Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 24

Morgunblaðið - 19.08.2016, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 ✝ Aage Petersenfæddist í Reykjavík 2. mars 1934. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Lauritz Christ- ian Petersen, f. 7.8. 1906, d. 26.9. 1972, og Guðný Guðjóns- dóttir Petersen, f. 15.11. 1907, d. 27.9. 1971. Systkini Aage eru: Gunnar, f. 1930, d. 2013, Guðjón, f. 1938, Hulda Sóley, f. 1941 og Margrét, f. 1947, uppeldissystir hans er Anna Kristín Ólafsdóttir, f. 1953. Aage kvæntist 16. júlí 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni, El- ínu Sigurjónsdóttur, f. 19. mars 1936. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson, f. 1.6. 1894, d. 28.9. 1982, og Soffía Ingimund- ardóttir, f. 18.9. 1900, d. 6.6. 1964. Elín ólst upp í Sandlækjar- koti í Gnúpverjahreppi og fóstur- foreldrar hennar voru Eiríkur Jónsson, f. 2.2. 1880, d. 14.5. 1966, og Kristín Ingimundar- f. 10.11. 1996, b) Viktor, f. 6.5. 2003. Sonur Margrétar er Ing- ólfur, f. 23.12. 1990. Foreldrar Aage bjuggu lengst af á Laugarnesvegi 38 og þar átti hann sitt bernskuheimili allt þar til hann stofnaði sitt eigið. Aage lauk landsprófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1950, vél- virkjun frá Vélsmiðjunni Hamri 1956 og vélstjóraprófi frá Vél- skóla Íslands 1959. Aage starfaði við vélgæslu til sjós með námi og sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1959-60. Aage var stöðvarstjóri við Grímsárvirkjun í Skriðdal til 1967, vélvirki hjá Hamri til 1971 og hjá H. Bene- diktssyni (dísilvélaumboði) til 1982 er hann stofnaði ásamt Gunnari bróður sínum fyrir- tækið Afltækni. Eftir að Gunnar lét af störfum hélt Aage áfram rekstri fyrirtækisins með Styrmi syni sínum og unnu þeir feðgar saman allt þar til er hann lést. Aage var til margra ára virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Set- bergi í Garðabæ og gegndi hann þar hinum ýmsu trúnaðar- störfum. Útför Aage verður gerð frá Garðakirkju í dag, 19. ágúst 2016, klukkan 13. dóttir, f. 5.8. 1896, d. 24.12. 1970. Aage og Elín eignuðust þrjú börn: 1) Guðnýju Láru Petersen, f. 20.11. 1957, börn hennar eru: a) Kári Eyvindur, f. 23.10. 1986, b) Erla, f. 23.6. 1988, sam- býlismaður hennar er Þórir Bjarnason, f. 7.9. 1984, dóttir þeirra er Þor- björg Lára, f. 19.10. 2015. 2) Selmu Björk Petersen, f. 8.12. 1960, maki Ellert Gissurarson, f. 7.8. 1959. Börn þeirra eru: a) El- ín Arna, f. 27.9. 1983, sambýlis- maður hennar er Óskar Vatnsdal Guðjónsson, f. 2.6. 1982, sonur hans er Benjamín Úlfur, f. 24.3. 2003, b) Marteinn Áki, f. 31.12. 1987, sambýliskona hans er Steinunn Birgisdóttir, f. 24.4. 1988, sonur þeirra er Vilhjálmur Ellert, f. 4.1. 2014. 3) Styrmi Pet- ersen, f. 28.9. 1965, maki Mar- grét Gilsdóttir, f. 23.11. 