Morgunblaðið - 21.07.2016, Side 31
Sumt fólk hefur svo sterka
nærveru að það er sama hvar
það kemur, á það er alltaf horft.
Soffía var svoleiðis fólk. Litfríð
og ljóshærð, glæsileg svo eftir
var tekið, sjálfsörugg og hlý.
Hafði þann hæfileika að hlusta
með athygli og áhuga á því sem
viðmælandinn hafði að segja en
lá síður en svo á eigin skoðunum
sem gjarnan voru settar fram af
hispursleysi og húmor. Sýndi
samkennd og samhygð á einlæg-
an hátt og hún kunni sko að
hlæja. Eins og sólin dreifði hún
kærleik sínum yfir alla þá sem
hún umgekkst.
Soffía átti yndislega fjöl-
skyldu sem hæfði hennar stór-
brotna persónuleika. Hún var af-
ar vel gift og var iðulega talað
um þau hjón bæði í einu þegar
um annað hvort þeirra var rætt.
Hún var Soffía hans Sverris og
Sverrir var Sverrir hennar
Soffíu. Hún var mikil fjölskyldu-
kona og var dætrum sínum
tveimur, frábær fyrirmynd og
vinur.
Fyrir ári byrjaði Soffía að
kenna sér meins og greindist
fljótlega með afar sjaldgæfan og
erfiðan sjúkdóm. Með von í
hjarta fylgdist ég með henni úr
fjarlægð glíma við þennan vá-
gest. Að lokum hafði sjúkdóm-
urinn betur.
Við sem kynntumst henni
stöndum eftir sorgmædd og
hljóð en um leið þakklát fyrir að
hafa þekkt hana og elskað.
Sverrir, Berglind, Hanna
Soffía og fjölskyldur, við Ragnar
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Anna Þóra Jónsdóttir.
Nú hefur Soffía okkar sungið
sig yfir á annað tilverusvið. Það
er auðvelt að ímynda sér hana
koma syngjandi að Gullna hlið-
inu, með hárið slegið, refinn um
hálsinn, armböndin og á hæla-
skónum. Hún syngur Foli, foli,
fótalipri fyrir Lykla-Pétur, lagið
um heilsuspillandi drykkinn
kaffi eða óperuaríu. Pétur kem-
ur auðvitað strax út með hörpu
og afhendir Soffíu því í himna-
ríki vantaði einmitt glæsilega
dívu, mannkostakonu, fagurkera
og gleðigjafa.
Haustið 1971 hóf hópur ungra
stúlkna nám í Fóstruskóla Sum-
argjafar. Þetta var fríður og
föngulegur hópur og auðvitað
gjarnan glatt á hjalla. Í þessum
hópi var Súgfirðingurinn Soffía.
Frá fyrsta degi mátti öllum vera
ljóst að þar fór ekki stúlka sem
læddist með veggjum. Það geisl-
aði frá henni lífsgleði, hrifnæmi
og hlýja. Neikvæðni, smámuna-
semi eða almenn leiðindi til-
heyrðu ekki hennar orðaforða.
Soffía varð strax prímus mótor í
sönglífi skólasystra enda lék hún
á gítar og söng af mikilli list.
Þessi tilhögun hefur reyndar
haldist síðan og gilt jafnt um
barnaskemmtanir, sem við héld-
um til fjáröflunar fyrir
útskriftarferðina okkar til Sví-
þjóðar og Danmerkur, stóraf-
mæli bekkjarsystra eða vorpartí
hópsins. Þó búið væri að velja
lög við ákveðin tækifæri og jafn-
vel æfa, gat Soffíu dottið í hug að
við syngjum önnur lög og þá var
það ekkert tiltökumál. Þannig
var bara Soffía okkar.
Við skólasystur nutum
margra mannkosta Soffíu en
einn af þeim var einlægur og
fölskvalaus áhugi hennar á öðru
fólki og högum þess. Hitti maður
Soffíu á förnum vegi þá var upp-
lifunin að vera einmitt sú mann-
eskja sem Soffía hefði allra helst
viljað hitta í dag.
En nú er skarð fyrir skildi,
Soffía er farin frá okkur. Hóp-
urinn verður ekki samur eftir. Á
þessum erfiðu stundum er hugur
okkar hjá Sverri. Við sendum
honum og dætrunum innilegustu
samúðarkveðjur. Minning Soffíu
mun lifa með okkur öllum.
Fyrir hönd bekkjasystra úr
Fósturskóla Íslands 1974,
Ragnheiður Halldórsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Nokkur orð frá
ömmu.
