Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 54

Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Hvernig munu loftslagsbreytingar verða á næstu árum og áratugum? Munu sum svæði upplifa al- varlegri vetur, meðan önnur svæði upplifa heitari sumur? Það veltur á því hversu mikið loftslagið verð- ur fyrir áhrifum af segulmagnaðri virkni sólar, segja rússnesk- ir vísindamenn. Rússneskir vísindamenn hafa endurreiknað sólvirkni seinustu þúsund ára og gert spá til ársins 3200. Ritgerðin var gerð með fram- lögum frá Elena Popova úr Sko- beltsyn Institute of Nuclear Phy- sics (Lomonosov Moscow State University) og var birt í Scientific Reports. Vísindamenn hafa rann- sakað þróunina á seg- ulsviði sólar og fjölda sólbletta á yfirborði sólarinnar. Reglulega á ellefu ára fresti fer sólblettum fækkandi. Best þekkta lágmark- ið á sólblettum er Ma- under-lágmarkið, sem stóð yfir frá u.þ.b. 1645 til 1715. Á þessu tímabili voru um það bil 50 sólblettir í stað venjulegra 40.000 til 50.000. Greining á geislun sólar sýnir fram á að hámark og lágmark geisl- unar fellur nánast saman við há- mark og lágmark sólbletta. Með því að rannsaka breytingar á fjölda sólbletta, greina innihald sam- sætna, eins og kolefni-14, beryll- ín-10 og annarra, í jöklum og trjám, hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að segulsviðsvirkni sól- ar endurtekur sig eftir reglulegu ferli. Hópur vísindamanna – Val- entina Tarasova (Northumbria University, Englandi, Space Rese- arch Institute, Úkraína), Elena Po- pova (SINP, MSU), Simon John Shepherd (University of Bradford, England) og Sergei Zharkov (Uni- versity of Hull, England) – greindu þrjár sólvirkniumferðir frá 1976 til 2009 með því að nota svokallaða „frumþáttagreiningu“, sem notast við stærsta gagnamagn vísinda- legra athugana. Samanburður á niðurstöðum líkansins var fram- kvæmdur með merkjanlegum seg- ulsviðsgögnum fyrir hringrás 21- 23. Samkvæmt þessum mælikvarða varð reiknilíkan Popova mjög ná- lægt því sem einkennir segulsviðs- starfsemi sólar. Gefnar myndir sýna að sólvirkni minnkar verulega á 350 ára fresti. Komandi lækkun í sólvirkni hefur nú þegar hafist. „Rannsóknir hafa sýnt að á síð- ustu 400.000 árum voru fimm hnattrænar hlýnanir og fjögur ís- aldaskeið. Hvað olli þeim? Hve mikið getur sólvirkni haft áhrif á veður- og loftslagsbreytingar? Þessi spurning er enn ekki leyst og er afar viðeigandi og áhugavert verkefni fyrir hina ýmsu vísinda- menn um allan heim. Það eru margar kenningar sem benda mis- mikið á áhrif sólar hvað varðar veð- urfar og loftslag. Loftslagsfræð- ingar bjóða upp á ýmsa aðra þætti sem geta haft áhrif á gangverkun veðurfarsbreytinga jarðar. Slík kerfi er mjög flókin ólínuleg kerfi og frekari notkun á tölfræðilegum líkönum og greiningum á eldri gögnum getur hjálpað til við rann- sóknina,“ segir Elena Popova. „Ef í náinni framtíð væri lágmark í sól- virkni, myndi það gefa okkur tæki- færi til að sjá hvað gerist í lofts- lagsmálum og prófa núverandi kenningar um áhrif sólvirkni. Reyndar, jafnvel ef við byrjum frá hinni einföldu þekkingu á hringrás- arferli sólarinnar, má segja að það sé nú þegar kominn tími fyrir hundrað ára lágmark þar sem sein- asta lágmark var í byrjun 20. aldar. Auðvitað er nauðsynlegt að taka tillit til annarra þátta og ferla í andrúmsloftinu, en áskoranir hafa alltaf ýtt undir forvitni vísinda- manna“. Samantekt og þýðing: Halldór Ragnarsson Meira: http://www.eurekalert.org/ pub_releases/2015-12/- lmsu-wew120115.php http://www.nature.com/articles/ srep15689#f1 Rússar spá kuldatíð Eftir Halldór Leví Ragnarsson »Rússneskir vís- indamenn hafa end- urreiknað sólvirkni seinustu þúsund ára og gert spá til ársins 3200. Halldór Leví Ragnarsson Höfundur er áhugamaður um sólareðlisfræði. Mynd/V.V. Zharkova, S.J. Shepherd, E. Spá Sólvirkni spá í árþúsunda mælikvarða (lotur 21-23) merktar með svörtum sporöskjulaga hring. Miðaldar Hita Tímabil Maunder Lágmarkið Litla Ísöld Nútíma Hámark Dalton Lágmarkið Nútíma Hámark Tvö Met Greinanleg gögn sem spáin er byggð á Hingrás 26 mun vera endir Nútíma Hámarks Slæmar fréttir hafa borist frá Tyrk- landi um alllangt skeið og hafa áhyggj- ur umheimsins af stöðu mála í landinu síst