Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
✝ Guðrún BirnaWendel Ólafs-
dóttir, sagnfræð-
ingur og kennari,
fæddist í Reykjavík
24. júlí 1966. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 28.
júní 2016.
Hún var dóttir
hjónanna Guðríðar
Björnsdóttur, fyrr-
verandi fulltrúa hjá Skattstjór-
anum í Reykjavík og húsmóður,
f. 10. september 1930, d. 22.
febrúar 1982, og Ólafs Her-
manns Jónssonar flugumferð-
arstjóra, f. 20. október 1932, d.
c) Anna Margrét Ólafsdóttir, f.
15. janúar 1963.
Börn Steinunnar og Sigurðar
Geirssonar, f. 10.1. 1955 eru a)
Ásta Jenný Sigurðardóttir, f. 9.
júní 1980, maki: Óskar Örn
Ágústsson, f. 12. apríl 1973.
Börn þeirra eru Ágúst Páll Ósk-
arsson, f. 12. ágúst 2006, Sig-
urður Orri Óskarsson, f. 11. júlí
2009, og Stefán Örn Óskarsson,
f. 21. október 2011. b) Guðríður
Lilla Sigurðardóttir, f. 29. sept-
ember 1986, sambýlismaður
Lárus Jóhannesson, f. 10. októ-
ber 1978. Sonur þeirra er: Vikt-
or Snær Lárusson, f. 20. júlí
2015. Börn Önnu Margrétar og
Sturlu Orra Arinbjarnarsonar,
f. 3. maí 1961, eru a) Ólafur Orri
Sturluson, f. 24. desember 1995,
b) Andri Elvar Sturluson, f. 4.
ágúst 1998, og c) Íris Margrét
Sturludóttir, f. 16. ágúst 2004.
Útför Guðrúnar fór fram í
kyrrþey.
2. október 1995.
Eftirlifandi eig-
inmaður Guðrúnar
er Þór Jes Þór-
isson, for-
stöðumaður hjá
Símanum, f. 30. júlí
1961. Börn þeirra
eru: a) Daníella Jó-
hanna Þórsdóttir, f.
25. apríl 1994, b)
Michael Jes Þórs-
son, f. 31. ágúst
1998, c) Theodór Wendel Þórs-
son, f. 9. júní 2010.
Systur Guðrúnar eru: a)
Steinunn Þórunn Ólafsdóttir, f.
29. apríl 1955, b) Hertha Lind
Ólafsdóttir, f. 5. ágúst 1960, og
Elsku Guðrún mín. Nú á ég
ekki eftir að sjá þig aftur, alla-
vega í þessari jarðvist. Ég á ekki
eftir að horfa í ljósbláu augun
þín og heyra létta hláturinn
þinn, fallega stelpan mín. Ég á
þó margar yndislegar minningar
um þig á liðnum árum. Hér
heima í Langagerði, þar sem
okkur leið svo vel með börnunum
okkar þrem og á ferðalögum
okkar, sérstaklega í Bandaríkj-
unum.
Þú varst minn besti vinur og
mín stærsta ást. Ást þín og
stuðningur þinn í gegnum árin
var mér ómetanlegur. Dugnaður
og bjartsýni var alltaf við völd
hjá þér. Börnin voru þér afar
kær enda mikill metnaður lagður
í að gera þeim tilveruna sem
besta og hvetja þau til dáða.
Hvernig þú mættir and-
streymi lífsins var aðdáunarvert.
Hvort sem það var móðurmissir
á unga aldri, eða ólæknandi
krabbamein á síðustu mánuðun-
um. Æðruleysi og bjartsýni þín
var alltaf til staðar og aldrei féll
þér verk úr hendi eða var að
finna nokkurn uppgjafatón.
Að þú sért alveg farin er erfitt
að skila, svo óaðskiljanlegur
hluti af lífi mínu hefur þú verið
þessi síðustu 25 ár. Ég veit ekki
hvað tekur við á næstu misser-
um og árum, en mun áfram leit-
ast við að gera þig stolta af mér
og krökkunum. Í þeim lifir þú
áfram. Í útliti, töktum, gáfum og
skapgerð. Betra veganesti geta
þau vart fengið.
