Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FJÖLNIR-FYLKIR
Á EXTRA-VELLINUM 28. ÁGÚST KL. 18:00
Fyrstu 50 áskrifendurnir fá tvo miða á leikinn.
Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða.
MOGGAKLÚBBURINN
BÝÐUR ÁVÖLLINN!
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
27. ágúst 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 116.23 116.79 116.51
Sterlingspund 153.36 154.1 153.73
Kanadadalur 90.05 90.57 90.31
Dönsk króna 17.608 17.712 17.66
Norsk króna 14.138 14.222 14.18
Sænsk króna 13.825 13.907 13.866
Svissn. franki 120.14 120.82 120.48
Japanskt jen 1.1565 1.1633 1.1599
SDR 163.13 164.11 163.62
Evra 131.13 131.87 131.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.1309
Hrávöruverð
Gull 1324.9 ($/únsa)
Ál 1624.0 ($/tonn) LME
Hráolía 49.03 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Vísitölumæling Hagstofunnar fyrir júlí
sýnir að verðlag hefur hækkað um
0,34% frá fyrra mánuði. Jafngildir þetta
að 12 mánaða verðbólga sé 0,9% en sé
húsnæðisliður vísitölunnar dreginn frá er
verðhjöðnun í landinu síðastliðna 12
mánuði, sem nemur 0,9%.
Í upplýsingum frá Hagstofu segir að
sumarútsölum sé víða lokið og verð hafi
hækkað á fatnaði og skóm um 6,6% frá
fyrra mánuði og það hafi áhrif til hækk-
unar vísitölunnar sem nemur 0,25%.
Kostnaður við búsetu í eigin húsnæði
hafi hækkað um 1,5% sem hafi 0,23%
áhrif á vísitöluna til hækkunar. Þá hafi
verð á bensíni og olíum lækkað um 4,1%
sem hafi áhrif til lækkunar vísitölu um
0,15%. Jafnframt að verð á bílum hafi
lækkað um 2,1% sem lækki vísitölumæl-
inguna um 0,13%.
Þessi vísitölumæling er aðeins yfir því
sem greiningardeildir viðskiptabank-
anna spáðu um miðjan mánuðinn.
Íslandsbanki og Arion banki spáðu 0,8%
ársverðbólgu og Landsbankinn spáði
0,7% verðbólgu á sama tímabili.
Verðbólga undir 1%
þrátt fyrir útsölulok
gilda um fjárfestingar sjóðsins í þeim
félögum þar sem sjóðurinn á verulegan
eignarhlut.
Vilja láta gott af sér leiða
„Við viljum vera virkir hluthafar í
þeim félögum og láta gott af okkur leiða
og veita þessum félögum aðhald varð-
andi stjórnarhætti og fleira sem okkur
finnst mega bæta.“ Árni segir að lífeyr-
issjóðurinn skipti sér ekki af daglegum
rekstri félaganna heldur vilji að góðum
stjórnarháttum sé fylgt og hluthafar
séu upplýstir um það sem skiptir máli.
„Undanfarin tvö ár höfum við verið
virkir á hluthafafundum bæði með til-
lögugerð og málflutingi. Eins í sam-
skiptum við stjórnarformenn félaga í
aðdraganda hluthafafunda.“ Hann
segir lífeyrissjóðinn fara yfir allt
regluverk félaganna sem um ræðir,
svo sem starfsreglur, stjórnarhátta-
yfirlýsingar, starfskjarastefnur og
skýrslur um framkvæmd þeirra, til-
lögur fyrir hluthafafundi og aðra upp-
lýsingagjöf frá félögum.
Árni segir jafnframt að lögð sé
áhersla á að tillögur fyrir hluthafa-
fundi séu vel röstuddar og ekki um-
fangsmeiri en ástæða er til. Það eigi
ekki síst við þegar um er að ræða ráð-
stöfun hlutafjár, svo sem hækkun,
kaup eigin hluta eða veitingu kaup-
rétta.
„Við höfum frá árinu 2013 verið í
umfangsmikilli vinnu við að yfirfara
relguverk þeirra félaga sem við höf-
um fjárfest í. Til viðbótar höfum við
um árabil gefið fólki kost á að skrá sig
hjá okkur hafi það áhuga á að setjast í
stjórnir og metum þá með faglegum
hætti ef við teljum ástæðu til að
skipta okkur af stjórnarkjöri. En oft
styðjum við þær stjórnir sem eru fyr-
ir og erum ekki sérstaklega að koma
okkar fólki að heldur bara með fag-
legum hætti að finna hæfa einstak-
linga.“
Árni segir að á aðalfundum félaga á
árinu 2016 hafi Gildi lagt fram tillögur
varðandi hlutabréfatengd réttindi í
starfskjarastefnum hjá Sjóvá-Al-
mennum, Eimskipafélaginu, HB
Granda og Regin. Þessar tillögur hafi
í meginatriðum gengið út á að hlut-
hafar eigi aðild að ákvörðunum um
hlutabréfatengd réttindi til stjórn-
enda og starfsmanna.