minnkað í kjölfar valdaránstilraunar þar í landi fyrir fá- einum vikum. Stjórn Erdogans Tyrklands- forseta virðist ein- beitt í að nota hana sem átyllu til að herða tök sín á öllum sviðum, jafnt til að ganga milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum og til að sveigja tyrkneska löggjöf og sam- félag í átt sem stjórninni hugnast betur en lýðræðissinnuðu fólki. Rétt er að árétta að hér er ekki um nýja þróun að ræða. Ár er liðið frá því að Tyrklandsstjórn rauf ára- langt en viðkvæmt vopnahlé sitt við Kúrda með loftárásum. Lýsti NATO við tilefni þeirri skoðun sinni að Tyrkir væru í fullum rétti. Fyrir hálfu ári lék Tyrklandsforseti þann háskaleik að láta skjóta niður rúss- neska herþotu og aftur reyndist hann njóta stuðnings NATO, sem var til í að taka áhættu á þriðju heimsstyrjöldinni fyrir þennan dyntótta liðsmann sinn. Nú síðast hefur komið fram í fréttum að þýsk stjórnvöld álíti að Tyrkir hafi um árabil unnið með íslömskum hryðju- verkasamtökum og stutt þau fjár- hagslega. Blikur á lofti Á undanförnum misserum hafa tyrknesk stjórnvöld þrengt að lýð- ræði í landinu, m.a. með því að svipta þingmenn, fyrst og fremst kúrdíska, á tyrkneska þinginu þing- helgi og mikill fjöldi blaðamanna hefur verið hnepptur í fangelsi. Efasemdir um að lýðræði og frjáls fjöl- miðlun njóti tilhlýði- legrar verndar eru því óhjákvæmilegar. Ýmis óheillaskref sem stigin hafa verið í Tyrklandi að undanförnu vekja eins upp ugg. Má þar nefna áætlanir um að taka á ný upp dauðarefsingu, sem og dómsúrskurð í þá átt að lækka samræðisaldur, sem vakið hefur hörð við- brögð mannréttinda- og kvenna- samtaka í landinu. Tyrkland er meðlimur í NATO sem fyrr segir. Í ljósi þess að kjarn- orkuvopn úr vopnabúri NATO eru staðsett í Tyrklandi hlýtur hið ótrygga ástand þar að vekja sér- stakan ugg. Raunar ættu atburðir liðinna mánaða að vekja upp alvar- legar spurningar um skynsemi þess að vera í hernaðarbandalagi með gagnkvæmri verndarskyldu með Tyrkjum. Fyllsta ástæða er til að hafa sér- stakar áhyggjur af hlutskipti tyrk- neskra Kúrda við ríkjandi aðstæður og er vert að beina þeirri áskorun til stjórnvalda í Tyrklandi að virða mannréttindi og mannhelgi allra tyrkneskra borgara. Við aðstæður sem þessar er það skylda annarra ríkja að láta í sér heyra og það á Ís- land að gera þótt smátt sé. Yfir- gangur og ofbeldi má aldrei líðast. Vandamálið Tyrkland Eftir Steinunni Þóru Árnadóttur » Á undanförnum misserum hafa tyrk- nesk stjórnvöld þrengt að lýðræði í landinu. Steinunn Þóra Árnadóttir Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Hjallasel 37 109 REYKJAVÍK Snyrtilegt og fallegt parhús, fyrir eldri borgara, við Hjallasel 37 á lóð hjúkrunarheimilis Seljahlíðar. Eigninni fylgir aðgengi að þjónustu og félagsstarfi. Falleg aðkoma og sér bílastæði við húsið. STÆRÐ: 69,1 fm FJÖLDI HERBERGJA: 2 33.700.000 Heyrumst Stefán Jarl Martin Löggiltur leigumiðlari Sölufulltrúi 892 9966 stefan@fastlind.is Heyrumst Þórunn Gísladóttir Löggiltur fasteignasali 510 7900 thorunn@fastlind.is OPIÐ HÚS 28. ágúst 16:30 – 17:00 Hagfræðideild Háskóla Íslands ásamt RSE, RNH og sam- starfsaðilum efna til ráðstefnu mánudaginn 29. ágúst um tvær úthlutunaraðferðir á aflaheimildum: upphaflega eftir aflareynslu, en síðan með viðskiptum á markaði EÐA með opinberu uppboði, svo að arður renni í ríkissjóð. Fyrirlestra flytja prófessor Gary Libecap, einn kunnasti auðlindahag- fræðingur heims, og Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði og ráðgjafi Alþjóðabankans um auðlindanýtingu. Á eftir fyrirlestrum þeirra verða pallborðsumræður, sem dr. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent stjórnar, með prófessor Charles Plott, sérfræðingi í tilraunahagfræði, þar á meðal í uppboðum, Helga Áss Grétarssyni, lögfræðidósent og sér- fræðingi um auðlindarétt, dr. Tryggva Þór Herbertssyni, hagfræðingi og fyrrv. alþingismanni, og prófessor Hannesi H. Gissurarsyni, sem nýlega gaf út bókina The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable. Fundarsal Þjóðminjasafnsins kl. 14–17. Ráðstefnan fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis – allir velkomnir. Aflareynsla eða uppboð?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.