Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 ÚTSÖLUNNI lýkur í næstu viku Flottir í fötum að verða dráttarklárinn hans, skapa honum atvinnu og tekjur og borga lánið til baka. Og það gerði hann líka því að á næstu árum var Bergur á þönum á bílnum akandi farþegum innanbæjar sem utan. Á þessum tíma var vegakerfið á Íslandi stutt og frumstætt og víða þurfti að fara eftir gömlum hest- vagnaslóðum. En bílarnir boðuðu byltingu í samgöngum sem allt þjóð- félagið hlaut að laga sig að. Gerð nýrra vega og brúa varð eitt stærsta þjóðþrifamálið. Nú var hægt að fara án mikillar fyrirhafnar frá þéttbýlis- stöðum og út í sveit og til baka aftur á einum degi. „Það varð vinsælt að fara í ferðalag með þessum nýstár- legu ökutækjum,“ segir Hafsteinn. Til að byrja með var það einkum svokallað heldra fólk og túristar sem leyfði sér þennan munað, en smám saman varð þetta á færi venjulegs launafólks. Frá Reykjavík var vinsælast að fara til Þingvalla þar sem ekið var niður Almannagjá eða austur fyrir fjall, til Hveragerð- is, Selfoss og um Suðurland þar til nema þurfti staðar við óbrúaðar ár. Þá þurfti aftur að nota „þarfasta þjóninn“ ef menn vildu halda lengra. Það var líka algengt að fara í styttri ferðir að Baldurshaga, Geithálsi og Kolviðarhóli. Til liðs við Sæberg Bergur var með eigin rekstur í nokkur ár. En það gat verið basl að ná í nógu marga kúnna til að halda öllu gangandi og ráða við kostnað af rekstri og viðgerðum. Hann kynnt- ist Hafnfirðingnum Berthold M. Sæberg sem rak Bifreiðastöð Sæ- bergs með Jóhönnu konu sinni í Hafnarfirði og á Lækjartorgi í Reykjavík í harðri samkeppni við Steindór sem var kóngurinn í brans- anum á þessum tíma. Úr varð að Bergur seldi bíl sinn og réð sig árið 1925 til Sæbergs þar sem hann var við akstur fram undir 1930 þegar nýtt tímabil hófst í lífi hans. „Eitt af því sem hjálpaði mér við að raða púslunum saman var að uppgötva að Berthold var afi Árna Sæbergs ljós- myndara á Morgunblaðinu. Ég hafði samband við hann og hann gat veitt mér ýmsar upplýsingar um afa sinn,“ segir Hafsteinn. Bifreiðastöð Sæbergs var starfrækt fram að því að hann lést 1961, en útibúið í Reykjavík var aðeins í nokkur ár. Það var mikill völlur á stöðinni um tíma. Í auglýsingu á forsíðu Vísis sumarið 1925 segir að alltaf séu til reiðu bifreiðar í lengri eða skemmri ferðir, fyrir afar lágt gjald, „bæði vanalegir fólksflutningabílar og svo einnig hinar ágætu kassabifreiðar, sem eru ódýrustu farartækin á land- inu“. Sæberg var með alls kyns flutn- inga á fólki og farangri, ýmist í fólksbílum eða rútum. Ein þeirra var í föstum áætlunarferðum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þessar rútur voru kallaðar kassabíl- ar. Og hann var einnig með verk- stæði í Hafnarfirði og þar starfaði Bergur þegar á þurfti að halda. Bílar biluðu oft og ekki var auð- velt að fá varahluti svo verkstæðis- og viðgerðamenn þurftu að vera handlagnir og útsjónarsamir. Ekki er vitað hvenær Bergur eignaðist myndavél, en það hefur verið snemma því myndirnar sam hann tók og lét taka með vél sinni spanna allan bílastjóraferil hans á þriðja áratugnum. Líklega hafa fleiri leigubílstjórar haft slíkar vél- ar, því farþegar vildu gjarnan festa minningar af ferðalögum á filmu. Sumir fóru aðeins einu sinni á æv- inni í slíka ferð. Litið upp til bílstjóranna Hafsteinn segir að bílstjórastéttin hafi skjótt vaxið í mannvirðingum. Bílstjórarnir voru með einkennis- húfu og í háum stígvélum og þóttu „töff.“ Sérstaklega litu börn og ung- lingar upp til þeirra. Starfið varð eftirsótt. En það gat verið erfitt því bílarnir voru líka frumstæðir. Ein ljósmyndanna sýnir hvar Bergur hefur lagt bílnum sínum í brekkunni á Freyjugötunni. Það gerði hann til að auðveldara væri að renna honum í gang. Aftan á myndina hefur ein- hver skrifað á dönsku: „1921 fraus vatnið á þessum bíl svo gestir Bergs þurftu að ganga frá Baldurshaga til Reykjavíkur.“ Baldurshagi var við Rauðavatn. Þetta hefur verið góður spölur í bæinn í kuldanum. „Gömlu bílarnir voru ekki yfir- byggðir en voru með tjald,“ segir Hafsteinn. „Tjaldið var aldrei þétt og vindur blés í gegn. Þegar vindur magnaðist var ekki hægt að hafa tjaldið uppi, heldur varð að fella það svo það rifnaði ekki eða fyki af. Bílar voru ekki heldur með þurrkur svo að í rigningu eða snjóbyl þurfti oft að fella niður framrúðuna eða bíl- stjórinn varð að stinga út höfði og horfa út fyrir framrúðuna. Bílstjór- ar og farþegar þurftu að vera vel klæddir þegar illa viðraði. Seinna á ævinni var afi með æðaslit í andliti og nokkuð bláleitur á kinnum. Þetta kenndi hann aðstæðum í akstrinum. Hann var þá stundum kallaður Bergur blái, en það gramdist honum og svaraði ekki því ávarpi,“ segir Hafsteinn. Taldað Bílstjórar gistu gjarnan í tjöldum með farþegum sínum í lengri ferð- um. Bergur með Sjönu systur sinni og danskri konu sinni, Ellen Burmeister. Farartálmar Langan tíma tók að leggja vegi og byggja brýr í upphafi bílaaldar á Íslandi. Hér er leigubíll frá Stein- dóri fastur í einni ánni. Mikil samkeppni um farþega var á milli bifreiðastöðva Steindórs og Sæbergs. Áhættusamt Það þurfti leikni og hugrekki að aka niður Kambana á þriðja áratugnum. Margir farþegar kusu að hafa augun lokuð á leiðinni niður. Starfsemin efld Tveir nýir bílstjórar hjá Sæbergi. Litli og Stóri hefur Bergur skrifað á myndina. Veisla í farteskinu Ásgeir Jónsson bílstjóri í hlutverki þjóns á leiðarenda. Guðaveigar innan seilingar. Kassabíll Bergur við eina af fyrstu rútunum sem voru í áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Ford TT. Þær tóku 10-12 farþega. Myndin er tekin fyrir utan verslun Roberts Smith í Hafnarstræti 20 í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.