Vertu sæl, vor litla,
hvíta lilja,
lögð í jörð með himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða,
ljúf og björt í dauða
lést þú eftir litla rúmið auða.
Þannig kvað Matthías Joch-
umsson eftir dótturmissi.
Í dag finnst mér þetta ljóð tala
til mín vegna andláts Klöru okk-
ar. Blómið, liljan, hvít með ynd-
islegan ilm. Þannig minnist ég
Klöru, viðkvæm, brothætt, en þó
með sterkan vilja um að halda
áfram, þótt gangan hafi oft á tíð-
um verið óyfirstíganleg.
Henni var ekki gefið langt líf í
upphafi, en með góðri hjálp frá
heilbrigðisþjónustunni náði hún
að komast yfir hvern hjallann af
öðrum.
Það kom fljótt í ljós hvað hún
vildi, hvernig ég átti að koma
fram við hana, hvort sem ég átti
að „dansa“, klappa lófunum eða
syngja. Þetta voru dýrmætar
stundir.
Hennar helsta áhugamál var
að róla. Því voru settar upp rólur,
bæði úti sem inni á heimili for-
eldranna. Seinna kom svo tram-
pólínið sem var oft hoppað á.
Eins voru baðkerstímarnir vin-
sælir og stóðu lengi yfir í hvert
skipti. Það voru forréttindi að fá
að fylgjast með, þótt mörg orð
væru kannski ekki á vörum.
Svo kom að því að hún flytti að
heiman, þangað sem foreldrarnir
höfðu gert henni fallega búna
íbúð og vakað var yfir henni næt-
ur og daga. Rólan var að sjálf-
sögðu þar í aðalhlutverki. Ljúf er
minningin um síðustu heimsókn-
ina til hennar á nýja heimilið og
samverustundin með henni.
En skjótt skipast veður í lofti
og á augabragði dregur ský fyrir
sólu.
Aftur vil ég vitna í skáldið frá
Sigurhæðum:
Klara Smith
Jónsdóttir
✝ Klara SmithJónsdóttir
fæddist 27. sept-
ember 1993. Hún
lést 6. júlí 2016.
Klara var jarð-
sungin 15. júlí
2016.
Vertu sæl vor litla ljúfan
blíða,
lof sé Guði, búin ertu
að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust barn án dvala.
Lærðu ung við engla
Guðs að tala.
Elsku Palli, Ásdís
og Hekla. Ég hef
engin orð til að lýsa
aðdáun minni á þolinmæði, kær-
leika, umburðarlyndi og kjarki,
sem þið hafið sýnt og sannað í öll
þessi ár. Þið eruð svo sannarlega
góðar fyrirmyndir og hetjur.
Megi góður Guð veita ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Guði falin, Klara mín, fegursta
blómið. Takk fyrir allt.
Amma Sjöfn.
Ég gleymi aldrei deginum sem
þú fæddist. Það var fallegur
haustdagur og ég var á leiðinni úr
skólanum. Mamma stendur á
tröppunum heima skælbrosandi
og segir mér að ég sé búin að
eignast litla frænku. Þvílíkur
gleðidagur. Allan daginn hlógum
við og skríktum; að lítil stúlka
væri fædd. En það er oft stutt á
milli gleði og sorgar, því daginn
eftir beið mamma líka eftir mér á
tröppunum en að þessu sinni
grátandi. Hún sagði mér að litla
frænka mín væri veik, vart hugað
líf og væri mikið fötluð. Heimur-
inn hrundi; hvernig gat þetta ver-
ið? Fallega litla ljósið mitt svona
veikt? Þetta var svo óréttlátt og
sárt. Ég vildi ekki trúa þessu; ég
bara grét. Ég fékk að sjá þig
fyrst í gegnum gler, þú varst í
súrefniskassa. Við tóku dagar
ótta og sorgar. Ég fékk að heim-
sækja þig oft upp á spítala. Þú
varst svo falleg stúlka. Falleg-
asta barn sem ég hafði séð. Með
þetta mikla og fallega hár sem
var þitt einkenni. Og fallega húð-
litinn þinn – sem stafaði kannski
af því að þú varst svo hrifin af
gulrótarmauki. Mér fannst þú
bara fullkomin. Þú komst öllum á
óvart. Varst alltaf svo dugleg al-
veg sama hvað þú varst veik. Allt-
af var stutt í fallega brosið þitt.
Þú hafðir mikið skap og þú vissir
alltaf hvað þú vildir. Hláturinn
þinn var svo smitandi að það var
ekki annað hægt en hlæja líka
þegar þú byrjaðir. Innilegri hlát-
ur hef ég ekki heyrt. Við eyddum
mörgum góðum stundum saman.