Elsku stelpan mín. Ég vona
innilega að okkar leiðir liggi aft-
ur saman í óendanleika alheims-
ins.
Þinn að eilífu,
Þór Jes.
Það er erfitt að sjá á eftir
yngstu systur sinni, rétt tæplega
50 ára, að aldri kveðja okkur
svona snögglega. Við sem eftir
stöndum erum agndofa yfir því
reiðarslagi sem dundi yfir okkur
er hún var hrifsuð af okkur með
nánast engum fyrirvara. Síðasta
haust greindist Guðrún með ill-
vígan sjúkdóm, sem hún barðist
hetjulega við og voru menn orðn-
ir bjartsýnir um að hægt væri að
tefja fyrir framgangi sjúkdóms-
ins, en þá tók við atburðarás sem
engan gat órað fyrir og tímaglas-
ið tæmdist fljótt.
Guðrún Birna ólst upp í Háa-
leitishverfinu og var yngst í hópi
fjögurra systra. Guðrún var í alla
staði mjög skemmtileg og frá-
bær systir, hávaxin og brún yf-
irlitum. Hún var einstaklega
greiðvikin og hjartastór í öllu því
sem hún tók sér fyrir hendur.
Mér eru minnisstæð háskólaárin
okkar er við lékum saman bad-
minton í KR-heimilinu og vorum
við kallaðar badmintonsysturnar
af kollegum okkar. Við héldum
badmintonæfingunum áfram eft-
ir háskólanámið og einnig lékum
við tennis saman. Það var ein-
ungis í júlímánuði á síðasta ári
sem við lékum okkar síðasta
tennisleik saman ásamt krökk-
unum okkar og auðvitað hafði
Guðrún frumkvæði að því að
panta völl fyrir allan mannskap-
inn. Þannig var Guðrún tilbúin
að gera hluti fyrir aðra með nán-
ast engum fyrirvara.
Við Guðrún áttum margt sam-
eiginlegt, við giftum okkur báðar
sumarið 1995 og einnig voru eig-
inmenn okkar gamlir skólafélag-
ar. Við eignuðumst báðar syni
árið 1998 og völdum við sama
ágústmánuðinn til þess. Fjöl-
skyldan var í fyrirrúmi hjá Guð-
rúnu og gekk hún fyrir öllu í
hennar lífi. Hún eignaðist þrjú
yndisleg börn með eiginmanni
sínum sem sjá nú á eftir frá-
bærri móður og eiginkonu langt
fyrir aldur fram. Guðrún veitti
börnum sínum góða leiðsögn og
gaf þeim alla sína ástúð sem ein
móðir getur gefið börnum sínum.
Um síðustu páska hittumst við
yngri systurnar ásamt fjölskyld-
um okkar í Orlando í Flórída og
áttum við yndislega stund sam-
an. Það var ekki í fyrsta sinn
sem við hittumst þar en reyndist
vera okkar síðasta sameiginlega
heimsókn þangað. Guð einn veit
hversu langur tími okkar er hér
á jörðinni og því nauðsynlegt að
nýta hann vel og það gerði Guð-
rún. Að hafa átt Guðrúnu sem
systur var eins og að eiga traust-
an klett í Atlantshafinu, alltaf
var hún tilbúin að hjálpa til og
traustari einstakling var ekki
hægt að finna. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Ég sendi mági mínum Þór Jes
og börnunum Daníellu, Michael
og Theodór mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi minning
hennar vera ljós í tilveru ykkar
allra.
Þín systir,
Anna Margrét og fjölskylda.
Elsku systir – þú komst í
heiminn á yndisfögrum sumar-
degi í lok júlí, nokkrum dögum
fyrir 6 ára afmælið mitt en þú
kvaddir, því miður allt of fljótt, á
björtum degi í júnílok. Það var
stolt stóra systir sem leit þig
augum í fyrsta skipti, svo langa
en fíngerða og granna. Þú varst
eftirlæti allra í fjölskyldunni og
augasteinninn hennar mömmu.