1967. Börn þeirra eru: a) Birta Karen, Tengdafaðir minn, Aage Peter- sen, lést 9. ágúst síðastliðinn. Þrátt fyrir að vitað væri að hverju stefndi kom andlát hans okkur að óvörum. Aðeins fjórum dögum fyrr hafði ég sagað fyrir hann plötu í skrifborð sem hann var að smíða og tekið til timbur í verk- færahús sem hann var nýbyrjaður að reisa við sumarbústaðinn í Grímsnesinu. Fyrir tæpum 40 árum bar fund- um okkar Aage saman í fyrsta skipti. Það verður að segjast eins og er að móttökurnar voru allt annað en blíðlegar, honum leist ekkert á þennan gutta sem var að draga sig eftir 17 ára dóttur hans. Smám saman varð hann þó að taka mig í sátt því ég var kominn til að vera. Aage var einstaklega iðjusam- ur og ósérhlífinn. Ef hann var ekki í vinnunni þá var það sumarbú- staðurinn, bílaviðgerðir eða að hjálpa afkomendunum að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það var einmitt í byggingastússi sem ég kynntist Aage best og við lærðum að meta hvor annan. Þegar við Selma keyptum okkar fyrstu íbúð þá var Aage fyrstur á staðinn til að hjálpa til við standsetningu og síð- ar þegar við réðumst í húsbygg- ingu, rétt skriðin yfir tvítugt, þá var ómetanleg öll aðstoðin sem við fengum hjá Aage. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa til, lána verk- færi og vélar eða að miðla af reynslu sinni og þekkingu og reyna þannig að koma tengdasyn- inum til manns og kann ég honum eilíflega þökk fyrir. Minnisstæðar eru einnig allar ferðirnar í Grímsnesið, fyrst við byggingaframkvæmdir og síðar að njóta samvista í sumarhúsinu sem að vísu var aldrei alveg fullbúið því Aage kom stöðugt með nýjar hugmyndir að viðbót- um eða endurnýjunum. Mörg kvöld sátum við í bústaðnum yfir bjór og skeggræddum næstu að- gerðir, viðbótarverönd, geymslu- skúra eða viðbyggingar í allar átt- ir. Í seinni tíð höfum við farið sam- an í margar ógleymanlegar ferðir til útlanda. Aage og Elín voru allt- af til í að koma með okkur Selmu hvað svo sem okkur datt í hug að framkvæma, jól í Prag, nýárstón- leikar í Vínarborg, bátsferðir í Bretlandi, sveitasæla í Frakklandi eða bara að sitja með tengdasyn- inum á bar í Kingston á meðan Selma og Elín sóttu sauma- námskeið. Aage var mjög minnugur á menn og málefni, hann fylgdist jafnt með heimsmálum og þjóð- málum og var á heimavelli hvar sem borið var niður. Við gátum rætt saman um allt milli himins og jarðar en vorum sjaldan sammála, báðir með sterkar skoðanir og hvorugur vildi gefa neitt eftir. En þrátt fyrir að stundum hvini í, þá var Aage ekki langrækinn og ágreiningur að kvöldi var gleymd- ur næsta morgun. Aage ætlaði hvorki að láta elli kerlingu né veikindi stöðva sig. Til marks um það þá var hann á leið til vinnu í fyrirtækinu sínu daginn sem hann lést. Hann var nýbyrj- aður á byggingu verkfærahúss við sumarbústaðinn, var á leiðinni austur á Hérað í lok ágúst að rifja upp góða daga frá árunum sem stöðvarstjóri í Grímsárvirkjun og átti flugmiða til London í nóvem- ber í okkar árlegu jólaferð saman. Þar sem við ætluðum að fá okkur whiskey og toblerone. Þín verður sárt saknað. Kæri Aage, bestu þakkir fyrir samfylgdina. Ellert Gissurarson. Þá er komið að kveðjustund. Afi minn, Aage Petersen, er fall- inn frá. Að söknuðinum frátöldum er mér þakklæti efst í huga á þessari stundu, þakklæti fyrir að hafa fengið fylgd og stuðning frá þér alla tíð og að eiga digran sjóð góðra minninga til að ylja mér við. Ég man eftir hvað mér fannst gaman að heimsækja þig í vinnuna sem barn; þar sem ég fékk að skoða skipamódelin og leika mér í frauðplastinu með systur minni. Ég man eftir hlýjunni sem ég fann á heimili ykkar ömmu í Melásnum og gleði minni þegar ég frétti að þið ætluðuð að flytja í næsta ná- grenni við mig á Álftanesinu. Ég man eftir öllum stuðningn- um sem þú veittir mér þegar ég var táningur, t.a.m. þegar þú tókst mig í æfingaakstur í Heiðmörk og komst mér í opna skjöldu með því að segja hátt „Gefðu í strákur! Þú verður að kunna rallí!