Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 25

Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Atvinnuauglýsingar www.rumfatalagerinn.is ATVINNA STARFSKRAFTUR ÓSKAST Í VERSLUNOKKAR Á KORPUTORGI Leitum að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi til að sjá um smávörudeildina okkar. Skemmtilegt starf í lifandi umhverfi. Áhugasamir hafið samband við Ívar 820-8011 Vilma 842-8064 korputorg.verslun@rfl.is Umsóknarfrestur er til 31. Ágúst 201 Spennandi og krefjandi starf þar semmiklir möguleikar eru á að vaxa í starfi Góð árangurstengd laun í boði fyrir réttan aðila. Ath. umsækjandi þarf að vera yfir tvítugt. Starfslýsing: • Sjá um pantanir • Verðbreytingar og fara yfir bækling • Fylla á og sjá um að deild sé í lagi Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Innipútt og úti opið kl. 11-12. Félagsheimili Gullsmára Tiffanýgler kl. 9, ganga kl. 10. Hárgreiðslu- stofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Garðabær Innritun í línudans, Qi gong og í 12 vikna námskeið í málun, trésmíði, glermótun og saumi kl. 10 í Jónshúsi. Gjábakki Lokað í dag vegna þess að það þarf að bóna gólfin, opnum aftur mánudaginn 22. ágúst kl. 8. Gjábakki Handavinna kl. 9, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9-12. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegis- matur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16 morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, matur kl. 11.30. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Fótaaðgerðir og hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, púttvöllurinn er opinn, listasmiðjan er opin, síðdegiskaffi kl. 14.30. Ferð á Reykjanesið miðvikudaginn 31. ágúst. Allir velkomnir með, óháð aldri og búsetu, nánar í s. 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi í borðsal kl. 9.45, upplestur kl. 11, föstudagsspjall kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í síma 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl. 13.30. Árlegt vöfflukaffi og kynningarfundur á vetrdagskrá félags og tómstundastarfi eldri bæjarbúa verður fimmtudaginn 25. ágúst kl. 14 í Félagsheimili Seltjarnarness. Stangarhylur 4 Dansað sunnudagskvöld kl. 20 - Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Zumba Gold námskeið kl. 10.30 hefst nk. mánudag 22. ágúst. LeiðbeinandiTanya. Nú verðum við í salnum í Félags- miðstöðinni Árskógum 4. Qigong-námskeið hefst 30. ágúst. Leiðbein- andi Inga Björk. Skráning hafin á námskeiðin. Vitatorg Við spilum Bingó í dag, allir velkomnir. Erum farin að skrá á vetrarnámskeiðin okkar: Postulínsmálun, bútasaum, bókband, gler- bræðslu og leirlist. Uppl. í síma 411 9450 og 822 3028. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Byggingavörur TIL SÖLU Mótabitar / dokabitar: 1400m lítið notaðir 20x4,90 dokabitar Guðmundur sími 893-0003 Ýmislegt Gönguferð með Áslaugu Örnu á sunnudaginn, 21. ágúst, langar mig að hitta fólk og spjalla um stjórn- málin í gönguferð um Elliðaárdal. Við hittumst kl. 16.00 hjá gömlu rafstöðinni. Allir velkomnir. Hjólbarðar Matador heilsársdekk - útsala 215/70 R 16 kr. 19.500 235/60 R 18 kr. 28.500 255/55 R 18 kr. 29.900 255/50 R 19 kr. 34.500 275/40 R 20 kr. 44.500 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R 16 C kr 19.500 215/75 R 16 C kr. 23.500 225/65 R 16 C kr. 27.200 235/65 R 16 C kr. 29.900 Framleidd af Continental í Slóvakíu Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur s. 5444333 Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is ✝ Ari Hafliðasonfæddist á Húsavík 1. apríl 1959. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 9. