Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það er ys og þys á hinum gamalgróna basar
Thorvaldsensfélagsins við Austurstræti. Við af-
greiðslu eru félagskonur og ein þeirra afgreiðir
þýska ferðamenn sem heillast hafa af íslenskum
prjónapeysum sem félagið býður til sölu. Ferða-
langarnir hafa ekki hugmynd um að konan í af-
greiðslunni var, þar til nýlega, forsætisráð-
herrafrú Íslands og að fyrir tæpum fimm
mánuðum voru fjármál hennar umfjöllunarefni
allrar heimspressunnar.
Anna Sigurlaug Pálsdóttir stendur reglulega
vaktina hjá Thorvaldsensfélaginu sem er eitt
elsta félag landsins, stofnað árið 1875. Þar fetar
hún í fótspor móður sinnar og ömmu sem báðar
hafa helgað félaginu krafta sína. Þegar ferða-
langarnir eru á brott fær blaðamaður tækifæri
til að setjast niður með Önnu Sigurlaugu en hún
hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla frá því að eigin-
maður hennar vék úr embætti forsætisráðherra
í kjölfar umræðu um hin svokölluðu Panama-
skjöl en í þeim var að finna upplýsingar sem
tengdust eignum hennar.
Hún segir að pólitískir andstæðingar eigin-
manns hennar hafi lengi reynt að gera hann tor-
tryggilegan vegna þeirra miklu fjármuna sem
hún eignaðist við söluna á Toyotaumboðinu sem
faðir hennar og móðir stofnuðu í upphafi átt-
unda áratugarins.
„Pabbi gaf okkur systkinunum hlut í fyrir-
tækinu á sínum tíma og þó ég viti það ekki fyrir
víst þá tel ég að hann hafi ákveðið að gera það af
þeirri ástæðu að hann hefur mikla þörf fyrir að
deila góðum hlutum með öðrum og veita öðrum
tækifæri til að njóta ávaxta erfiðis síns. Æskuár
hans hafa ábyggilega mótað hann að þessu
leyti. Þegar hann var tólf ára voru báðir for-
eldrar hans fallnir frá og amma hans tók hann
að sér en hún lést tveimur árum síðar. Hann
stóð því eftir nær munaðarlaus og var í vist á
mörgum stöðum. Ég held að þetta hafi mótað
hann mjög sem manneskju og hann lagði því
mikið upp úr því að láta aðra njóta hlutanna
með sér. Og raunar á þetta einnig við um
mömmu að mörgu leyti því hún kemur úr fjöl-
skyldu sem alltaf þurfti að hafa mikið fyrir hlut-
unum.“
Hún segist hafa orðið vör við það í kjölfar
þess að Sigmundur hóf þátttöku í pólitík að
eignir hennar og fjölskyldunnar hafi verið milli
tannanna á fólki. Hún segist skilja það að
nokkru leyti en að í því tilliti sé rétt að halda til
haga að ekki sé allt satt sem gangi manna í mill-
um. Mikið hefur verið gert úr ágreiningi innan
fjölskyldunnar og að sannarlega hafi ólík sjón-
armið verið uppi varðandi ákveðna þætti í
tengslum við rekstur fjölskyldufyrirtækisins en
að það hafi allt verið leitt farsællega til lykta.
„Pabbi hefur alltaf viljað gera vel við alla og
það getur verið erfitt eins og allir vita. Í tiltekn-
um málum vorum við systk-
inin ekki sammála. Við
systkinin erum bæði lík og
ólík og við höfum orðið sátt
um að vera sammála um
sumt og annað ekki. Á milli
okkar er hins vegar allt gott
í dag.“
Þegar ákveðið var að selja
fyrirtækið árið 2005 var
Anna Sigurlaug nýorðin þrí-
tug og stóð allt í einu uppi
með mikla fjármuni.
