Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Fyrir nokkrum áratugumátti ég orðastað við ungtskáld sem kvaðst verahaldið ljóðrænni vatnsorkusálsýki. Ástæðan væri sú að hann sæi ekki annað fyrir sér en bunulæki og bakkafagrar ár. Eftir langdvalir erlendis hefði hann lagst í Jónas Hallgrímsson og nú væru töfrar Rómar og Parísar horfnir og allt sem hann reyndi að semja væri hlaðið þessari sérkennilegu, bráðlif- andi vatnsorku svo að ekkert annað kæmist að. Sjálf hef ég aldrei beinlínis lagst í Jónas en samt er hann snar þáttur af sjálfri mér. Þegar sunnudagslærið var í ofninum fórum við pabbi oftast út að ganga og þá þuldi hann fyrir mér það sem honum þótti magnaðast hjá Jónasi. Mig minnir að Fjallið Skjaldbreiður hafi haft mest áhrif á hann og enn finnst mér ég heyra hljómþýða rödd hans fara með eftirfarandi hendingar úr því: Belja rauðar blossa móður, blágrár reykur yfir sveif undir hverfur runni rjóður reynistóð í hárri kleif. Svo lét hann mig fara með kvæðið Óhræsið og Ísland farsælda frón, sem ég kunni ágætlega en átti til að rugla röð erindanna og þá leiðrétti hann mig samviskusamlega. Stundum þegar hann fékk sér í glas með gömlum skólabróður sínum og vini barst talið að Jónasi og þá lagði ég gjarnan við hlustir. Pabbi sagði að þótt Jónas væri snillingur væri stundum braglýti hjá honum að finna, t.d. þessar ljóðlínur út kvæðinu Réttarvatn: Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. og sumt í kveðskap Jónasar jaðraði við að vera leirburður eins og eft- irfarandi staka um Suðursveit. Suðursveit er þó betri en Seltjarnarnesið var taðan er töluvert meiri og tunglið rétt eins og þar. Vinurinn var umburðarlyndari og hafði meiri áhuga á rómantísku ljóð- unum hans Jónasar. Hann fór með kvæðið Ferðalok og úr Hulduljóðum, sem mér þótti miklu fallegra en Fjallið Skjaldbreiður og Ísland farsæld- arfrón. Svo talaði hann um ástkæra ylhýra málið sem hlýjaði mér inn að hjartarótum. Og þannig seytlaðist Jónas inn í mig, kannski á sama hátt og ljóðræna vatnsorkusálsýkin sem greip unga skáldið á sínum tíma. Sonarsonur minn fékk ljóðasafn Jónasar í fermingargjöf nú í vor og ég gat ekki stillt mig um að lesa fyrir hann nokkur erindi. Hann brosti fallega þegar ég fór með þessar hendingar úr erfiljóðinu um Tómas Sæmundsson. Flýt þér vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Drengurinn er góður námsmaður og ætlar að leggja fyrir sig eðlisfræði í framtíðinni. „Það er vegna þess að hún getur útskýrt hvernig allt virkar,“ sagði hann. Ég hefði kannski átt að segja honum að engin eðlisfræði gæti útskýrt hvernig skáldið mitt, Jónas Hallgrímsson, virkaði á mig. Ljóðræn vatns- orkusálsýki Tungutak Guðrún Egilson Þótt Jónas væri snillingur var stundum braglýti hjá honum að finna. Þótt samgöngur á milli landa hafi stórbatnað ogbylting hafi orðið í fjarskiptum tekur stundumlangan tíma fyrir nýjar hugmyndir, skoðanir,hugsanir eða viðhorf að berast milli landa. Þegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna fyrir rúmlega hálfri öld fannst mér einna skemmtilegast að komast í tæri við nýjar hugmyndir, sem þar voru til umræðu, ekki sízt í háskóla- samfélaginu, en höfðu ekki náð að nema land hér af ein- hverjum ástæðum. Og þótt merkilegt kunni að virðast er eins og nýir hug- myndastraumar og breytt viðhorf í öðrum löndum eigi enn erfitt með að ná til Íslands, alla vega tekur það óeðlilega langan tíma. Viðhorf í Evrópu til sameiningar Evrópuríkja í eins kon- ar Bandaríkjum Evrópu hafa gjörbreytzt á nokkrum ár- um. Sú fallega og göfuga hugmynd, sem hafði það meg- inmarkmið að koma í veg fyrir eilíf stríð á milli þessara ríkja, sem staðið höfðu öldum saman, er nú á hröðu und- anhaldi. Þótt forráðamenn Evrópusambandsins hafi hvatt aðildarríkin til að efla samstöðu sín í milli í kjölfar ákvörð- unar Breta um að yfirgefa ESB hefur það