
samheldnari fjölskyldu er ekki
hægt að finna.
Í gegnum árin hefur þú alltaf
verið svo hvetjandi og skilnings-
rík og hefur mér þótt svo vænt um
að eiga þig sem vinkonu, sem ég
gat leitað til og spjallað við þegar
á reyndi. Ég hef alltaf dáðst að
styrkleika þínum og hvernig þú
gast séð hlutina í skýru ljósi. Eftir
þín eigin áföll og missi, sem höfðu
veruleg áhrif á þig, þá hélstu samt
áfram og fannst gleðina að nýju.
Þú leyndir nú aldrei skoðunum
þínum, en þegar allt kom til alls,
þá hafðir þú oft rétt fyrir þér. Þú
sást hluti sem við hin sáum ekki.
Já, þú með þína drauma og
draumaráðningar, en það er nú
bara þannig, þú bjóst yfir ein-
hverjum æðri mætti.
Sem stelpa labbaði ég oft til þín
á Mikló, fékk budduna þína „með
aurum“ og keypti handa okkur
rjómakúlur í Árnabúð, við horfð-
um svo á sápuóperur eða fórum í
sólbað. Það var alltaf gaman að
vera í kringum þig. Fjölskyldu-
ferðirnar í Veiðivötn á sumrin
skilja ótal minningar eftir sig.
Það eru bara tvö ár síðan þú
varst svo dugleg að koma til okkar
í heimsókn til Manchester rétt
eftir að afi dó. Þú ráfaðir búð úr
búð og svo mikill hugur í minni, og
keyptir þér það sem hugurinn
girntist. Endalaust að kenna
manni að lífið sé ekki búið.
Þín verður sárt saknað, elsku
vinkona og amma. Hvíl þú í friði.
Unnur Guðjónsdóttir.
Elsku amma mín.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka þér og afa fyrir öll árin sem
ég fékk að eiga með ykkur. Betri
fyrirmyndir af ömmu og afa er
vart hægt að hugsa sér. Heimili
ykkar á Miklubraut 64 var stund-
um meira eins og félagsheimili en
heimili. Þannig var fjörið og
gestagangurinn og allir sem
„komu við á Mikló“ fengu höfð-
inglegar móttökur. Ef það leið
langt á milli heimsókna fékk mað-
ur annaðhvort símtal eða skilaboð
í gegnum aðra. Sem elsta barna-
barnið þitt fannst mér ég alltaf
hafa smá forskot. Á jólum mátti
eiginlega enginn nema ég borða
mömmukökurnar þínar og þú
beiðst með fallega brosið þitt eftir
að ég myndi smakka og gefa þeim
einkunn.
Við erum líklega háværasta
fjölskylda landsins, gríðarlega
mikið hlegið og talað og jafnvel
allir að tala í einu og þá leið þér
vel. Að hafa allt fólkið þitt í kring-
um þig. Að fá að þjóna fólkinu
þínu og láta alla finnast þeir sér-
stakir. Jólaboðið ykkar afa og svo
afmælið þitt 17. júní eru stundir í
mínu lífi sem ég gleymi aldrei.
Mér fannst alla tíð svo frábært að
eiga ömmu sem átti afmæli 17.
júní því þá voru allir svo kátir og
glaðir, alveg eins og þú.
Þú varst fyndnasta og
skemmtilegasta amma allra tíma.
Alltaf að grínast, orðheppin og
hlæjandi. Sögurnar þínar og
spjallið okkar í gegnum tíðina
geymi ég í hjarta mínu og mun
rifja þær upp ef ég vil brosa út í
annað.
Þegar ég gekk í gegnum minn
foreldramissi gat ég alltaf treyst á
þinn styrk, gat alltaf leitað til þín
og spjallað. Þú varst alltaf til stað-
ar. Þvílíkur klettur sem þú varst
fyrir okkur hin. Takk fyrir að vera
amma mín. Þinn
Helgi (Sigurður H.
Hlöðversson).
Kom, vornótt og syng þitt barn í blund!
(Jón frá Ljárskógum.)
Að minnast Aðalheiðar, þá á
þessi texti vel við. Alla, eins eins
hún var ávallt kölluð, minnti á vor-
ið og sumarnóttina, eins og sú ár-
stíð getur allra best verið, fersk,
falleg, ljúf.
Við kynntumst Öllu fyrir 30 ár-
um er Selma, dóttir okkar, giftist
Trausta, syni Öllu og Kára Sö-
beck. Það urðu hamingjuár. Og
margar voru þær gleðistundirnar
sem við áttum með Öllu, Kára og
stórfjölskyldunni. Það eru forrétt-
indi að vera í þeim hópi. Að leið-
arlokum í þessu lífi erum við
þakklát fyrir samfylgdina.
Gleðinnar dyr standa ekki allt-
af opnar; veikindi, erfiðleikar og
sorgir banka upp á einhvern tím-
ann á lífsleiðinni. Þá reynir á
mannveruna. Kári átti við mikil
veikindi að stríða árum saman, en
bar þau af reisn og lét engan bil-
bug á sér finna ef fagnaður var í
boði. Þau hjón voru sannkallaðir
gleðigjafar.