Þú komst í heimsókn á Eiríksgöt-
una og gistir hjá mér. Þá var vak-
að lengi og sofið frameftir „í
kósí“. Þú gast ekki valið þér betri
foreldra fyrir lífið, svo um-
hyggjusöm og pössuðu þig svo
vel. Þú varst hetja sem kenndi
okkur svo mikið um lífið. Gafst
okkur svo ótrúlega margt. Þú
elskaðir tónlist og uppáhaldið þitt
var að dansa. Alltaf þegar ég kom
í heimsókn var mér boðið í dans
og þá dunaði dansinn dátt. Strák-
arnir mínir, litlu frændur þínir,
höfðu líka svo gott af því að um-
gangast þig og kynnast þér. Ég
þakka þér innilega fyrir það. Eft-
ir stendur minning um fallegan
einstakling sem gafst aldrei upp
þrátt fyrir mótbyr. – Nú hvílir þú
í friði.
Verndi þig englar, elskan mín,
þá augun fögru lykjast þín,
líði þeir kringum hvílu hljótt
á hvítum vængjum um miðja nótt.
(Steingr. Th.)
Blessuð sé minning þín, elsku
Klara mín.
Dagmar Una Ólafsdóttir.
Kveðja frá Lyngási
Í dag kveðjum við góða vin-
konu okkar, Klöru Smith. Klara
hefur verið með okkur í Lyngási
síðastliðin sjö ár. Klara var lífs-
glöð ung kona og naut þess að
vera til. Það hentaði henni ekki
að sitja auðum höndum svo hún
var mikið á ferðinni. Hún naut
þess að sækja tónleika, fór mikið í
sund og var mikið úti. Henni þótti
skemmtilegt að róla sér og vildi
þá fara mjög hátt og hratt.
Klara hafði dillandi, smitandi
hlátur svo það var líf og fjör í
kring um hana. Hún var þeim
eiginleikum gædd að hún átti sér-
stakan stað í hjörtum okkar allra.
Hennar verður sárt saknað hér í
Lyngási en við erum þakklát fyr-
ir allar góðu minningarnar og að
hafa fengið að kynnast henni.
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi.
En margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
(Kristján Hreinsson)
Við sendum Jóni Páli, Ásdísi
og fjölskyldu Klöru okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Valgerður Unnarsdóttir.
Ég er gríðarlega
þakklátur fyrir
þann tíma sem ég
fékk með afa mín-
um, ég á svo marg-
ar yndislegar og frábærar minn-
ingar um hann, sem munu lifa
alla tíð.
Fyrsta minning mín um afa er
þegar hann kom og sótti mig á
Stokkseyri og dró mig með sér að
veiða í fyrsta sinn, þá var ég um
það bil sex ára. Við byrjuðum á að
tína orma og fórum svo í Hraunsá
með Hercon-veiðistöng sem ég
nota enn þann dag í dag. Þetta
var fallegur sumardagur og að
sjálfsögðu fengum við fisk. Þetta
var fyrsta veiðiferðin af mörgum
hjá okkur saman.
Yfirleitt fórum við í Ölfusárós
að veiða, ýmist upp á Engjar eða
við brúna. Við í raun veiddum alls
staðar í ósnum, gengum um og
prófuðum allt. Við vorum með all-
ar tegundir beitu; hrogn, makríl
eða orm. Afi notaði alltaf fugla-
fjöður til að fylgjast með flóði og
Pétur Pétursson
✝ Pétur Péturs-son fæddist 13.
september 1924.
Hann lést 9. júlí
2016.
Útför hans var
gerð 15. júlí 2016.
háskólaalmanakið til
að fylgjast með hve-
nær það væri stór-
streymt. Hann átti
vöðlur af gerðinni
Daiwa sem ég notaði
í flest skiptin, þang-
að til þær einfald-
lega pössuðu ekki
lengur. Ein ferðin er
mér sérstaklega
minnisstæð. Við
mokveiddum þenn-
an dag. Veiðin var svo mikil og
æsingurinn, að þegar afi sá hvað
ég veiddi vel á minn spún var
ekki annað í stöðunni en að
skipta. Ég hljóp í verkið fyrir
gamla, einhver orðaskipti fóru
okkar á milli meðan ég var að
skipta og rífur afi upp stöngina í
miðjum klíðum og spúnninn fer á
bólakaf í lúkuna á mér. Gamli lét
þetta ekki hindra veiðina, náði í
spóakjaftinn, reif spúninn úr,
teipaði og sagði mér að byrja að
kasta. Nú værum við í göngu og
þá þýddi ekkert væl!