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Hafliði Jóns- son málarameist- ari, fæddur í Set- bergi, Húsavík, 9. desember 1938, d. 14. mars 2015, og Guðbjörg Tryggva- dóttir, fædd á Hafranesi við Reyðarfjörð 8. febrúar 1934, d. 25. janúar 1977. Systkini Ara eru Dóra, f. 1. október 1961, elstur í röð sex systkina. Hann sótti Barnaskóla Húsavíkur og Gagnfræðaskóla Húsavíkur á sínum uppvaxtarárum og stund- aði um tíma nám við Iðnskóla Húsavíkur. Ari hóf starfsferil sinn sem handlangari við bygg- ingu dvalarheimilisins Hvamms á Húsavík árið 1976, en auk þess starfaði hann um nokkurra mánaða skeið við málningar- vinnu hjá föður sínum. Ari tók stöðu húsvarðar á Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, eftir að byggingu hússins lauk í maí árið 1981. Þar starfaði hann allt fram á mitt ár 2016. Ari bjó alla sína tíð á Húsa- vík, lengst af á Höfðavegi 11, Barði. Ari verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag, 19. ágúst 2016, og hefst athöfnin kl. 14. Rut, f. 20. nóv- ember 1969 og Huld, f. 5. sept- ember 1981. Stjúp- systur Ara eru Anna Margrét Gunnarsdóttir, f. 21. september 1970, og Dagbjört Erla Gunnars- dóttir, f. 13. ágúst 1972. Ari var ókvænt- ur og barnlaus. Ari fæddist í Setbergi, Húsa- vík, og bjó þar fyrstu mánuðina með foreldrum sínum hjá föður- afa sínum og ömmu. Hann var fyrsta barn foreldra sinna og Á afmælisdaginn minn þann 8. ágúst fékk ég símhringingu frá Pétri Helga, sameiginlegum vini okkar Ara, þar sem hann skilaði kveðju frá Ara til stráksins í tilefni dagsins. Þessi kveðja yljaði. Daginn eftir hringdi Pétur aftur í mig til að tilkynna mér að Ari væri dáinn. Þegar ég rifja upp skóla- göngu okkar man ég bara eftir einhverju jákvæðu. Þessi ró- legi, jákvæði og skemmtilegi strákur gerði aldrei neitt sem gat sært aðra. Strax eftir skólagöngu hleypti ég heimdraganum. Ég var ekki eins duglegur fyrstu árin að heimsækja æskustöðv- arnar eins og síðustu ár. Ég skil ekkert í mér, eins og það er nú gaman að koma heim. Eitt af því fyrsta sem ég gerði alltaf var að fara á Fundinn. Fundurinn var þegar ég, fyrr- greindur Pétur og Ari hittumst uppi á Hvammi, á Esso yfir beikonborgara eða heima hjá Ara. Þarna var farið yfir málin, bæði alvarleg en meira alls konar vitleysu. Þar naut Ari sín. Hann hafði frábæran húmor og gat gert góðlátlegt grín að sjálfum sér, okkur Pétri og öll- um öðrum. Ari gat verið yndislega þversum og þrár. Þegar sá gáll- inn var á honum sagði ég stundum: „Þú ert laglega þversum núna.“ Þá svaraði hann með glotti og sínum frá- bæra húmor: „Heldurðu að það sé nokkuð Móbergsættin í kall- inum núna.“ Ari var höfðingi heim að sækja. Hann sýndi með stolti handverk sitt og hann gat svo sannarlega verið stoltur af því. Hann leysti mig gjarnan út með sinni frábæru rabarbara- sultu og sendi mér sultu til Cuxhaven ef hann vissi um bæjarferð. Þegar sultan kom var alltaf lambakjötsveisla hjá mér. Við vorum búnir að plana sviðaveislu, með sviðum sem hann verkaði sjálfur, en þeirri veislu varð hann að fresta vegna veikinda. Við tökum hana seinna. Í síðustu heimsókn minni á æskustöðvarnar hitti ég Ara tvisvar. Fyrst á sjúkrahúsinu á Akureyri, þangað sem hann hafði verið fluttur til að athuga hvort ekki væri hægt að hægja á meininu sem var að hrjá hann. Þegar við höfðum heils- ast og gantast aðeins spurði ég hann hvernig hann hefði það. Ég þóttist samt sjá að hann væri sárþjáður. Hann svaraði að hann gæti ekki kvartað, fólkið á sjúkrahúsinu væri svo gott við hann. Ég hitti hann næst á sjúkra- húsinu á Húsavík. Þangað hafði hann verið fluttur frá Akureyri án þess að nokkuð væri gert. Við vissum báðir hvað það þýddi. Hann var kominn heim til að taka síðustu andartökin. Þarna var greinilegt að honum hafði hrakað. Aftur spurði ég hann hvernig honum liði. Aftur svaraði hann að hann gæti ekki kvartað af því að starfsfólkið væri