Fjölskyldan flutti í Háaleitis-
hverfið á 7. áratug síðustu aldar
og þar ólumst við systurnar upp
í stórum samheldnum systra-
hópi. Barnæskan leið áhyggju-
lítil við leik og mikið var brallað.
Hverfið var nýbyggt og stórar
og barnmiklar fjölskyldur í
hverju húsi og því auðvelt að
finna leikfélaga og vettvang til
þess að leika okkur og fara í æv-
intýra- og könnunarleiðangra.
Þú varst aðeins 15 ára þegar við
misstum móður okkar langt fyrir
aldur fram. Móðurmissirinn var
okkur systrunum mikill en þó
sérstaklega fyrir þig, yngstu
systurina og augastein móður
sinnar. Átta árum áður hafði
annar stór missir orðið í fjöl-
skyldunni þegar móðir okkar
fæddi andvana systur okkar. Al-
vara lífsins blasti því snemma við
þér en þú tókst á við erfiðleikana
af þínu einskæra æðruleysi og
stóísku ró sem alltaf fylgdi þér
og það var þín auðna. Þú giftist
yndislegum manni og hjónaband
ykkar var ákaflega farsælt og
einkenndist af gagnkvæmri virð-
ingu og ást. Þið stofnuðuð stór-
glæsilegt heimili og varð þriggja
myndarlegra og yndislegra
barna auðið. Þér var mjög annt
um fjölskyldu þína og þú helg-
aðir þig alfarið að uppeldi og vel-
ferð barna ykkar Þórs og missir
þeirra nú er ólýsanlegur. Þú
varst mikið fyrir sund og vissir
fátt eitt betra og ánægjulegra en
að fara í sund og heita potta.
Margar góðar stundir átti ég
með þér og börnum þínum í
sundi og heita pottinum heima
hjá þér. Þú varst listakokkur og
höfðingi heim að sækja. Fjöl-
margar jóla- og áramótaveisl-
urnar hef ég setið hjá ykkur
hjónum og börnum ykkar og á
yndislegar minningar frá þeim.
Á síðasta ári fór ég ásamt þér og
fjölskyldu þinni til Bandaríkj-
anna til þess að vera við útskrift
dóttur ykkar frá University of
Vermont. Sú ferð var ógleym-
anleg og minningarnar mun ég
ávallt geyma í hjarta mínu. Þú
varst hávaxin og stórglæsileg
kona og heillaðir alla með þínu
fallega brosi og framkomu sem
einkenndist af hlýju og nær-
gætni enda varstu hvers manns
hugljúfi. Þú varst lífið og þú
elskaðir lífið. Þess vegna var það
reiðarslag þegar þú greindist
með banvænt krabbamein s.l.
haust. sem þú barðist við með
æðruleysi þínu og dugnaði en
annað áfall kom í kjölfarið og þú
áttir ekki afturkvæmt úr veik-
indum þínum og mættir skapara
þínum langt fyrir aldur fram. Þú
ert og verður alltaf ljósið í lífi
mínu. Lífið er fátækara án þín en
minningin um glæsilega, hrífandi
og yndislega systur með hjarta
úr gulli mun ávallt lifa með mér
um ókomin ár. Elsku Þór, Dallý,
Mikki og Teddi, ég votta ykkur
öllum mína dýpstu samúð, engin
orð geta lýst harmi mínum
vegna fráfalls Guðrúnar.
Þín systir,
Hertha Lind.
Þín verður sárt saknað, elsku
Guðrún Birna, ég kveð þig með
sorg í hjarta.
Guðrún Birna tókst á við veik-
indi sín með aðdáunarverðum
hætti. Ég dáist að hugarfari
hennar, hún hélt áfram að vera
jákvæð og alltaf jafn brosmild
þrátt fyrir allt.
Við tengdaforeldrar hennar
nutum þess að vera með henni
og fjölskyldu hennar í ferðalög-
um og var þá farið til Bandaríkj-
anna. Hún var einstakur skipu-
leggjari, búin að panta og sjá
fyrir öllu.
Þau Þór Jes voru yndisleg
heim að sækja, t.d. jólaboðin sem
voru hátíðleg og lásu börn þeirra
úr jólaguðspjallinu og að því lok-
un voru bornar fram dýrðlegar
krásir, þar sem Guðrún var sér-
staklega góður kokkur.