Eitt sinn þegar ég var að rölta
um Stokkseyri sá ég bílinn hans
afa standa við kirkjuna. Það gat
ekki annað verið en að afi væri
mættur í fjörugöngu. Ég gekk út
í fjöru og fljótlega sá ég í rass-
gatið á honum og ætlaði að laum-
ast að honum. Ég var þó varla
kominn að honum þegar ég sá
stóra flóðbylgju koma að okkur.
Ég stökk á afa og rak hann upp í
varnargarðinn með mér. Hann
lítur á mig, brosir og segir hlæj-
andi: „Hún amma þín sendi þig í
þetta skiptið.“
Við fórum iðulega í sund. Mér
fannst reyndar skelfilegt að fara
með honum í sund. Það var þó
ekki sundið sem var skelfilegt,
heldur það sem gerðist eftir
sundið. Yfirleitt þegar við kom-
um upp úr tók hann æfingar í
búningsklefanum og neyddi
mann til að taka þátt. Hopp, arm-
beygjur og ýmsar skrítnar hreyf-
ingar sem manni þóttu mjög
vandræðalegar.
Stundirnar sem við áttum í
bílnum voru líka skemmtilegar,
það var alltaf til blár ópal. Yfir-
leitt tók hann lagið í bílnum og
situr lagið „Undir dalanna sól“
fast í minningunni. Það þarf ekki
að spyrja að því að maður var að
sjálfsögðu neyddur til að syngja
með og þótti mér það alls ekki
leiðinlegt.
Afi á svo mikið í mér og hann
gaf mér svo mikið. Hann steig
ekki feilspor í afahlutverkinu og
met ég það mikils. Ég er gríð-
arlega þakklátur fyrir að hafa átt
hann að og mun kveðja hann með
bros á vör. Hann er trúlega
ánægðastur núna, enda kominn
til ömmu.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Bjarki Gylfason.
Ég ætla að reyna
af veikum mætti að
lýsa reynslu minni
af kynnum mínum af
Ólafi Gunnarssyni,
sem að mínu mati
var vægast sagt gull af manni í
minn garð og ekkert áhlaupaverk.
Fyrir um 20 árum og algjöra
tilviljun hafði Gunnar sonur hans
samband við mig, mér alveg
ókunnugur.
Hann bar upp erindið við mig
og töldum við báðir að ég gæti lið-
sinnt vegna kunnugleika og auk
þess bjargað mér á ákveðnu
tungumáli. Svo fór að hann bauð
mér til sín í foreldrahús til að
ræða málin.
Við það að hitta foreldra hans,
þau Ólaf og Elísabetu, þá kynntist
ég heimi sem ég vissi ekki að væri
til og fór næstum úr sambandi af
undrun.
Mér fannst Ólafur gæddur öll-
um þeim kostum sem skaparinn
gat komið fyrir í einum manni og
ekki var kona hans síðri.
Eftir þetta hlýnaði mér ætíð
Ólafur Gunnarsson
✝ Ólafur Gunn-arsson fæddist
20. júlí 1931. Hann
lést 8. júlí 2016.
Útför Ólafs fór
fram 20. júlí 2016.
um hjartarætur ef
ég átti erindi á þetta
góða heimili.
Ólafur var hafsjór
af fróðleik um ætt-
fræði auk margs
annars sem hann
var vel heima í þeg-
ar við ræddum sam-
an.
Eitt sinn er ég
staldraði við hjá
honum og hann þá
kominn á spítala, þá ræddum við
allt mögulegt, m.a. garðyrkju og
var ég þá að glíma við mosann
heima. Þá aldeilis lifnaði yfir hon-
um varðandi lausn á sínu garð-
vandamáli og ég var maðurinn í
það. Síðan var slegið á létta
strengi með gamanmál og nutum
við í botn augnabliksins sem reyn-
ist svo það síðasta.
Hann var flísalagningarmeist-
ari að ég tel af Guðs náð og hefur
eflaust smitað son sinn Gunnar af
þeim áhuga og starfi.
Kynni mín af Gunnari eru á
þann veg að það er alveg sama
hvað snýr upp eða niður, ætíð eru
á hraðbergi vandaðar og góðar
lausnir, svo af ber – hvaðan skyldi
það nú koma?
Ég votta fjölskyldunni mína
dýpstu samúð.
Valdimar Elíasson.
Elsku Lista,
elsku besta Lista,
hvað liggur á? Ég
veit vel að þú ert alltaf að og
nóg að gera. En þú hefðir ekki
átt að hlaupa svona fljótt frá
okkur. Við hefðum getað gert
meira saman.