“, stuttu eft- ir að þú hafðir látið mig bakka upp bröttustu brekku sem ég veit um á höfuðborgarsvæðinu. Ég man svo vel eftir þeirri ein- tómu gleði sem þú sýndir okkur Steinunni þegar við sögðum þér að við ættum von á barni og hvað mér þótti vænt um þau viðbrögð. Ég man eftir öllum utanlands- ferðunum sem við fórum í saman. Ég er svo glaður yfir því að hafa fengið að upplifa það að ferðast með þér. Það voru forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þér ekki bara sem barn heldur einnig sem full- orðinn einstaklingur. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að sjá til þess að mín börn muni einnig fá að upplifa slíkar minn- ingar. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þú værir þjáður. Þú varst nagli. Síðasta samverustund okk- ar var í sumarbústaðnum fyrir austan. Þú varst að smíða annan kofa því þú hafðir keypt grill fyrir bústaðinn. Ég spurði hvort það væri ekki einfaldara að gera kassa utan um grillið. Nei, það átti að gera kofa. Ekkert metnaðarleysi. Svo gerðum við saman eldivið fyr- ir kamínuna. Þú með handsögina og ég með öxina. Þegar við Stein- unn vorum að fara og við vorum að bera dótið út í bíl hélst þú á Vil- hjálmi upp á loft í bústaðnum þar sem hann hélt á leikfangaborvél- inni sinni. Síðan lá leið niður í kjallarann á bústaðnum. Svo út í garð. Hann benti og þú labbaðir. Allt þurfti að „laga“ og þú barst hann á milli. Þú kvaddir okkur svo á bílastæðinu, labbaðir niður að hliði til að opna fyrir okkur og vinkaðir okkur bless, eins og þú gerðir alltaf. Tæpri viku seinna varstu farinn. Dugnaður, harka og hlýja eru orð sem eru mér ofarlega í huga þegar ég hugsa til þín. Í dag kveð ég þig, afi. Ég er stoltur af því að vera skírður í höfuðið á þér og ég vona að ég hafi erft eitthvað af þín- um dugnaði. Ég hlakka til þegar við hittumst aftur og fáum okkur Toblerone-súkkulaði saman. Marteinn Áki Ellertsson. Elsku besti afi minn. Fyrr á árinu varð ég þess heið- urs aðnjótandi að halda ræðu í veislu þar sem við fögnuðum átt- ræðisafmæli ömmu. Ræðuna hóf ég á þeim orðum að sem barni hefði mér þótt fjarstæðukennt að það væri hægt að vaxa úr grasi án þess að eiga ömmu. Samsvarandi staðreynd er auðvitað að mér þótti alveg jafn ómögulegt að vera án þess að eiga afa, en ég fékk aldrei tækifæri til að halda viðlíka ræðu fyrir þig – enda vildir þú aldrei neitt tilstand þér til heiðurs. Ég vona, engu að síður, að þú hafir vitað hversu mikils ég mat þig og að þú fyrirgefir okkur viðhöfnina í dag þegar við fylgjum þér til hinstu hvílu. Þegar ég lít til baka yfir tímann sem ég fékk að fylgja þér er þakk- læti mér efst í huga. Þú kenndir mér svo margt, allt frá því þegar þið amma kennduð mér að syngja Litlu fluguna á leiðinni í sumarbú- staðinn þar sem ég sat á milli ykk- ar á púða á handbremsunni í Hi- luxinum til þess þegar við hittumst síðast og rökræddum okkar á milli um menn og málefni. Við vorum reyndar sjaldan sam- mála um hið síðarnefnda, en mik- ilvægast var að þú kenndir mér að bera virðingu fyrir ólíkum skoð- unum og sjónarmiðum. Þess á milli var ýmislegt áþreifanlegra; þið hélduð skyndipróf í landafræði þegar ég fékk að fylgja ykkur ömmu á ferðalögum, þú æfðir með mér fallbeygingar danskra per- sónufornafna þegar ég fékk sex í dönskuprófi og þú kenndir mér að keyra, fyrir utan allt sem þú kenndir mér um bíla og vélar. Engar áhyggjur, ég mun aldrei gleyma „hægri til að herða“ og á vafalaust eftir að endurtaka það þegar kemur að því að ég kenni á bíl, rétt eins og ég hef haldið mín eigin skyndipróf í landafræði á ferðalögum með fjölskyldu minni. Allt þetta bliknar þó í saman- burði við það sem ef til vill skiptir mestu máli, hversu áþreifanlega og oft þú leyfðir mér að verða vör við það að þér þótti mikið til mín koma. Þú varst kröfuharður en aldrei ósanngjarn og þú hrósaðir mér oft fyrir hluti sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru hróss verðir. Þú kenndir mér ekki ein- ungis að meta aðra að verðleikum heldur einnig sjálfa mig; að treysta á getu mína og kunnáttu en líka að vera auðmjúk gagnvart því sem ég hvorki þekki né veit. Elsku afi, við kveðjum þig í dag en sannleikurinn er sá að þú verð- ur áfram með okkur. Alltaf þegar ég útskýri torkennileg hljóð í bíln- um mínum fyrir bifvélavirkjum, alltaf þegar ég spyr strákana mína út í landafræði, alltaf þegar ég tala dönsku eða drekk volgan bjór mun mér verða hugsað til þín. Ég veit að ég er heppin því ég fékk öll þessi ár með þér, allar helgarnar í bústaðnum, öll ferða- lögin til útlanda, allan æfingaakst- urinn þegar þú lést mig keyra sjálfa mig í skólann og allt sem ég hef verið svo lánsöm að fá að læra af þér. Ég hefði sjálf viljað fleiri ár, fleiri helgar og fleiri ferðalög, en það er enginn efi í huga mér að þú fórst nákvæmlega eins og þú hefð- ir sjálfur helst kosið. Elsku afi, ég lofa að passa upp á ömmu. Við munum sakna þín. Elín Arna, Óskar og Úlfur. Aage Petersen HINSTA KVEÐJA Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Langafabörnin, Vilhjálmur Ellert og Þorbjörg Lára. Elsku afi, takk fyrir allt. Bjartur og fagur röðull rís þótt rökkvi í sálu minni þá kemur fregnin köld sem ís, þú kvaddir í hinsta sinni. Það er svo margt sem þakka ber þegar leiðir skilja. Aldrei þú taldir eftir þér annarra að gjöra vilja. Nú átt þú á himnum eilíf jól, ei mun þar skuggi leynast. Minningin björt sem morgunsól í mínum huga skal geymast. (Höf.ók.) Viktor, Birta Karen, Ingólfur. ✝ Kristinn Buchfæddist á Skagaströnd 15. desember 1944. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Helsingør, Danmörku, 15. júní 2016. Foreldrar Krist- ins voru Lúðvík Kristjánsson, fædd- ur 30. júní 1910, d. 10. febrúar 2001, og Pálína Sig- ríður Frímannsdóttir, fædd 27. nóvember 1916, dáin 5. júlí 1962. Systkini Kristins eru Frí- mann Lúðvíksson, f. 28.4. 1941, Kristín Lúðvíksdóttir, f. 7.9. 1946, og Karl Lúðvíksson, f. 22.6. 1951. Kristinn giftist El- isabeth Bjarnarson Buch frá Færeyjum, f. 7.9. 1944, d. 10.1. 2009. Börn Kristins eru: 1) Sigurður Ragnar Kristinsson, f. 26.12. 