svo gott við sig. Svona svara bara hetjur. Við skólasystkini Ara höfum verið að rifja upp gamlar minn- ingar eftir að hann féll frá. Það er alltaf þessi væntumþykja og gleði í öllum upprifjunum. Hann var þögla týpan sem laumaði inn gullkornum í um- ræðuna. Við erum þakklát Ara fyrir hans mikilvæga lífsstarf í þágu kynslóðarinnar sem ól okkur upp. Við munum sakna hans og við vitum að það verður vel tek- ið á móti honum þar sem hann fer núna. Innilegar samúðarkveðjur til systra, fjölskyldu og vina Ara. Fyrir hönd skólasystkin- anna, Helgi Helgason. Kæri vinur. Raunveruleikinn getur verið kaldur, hann birtist svo áþreifanlega og þó ég héldi að ég væri undirbúinn þá var alls ekki svo, þó vissi ég hvert stefndi, vinur. Eftir erfið veik- indi sem hafa staðið í eitt og hálft ár þá hefur þú fengið hvíld. Þú sýndir mikið æðru- leysi í baráttunni við illvígan sjúkdóm, jákvæðni var þitt að- alsmerki fram í andlátið. Við Gulla reyndum eftir fremsta megni að aðstoða þig og von- andi gerðum við gagn, allavega varstu afar þakklátur. Þú hefur ekki viljað vera mikið upp á aðra kominn. Þú kenndir mér margt á þessum erfiðu tímum, t.d. að það er ekkert sjálfgefið eða sjálfsagt í þessu lífi, enda ekki langt liðið frá því faðir þinn lést eftir stutta sjúkdómslegu þar til þú greindist sjálfur með krabbamein. Þetta var allt frekar óraunverulegt og sárt, en þú varst ekkert að bera á torg líðan þína sem ég vissi að var ekki góð. Við höfum átt góðan tíma saman á Hvammi í 12 ár en þar hefur þú unnið samfleytt í 40 ár eða frá því byrjað var að byggja heimilið og Hvammur hefur notið góðs af störfum þín- um allan tímann og allt gamla fólkið sem hefur notið góðvildar þinnar er þér afar þakklátt fyr- ir þolinmæði og velvilja í sinn garð. Ari minn, þú vildir ekki flækja málin mikið, heldur hafa allt í föstum skorðum eða eins og þú sagðir svo oft „innan skynsamlegra marka“ en marga frasana áttirðu og not- aðir. Eitt af því sem ég dáðist að hjá þér var handavinnan þín sem þú dundaðir þér við á með- an kraftar þínir entust; allir út- saumuðu stólarnir þínir bera þér fagurt vitni, algjör lista- verk enda búinn að taka þátt í tveimur samsýningum. Hund- arnir þínir, sem þú unnir svo mikið og hreinlega elskaðir, sýna svo ekki verður um villst hversu miklum kostum þú varst búinn. Nú fer í hönd sá tími árs sem þú naust best, haustið með öllum sínum kostum, kartöflu- uppskera sem þú gerðir að at- höfn hverju sinni og sláturtíðin og það sem henni fylgdi, og frystikistan full af lambskropp- um eins og þú sagðir. Eitt var það sem ekki mátti sleppa og það var að fara í Skógarhlíð og svíða hausa, það var stór at- höfn, svo var rabbarbarasultan einstaklega góð hjá þér. Ari minn, þú varst einstakur húmoristi og sást alltaf spaugi- legu hliðarnar á málunum, þeg- ar við fórum saman til Kaup- mannahafnar í jáeinda- skannann, þá hélstu að það væri alveg nóg fyrir okkur að vera á einnar stjörnu hóteli þar sem við værum nú ekki í neinni bisnessferð, en við gerðum samt vel við okkur í mat og drykk. Eins og áður hefur kom- ið fram var sl. ár þér afar erfitt en aldrei kvartaðir þú, í versta falli sæmilegur, þannig fórstu í gegnum veikindin á jákvæðn- inni og hjálpaðir um leið öllum í kringum þig að takast á við veikindin. Það var vel hugsað um þig hvort heldur sem var hér á sjúkrahúsinu eða á Ak- ureyri. Í gegnum árin höfum við átt mörg góð samtöl en síðasta daginn þinn áttum við ein- hverja mögnuðustu stund sem ég hef upplifað, það var bara á milli okkar, og mun ég geyma hana með sjálfum mér. Að lok- um vil ég senda systrum þínum og fóstursystrum innilegar samúðarkveðjur. Minning þín lifir, kæri vinur minn. Pétur Helgi Pétursson. Ari Hafliðason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.