Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 84
 Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir mætir í Mengi í kvöld kl. 21 ásamt hópi góðra vina og flytur tónsmíðar af nýrri plötu sem mun að öllum lík- indum koma út á næsta ári. Skipu- leggjendur lofa seiðmagnaðri stund með Sóleyju sem lýsir væntanlegri plötu sinni sem leiðangri um von og eilíft sumar. Áður hafa kom- ið út tvær breiðskífur með Sóleyju, þ.e. We Sink sem út kom 2011 og Ask the Deep árið 2015 og tvær smáskíf- ur, Theater Island ár- ið 2010 og Króm- antík árið 2014. Sóley Stefánsdóttir kynnir nýtt efni LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 240. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Grunur um umfangsmikil fjársvik 2. „Búin að fá nóg“ 3. Gljúfrasteinn lokaður út árið 4. Brast í grát er hún sagði sögu sína  Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltas- ars Kormáks, hefur verið valin til þátt- töku í aðalkeppni San Sebastian- há- tíðarinnar sem er ein af fáum svo- kölluðum „A“-kvikmyndahátíðum. Þetta er í annað sinn sem kvikmynd eftir Baltasar keppir í aðalkeppni San Sebastian-hátíðarinnar, því 2002 keppti Hafið. Hátíðin fer fram á Spáni dagana 16.-24. september. Eiðurinn mun keppa um Gullnu skel- ina, aðalverðlaun hátíðarinnar sem eru veitt fyrir bestu mynd. Myndin verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst 8. september, en daginn eftir verður hún frumsýnd hérlendis. Balt- asar leikstýrir og skrifar handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni auk þess sem hann leikur eitt aðalhlutverkanna. Meðal annarra leikara eru Hera Hilm- arsdóttir og Gísli Örn Garðarsson. Baltasar lék síðast í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam, 2008. Morgunblaðið/Golli Eiðurinn í aðalkeppni á San Sebastian FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s norðvestan til en annars hæg breytileg átt. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst. Á sunnudag og mánudag Hæg breytileg átt og víða skúrir. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á þriðjudag Gengur í austan og norðaustan 10-15 m/s með rigningu, fyrst fyrir sunnan. Hiti víða 9 til 14 stig. Á miðvikudag og fimmtudag Norðlæg eða breytileg átt og dálítil væta í flestum landshlutum, en áfram milt veður. „Ég þarf að vera á tánum á hverri ein- ustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þetta er umhverfi sem ég mun bæta mig mest í. Þetta er mesta at- vinnumannaumhverfi sem ég hef ver- ið í, þannig að það er frábært,“ segir landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunn- arsdóttir meðal annars í samtali við Morgunblaðið í dag en hún flutti í sumar frá Svíþjóð til Þýskalands. »1 Mikil samkeppni hjá Söru í Þýskalandi „Við viljum allir byggja ofan á árangurinn sem náðist á EM og markmiðið er að komast í lokakeppnina í Rússlandi. Við ætlum okkur á HM. Við upplifðum það all- ir hversu skemmtilegt það er að taka þátt í stórmóti og ekki síður fyrir fólkið heima á Íslandi og þetta er eitt- hvað sem við viljum allir upplifa aftur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. »2-3 Viljum allir upp- lifa þetta aftur „Mér líður ágætlega hérna en það verður svo bara að koma í ljós hvað gerist í framtíðinni. Ég veit að Vesz- prém vill framlengja samninginn við mig og ég veit líka af áhuga hjá öðr- um liðum á mér,“ segir landsliðsmað- urinn Aron Pálmars- son, leikmaður ungverska meistaraliðsins Veszprém. »4 Barcelona og Paris SG eru heillandi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jóhann Helgason tónlistarmaður á bifreið af tegundinni Jagúar Sover- eign, árgerð 1986. Bíllinn tengist bresku konungsfjölskyldunni óbeint og stjórn Bretlands með skemmti- legum hætti og er því ekki aðeins eðalgripur heldur á sér merka sögu. „Ég hef aldrei verið með bíla- dellu, tók ekki bílpróf fyrr en ég var 27 ára, en eftir að ég flutti á Sel- tjarnarnesið 1981 hef ég reglulega gengið um Valhúsahæð og fyrir ut- an rafmagnsverkstæði Sævars sá ég eitt sinn bíla sem ég hafði aldrei séð áður,“ rifjar Jóhann upp. Hann segir að þessir bílar hafi vakið for- vitni sína og einn daginn hafi hann farið inn og rætt við Sævar, eiganda verkstæðisins. „Hann kom mér í samband við Englendinginn Peter Hugo, sem hefur meðal annars oft leikið Karl Bretaprins, auk þess sem hann selur klassíska bíla eins og Jagúar. Það endaði með því að hann seldi mér sinn bíl 1999, árið sem ég varð fimmtugur.“ Vísað til vegar sem prinsi Leiðir Jóhanns og Peters lágu fyrst saman eftir að hann keypti bíl- inn en í ljós kom að Peter rak gjafa- vöruverslunina Sterling í Hafnar- stræti í samstarfi við Hilmar Friðrik Foss. „Við Hilmar heim- sóttum hann 2008 og í þeirri ferð fékk ég „nýjan“ ljósarofa hjá kunn- ingja Hilmars í klassíska vara- hlutabransanum, úr bíl sem var áð- ur í eigu Margrétar Thatcher.“ Jóhann áréttar að Peter sé mjög líkur Karli prinsi. „Hann sagði okk- ur meðal annars frá því að lög- reglan hefði eitt sinn stöðvað hann þar sem hún hélt að hann væri að villast á leiðinni í húsnæði hirð- arinnar í nágrenninu.“ Jagúar er ekki sama og Jagúar Jóhann bendir á að árgerð 1986 sé síðasta árgerð smíðuð sam- kvæmt ákveðinni ítalskri hönnun. „Breytingin var ekki til bóta, svona eins og að breyta lögun kókflösk- unnar,“ segir hann. Bætir við að þegar hann hafi verið í kauphug- leiðingunum hafi hann sagt Peter að hann vildi dökkbláan bíl með stýrinu vinstra megin og sér lægi ekki á, því hann væri búinn að bíða svo lengi. „Þetta endaði með því að Peter sagðist vera tilbúinn að selja mér sinn bíl, sem er reyndar með stýrinu hægra megin, og því fékk ég meiri lúxusbíl en til stóð í upp- hafi, bíl með þaklúgu og ýmsu öðru, og hann hefur reynst mér sérlega vel.“ Jóhann notar Jagúarinn eins og hann þarf nema hvað hann sleppir því að keyra í snjónum. „Saltið er svo fljótt að skemma en þetta er góð árgerð og ég er sáttur enda gef- andi og gerir lífið skemmtilegra að eiga svona bíl.“ Lífið skemmtilegra í Jagúar  „Staðgengill“ Bretaprins seldi Jóhanni bílinn og rofa úr bíl Thatcher Morgunblaðið/RAX Tveir góðir Jóhann Helgason tónlistarmaður og Jagúarinn eiga vel saman enda fara þeir allra ferða saman og njóta lífsins, hvor á sinn hátt. Peter Hugo. Ljósarofinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.