Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Reykholtshátíð fagnar 20 ára afmæli sínu dagana 22.-24. júlí en tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson var fenginn til að semja verk fyrir hátíð- ina í ár. „Mér finnst það mikill heiður að hafa verið beðinn að semja verk fyrir hátíðina og skemmtileg áskorun,“ segir Gunnar en hann sótti innblástur í Eddukvæði Snorra Sturlusonar. „Hugmyndin er að tengja tón- verkið við staðinn og Snorra Sturlu- son en það er hefð fyrir því að ný verk sem samin eru fyrir Reykholsthátíð tengist Snorra. Ég sótti mér því inn- blástur í Grímnismál en þau eru birt í Konungsbók Eddukvæða og inni- halda 54 erindi og heitir verkið mitt því hreinlega Úr Grímnismálum.“ Erindin sem Gunnar valdi sér að tónsetja eru nr. 40 og 41 en þau fjalla um sköpun heimsins og eru eftirfar- andi: 40. Ór Ymis holdi var jörð of sköpuð, en ór sveita sær, björg ór beinum, baðmr ór hári, en ór hausi himinn. 41. En ór hans brám gerðu blíð regin Miðgarð manna sonum, en ór hans heila váru þau in harðmóðgu ský öll of sköpuð. „Þessum erindum svipar efnislega til byrjunarinnar á Völuspá en frá- sögnin í hinum lítt þekktari Grímn- ismálum er gjörólík. Snorri Sturluson vitnar í þessi erindi í Eddu sinni, nán- ar tiltekið í Gylfaginningu og ég not- ast við þennan texta um sköpun heimsins, þ.e. hvernig heimurinn var búinn til úr líkama jötunsins Ýmis en hann var rifinn í sundur og þannig er t.d. jörðin sköpuð úr holdi hans og sjór úr blóði.“ Unnið innan ramma Það getur verið ólíku saman að jafna að vinna verk upp á sitt ein- dæmi eða semja fyrir tiltekna hátíð. Reykholtshátíðin takmarkar tón- skáldið örlítið en Gunnar segir að þrátt fyrir allar takmarkanir eða öllu heldur leiðbeiningar sé af nægu að taka fyrir tónskáldið. „Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, hafði sam- band við mig og sagði mér hvaða hljóðfæri ég gæti notað og hvaða söngvari væri á staðnum,“ segir Gunnar, og spurður hvort honum finnist það takmarka tónsmíðina seg- ir hann það ekki þurfa að vera. „Stundum er það bara þægilegra að fá upplýsingar um það hvaða hljóð- færi eru í boði og hvaða söngvarar eru til taks. Þá veit ég hvar mörkin liggja og hvað ég get gert en síðan er nóg af ákvörðunum eftir fyrir mig sjálfan að taka.“ Tónlistarheimurinn lítill Sigurgeir Agnarsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, er lærður sellóleikari og spilar m.a. með Sinfón- íuhljómsveit Íslands en það vill svo skemmtilega til að hann og Gunnar voru báðir í námi í Köln fyrir að verða 17 árum. „Ég lærði einn vetur í Köln og Sig- urgeir var þá í sellónámi þar á sama tíma. Síðan fór ég í meistaranám til Haag og bjó þar svo í nokkur ár en kynntist Sigurgeir ágætlega meðan við vorum báðir í Þýskalandi en tón- listarheimurinn á Íslandi er ekki svo stór að hér þekkja nærri því allir alla hvort sem er,“ segir Gunnar sposkur á svip. Sjálfur stundaði Gunnar nám í tón- smíðum en hann hefur samið verk af ýsmum toga allt frá einleiksverkum til hljómsveitarverka, sem ratað hafa inn á tónlistarhátíðir víðs vegar um heim og verið flutt af ýmsum nafn- kunnum tónlistarmönnum og hópum. Gunnar hlaut Kraumsverðlaunin 2013 fyrir geisladiskinn Patterns og auk þess tilnefningar í flokkunum Tónverk ársins og Tónhöfundur árs- ins á Íslensku tónlistarverðlaununum sama ár. Á lokatónleikum hátíðarinnar Frumflutningur á verki Gunnars fer fram á sunnudaginn á loka- tónleikum hátíðarinnar. „Lokatónleikar hátíðarinnar sem hefjast eftir hátíðarguðsþjónustuna bera heitið Himneskur og hefjast klukkan fjögur.