Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 30

Morgunblaðið - 19.08.2016, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Reyktur og grafinn lax Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin. • Í forréttinn • Á veisluborðið • Í smáréttinn Alltaf við hæfi VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ef ég ætti að lýsa leikárinu í einni setningu er ljóst að þetta verður fjölbreytilegt og spennandi ár sem einkennist af gleði og drama auk þess sem farið er á dýptina í við- fangsefnum,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri um væntanlegt leikár sem hefst í septemberbyrjun. „Þegar horft er yfir leikárið er ekki hægt að segja að eitt þema ráði ríkjum, en það er ekkert launung- armál að í vali okkar á viðfangs- efnum höfum við að markmiði að takast á við samtíma okkar. Stærstu viðfangsefnin þar snúa að innflytj- endum, flóttamönnum, vaxandi þjóðerniskennd og popúlisma, auk hinna sígildu samskipta kynjanna. Við reynum í nálgun okkar að skilja og túlka samtímann, því við erum rannsóknarstöð í mannlegum sam- skiptum og tilfinningum. Þjóðleik- húsið á ekki að vera flokkspólitískt en það á að vera pólitískt í þeim skilningi að það taki þátt í þjóð- félagsumræðunni á breiðum grunni.“ Aðspurður segir Ari samsetningu leikársins verða til á nokkuð löngum tíma. „Þar koma inn í mjög margir þættir, m.a. hlutverk og skyldur Þjóðleikhússins, sem lögum sam- kvæmt ber t.d. að sinna íslenskri leikritun. Mér reiknast til að 64% verka leikársins séu íslensk. Við stefnum að því að vera með mjög öflugt starf fyrir börn og ungt fólk, en það er um þriðjungur af því sem við bjóðum upp á. Við reynum að vera með klassísk verk og ný erlend verk, en þetta er allt hluti af því sem við eigum að gera. Síðan þurf- um við að gæta að jöfnum tækifær- um kynjanna,“ segir Ari og bendir á að í hópi leikstjóra og listrænna stjórnenda að höfundum und- anskildum séu konur 44%, en voru um 60% á síðasta leikári. Frábær leikaraleikstjóri „Svo þurfum við auðvitað líka að stefna að því að sinna landsbyggð- inni,“ segir Ari og bendir á að hann sé mjög stoltur af því að geta frum- sýnt barnaleikritið Lofthræddi örn- inn hann Örvar í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar í Vestmanna- eyjum í október, en farið verður með sýninguna í leikferð um allt land og leik- og grunnskólabörnum boðið ókeypis á sýninguna. Fyrsta frumsýning haustsins á Stóra sviðinu verður 3. september á nýjum söngleik sem byggir á Djöflaeyjunni eftir Einar Kárason með tónlist eftir Memfismafíuna í leikstjórn Atla Rafns Sigurðar- sonar, sem vann leikgerðina í sam- starfi við Melkorku Teklu Ólafs- dóttir. „Með okkur sem listrænn stjórnandi er Baltasar Kormákur, sem tók virkan þátt í allri kons- eptvinnu og hlutverkaskipan. Ég held að þetta verði spennandi og djörf sviðsetning á þessari grát- broslegu sögu um utangarðsfólk á Íslandi,“ segir Ari, en meðal leikara eru Þórir Sæmundsson sem Baddi, Guðjón Davíð Karlsson, Guðrún S. Gísladóttir og Snæfríður Ingvars- dóttir, en hún er nýútskrifuð af leik- arabraut LHÍ og tekur þátt í nokkr- um verkefnum hjá Þjóðleikhúsinu í vetur. Síðar í sama mánuði er á sama sviði frumsýnt Horft frá brúnni eft- ir Arthur Miller í leikstjórn Stefans Metz, en sem fyrr sér Sean Macka- oui um leikmynd og búninga. „Þeir fara mjög spennandi leið að verkinu og ætla að stílísera það inn í ritun- artímann, sem er tími rökkur- myndanna. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þessu verki síðan Krist- björg Kjeld leikstýrði mér í því í Leiklistarskólanum á sínum tíma, en hún hafði sjálf leikið Katrínu sem Lára Jóhanna Jónsdóttir leikur núna. Við erum með öflugan og glæsilegan leikhóp til að takast á við þetta eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar, sem fjallar um for- boðnar ástir, svik og frelsisþrána. Í fararbroddi leikhópsins er Hilmir Snær Guðnason, en með honum eru auk Láru m.a. Harpa Arnardóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Snorri Engilbertsson og Arnar Jónsson.“ Spurður hvers vegna ítrekað sé leitað til Metz um að leikstýra bend- ir Ari á að hann sé frábær leikara- leikstjóri. „Allir leikarar hússins sækja í að vinna með honum. Það er mikilvægt fyrir bæði leikhópinn og ekki síst áhorfendur að sett séu upp meistaraverk,“ segir Ari og bendir á að Horft frá brúnni sé eins og dæmigerður grískur harmleikur. „Miller er stórkostlegur höfundur og það virkar nánast eins og hann hafi samið Horft frá brúnni eftir forskrift Aristótelesar eins og hún birtist í Um skáldskaparlistina.“ Hælisleitendur í Húsinu Jólasýning Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu verður Óþelló eftir William Shakespeare, en í ár er 400 ára ártíðar hans víða minnst. „Gísli Örn Garðarsson leikstýrir nýrri þýðingu Hallgríms Helgasonar. Leikmynd hannar Börkur Jónsson og í burðarhlutverkum eru leikarar úr Vesturporti,“ segir Ari og bendir á að spennandi verði að sjá Nínu Dögg Filippusdóttur túlka hlutverk Iagós. „Mér vitandi hefur hlut- verkið ekki áður verið leikið af konu,“ segir Ari og bendir á að for- svarsmenn ýmissa leiklistarhátíða erlendis sem og leikhúsa t.d. í Bret- landi séu spenntir fyrir útkomunni. „Konsept sýningarinnar byggir á því að þetta gerist á byggingar- svæði meðal pólskra verkamanna,“ segir Ari, en með hlutverk Óþellós og Desdemónu fara Ingvar E. Sig- urðsson og Aldís Amah Hamilton, sem útskrifaðist af leikarabraut LHÍ síðastliðið vor. Seinni hluta janúar verður frum- sýnt nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Guðjón Davíð Karlsson sem nefnist Fjarskaland í leikstjórn Selmu Björnsdóttur, en tónlistina semur Vignir Snær Vigfússon. „Gói er ótrúlega klár og næmur listamaður sem kann að semja fyrir börn. Það er því mikill fengur fyrir Þjóðleik- húsið að fá hann sem leikskáld, en hann samdi þetta sérstaklega fyrir okkur. Leikritið minnir okkur á mikilvægi þess að foreldrar lesi fyr- ir börnin sín, því persónur verksins eru þekktar persónur ævintýranna sem eru að hverfa sökum þess að mannfólkið er farið að gleyma þeim.“ Í mars verður frumsýnt áður ósýnt verk eftir Guðmund Steinsson sem nefnist Húsið í leikstjórn Bene- dikts Erlingssonar „Skömmu eftir að ég var skipaður Þjóðleikhússtjóri kom Kristbjörg Kjeld, sem er stór- kostlegur listamaður, á minn fund með leikritið Húsið eftir manninn sinn heitinn. Ég skoðaði verkið og hreifst strax af því,“ segir Ari og tekur fram að það sé ótrúlega spennandi að fá að frumsýna áður ósýnt verk eftir Guðmund. „Verkið ber öll höfundareinkenni hans, en það var skrifað á undan Stundar- frið. Það fjallar um uppgjör kyn- slóða, í því er trúarlegt þema og það er skemmtilega órætt og opið. Í samtali við Benedikt kom upp sú hugmynd að fólkið sem flyttist óvænt inn í húsið væri hælisleit- endur og Kristbjörgu leist strax mjög vel á þá hugmynd.“ Hitler snýr aftur Síðasta frumsýningin á Stóra sviðinu verður ný leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Símons Birgissonar á Aftur á kreik eftir skáldsögu Timurs Vermes í leik- stjórn Þorleifs Arnar. „Við frum- sýnum það 20. apríl, sem er engin tilviljun, því það er fæðingardagur Adolfs Hitler sem er aðalpersóna verksins og túlkaður verður af Atla Rafni,“ segir Ari og bendir á að þótt bókin hafi þegar verið kvikmynduð hafi hún enn ekki ratað á leiksviðið. „Símon hafði samband við þýska forlagið og lýsti hugmynd sinni að nálgun verksins, sem höfundinum leist einstaklega vel á,“ segir Ari og bendir á að í leikritinu sprangi Hitler ekki um götur Berlínar 2011 eins og í bókinni heldur í Reykjavík 2016. „Verkið er allegoría sem á að vekja okkur til umhugsunar um það hvort Hitler sé aftur kominn. Það má velta fyrir sér hvernig orðræða hans væri í dag ef hann kæmi aftur,“ segir Ari og bendir á að óhugnanlegt sé að fylgjast með upp- gangi popúlisma bæði austan- og vestanhafs. „Hver veit nema Hitler verði sýnilegur í komandi alþingis- kosningum og tjái sig á samfélags- miðlunum.