Mikið álag var oft á eiginkon-
una sem annaðist mann sinn af
stakri alúð eins og hennar var lag-
ið. Ég vissi að oft var hún yfir sig
þreytt. En Kári gekk fyrir. Kári
lést fyrir fjórum árum og mikil
var sorg Öllu er dóttir þeirra,
Kristín, lést tveimur árum síðar
eftir erfiða sjúkdómsbaráttu.
Mikill missir og sorg á stuttum
tíma dró úr þreki Öllu auk þess
sem hún átti sjálf við veikindi að
stríða sem að lokum lögðu hana
líka að velli. En hún var sátt.
Þau hjón voru lánsöm að eiga
sérlega vel gerð börn, tengdabörn
og barnabörn, sem önnuðust þau
af kærleik alla tíð. Á góðum
stundum spjölluðum við ömmurn-
ar saman og dáðumst þá gjarnan
að sameiginlegum barnabörnum
okkar, þeim Tinnu, Írisi og Davíð.
Þau eru hamingjubörn, sögðum
við og brostum breitt hvor til ann-
arrar. Ömmustoltið!
Heimur listarinnar heillaði
Öllu. Hún var efnilegur listmálari.
En heimur kvenna í þá daga kall-
aði á að giftast og stofna heimili.
Seinna á ævinni naut Alla listar
sinnar og mörg falleg málverk
liggja eftir hana.
Litið yfir farinn veg, sjáum við
fallega, brosmilda konu standa í
anddyrinu á heimili þeirra á
Mikló, opna faðminn og bjóða inn.
Hún var drottning á sínu heimili.
Já, minningarnar eru margar og
góðar. Í þeim faðmi minninganna
er gott að búa. Sá bústaður mun
ylja fjölskyldu Öllu og Kára um
ókomna tíð.
Kom ljúfa nótt,
sigra sorg og harm,
svæf mig við þinn barm,
…
(Jón frá Ljárskógum.)
Við Ingvar vottum elsku
Trausta, Selmu og fjölskyldu
þeirra einlæga samúð sem og fjöl-
skyldunni allri.
Hanna Elíasdóttir,
Ingvar Sveinsson.
Með örfáum orðum vil ég
þakka Öllu móðursystur minni
samfylgdina. Hún var hvíldinni
fegin og hlakkaði til að hitta fólkið
sitt hinumegin. Þótt hún væri um-
vafin kærleik og umsjón barna og
barnabarna var hún án efa oft ein
eftir að Kári féll frá, því sam-
rýmdari hjón og félaga var vart
hægt að hugsa sér.
Þær voru afar nánar systurnar,
mamma og Alla, og þær voru ófá-
ar ferðirnar sem farnar voru af
Digranesveginum í strætó niður á
Miklubraut, með sultutau eða
kökur eða bara eitthvað af því
sem mamma hafði verið að baka
handa litlu systur. Þetta gekk
auðvitað svona langt fram á full-
orðinsár. Fráfall mömmu var Öllu
gríðarlegt áfall sem hún komst
aldrei yfir.
Þetta var hávaðaheimili – fullt
af krökkum og gargandi umræður
um pólitík, mikið hlegið og svo var
þessi sérstaka tenging við Þýska-
land. Kári var umsjónarmaður
með smíði fjölmargra báta, svo-
kallaðra tappatogara, í skipa-
smíðastöð í Stralsund í Austur-
Þýskalandi snemma á sjöunda
áratugnum. Þau dvöldu þar í
nokkur ár og mikil var hátíðin á
vindsorfnum og berum Hálsinum
í Kópavogi þegar bréf barst frá
Stralsund með myndum úr fram-
andi skógivöxnu Þýskalandi af
krökkunum á baðströndum og í
skógartúrum. Frá þessum tímum
er einnig vitneskja okkar um
„Fledermás“ – en það var uppá-
haldstónlist Öllu í Þýskalandi og
allar götur síðan, Leðurblakan
eftir Jóhann Strauss, sem var oft
blastað á fullum styrk á Mikló.
Kári kom með þennan líka
flotta Bens þegar þau fluttu loks
heim. Þessi fjölskylda var ekki há-
vaxin, en bíllinn stór og við grín-
ararnir á Digranesveginum köll-
um bílinn alltaf mannlausa bílinn.
Við Birna og krakkarnir okkar
þökkum Öllu og Kára fyrir okkur.
Við bjuggum lengi í Hlíðunum í
námunda við þau og samskiptin
voru mikil. Þau einkenndust af
hlýju og gleði og opnum faðmi
okkar nánustu fjölskyldu.
Helgi Pétursson.
Aðalheiður
Ísleifsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
INGA K. GUÐMUNDSDÓTTIR CIOTTA,
frá Litlabæ í Keflavík,
lést 11. júlí á Mary Immaculate sjúkrahúsinu
í Newport News VA., Bandaríkjunum.
.
Anthony Ciotta og fjölskylda,
Lúðvík, Halldóra, Þórhallur,
Gréta, Edda Guðmundsbörn
og fjölskyldur.
Móðir okkar,
ÁSTA PÉTURSDÓTTIR,
húsfreyja á Björgum,
lést 19. júlí.
.
Hlöðver, Sólveig, Þorgeir og Kristjana.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar