Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Hvernig munu loftslagsbreytingar verða á næstu árum og áratugum? Munu sum svæði upplifa al- varlegri vetur, meðan önnur svæði upplifa heitari sumur? Það veltur á því hversu mikið loftslagið verð- ur fyrir áhrifum af segulmagnaðri virkni sólar, segja rússnesk- ir vísindamenn. Rússneskir vísindamenn hafa endurreiknað sólvirkni seinustu þúsund ára og gert spá til ársins 3200. Ritgerðin var gerð með fram- lögum frá Elena Popova úr Sko- beltsyn Institute of Nuclear Phy- sics (Lomonosov Moscow State University) og var birt í Scientific Reports. Vísindamenn hafa rann- sakað þróunina á seg- ulsviði sólar og fjölda sólbletta á yfirborði sólarinnar. Reglulega á ellefu ára fresti fer sólblettum fækkandi. Best þekkta lágmark- ið á sólblettum er Ma- under-lágmarkið, sem stóð yfir frá u.þ.b. 1645 til 1715. Á þessu tímabili voru um það bil 50 sólblettir í stað venjulegra 40.000 til 50.000. Greining á geislun sólar sýnir fram á að hámark og lágmark geisl- unar fellur nánast saman við há- mark og lágmark sólbletta. Með því að rannsaka breytingar á fjölda sólbletta, greina innihald sam- sætna, eins og kolefni-14, beryll- ín-10 og annarra, í jöklum og trjám, hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að segulsviðsvirkni sól- ar endurtekur sig eftir reglulegu ferli. Hópur vísindamanna – Val- entina Tarasova (Northumbria University, Englandi, Space Rese- arch Institute, Úkraína), Elena Po- pova (SINP, MSU), Simon John Shepherd (University of Bradford, England) og Sergei Zharkov (Uni- versity of Hull, England) – greindu þrjár sólvirkniumferðir frá 1976 til 2009 með því að nota svokallaða „frumþáttagreiningu“, sem notast við stærsta gagnamagn vísinda- legra athugana. Samanburður á niðurstöðum líkansins var fram- kvæmdur með merkjanlegum seg- ulsviðsgögnum fyrir hringrás 21- 23. Samkvæmt þessum mælikvarða varð reiknilíkan Popova mjög ná- lægt því sem einkennir segulsviðs- starfsemi sólar. Gefnar myndir sýna að sólvirkni minnkar verulega á 350 ára fresti. Komandi lækkun í sólvirkni hefur nú þegar hafist. „Rannsóknir hafa sýnt að á síð- ustu 400.000 árum voru fimm hnattrænar hlýnanir og fjögur ís- aldaskeið. Hvað olli þeim? Hve mikið getur sólvirkni haft áhrif á veður- og loftslagsbreytingar? Þessi spurning er enn ekki leyst og er afar viðeigandi og áhugavert verkefni fyrir hina ýmsu vísinda- menn um allan heim. Það eru margar kenningar sem benda mis- mikið á áhrif sólar hvað varðar veð- urfar og loftslag. Loftslagsfræð- ingar bjóða upp á ýmsa aðra þætti sem geta haft áhrif á gangverkun veðurfarsbreytinga jarðar. Slík kerfi er mjög flókin ólínuleg kerfi og frekari notkun á tölfræðilegum líkönum og greiningum á eldri gögnum getur hjálpað til við rann- sóknina,“ segir Elena Popova. „Ef í náinni framtíð væri lágmark í sól- virkni, myndi það gefa okkur tæki- færi til að sjá hvað gerist í lofts- lagsmálum og prófa núverandi kenningar um áhrif sólvirkni. Reyndar, jafnvel ef við byrjum frá hinni einföldu þekkingu á hringrás- arferli sólarinnar, má segja að það sé nú þegar kominn tími fyrir hundrað ára lágmark þar sem sein- asta lágmark var í byrjun 20. aldar. Auðvitað er nauðsynlegt að taka tillit til annarra þátta og ferla í andrúmsloftinu, en áskoranir hafa alltaf ýtt undir forvitni vísinda- manna“. Samantekt og þýðing: Halldór Ragnarsson Meira: http://www.eurekalert.org/ pub_releases/2015-12/- lmsu-wew120115.php http://www.nature.com/articles/ srep15689#f1 Rússar spá kuldatíð Eftir Halldór Leví Ragnarsson »Rússneskir vís- indamenn hafa end- urreiknað sólvirkni seinustu þúsund ára og gert spá til ársins 3200. Halldór Leví Ragnarsson Höfundur er áhugamaður um sólareðlisfræði. Mynd/V.V. Zharkova, S.J. Shepherd, E. Spá Sólvirkni spá í árþúsunda mælikvarða (lotur 21-23) merktar með svörtum sporöskjulaga hring. Miðaldar Hita Tímabil Maunder Lágmarkið Litla Ísöld Nútíma Hámark Dalton Lágmarkið Nútíma Hámark Tvö Met Greinanleg gögn sem spáin er byggð á Hingrás 26 mun vera endir Nútíma Hámarks Slæmar fréttir hafa borist frá Tyrk- landi um alllangt skeið og hafa áhyggj- ur umheimsins af stöðu mála í landinu síst minnkað í kjölfar valdaránstilraunar