Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.08.2016, Qupperneq 13
Listaháskóla Íslands og útskrifaðist 2009,“ segir Borghildur, sem síðan var hálft ár í starfsnámi í London. Fyrst hjá danska hönnuðinum Peter Jensen og síðan Kanadamanninum Erdem Moralioglu, en þeir eru báðir nokkuð þekktir. „Mjög góð reynsla, ég lærði margt og kynntist því hvernig hlut- irnir ganga fyrir sig í þessum bransa. Eftir starfsnámið dvaldi ég svolítið lengur í borginni og gældi jafnvel við að byrja með merkið mitt þar ytra. En heimþráin gerði vart við sig, ég þurfti á því að halda að vera í nálægð við náttúruna,“ segir Borg- hildur. Heimkomin hófst hún handa við að hanna undir merkinu Milla Snorrason, sem hún selur í Kiosk, en verslunina rekur hún í félagi við sjö fatahönnuði. „Markaðurinn er lítill, en ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegt og er hæstánæð. Ég er enn að prufa mig áfram á Íslandi en stefni á að fara með merkið mitt á er- lendan markað.“ Spurð hvort landinn fylgist vel með ef miðað er við götutískuna, kveðst hún raunar aðallega sjá fólk í Gori-tex klæðnaði á Laugaveginum. „Mig grunar að þar séu túristar á ferð. Almennt eru Íslendingar smart, fylgjast vel með og kaupa sér falleg föt. Það er partur af að hafa gaman af lífinu.“ Náttúran Ljósmynd sem Borghild- ur tók á Fjallabaksleiðinni. Snjóalög Bómullar- og jersey-kjóll með mynstri í anda fjallanna. Ullarblanda Buxur og peysa með fjallamynstri. Morgunblaðið/Þórður Mynstrin í nátt- úrunni speglast með sérstökum hætti í flíkunum. Konan á bak við merkið Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður, konan á bak við tískumerkið Milla Snorrason. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Sú mikla menningarveisla sem verð- ur á morgun á sjálfa Menningarnótt í Reykjavík, er heldur betur fjölbreytt og ótal skemmtilegir viðburðir verða í boði fyrir gesti og gangandi. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrir þá sem kunna vel að meta ískaldan húmor og skemmtilegheit, þar sem mögulega verður stungið á einhverjum kýlum, er um að gera að líta við á Gauknum við Tryggvagötu klukkan 21 annað kvöld, laugar- dagskvöld, því þar verður uppistand þríeykis sem kallar sig „The Devil’s Threesome“. Þessi djöfullegi þríhyrningur er skipaður þeim Hugleiki Dagssyni, Jonathan Duffy og Bylgju Babýlons. Hugleik þekkja allir af teiknimynda- sögum hans sem hafa slegið í gegn, en hann hefur einnig sannað sig sem uppistandari. Bylgja er leikkona og uppistandari sem margir kannast líka við úr myndböndunum í Baði með Bylgju. Jonathan Duffy er ástralskur leikari og uppistandari sem býr í Reykjavík. Óhætt er að búast við góðu kvöldi með þessum þremur ólíkindatólum og vert er að taka fram að ókeypis er inn. Að loknu uppi- standi þríeykisins kl. 23 stíga á svið ein af annarri hljómsveitirnar Skoff- ín, Krakk & Spaghettí, Lucy in Blue, Vára og Rythmatik. Garanterað fjör. Uppistand á Gauknum á Menningarnótt með þremur svaðalegum Uppistandarar Hugleikur Dagsson, Jonathan Duffy og Bylgja Babýlons. Djöfullegur þríhyrningur fer hamförum Þegar þetta er skrifað er égstaddur úti í Noregi. Til-efnið er ekki af verri end-anum, en þessa helgina heldur árgangurinn minn úr gagn- fræðiskóla reunion með pompi og prakt. Svo miklu pompi og prakt að reunion-ið er haldið á lúxusveit- ingastað eins og aðeins olíu- maríneruðum Norðmönnum myndi detta í hug að gera. 18 ár eru liðin frá því að ég flutti til Noregs. Altalandi á íslensku og ótal- andi á norsku mætti ég í snævi þak- inn skólann og reyndi að aðlagast norska samfélaginu. Þrautirnar voru margar en lausnirnar einfaldar og strategískar. Fyrst lærði maður mikilvægasta orð norskrar tungu fyr- ir átta ára pjakka. Var það hið ein- falda orð „hit“. Orðið gerði það að verkum að þeir sem voru með mér í liði í fótbolta gáfu boltann á mig og þá gat ég látið hreyfingarnar á boltanum tala fyrir sig. Knattspyrna er al- þjóðlegt tungumál. Önnur þrautin sem lögð var fyrir mig reyndist vera hinn árlegi skíða- dagur skólans. Sá dagur var nálægt því að fara verulega úrskeiðis. Ég hafði prófað að stíga á skíði áður og örlítil tilhlökkun gerði vart við sig þegar dagurinn nálgaðist. Daginn áður en skíðadagurinn rann upp ákvað ég að spyrja kennarann af forvitni í hvaða skíðabrekku við værum að fara. „Brekku? Við erum að fara á gönguskíði,“ svaraði kennarinn. „Auðvitað, ég vissi það nú,“ svar- aði ég ósannfærandi áð- ur en ég stökk heim og fjölskyldan rótaði í bíl- skúrnum þar til við fundum eitthvað sem einu sinni hafði verið ný gönguskíði. Þau voru gömul. Enn þann dag í dag velti ég fyrir mér tilhugsuninni ef ég hefði mætt í rútuna í risavöxnum skíðaklossum með svigskíðin á öxlinni innan um gönguskíðaklædda vini mína, á leið í gönguskíðaspor lengst inni í skóg- inum langt frá öllum skíðalyftum. Skíðadagurinn var þó frábær skemmtun fyrir ungan strák sem var að stíga sín fyrstu skref á gönguskíð- um. Ráðlegging til norsku útlend- ingastofnunarinnar: Ekkert lagar þig betur að norsku samfélagi en að stingast á bólakaf í snjóskafl á göngu- skíðum. Ég fann hvernig sósíal- demókratinn innra með mér fór að vaxa og það eina sem ég gat stunið upp úr mér var hrópið: Heia Norge! En nóg af minningum. Nostalgían var betri hér áður fyrr. Nú er kominn tími til að búa til nýjar minningar hér í Noregi. Útskýra fyrir ár- ganginum aftur að Ís- lendingar búa ekki í snjóhúsum, Grænland er hvítt og Ísland er grænt. Kannski endar kvöldið svo á víkinga- klappi? Ekki útiloka það. HÚH! »Ég fann hvernig sósíal-demókratinn innra með mér fór að vaxa og það eina sem ég gat stunið upp úr mér var hrópið: Heia Norge! Heimur Björns Más Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla New Holland, Fiat, Ford, Case, Steyr, Zetor og Fendt Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir. Eigum einnig mikið úrval varahluta í gömlu dráttarvélarnar Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Fjölbreytt vöruúrval Strekki- filmur glærar Bóluplast 1,5 m br. 100 m á rúllu Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Bóluplast 1,2 m br. 100 m á rúllu Bylgjupappír Ruslapokar svartir Ruslapokar glærir Umbúða- pappír Límbönd Mini strekki- filmur Strekkifilmur svartar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.