„Gildi lagði einnig fram tillögur
varðandi heimildir til kaupa á eigin
hlutabréfum á aðalfundum Sjóvá-Al-
mennra, Reita, Eimskipafélagsins og
HB Granda hf. Þær tillögur sneru að
viðskiptum með eigin hlutabréf og að
þau fari ávallt fram á jafnræðisgrund-
velli fyrir alla hluthafa með formleg-
um hætti þar sem framkvæmd við-
skipta liggur fyrir fyrir fram.“
Veita félögum meira aðhald
Gildi Sá fyrsti sem birtir hvernig hann greiðir atkvæði á hluthafafundum.
Gildi beitir sér til áhrifa sem eigandi í félögum á markaði Fyrstur lífeyrissjóða
til að birta upplýsingar um atkvæði og tillögugerð Gagnsæi haft að leiðarljósi
BAKSVIÐ
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Lífeyrissjóðurinn Gildi mun eftirleiðis
birta upplýsingar um atkvæðagreiðslu
og tillögugerð sjóðsins á aðalfundum
skráðra hlutafélaga. Er þetta í sam-
ræmi við hluthafa-
stefnu sjóðsins til
að auka gegnsæi
um störf sjóðsins
sem hluthafa. Gildi
er fyrsti lífeyris-
sjóðurinn sem birt-
ir slíkar upplýsing-
ar með þessum
hætti.
„Þetta er fram-
hald af vinnu við
hluthafastefnu okkar sem við höfum
lagt mikla áherslu á undanfarin ár,“
segir Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gildis. „Markmið Gildis
er meðal annars að beita sér sem eig-
andi í félögum þar sem sjóðurinn er
hluthafi í þeim tilgangi að stuðla að
langtímahagsmunum og sjálfbærni
þeirra og ábyrgum stjórnarháttum. Við
viljum líka stuðla að auknu gegnsæi og
ábyrgð sem eigendur og fjárfestar á
markaði.“
Árni segir hluthafastefnu Gildis
Árni Guðmundsson
Hagnaður Eimskipafélags Íslands nam
8,8 milljónum evra á öðrum fjórðungi
ársins, eða sem svarar til 1,2 milljarða
króna á núverandi gengi. Þetta er 59%
meiri hagnaður en á sama ársfjórðungi
í fyrra.
Rekstrartekjur drógust saman um
0,4% á milli ára og námu 126,1 milljón
evra. Á sama tíma drógust rekstrar-
gjöld enn meira saman, eða um 3,0%
miðað við annan ársfjórðung í fyrra.
Þetta leiddi til þess að rekstrarhagn-
aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA, jókst um 22% á milli ára og
nam 16,2 milljónum evra á síðasta árs-
fjórðungi, jafngildi 2,1 milljarðs króna.
Hagnaður Eimskips á fyrri árshelm-
ingi nemur 10,6 milljónum evra sem er
50,6% aukning á milli ára. Eigin-
fjárhlutfall var 62% í lok júní.
Gylfi Sigfússon,
forstjóri, segir í
afkomutilkynn-
ingu til Kauphallar
að Eimskip stefni
að því að ljúka á
þriðja og fjórða
ársfjórðungi kaup-
um á nokkrum fyr-
irtækjum í Evrópu
sem falla undir
kjarnastarfsemi félagsins. „Félagið er
nú í samstarfi við alþjóðleg lögfræði- og
endurskoðunarfyrirtæki til að ljúka
áreiðanleikakönnunum,“ segir Gylfi.
„Eins og áður hefur komið fram er það
áfram markmið okkar að vaxa, bæði
með innri vexti og með kaupum á fyrir-
tækjum sem falla að starfsemi félagsins
og auka virði þess.“
Hagnaðaraukning
hjá Eimskip
Gylfi Sigfússon
Viðskiptavinir fjármálafyrirtækisins
Fossa munu fá beinan markaðsaðg-
ang að meira en 50 kauphöllum víða
um heim, samkvæmt samkomulagi
sem Fossar hafa gert við danska
bankann Saxo Bank. Þannig verður
hægt að eiga bein viðskipti því sem
næst hvar og hvenær sem er, í gegn-
um borðtölvu eða fartölvu, spjald-
tölvu og snjallsíma, segir í tilkynn-
ingu frá Fossum.
Jafnframt segir að samkomulagið
veiti aðgang að yfir 30 þúsund fjár-
festingakostum, svo sem í hlutabréf-
um og skuldabréfum, gjaldeyri og
skráðum verðbréfasjóðum.
Beini aðgangurinn að þessum fjár-
festingakostum verður í gegnum
heimasíðu Fossa og verður þjón-
ustan aðgengileg á næstu vikum.
Samstarf þetta er hluti af stefnu
Fossa um að aukna áherslu á al-
þjóðlega starfsemi í kjölfar vænt-
anlegrar losunar fjármagnshafta.
Morgunblaðið/Eggert
Fossar Haraldur Þórðarson, forstjóri.
Aðgangur
að yfir 50
kauphöllum