1966, giftur Kristínu Óla- dóttur, f. 28.12. 1966. Synir þeirra eru Þorsteinn Vilberg Buch, f. 9.8. 1968, sambýlis- maður Jóhannes Sæmundsson, f. 17.8. 1962, búsett í Kópavogi. Börn Pálínu og Rúnars: Rúnar Kristinn Rúnarsson, f. 6.8. 1987, og Birgitta Ósk Rúnarsdóttir, f. 26.8. 1988, sambýlismaður Svanur Rafn Steinsson, f. 16.10. 1986. 4) María Karen Buch, f. 24.11. 1972, gift Kenneth Christian Karlsen, f. 25.2. 1972, búsett í Helsinge, Danmörku. Synir þeirra eru Nicklas Buch- Karlsen, f . 21.1. 2002, og Mar- cus Buch-Karlsen, f. 12.8. 2004. Kristinn og Elísabeth kynnt- ust á vertíð í Vestmannaeyjum og settust þar að. Árið 1985 fluttust þau til Danmerkur og rúmu ári síðar skildu þau. Kristinn starfaði lengi í Vinnslustöðinni, hann lærði húsasmíði og starfaði í nokkur ár við smíðar ásamt sjó- mennsku. Seinni ár starfaði Kristinn í Coloplast í Dan- mörku. Bálför fór fram í Helsingør 22. júní 2016, en minning- arathöfn fer fram í Fossvogs- kapellu í dag, 19. ágúst 2016, klukkan 13. Þórisson, f. 2.3. 1985, Birgir Már Sigurðarson, f. 11.9. 1994, Þor- bergur Ægir Sig- urðarson, f. 6.10. 1997, og Dagur Eyberg Sigurð- arson, f. 13.2. 2001. Móðir Sigurðar er Þorbjörg Bech Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1946. 2) Poula Kristín Buch, f. 5.6. 1967, gift Sigurði Þór Þórhallssyni, f. 3.1. 1969. Búsett á Hvolsvelli. Dætur þeirra eru: a) Elísabeth Lind Ingólfsdóttir, f. 30.4. 1987, sambýlismaður Ástvaldur Helgi Gylfason, f. 12.5. 1984. Sonur þeirra er Eyþór Ingi Ástvalds- son, f. 29.7. 2014. b) Margrét Sigurðardóttir, f. 28.9. 1993, sambýlismaður Hjalti Logason, f. 29.1. 1987. c) Andrea Sigurð- ardóttir, f. 10.8. 2001, og d) Sylvía Sigurðardóttir, f. 5.5. 2003. 3) Pálína Sigurbjörg Elsku besti pabbi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn og það sé komið að kveðjustund. Það eru tveir mánuðir síðan ég kvaddi þig hérna í eldhúsdyrun- um mínum, eftir eina af mörgum heimsóknum þínum til okkur hérna í Helsinge. Samband okkar var mjög sérstakt. Ég var alltaf pabbastelpa. Þú, ég og mamma fluttum til Danmörku 1985 þegar ég var nýorðin 12 ára. Ári seinna skilduð þið og ákveðið var að ég byggi hjá þér eftir skilnaðinn. Við erum bæði bogmenn og eigum auðvelt með að færa okkur á milli staða. Og urðum við sérfræðing- ar í að pakka niður til millilanda- flutninga og svo var búslóðin send til Íslands – og aftur til Dan- merkur – og tilbaka til Íslands. Ég fór líka til Kanada sem skipti- nemi, á meðan fórst þú til Dan- merkur. Seinna fór ég til Banda- ríkjanna sem au-pair og þá stundaðir þú sjóinn við Ný- fundnaland. Fluttum við á nokk- urra ára fresti þar til ég ákvað að festa rætur í Danmörku sem þú gerðir líka. Ég keypti mér íbúð í Helsingør og þú leigðir íbúð í grenndinni. Oft var hóað í þig þegar það átti að breyta í íbúðinni eða það átti að fara í búðarleið- angur í Ikea eða til Svíþjóðar. Ég kynntist Kenneth árið 1998 og urðuð þið strax góðir mátar. Oft voru haldin matarboð hjá þér, íslenskt læri og ís í eftirrétt, og auðvitað með íssósu frá Íslandi. Eða með íslenskri eplaköku „a la mamma“, sem var ein af þeim kökum sem þú bakaðir svo oft. Kenneth og ég eignuðumst fyrsta drenginn okkar í