Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Sveinn Bjarna- son hefur verið samofinn lífi mínu svo lengi sem ég man. Hann lærði og starfaði hjá afa mínum Valdi- mari G. Þorsteinssyni bygginga- meistara. Árið 1964 urðu svo fjölskyldur okkar sambýlisfólk í Álftamýri 6. Bróðir minn leit dagsljósið skömmu eftir að við fluttum og ég fór í pössun, þeg- ar heim kom vildi ég ekki líta nýfæddan drenginn augum. Mamma hótaði því að „Sveinn húsvörður myndi þá bara taka mig.“ Ég furðaði mig á því í ár- anna rás hvað konunni gekk til því um einstakt ljúfmenni var að ræða. Erla, Sveinn og strákarnir Óli og Grétar voru partur af Sveinn Bjarnason ✝ Sveinn Bjarna-son fæddist 29. júlí 1931. Hann lést 17. ágúst 2016. Útför Sveins fór fram 23. ágúst 2016. fólkinu í blokkinni. Þegar háttatími var kominn kallaði Erla á strákana – já, þá voru líka úti- vistarreglur. Ég fór stöku sinnum til Erlu og strák- anna þar sem við vorum trakteruð á kökum og mjólk. Það var eitthvað í fasi Erlu og skör- ungskap hennar sem fékk mig til að hugsa „já, svona kona ætla ég að vera þegar ég verð stór“. Þetta eru vissulega minn- ingar úr æsku, en svona var lífið í þá daga. Dag einn ákvað Sveinn að fara í ökutíma og fá bílpróf. Ég man eftir því hvað hann var fínn og flottur þegar hann fór í ökutímana, hann eignaðist svo forláta Willys ’48. Þá minnist ég þess á snjóþung- um degi, þegar hann kom út með sveifina og trekkti bílinn í gang. Þetta gerði enginn nema Sveinn. Sveinn var meðlimur í flug- björgunarsveitinni og þegar maður sá kappann koma eða fara í leit fylltist ég lotningu að þekkja svona mann sem fór út í óvissuna að bjarga fólki. Sveinn starfaði síðan við byggingu á húsi foreldra minna með afa og var hann við störf sín þar þegar afi kom rétt til að líta eftir framkvæmdunum, þá kominn úr vinnugallanum og í jakkafötin sín er hann varð skyndilega brákvaddur á staðn- um og þar var Sveinn til taks, eftir þetta urðu tafir á byggingu hússins. En síðar kom meistari Valur Benediktsson húsasmiður til sögunnar en hann og Sveinn Bjarnason störfuðu ávallt sam- an eftir þetta. Þeir félagar Val- ur og Sveinn voru mér innan handar við smíðar og lagfær- ingu á hýbýlum mínum, þar voru þúsundþjalasmiðir á ferð og verða þeim seint þökkuð þau störf, útsjónarsemi og lista- handbragð, einstakir fagmenn og ljúflingar þar á ferðinni. Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á viðtal við mann sem sagði frá hjólatúrum sem hann fór í en hann sagðist hafa hitt annan ungan mann við fjallsbrún sem var á leið í göngu og einnig á hjóli. Ég þóttist fullviss um að þarna væri verið að ræða um Svein. Tilgátan mín reyndist rétt því þetta var hinn eini og sanni Sveinn Bjarnason. Þeir tveir urðu svo ævilangir ferða- félagar. Þegar ég í dag horfi á öll háhýsin í Reykjavík í miklu roki, verður mér hugsað til Sveins sem sagði að ég ætti að labba sem næst háhýsunum í miklu roki því þau væru eins og fjöllin varðandi vindinn. Minningar mínar um Svein eru vissuleg tengdar æskunni; þegar hann sneið út spaða úr af- gangsvið á verkstæðinu í kjall- aranum á Miklubrautinni hjá afa eða þegar hann sló blettinn eða þvoði gluggana. Hvað mér þótti hann góður að gera þetta allt fyrir ömmu, en svona vann hann fyrir afa. Nú við þessi um- skipti lífs og dauða og heim- komu í handanheim almættisins hefur verið vel tekið á móti ein- stökum hugsuði og mannvini og þau Erla sameinast þar á ný og sennilega er neftóbaksdósin ekki langt undan og englar al- heimsins farnir að hnerra. Blessuð sé minning Sveins Bjarnasonar. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS VÍKINGS ÞÓRÐARSONAR, fv. aðalgjaldkera ÁTVR, Engihjalla 1, Kópavogi, sem lést 8. júní síðastliðinn. . Guðmunda Inga Guðmundsdóttir, Anna R. Björnsdóttir, Þórður Björnsson, Lísbet Alexandersdóttir, Björn Víkingur Þórðarson, Vikingur Nielsen, Alexander Þórðarson, Benedikt Þórðarson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts bróður okkar, mágs og frænda, EIÐS RAGNARSSONAR bónda, Fossvöllum, Jökulsárhlíð, sem lést sunnudaginn 31. júlí. Sérstakar þakkir fær Björgunarsveitin Hérað. . Hermann Ragnarsson Sjöfn Bergmann Guðný Ragnarsdóttir Arnar Bjarnason Kristbjörg Ragnarsdóttir Valgeir Magnússon Ragnheiður Ragnarsdóttir og systkinabörn. Faðir okkar og bróðir, afi og langafi, STEFÁN PÉTURSSON, sem lést 27. júlí, hefur verið jarðsunginn í kyrrþey. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir einstaka hjúkrun. . Björgólfur Stefánsson, Hlynur Stefánsson, Unnur Sigmarsdóttir, systkini, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, HELMOUT KARL KREIDLER sjóntækjafræðingur, varð bráðkvaddur 19. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 2. september klukkan 13. . Steinunn Kristjánsdóttir, Einar Victor Karlsson, Dagur Freyr Einarsson, Eydís Lára Einarsdóttir. Hjartans þakkir til vina og vandamanna og allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástríks föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR INGA SIGURÐSSONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, . Sigríður Margrét Magnúsd., Björn V. Jónsson, Kristín María Magnúsdóttir, Jón Magnús Sveinsson, Herta Maríanna Magnúsd., Arthur Pétursson, Helga Jóna Ólafsdóttir, Ásgeir Friðsteinsson, Edda Ólafsdóttir, Þóra Ólafsdóttir, Aad Groeneweg, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS SNORRASONAR matreiðslumeistara, Kirkjulundi 12, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. . Sigurveig Sæmundsdóttir, Unnur Fríða Halldórsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Hjalti Bjarnfinnsson, Sóley Halldórsdóttir, Þórmundur Jónatansson, Björn Halldórsson, Berglind Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓNS GUÐBRANDSSONAR, fv. héraðsdýralæknis á Selfossi. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun. . Þórunn Einarsdóttir, Bertha S. Jónsdóttir, Pétur Guðjónsson, Sigríður Jónsdóttir, Hjörleifur Þór Ólafsson, Einar Jónsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Anton S. Hartmannsson, Guðbrandur Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Ingólfur R. Jónsson, Svanborg B. Þráinsdóttir, Sveinn Þ. Jónsson, Selma Sigurjónsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Guðjón Kjartansson, Matthildur Jónsdóttir, Hjörtur B. Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR BENEDIKTS RÓSMUNDSSONAR skipstjóra í Bolungarvík. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, LORIANA BENATOV, lést 21. ágúst 2016. Jarðsett verður í Chevreuse 29. ágúst klukkan 15. . Leonardo, Lilja, Svetlana, Margrét amma, Skafti afi og fjölskylda. Óttar er farinn. Hann kvaddi okkur 15. júlí 2016 og var jarðsunginn 25. júlí síðastliðinn. Þessi kraftmikli maður varð að lúta í lægra haldi fyrir ólæknalegu krabbameini. Í heil þrjú ár barðist hann við þennan vágest af þvílíku æðruleysi og hugrekki og aldrei var kvartað, það var ekki til í hans orðaforða. Hver var Óttar? Hann var fæddur að Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit 3. júlí 1929, son- ur Björns Jóhannssonar og Emmu Elíasdóttur. Þar ólst hann upp í fjölmennum systkinahópi á mannmörgu heimili. Er Óttar var sextán ára fór hann í Héraðsskól- ann á Laugarvatni og var þar í tvo vetur. Seinna fór hann í Bænda- skólann á Hvanneyri í einn vetur sem hann lauk með lofsverðum vitnisburði fyrir frábæran náms- árangur og dugnað. Óttar var glæsilegur ungur maður, það sópaði af honum hvert sem hann fór, glaðvær og hrókur alls fagnaðar, hagyrðingur góður, talaði fallegt og kjarnyrt mál og góður söngmaður. Ég tala nú ekki um hvað hann var góður sögumaður og voru þær ófáar stundirnar um ævina sem hann skemmti fólki með alls konar skemmtisögum og vísum, eftir aðra og einnig eftir sjálfan sig. Ævistarfið sem hann valdi var bóndastarfið. Hann gat ekki hugs- að sér annað en að eiga heima í sveitinni. Hann tók við búi af for- eldrum sínum árið 1966 á Syðra- Laugalandi og bjó þar í sex ár en flutti þaðan að Garðsá í sömu sveit og keypti þá jörð eftir eins árs bú- setu og bjó þar í 30 ár. Eiginkona Óttars hét Steinunn Gísladóttir frá Sámstöðum, glæsileg kona. Óttar Björnsson ✝ Óttar Björns-son fæddist 3. júlí 1929. Hann and- aðist 15. júlí 2016. Útför Óttars fór fram 25. júlí 2016. Þau hjón voru mjög samhent í öllu og góð heim að sækja. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn sem eru öll dugandi fólk og með tímanum eignaðist Óttar átta barnabörn. Mjög snemma fór Óttar að taka þátt í félagsmálum í sinni sveit og var þar lið- tækur og drífandi eins og í öllu sem hann kom nálægt. En aðalstarfinu sem bóndi sinnti hann vel, var farsæll í starfi, bjó góðu búi og bætti jörð sína mikið á sinni búskapartíð, bæði með nýbyggingum og ræktun. Þegar Óttar var um sextugt lét hann gamlan draum rætast og fór í myndlistarnám og málaði aðal- lega landslagsmyndir. Árin liðu og árið 1997 verður Óttar fyrir þeirri sorg að missa konuna sína tæplega sjötuga. Eft- ir þetta vann hann á búi Orra son- ar síns og tengdadóttur sinnar um nokkurra ára skeið. Og enn tók lífið u-beygju í lífi Óttars eftir að hann kynntist mér undirritaðri og flutti til mín að Ytra-Laugalandi. Þá var mín staða þannig að ég var orðin ekkja fyrir nokkru. Óttar aðstoðaði mig á margan hátt er ég opnaði ferða- þjónustu á heimili mínu árið 2007. Í veikindastríði hans reyndust læknarnir Friðbjörn R. Sigurðs- son og Nick Cariglia honum af- skaplega vel og mest og best treysti hann á Nick. Enda brást hann honum ekki og alltaf gat hann tekið hann í meðferð og ekki má gleyma hjúkrunarfræðingun- um í heimahlynningu, þær reynd- ust honum frábærlega vel. Ég vil þakka Óttari samfylgd- ina þessi ár okkar saman, alla hjálpsemina, og þennan drifkraft í að láta hlutina ganga og að láta gott af sér leiða. Ég kveð Óttar með virðingu. Vilborg G. Þórðardóttir, Ytra-Laugalandi. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.