“ Flókin og marglaga samskipti Þrjár sýningar verða frumsýndar í Kassanum í vetur. „Um miðjan september verður frumsýnd sænsk leikgerð á metsölubókinni Maður sem heitir Ove í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar. Um er að ræða einleik, en Sigurður Sigurjónsson, sem leikur verkið, hefur mikla og góða reynslu af því formi.“ Í janúarbyrjun verður frumsýnt nýtt verk eftir Val Grettisson sem hann byggir á samnefndri skáld- sögu sinni Góðu fólki. „Þetta er áhugaverð stúdía um samskipti kynjanna, ofbeldi í samböndum og refsingu. Af því að verkið er skrifað af karlmanni fannst mér mjög mikilvægt að kona leikstýrði því til þess að fá sjónarmið beggja kynja, því að verkið birtir flókin og marg- laga samskipti pars,“ segir Ari. Par- ið leika Stefán Hallur Stefánsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir, en leik- stjóri er Una Þorleifsdóttir. „Una er einn mest spennandi ungi leikstjórinn á Íslandi í dag. Hún leikstýrir einnig Tímaþjófnum sem við frumsýnum um mánaða- mótin mars/apríl. Þar er um að ræða leikgerð Melkorku Teklu á frábærri skáldsögu Steinunnar Sig- urðardóttur. Eins og Steinunnar er von og vísa er textinn uppfullur af kaldhæðnum húmor og skemmti- legum orðaleikjum. Alda, sem Nína Dögg Filippusdóttir leikur, er mjög áhugaverð persóna sökum þess hversu berskjölduð hún er, sem stafar af aristókratískum bakgrunni hennar. Hún sýnir af sér kaldlyndi gagnvart tilfinningum manns sem gengur fyrir vikið í sjóinn, en lendir síðan sjálf í vandræðum þegar ást hennar og þráhyggju er mætt með fáleika,“ segir Ari, en elskhuga Öldu leikur Björn Hlynur Haraldsson. „Loks ber að nefna nýtt íslenskt leikrit úr smiðju Bernds Ogrodnik og Brúðuheima sem nefnist Íslenski fíllinn og fjallar um óvenjulegan innflytjanda, því að leikritið fjallar um ferðalag fíls til Íslands sem sest hér að,“ segir Ari, en sýningin, sem er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur, verður frumsýnd á Brúðuloftinu. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði frábærlega falleg og indæl sýning,“ segir Ari, en líkt og í Aladdín leggja fjölmargir leikarar Þjóðleikhússins til raddir sínar í hljóðmynd verks- ins. „Þjóðleikhúsið heldur áfram frjóu samstarfi við spennandi leik- húsfólk og leikhópa. Frumsýndur verður glænýr einleikur, Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti eftir Ro- drigó García þar sem Una leikstýrir Stefáni Halli. Improv Ísland heldur áfram með spunasýningar í Leik- húskjallaranum og Mið-Ísland hefur sitt fimmta leikár í Þjóðleikhúsinu með nýrri uppistandssýningu, auk þess sem Spaugstofan heldur áfram að gleðja leikhúsgesti með Yfir til þín.“ „Skilja og túlka samtímann“  Þjóðleikhúsið frumsýnir barnaleikrit í Vestmannaeyjum  Áður ósýnt verk eftir Guðmund Steins- son ratar á Stóra sviðið  Gísli Örn Garðarsson leikstýrir Óþelló þar sem Iagó er leikinn af konu Morgunblaðið/Golli Val „Í vali okkar á viðfangsefnum höfum við að markmiði að takast á við samtíma okkar,“ segir Ari Matthíasson. » Þjóðleikhúsið á ekkiað vera flokks- pólitískt en það á að vera pólitískt í þeim skilningi að það taki þátt í þjóðfélagsumræð- unni á breiðum grunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.