“ Ásamt verki Gunnars verða tvö af meistaraverkum klassíska tímabils- ins einnig í sviðsljósinu, þ.e. Strengja- tríó Beethovens sem er gullmoli sem vert er að heyra og drottning kamm- erverka Schuberts slær svo botninn í Reykholtshátíð. Lýsir upphafi heimsins í tónum Tónsmíði Gunnar Andreas Kristinsson tónsmiður frumflytur nýtt verk í Reykholti á sunnudag.  Nýtt íslenskt verk eftir tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson verður frumflutt á sunnudaginn á lokatónleikum Reykholtshátíðar  Í ár fagnar Reykholtshátíð 20 ára afmæli sínu Mikið verður um dýrðir á Reykholtshátíðinni sem fagn- ar 20 ára afmæli sínu. Á opnunartónleikunum 22. júlí verða fluttar Árstíðirnar eftir Vivaldi þar sem fiðluleik- arinn Ari Þór Vilhjálmsson tekur að sér einleikarahlut- verkið. Reykholtskórinn syng- ur undir stjórn Viðars Guð- mundssonar og Elmar Gilbertsson syngur einsöng með kórnum. Laugardaginn 23. júlí verð- ur fyrirlestur sem Margrét Eggertsdóttir flytur í sam- starfi við fyrirlestraröð Snorrastofu. Fyrirlesturinn ber heitið Það mikið elskaða skáld Hallgrímur Pétursson. Þá verða kammertónleikar sama dag sem bera heitið Mozart-Bach-Boccherini og um kvöldið stígur stórten- órinn Elmar Gilbertsson á svið ásamt píanóleikaranum Helgu Bryndísi Magnúsdóttur. Tónlist og fræðastörf FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Fjórða helgi tónlistarhátíðinnar Sumartónleikar í Skálholti hefst í kvöld kl. 20:00 með tónleikum sem kallast Barokkbandið Brák og Blóðheitu Ítalarnir, en þar verður skellt í eina ítalska stuðtónleika með verkum eftir Vivaldi, Caldara, Locatelli o.fl. þar sem hóflegir hljóðfærakonsertar verða í for- grunni. Barokkbandið Brák er hóp- ur ungs tónlistarfólks sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á barokktónlist, hefur sér- hæft sig að hluta í þeirri tónlist er- lendis og vill koma upprunaflutn- ingi á framfæri á Íslandi. Leiðari hópsins er Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari. Fjórðu tónleikahelginni í Skál- holti verður fram haldið á laug- ardagskvöldinu 23. júlí, en þar koma fram tveir meðlimir Brákar, þau Steinunn Arnbjörg Stef- ánsdóttir sellóleikari og franski semballeikarinn Brice Sailly. Efnis- skrá þeirra samanstendur af Són- ötum eftir J.S. Bach fyrir gömbu og sembal, en Steinunn mun í þetta sinn leika þær á pikkolóselló. Tón- leikar Steinunnar og Brice hefjast svo síðar um kvöldið. Að lokum, sunnudaginn 24. júlí kl. 11:00, verður messa í Skálholts- dómkirkju þar sem flytjendur Sum- artónleikanna koma fram, en hún er hluti af Skálholtshátíð sem stendur yfir samtímis á staðnum þessa helgi. Tónleikar Barokkbandið Brák spilar í Skálholti um helgina. Sumartónleikar í Skálholti bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.