janúar 2002. Þá fluttir þú aftur til Danmerkur og ekki leið langur tími áður en þú varst orðinn hin besta barnapía. Nicklas var ekki margra mánaða þegar hann byrjaði að heimsækja þig, á meðan við foreldrarnir fór- um út að borða eða eyddum tím- anum í að útrétta. Marcus fæddist 2004 og þegar hann var orðinn nógu gamall til þess að fara í pössun, fóru þeir bræður oft til Helsingør til afa síns. Þú varst alltaf tilbúinn að fá þá í heimsókn, helst sem oftast. Þegar strákarnir gátu ekki farið í leikskólann eða skólann vegna veikinda, var hringt í afa og hann tók á móti þeim með opnum örm- um Þú hættir að vinna fyrir nokkr- um árum og dagarnir urðu lengri. Við komum oft í heimsókn, þá sérstaklega strákarnir en ein- manaleikinn kom og fór. Þú varst Íslendingur af lífi og sál og það var augljóst að þér leið oft eins og fiski á þurru landi hér í Dan- mörku – föðurlandið togaði í þig. Ég nefndi það við þig, hvort það væri ekki betra að þú flyttir aftur heim, en þú sagðir mér að þú gætir ekki hugsað þér að fara frá strákunum og okkur. Ég skildi þig, en samt ekki. Þó okkur fynd- ist gott að hafa þig nálægt, var ég viss um að þér mynda líða betur á Íslandi. Hér fannst þér þú hafa tilgang, passaðir vel upp á litlu stelpuna þína. Ég sé það líka í strákunum, þú hefur kennt þeim svo margt, eitthvað sem þeir munu aldrei gleyma. Þú sást líka til þess að þeir lærðu íslensku, eitthvað sem ég átti erfitt með eftir öll árin hérna í Danmörku. Núna skil ég, pabbi. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, þú munt alltaf lifa í huga mínum og hjarta. Þín dóttir, María. Elsku afi. Ég sakna þín svo mikið og hugsa oft tilbaka til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Ég hef þekkt þig alla mína ævi og ég veit að ég átti stað í hjarta þínu frá því ég var lítill. Þú sagðir alltaf við mig að ég ætti að vera duglegur í skólanum. Það er svo skrítið að hugsa til þess að næst þegar ég fer til Sví- þjóðar, þá mun ég sitja einn á bekknum sem við sátum alltaf saman á – og borða Prince Polo einn, á meðan ég nýt útsýnisins yfir Eyrarsund. Við sátum alltaf þarna og töluðum um daginn og veginn þegar við vorum í Svíþjóð. Þú vaktir áhuga minn á ís- lenskum frímerkjum og við sát- um oft og skoðuðum frímerki saman. Safnið mitt er orðið stórt og ég á núna frímerki frá 1934 og alveg til 2016. Ég man greinilega þegar við tveir fórum einir til Íslands þegar ég var sex ára, við flugum með Iceland Express. Við fórum fyrst til yndislegu Vestmannaeyja í heimsókn til Línu frænku í nokkra daga og svo fórum við í sveitina til Poulu. Þetta var æðis- leg ferð. Við fórum aftur nokkrum árum seinna þar sem litli bróðir minn Marcus var með. Þú heimsóttir okkur oft og ég fór oft í heimsókn til þín, stund- um fór ég einn og stundum kom litli bróðir minn með. Þú komst alltaf og náðir í okkur á grænu Toyotunni þinni og við hlustuðum á country-tónlist á leiðinni heim til þín. Ég gæti skrifað endalaust um svo margar góðar minningar. Ég er stoltur af að vera barna- barnið þitt. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu og ég mun sakna þín svo mikið. Nicklas Buch-Karlsen. Kristinn Buch

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.