Við höfum reyndar gert ým-
islegt þó þú hafir verið hinum
megin við hafið. Það sem við
gerðum fyrir nokkrum árum
þegar þú skipulagðir og varst
fararstjóri í ferð fyrir mig og
Sævar um París og Versali. Allt
á fullu, strætó tekinn á milli
borgarhluta, farið í Lapera, te-
búðina og á tónleika, stoppað á
kaffihúsi, aðeins að pústa og svo
„allez“, aftur á stað. Við fórum
líka víða um Ísland, t.d. Lóns-
öræfi. Þar var labbað alveg upp
að herðablöðum og við orðin
græn í framan. Í Núpstaðar-
skóg fórum við fjórar systur,
löbbuðum þar og klifruðum upp
hamravegg í bandi – reyndar
með aðstoð farastjórans – í sól
og blíðuveðri. Á heimleiðinni
daginn eftir komum við við á
Kirkjubæjarklaustri og þú príl-
aðir í keðju upp brattan hamra-
vegg á Systrastapa og Sif líka
ef ég man rétt. Síðan var haldið
inn í Fjaðrárgljúfur, það vaðið
inn í botn. Þú og Sif voruð á
Evuklæðum og stunguð ykkur
til sunds í volgan hylinn, sem er
þar. Ykkur var svo heitt. Þú
komst frá hitanum í París og Sif
frá Ameríku, en við Áslaug
bjuggum og búum á kalda land-
inu og þurftum því ekki að kæla
okkur.
Ekki má gleyma ferð okkar
upp á Langjökul. Þú vildir
leggjast í jökulinn, þetta var
einhver þráhyggja hjá þér. Ég
skildi það ekki þá en ég skil það
núna. Á Langjökul fórum við
þrjár; ég, þú og Katrín Helga.
Þetta var mikil ferð. Við fórum
á jeppanum mínum og ég keyrði
– og það er sko saga til næsta
bæjar – að Langjökli miðjum,
um Kaldadal. Vegurinn um
Katrín Jónsdóttir
✝ Katrín Jóns-dóttir fæddist
11. janúar 1954.
Hún lést í París 27.
júní 2016.
Minningarathöfn
fór fram í Stykk-
ishólmskirkju 15.
júlí 2016.
hann hefur aldrei
verið góður. Við
upp á jökulinn, en
ekki hvað. Farar-
stjórinn datt ofan í
sprungu, úpps.
Ekki á bólakaf, en
alveg nóg. Það var
smá panik en allir
fljótir að átta sig
og hann komst upp.
Þegar hann var
kominn upp aftur,
sagði hann: „Ég er með allar
græjurnar á mér, talstöð ofl.,
ofl. Ég hefði átt að láta ykkur
vera með talstöð líka.“ Ekki tók
nú betra við þegar við fórum
niður af jöklinum. Þessi líka
svaka stóra og djúpa sprunga
sem við urðum að ganga fyrir,
púff. Þú varst ekki lofthrædd
eða neitt, bara „allez allez“. Við
komumst öll niður af jöklinum.
Ég fékk alveg nóg og fer aldrei
á jökul, alveg nóg að horfa á þá.
Við fóru líka upp í Hrútfellið
á Kili, þar var ein þráhyggja hjá
þér að fara upp í Fjallkirkju í
Langjökli. Við keyrðum sem
leið liggur norður Kjöl á jepp-
anum mínum. Á miðjum Kjal-
vegi ca. er beygt við stóran
stein og þar liggur vegurinn
niður að Þverbrekkumúlaskála.
Þaðan hefst gangan, labbað og
labbað í átt að Fjallkirkju og til
baka aftur. Við komumst aldrei
alla leið en það er nú önnur
saga. Á heimleiðinni heyrðum
við í fréttum að það væri mikið
hlaup eða flóð í Hagavatni og
göngubrúin þar farin. Við að
skoða þetta. Brekkan upp að
brú sem einu sinni var, er svo
svakalega brött að ég lagði ekki
í að keyra svo við húkkuðum
okkur far upp með tveimur
strákum.
Svo er alltaf eitthvað sem
kemur upp í hugann frá ennþá
lengri tíma. Ég var oft spurð af
hverju er hún Lista kölluð
Lista? Ég var farin að svara því
þannig að hún Lista er lista-
kona og þess vegna heitir hún
Lista.
Elsku Lista listakona með
ljósa hárið og hvítu húðina. Nú
sit ég hér og drekk te og pára
þetta á blað en hvar ert þú?
Kannski hér líka eða í París hjá
börnunum þínum – hver veit?
Sigríður Jóns
Katrínardóttir.
Meira: mbl.is/minningar