Elsku sonur minn, Þór Jes og
barnabörn mín, Daníella Jó-
hanna, Michael Jes og Theodór
Wendel, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið Guð að gefa
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Missir ykkar er mikill en
minningin um góða og yndislega
konu lifir í hjarta mínu.
Guð geymi elskulega tengda-
dóttur og verndi og hvíli hún í
friði.
Lifðu ljóss í heimi, Guði falin.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin er burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Þín einlæg tengdamamma,
Jóhanna Jónsdóttir (Hanna).
Guðrún Birna
Wendel Ólafsdóttir
✝ Þór SteinbergPálsson fæddist
á Ljósstöðum í
þorpinu á Akureyri
30. ágúst 1933.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
29. júní 2016.
Foreldrar hans
voru Páll Friðfinns-
son, f. 9.9. 1906, d.
22.8. 2000, og Anna
Ólafsdóttir, f. 25.10.
1912, d. 21.6. 2003. Systkini
Steinbergs voru fimm; Björgvin,
Ólöf, Tryggvi, Bragi, og Frið-
finnur.
Árið 1955 giftist Steinberg
Hrefnu Sigursteinsdóttur og
eiga þau saman börnin Sig-
urstein, Ástu og Björgvin. Barna-
börnin urðu átta og barna-
barnabörnin eru orðin sautján.
Steinberg fór ungur að vinna
við smíðar hjá föður
sínum. Hann fór í
gamla Iðnskólann á
Akureyri og útskrif-
aðist þaðan sem
byggingameistari.
Hann vann alla sína
tíð í bygging-
arvinnu og stofnaði
og rak m.a. bygg-
ingafélagið Smár-
ann hf. með nokkr-
um félögum sínum.
Eitt af verkum Steinbergs var
bygging á Kringlumýri 21 þar
sem hann bjó með fjölskyldu
sinni frá árinu 1960 til dauða-
dags. Á eldri árum sinnti Stein-
berg áhugamálum sínum af
miklu kappi. Ber þar helst að
nefna störf hans fyrir Harm-
onikkufélag Eyjafjarðar.
Útför Steinbergs hefur farið
fram.
Það er sárt að hugsa til þess að
geta ekki spjallað við afa framar
þegar ég kem við í Kringlumýr-
inni. Afi var málglaður maður og
hafði gaman af því að segja frá því
sem hann hafði upplifað um æv-
ina. Hann var afskaplega stoltur
af því að vera uppalinn þorpari og
var því mjög ánægður í Kringlu-
mýrinni, þaðan sem hann sá yfir
bæði fæðingarstað sinn, Ljósstaði
og Sólvelli, þar sem hann ólst upp.
Afi var líka stoltur af því að
vera Þórsari þrátt fyrir að hafa
ekki mikið mætt á völlinn, en
hann var skírður í höfuðið á
Íþróttafélaginu Þór og hafði gam-
an af að segja frá því. Honum
þótti því ánægjulegt þegar börnin
mín fóru að spila fótbolta með
Þór. Fræddi þau um að hann hefði
einnig spilað með Þór og að völl-
urinn hefði þá verið þar sem
súkkulaðiverksmiðjan Linda var
seinna byggð. Afi var alltaf mjög
ánægður með sitt og sína og sýndi
afkomendum sínum mikinn
áhuga. Hann vildi upplýsingar um
ganginn í boltanum, tónlistar-
námið og allt sem hver og einn var
að bralla þá stundina.
Áhugamálin hans afa voru
mörg og var eitt þeirra að ferðast
um landið á húsbílnum sínum sem
hann útbjó sjálfur. Ég á margar
góðar minningar úr slíkum ferða-
lögum með afa, en hann var mjög
duglegur að ferðast með okkur,
barnabörn sín. Hann var mjög
fróður um landið og fór yfir hvern
krók og kima með okkur við und-
irspil harmonikkutónlistar af
kassettu. Hugsanlega er ástæða
þess að ég man svona vel eftir
þessum ferðum sú að afi nýtti
hvert tækifæri til þess að draga
fram myndavélina, en hann var
líka mikill ljósmyndaáhugamað-
ur. Það er því til mikill mynda-
fjársjóður í Kringlumýrinni sem
er gaman að fletta í gegnum og
eru ófáar myndirnar úr þessum
eftirminnilegu ferðalögum.