„Þegar ég allt í einu stóð
uppi með miklar eignir þá leitaði ég ráðgjafar
hjá Landsbankanum og þeir aðstoðuðu mig við
að ávaxta þessa fjármuni og á grundvelli ráð-
gjafar frá bankanum stofnaði bankinn í Lúx-
emborg félag sem hélt utan um þá. Á þessum
tíma vorum við Sigmundur búsett úti í Oxford
og vorum ekki á leiðinni heim. Við tókum hins
vegar ákvörðun um að snerta ekkert á þessum
peningum næstu tvö árin. Við höfðum ekki
áhuga á að breyta þeim takti sem líf okkar var í
á þessum tíma. Við ákváðum einfaldlega að
halda áfram að lifa lífinu eins og þessir peningar
hefðu ekki komið til.“
Anna Sigurlaug lagði mikla áherslu á það í
samskiptum við bankann að meðferð fjármun-
anna stæðist alla skoðun og hafnaði hún meðal
annars tillögum frá bankanum um að fresta
skattlagningu af hluta hagnaðarins af sölu fyr-
irtækisins sem þó var heimilt að lögum. Fyrr á
þessu ári kom fram opinberlega að á árunum
2007 til 2015 greiddu þau hjónin tæpar 300
milljónir króna í skatt, eða um 400 milljónir á
núvirði.
Örlagaríkt viðtal í Ráðherrabústaðnum
Það var fátt sem benti til þess að föstudagur-
inn 11. mars yrði örlagapunktur á pólitískum
ferli Sigmundar Davíðs. Þann dag hafði hann
boðið fulltrúum sænska ríkissjónvarpsins til
fundar við sig í Ráðherrabústaðnum þar sem
ætlunin var að ræða ýmis mál sem búið var að
útlista fyrirfram, meðal annars viðsnúning í ís-
lensku efnahagslífi og bólu
á fasteignamarkaði. Anna
Sigurlaug segir að það hafi
þó breyst þegar í ljós kom
að tilefnið sem blaðamenn-
irnir höfðu gefið upp var
aðeins yfirvarp.
„Sigmundur hringdi í
mig strax að loknu viðtal-
inu og honum var greini-
lega brugðið yfir fram-
komu sjónvarpsmannanna.
Við hittumst í Ráðherra-
bústaðnum og hann sagði
mér frá því hvernig þetta hefði gengið fyrir sig.
Fyrst í stað fannst mér þetta ekkert stórmál því
við höfðum allt okkar á hreinu í þessum málum
og pólitískir andstæðingar Sigmundar hafa oft-
ar en ekki reynt að koma höggi á hann út af
þessum eignum án þess að þeir hefðu erindi
sem erfiði. En svo fann ég hvað honum leið illa
yfir þessari framkomu. Það er ekki margt sem
kemur honum úr jafnvægi en hann á það til að
treysta fólki of vel og var miður sín yfir að hafa
verið beittur svo ósvífnum blekkingum.“
Þau voru þó staðráðin í því að láta málið ekki
Morgunblaðið/RAX
Staðreyndirnar virtust
litlu sem engu máli skipta
Þegar Anna Sigurlaug Páls-
dóttir stóð á þrítugu eignaðist
hún mikla fjármuni í tengslum
við sölu Toyotaumboðsins á Ís-
landi. Þá grunaði hana ekki að
rúmum áratug síðar yrðu sak-
leysislegar ákvarðanir sem lutu
að utanumhaldi þeirra eigna að
stóru deilumáli í íslenskum
stjórnmálum sem að auki
myndu grípa athygli umheims-
ins og leiða til þess að maður
hennar vék úr stóli forsætis-
ráðherra. ’
Það eru mál sem
brenna á mér í kjöl-
far þeirrar reynslu
sem ég hef öðlast á
þessum árum sem
Sigmundur hefur setið
á þingi og verið í
ráðherraembætti.
SJÁ SÍÐU 26