þveröfuga gerzt. Það er „gjá“ á milli sjónarmiða al- mennra borgara og forystusveitar ESB, svo vitnað sé í vinsælt orðalag úr stjórnmálaumræðum hér. Þessi viðhorfsbreyting í Evrópu hefur af einhverjum ástæðum ekki náð til Íslands að nokkru ráði. Í að- draganda þingkosninga í haust er það yfirlýst markmið nokkurra stjórnmálaflokka að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þá spurningu hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands. Nú er það skiljanlegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vilji halda stjórnarflokkunum við skýr og óumdeilanleg fyr- irheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB á þessu kjör- tímabili. En þá hefði mátt ætla eftir það sem á undan er gengið að þessir flokkar gætu fallizt á þjóðaratkvæða- greiðslu um þá grundvallarspurningu hvort Íslendingar vilji yfirleitt aðild að ESB eða ekki. Þjóðin var ekki spurð sumarið 2009 og í því fólust hin miklu mistök ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í því máli. Stjórnarandstöðuflokkarnir ætla hins vegar að stytta sér leið, alveg eins og þeir reyndu að gera 2009 og reyna að notfæra sér stórpólitísk mistök núverandi stjórnarflokka, sem hverfa frá þessu máli á þessu hausti án þess að hafa dregið aðildarumsókn Íslands að ESB formlega til baka. Það ótrúlega kæruleysi þeirra mun seint gleymast. Hvernig er staðan í Evrópu nú? Hún er svona: Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið. Sú ákvörðun þeirra hefur haft önnur áhrif innan ESB en for- ráðamenn þess gerðu sér vonir um. Í Frakklandi er nú vaxandi andstaða við ESB, bæði til hægri og vinstri í pólitíkinni. Francois Hollande forseti stendur nú frammi fyrir nýjum áskoranda á vinstri væng. Sá heitir Arnaud Montebourg og er fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn forsetans og talinn í vinstra armi Sósíalista- flokksins. Hann segir Evrópusambandið komið á leið- arenda og að fólkið í Frakklandi hafi ekki lengur áhuga á því. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakkands, ætlar að reyna að endurheimta embættið og telur beztu leiðina til þess að sveigja enn lengra til hægri og taka upp óvin- samlega stefnu gagnvart útlendingum og múhameðstrúar- mönnum en auk þess vill hann afnema Lissabon-sáttmál- ann, sem hann sjálfur þrælaði í gegn sem forseti og sjá til þess að löggjöf frá ESB gangi ekki framar franskri löggjöf. Hvort sem frambjóðandi sósíalista verður Hollande eða Montebourg munu þeir sem í framboði verða þurfa að kljást við Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar sem vill úrsögn Frakka úr ESB. Alþjóðlegur viðskiptaritstjóri Daily Telegraph í London segir hugmyndir Montebourg í ætt við ríkjandi viðhorf í Póllandi og Ung- verjalandi en ráðamenn í þessum tveimur fyrrverandi leppríkjum Sov- étríkjanna hagi sér á þann veg að þeir séu í raun að yfirgefa ESB, þótt ríkin séu formlegir aðilar. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, sagði fyrir nokkrum dögum í samtali við vefritið Business Insider, að pólitísk og efnahagsleg vandamál Ítal- íu væru orðin svo alvarleg að þau gætu orðið banabiti evr- unnar sem sameiginlegs gjaldmiðils ESB-ríkja. Ítalía er þriðja stærsta aðildarríki evrunnar. Í greiningu, sem tekin hefur verið saman hjá Deutsche Bank (en sá banki á líka í tilvistarkreppu) er því haldið fram að mistökum Seðlabanka Evrópu megi líkja við mis- tök þýzka Reichsbank og Seðlabanka Bandaríkjanna á þriðja tug síðustu aldar, sem hafi stuðlað að Kreppunni miklu. Í Belgíu eru nú uppi hugmyndir um að vegna útgöngu Breta úr ESB verði nýju lífi hleypt í hugmynd um Norður- sjávarbandalag með aðild Dana, Þjóðverja, Hollendinga, Frakka, Svía og Norðmanna sem geri viðskiptasamninga við Breta. Fyrir skömmu birtust fréttir af skýrslu eins konar innra eftirlits Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem fram kemur að björgunarleiðangur ESB/Seðlabanka Evrópu/AGS var ekki farinn fyrst og fremst til að bjarga Grikkjum heldur bönkum í Norður-Evrópu, sem höfðu lánað óvarlega til Grikklands og láta grískan almenning borga brúsann. Hér er aðeins stiklað á stóru um dæmi um viðhorfs- breytingar í Evrópu sem virðast ekki hafa náð til Íslands ef marka má þann málflutning stjórnarandstöðuflokkanna að sjálfsagt sé og eðlilegt að halda áfram samningaviðræðum við ESB um aðild Íslands. En ætli nokkur dugur sé í núverandi stjórnarflokkum til að koma í veg fyrir það? Fréttir berast seint frá Evrópu til Íslands Hugsjónin um sameinaða Evrópu er á hröðu undanhaldi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Sigurður Ragnarsson sagnfræð-ingur skrifar um erlendar þjóðir í sögubókina Nýja tíma, sem Mál og menning gaf út 2006 fyrir framhalds- skólanema. Sigurður er gamall kommúnisti sem tók þátt í að þýða Úrvalsrit Marx og Engels á íslensku 1968. Mál og menning naut ríflegra styrkja frá Moskvu fram yfir 1970. Sigurður segir á bls. 246: „Árið 1940 voru Eystrasaltsríkin þrjú, Eist- land, Lettland og Litháen, innlimuð í Sovétríkin.“ Hann minnist ekki á að kommúnistastjórnin í Moskvu her- nam löndin og beitti aftökum og fjöldahandtökum til að kúga þjóðir landanna til hlýðni. Þegar sögunni víkur að opnuninni (glasnost) í Rússlandi á níunda ára- tug síðustu aldar segir Sigurður á bls. 292: „Hin opna umræða varð hins vegar til að vekja upp gamla þjóðern- ishyggju í ýmsum lýðveldum. Sterk- ust varð þessi þjóðernishreyfing í Eystrasaltsríkjunum þremur, Eist- landi, Lettlandi og Litháen, en henn- ar gætti einnig annars staðar. Þar kom að Eystrasaltsríkin lýstu yfir sjálfstæði og úrsögn sinni úr Sov- étríkjunum eins og þau höfðu raunar heimild til samkvæmt stjórnarskrá ríkisins.“ Þetta er fráleitt. Eystrasaltsþjóð- irnar gengu aldrei úr Ráðstjórnar- ríkjunum, af því að þær gengu aldrei í þau, heldur voru innlimaðar með of- beldi. Þjóðernisvitund var sterk í löndum þeirra allan hernámstímann, eins og Ants Oras og Andres Küng lýsa í bókum sem komið hafa út á ís- lensku. Heimild til að ganga úr Ráð- stjórnarríkjunum var innantóm and- spænis ofureflinu, gráu fyrir járnum, með ritskoðun sína, leynilögreglu og aftökusveitir. Ísland viðurkenndi aldrei hernám Eystrasaltsríkjanna, og varð fyrst ríkja til að endurnýja viðurkenningu sína á sjálfstæði þeirra, þótt Sigurður minnist ekki á það. Söguskoðun Sigurðar er fyrir- skipuð í rússneskum skólum. Fleiri skoðanir hljóta að komast að í ís- lenskum skólum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sögufalsanir um litlar vinaþjóðir EBK Huse er eitt af leiðandi sumarhúsa byggingarfyrirtækjum í Danmörku og hafa byggt meira en 6000 hús á þeim 40 árum, sem fyrirtækið hefur verið starfrækt í núverandi mynd. EBK hefur byggt rúmlega 70 hús á Íslandi. Við bjóðum upp á 5 mismunandi húsagerðir - allt frá hinu klassiska danska sumarhúsi til nýtísku og stílhreinna sumarhúsa . Hægt er að velja um byggingarsett eða tilbúna og frágengna heildarlausn. Opið hús í Hirseholm 111 - AÐEINS sunnudaginn 28. ágúst kl. 12-16 Einstakur möguleiki á að sjá og upplifa frábæra hönnun og gæði húsanna og finna hina einstöku dönsku sumarhússtemningu! Mosaskyggnir 8, Úthlíð – Sumarhúsabyggð, 801 Selfoss GPS staðsetning hússins: 64° 16.734’N, 20° 27.924’W Athugið: Akið að hliði nr. 4 og hringið í Anders í síma +45 4020 3238 og hann mun koma og opna hliðið. Fylgið veginum Mosaskyggnir og eftir u.þ.b. 800m. frá hliðinu er komið að EBK húsinu, hægra megin við veginn. Vinsamlegast hafið samband við Anders Ingemann Jensen í síma 45 4020 3238, aj@ebk.dk eða á slóðinni www.ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 16 56 3 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Lí ka n p ho to
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.