Afi var yndislegur maður sem
gaf mikið af sér og hugsaði vel um
sitt fólk. Hann var maðurinn sem
var alltaf tilbúinn til þess að redda
málunum og aðstoða. Þrátt fyrir
að hafa þurft að glíma við veikindi
í mörg ár var hann alltaf ákveð-
inn, orkumikill og tók þetta á já-
kvæðninni. Ég var því nánast far-
in að trúa því að hann yrði eilífur.
Mér finnst þessi jákvæðni og bar-
áttuvilji virðingarverður og tek
þetta með mér út í lífið ásamt
mörgu öðru góðu frá honum afa
mínum.
Takk fyrir allt, afi minn, við
sjáumst síðar.
Anna María Ingþórsdóttir.
Þór Steinberg
Pálssson
Nú er skarð fyr-
ir skildi. Barátt-
unni er lokið. Góð-
ur drengur er
fallinn, fallinn fyrir
illvígum sjúkdómi sem hann
barðist við í 18 mánuði alveg
galvaskur og viss um að hafa
betur. En þinn lífsins vegur
náði ekki lengra en til 30. júní
sl.
Margar góðar minningar á ég
og mín fjölskylda um þig, en
einhverra hluta vegna kem ég
þeim ekki niður á blað.
Mér og fjölskyldu minni
varst þú afar góður og sannur
vinur. Við Maggi vorum að tala
um það um daginn að þú varst
alltaf fyrstur til að láta pening
af hendi rakna ef einhver átti
bágt. Þá sagði Maggi: „Mér
dettur í hug lagið úr myndinni
„Með allt á hreinu“ sem er
svona: „Hann var vænn við
menn og málleysingja, létt er æ
hans pyngja, ávallt hefur borg-
að meðlagið“ (það á nú samt
ekki við).“
Út frá öllum samtölum okkar
Árni Kjartan
Þórður Jónasson
✝ Árni KjartanÞórður Jón-
asson fæddist 9.
mars 1947. Hann
lést 30. júní 2016.
Útför Árna fór
fram 8. júlí 2016.
og vangaveltum yf-
ir misskiptingu
heimsins og hvern-
ig fólk er misjafn-
lega úr garði gert,
þá finnst mér þetta
ljóð lýsa okkar
samtölum og
„spekúlasjónum“
best og ég veit að
þú átt inneign.
Tilvera okkar er
undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í
skörðin.
En það er margt um manninn á
svona stað,
og meðal gestanna er sífelldur þys
og læti.
Allt lendir í stöðugri keppni’ um að
koma sér að
og krækja sér í nógu þægilegt sæti.
En þó eru sumir, sem láta sér lynda
það
að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt, sem menn-
irnir leita að,
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir
þeim vakir.
En mörgum finnst finnst hún dýr
þessi hóteldvöl,
þó deilt sé um hvort hótelið sjálft
muni græða.
En við, sem ferðumst, eigum ei
annars völ.
Það er ekki um fleiri gististaði að
ræða.
Þá streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss,
að allt verði loks upp í dvölina tekið
frá oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir
oss
reikninginn yfir það sem var skrifað
hjá oss.
Þá verður oss ljóst, að framar ei
frestur gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn
krefst
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson)
Nú er komið að ferðalokum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þú varst hraustur, þjáning alla
þoldir þú og barst þig vel,
vildir aldrei, aldrei falla:
Uppréttan þig nísti hel.
Þú varst sterkur, hreinn í hjarta,
hirtir ei um skrum og prjál;
aldrei náði illskan svarta
ata þína sterku sál.
(Matthías Jochumsson)
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur sendum við Birnu, Jónasi,
Ellu, Adda, Björgu og fjölskyld-
um þeirra, svo og öðrum að-
standendum.
Helga Ingibjörg,
Magnús og Bjarki,
Sigurður og fjölskylda
og Pálmi og fjölskylda.