þar í landi fyrir fá- einum vikum. Stjórn Erdogans Tyrklands- forseta virðist ein- beitt í að nota hana sem átyllu til að herða tök sín á öllum sviðum, jafnt til að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum og til að sveigja tyrkneska löggjöf og sam- félag í átt sem stjórninni hugnast betur en lýðræðissinnuðu fólki. Rétt er að árétta að hér er ekki um nýja þróun að ræða. Ár er liðið frá því að Tyrklandsstjórn rauf ára- langt en viðkvæmt vopnahlé sitt við Kúrda með loftárásum. Lýsti NATO við tilefni þeirri skoðun sinni að Tyrkir væru í fullum rétti. Fyrir hálfu ári lék Tyrklandsforseti þann háskaleik að láta skjóta niður rúss- neska herþotu og aftur reyndist hann njóta stuðnings NATO, sem var til í að taka áhættu á þriðju heimsstyrjöldinni fyrir þennan dyntótta liðsmann sinn. Nú síðast hefur komið fram í fréttum að þýsk stjórnvöld álíti að Tyrkir hafi um árabil unnið með íslömskum hryðju- verkasamtökum og stutt þau fjár- hagslega. Blikur á lofti Á undanförnum misserum hafa tyrknesk stjórnvöld þrengt að lýð- ræði í landinu, m.a. með því að svipta þingmenn, fyrst og fremst kúrdíska, á tyrkneska þinginu þing- helgi og mikill fjöldi blaðamanna hefur verið hnepptur í fangelsi. Efasemdir um að lýðræði og frjáls fjöl- miðlun njóti tilhlýði- legrar verndar eru því óhjákvæmilegar. Ýmis óheillaskref sem stigin hafa verið í Tyrklandi að undanförnu vekja eins upp ugg. Má þar nefna áætlanir um að taka á ný upp dauðarefsingu, sem og dómsúrskurð í þá átt að lækka samræðisaldur, sem vakið hefur hörð við- brögð mannréttinda- og kvenna- samtaka í landinu. Tyrkland er meðlimur í NATO sem fyrr segir. Í ljósi þess að kjarn- orkuvopn úr vopnabúri NATO eru staðsett í Tyrklandi hlýtur hið ótrygga ástand þar að vekja sér- stakan ugg. Raunar ættu atburðir liðinna mánaða að vekja upp alvar- legar spurningar um skynsemi þess að vera í hernaðarbandalagi með gagnkvæmri verndarskyldu með Tyrkjum. Fyllsta ástæða er til að hafa sér- stakar áhyggjur af hlutskipti tyrk- neskra Kúrda við ríkjandi aðstæður og er vert að beina þeirri áskorun til stjórnvalda í Tyrklandi að virða mannréttindi og mannhelgi allra tyrkneskra borgara. Við aðstæður sem þessar er það skylda annarra ríkja að láta í sér heyra og það á Ís- land að gera þótt smátt sé. Yfir- gangur og ofbeldi má aldrei líðast. Vandamálið Tyrkland Eftir Steinunni Þóru Árnadóttur » Á undanförnum misserum hafa tyrk- nesk stjórnvöld þrengt að lýðræði í landinu. Steinunn Þóra Árnadóttir Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Hjallasel 37 109 REYKJAVÍK Snyrtilegt og fallegt parhús, fyrir eldri borgara, við Hjallasel 37 á lóð hjúkrunarheimilis Seljahlíðar. Eigninni fylgir aðgengi að þjónustu og félagsstarfi. Falleg aðkoma og sér bílastæði við húsið. STÆRÐ: 69,1 fm FJÖLDI HERBERGJA: 2 33.700.000 Heyrumst Stefán Jarl Martin Löggiltur leigumiðlari Sölufulltrúi 892 9966 stefan@fastlind.is Heyrumst Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali 510 7900 thorunn@fastlind.is OPIÐ HÚS 28. ágúst 16:30 – 17:00 Hagfræðideild Háskóla Íslands ásamt RSE, RNH og sam- starfsaðilum efna til ráðstefnu mánudaginn 29. ágúst um tvær úthlutunaraðferðir á aflaheimildum: upphaflega eftir aflareynslu, en síðan með viðskiptum á markaði EÐA með opinberu uppboði, svo að arður renni í ríkissjóð. Fyrirlestra flytja prófessor Gary Libecap, einn kunnasti auðlindahag- fræðingur heims, og Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði og ráðgjafi Alþjóðabankans um auðlindanýtingu. Á eftir fyrirlestrum þeirra verða pallborðsumræður, sem dr. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent stjórnar, með prófessor Charles Plott, sérfræðingi í tilraunahagfræði, þar á meðal í uppboðum, Helga Áss Grétarssyni, lögfræðidósent og sér- fræðingi um auðlindarétt, dr. Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi og fyrrv. alþingismanni, og prófessor Hannesi H. Gissurarsyni, sem nýlega gaf út bókina The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable. Fundarsal Þjóðminjasafnsins kl. 14–17. Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis – allir velkomnir. Aflareynsla eða uppboð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.