Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 Endurheimt votlendis og loftslagsmálin - frjálst framtak í umhverfismálum www.sigridur.is • Hvernig verður best dregið úr CO 2 losun á Íslandi? • Hvernig er votlendi endurheimt? • Hvað getum við gert með frjálsu framtaki? • Morgunmatur frá kl. 8:00 • Enginn aðgangseyrir Frummælendur: Sigríður Á. Andersen alþingismaður. Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins. Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Íslandi. Morgunverðarfundur þri. 30. ágúst, 8:30-10:00 Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir) - Víkingasal Friðbjörn Orri Ketilsson, varafor- seti félagsins, bætir við að áhugann megi eflaust einnig útskýra með því að samgöngur voru hér lengst af torveldar. „Þegar þú horfir til dæm- is á vogskorna firði þar sem erfitt er að fara á milli er flugið nánast eins og draumur. Flugið minnkaði í raun landið og sameinaði byggðir landsins.“ Fólk af eldri kynslóðinni hugsi því enn með mikilli hlýju til þess. Mikil samheldni í upphafi Matthías rifjar upp að í árdaga flugsins á Íslandi hafi þurft að byggja upp alla aðstöðu og alla flug- velli. „Í upphafi voru menn aðallega á flugbátum, því að greiðasta að- gengið á milli þéttbýlisstaða var í gegnum hafnirnar,“ segir Matthías. Því hafi verið verk að vinna. „Ég held að á þessum uppbygg- ingartímum, þegar þessi atvinnu- félög voru stofnuð og fóru í sam- keppni við stórfyrirtæki, hafi þessi hópur verið mjög samheldinn. Stjórnmálamenn, embættismenn og frumkvöðlarnir sem voru á bak við félögin störfuðu mjög náið saman við að byggja þetta upp,“ segir Matthías. Friðbjörn Orri bætir við að í gegnum tíðina hafi verið þver- pólitísk sátt um að vera með öflugar flugsamgöngur, ekki bara á landinu sjálfu heldur einnig í millilandaflugi. Stjórnmálamenn hafi á þeim tíma beitt sér til þess að tryggja fram- gang flugsins. Kennsluflug gæti lagst af Talið berst að Reykjavíkur- flugvelli, en mikil óvissa hefur ríkt síðustu árin um það hvort hann verði áfram. „Mér finnst það sýna styrk flugsins hverju menn hafa þó áorkað miðað við þau erfiðu ytri skilyrði sem pólitíkin hefur skapað síðustu áratugi. Við höfum séð upp- byggingu á flugkennslu, uppbygg- ingu á einkaflugi og uppbyggingu á atvinnuflugi þrátt fyrir þann litla pólitíska skilning sem fluginu hefur verið sýndur,“ segir Matthías. Matthías og Friðbjörn Orri eru ómyrkir í máli um þau áhrif sem það gæti haft að úthýsa kennslu- flugi úr Vatnsmýrinni. „Að óbreyttu leggst kennsluflug af. Það er enginn annar flugvöllur sem getur tekið við þessu,“ segir Friðbjörn Orri. „Valið stendur ekkert endilega á milli þessa vallar eða einhvers annars flugvallar, heldur gæti valið snúist um að fólk færi frekar til útlanda til þess að læra flug,“ segir Matthías. Hann bætir við að hefðu stjórn- málamenn verið hliðhollari flugi væri hér líklega að finna flugsafn á Reykjavíkurflugvelli og öfluga kennsluaðstöðu þar sem hægt væri að þjálfa erlenda flugmenn. Matt- hías nefnir sem dæmi að slík starf- semi sé á höfuðborgarsvæðinu, en í Hafnarfirði. Töluvert sé um að er- lendir flugmenn sæki þangað í nám. Gríðarleg vaxtartækifæri Matthías og Friðbjörn Orri vilja þó frekar á þessum tímamótum leggja áherslu á þá grósku og þau tækifæri sem leynist í fluginu á Ís- landi. „Það eru gríðarleg vaxtar- tækifæri,“ segir Matthías. Tækifær- in velti þó ekki á ferðamanna- straumnum til landsins, heldur snúist þau aðallega um leiðakerfið sem flugfélögin eru að byggja yfir Norður-Atlantshafið og flutning far- þega þar yfir. Íslensk félög séu komin með um 2% hlutdeild á þeim markaði. „Ef menn vildu gætu menn horft lengra. Tækifærin eru klárlega til staðar,“ segir Matthías. „En til þess þarf öfluga grasrót og innviði til þess að styðja við slíkan vöxt. Á það hefur skort á síðustu ár- um.“ Mikil tækifæri leynast í fluginu  Flugmálafélag Íslands 80 ára á fimmtudaginn  Markmið félagsins að vekja áhuga á flugmálum og efla flugöryggi  Áhugi Íslendinga á flugi er í hæstu hæðum  Styrkja þarf innviði flugsins Morgunblaðið/Þórður Flugmálafélag Íslands 80 ára Þeir Friðbjörn Orri Ketilsson, varaforseti Flugmálafélags Íslands, og Matthías Svein- björnsson, forseti, telja mikil tækifæri leynast í flugmálum hér á landi. Hins vegar þurfi að styðja við innviði þess. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Áttatíu ár voru liðin á fimmtudag- inn frá því að Flugmálafélag Íslands var stofnað, en innan vébanda þess starfa nær öll félög, samtök og hóp- ar sem tengjast flugstarfsemi og flugíþróttum á Íslandi í dag. Þá hef- ur félagið frá upphafi lagt áherslu á að efla flugöryggi hér á landi. „Markmiðið með félaginu, sem hef- ur ekki breyst í öll þessi ár, er að vekja áhuga á flugmálum og fræða almenning og upplýsa um það sem er að gerast í flugheiminum,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti fé- lagsins. „Það hefur verið með kynn- ingar, hvatt einstaklinga til að sinna flugmálum, stutt við og styrkt flug- sport og fleira.“ Áhugi á flugi mikill hér á landi „Ég myndi segja að staða flugsins væri mjög góð á Íslandi,“ segir Matthías. „Flugið er mjög stór hluti af íslensku hagkerfi, það eru mjög margir sem hafa atvinnu af flugi.“ Þá sé mikil gróska í öllu flugi. „Al- menningur er áhugasamur um flug,“ segir Matthías og bætir við því til stuðnings að hérlendis séu um fimm sinnum fleiri flugmenn á íbúa en í Bandaríkjunum, sem þyki mikil flugþjóð. Mjög margir af þeim séu einkaflugmenn. Eitt af hlutverkum Flugmálafélagsins er að glæða áhuga almennings á flugmálum, og hefur félagið í því skyni haldið árlegar flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli auk þess sem það hefur staðið fyrir Flughátíðinni á Hellu. Matthías segir að fyrsta flugsýningin hafi farið fram mjög fljótlega eftir stofnun félagsins. Sýningin var haldin á Sandskeiði, af því að þá voru engir flugvellir til staðar og komu menn þar langt að. Matthías segir að þessir viðburðir séu ávallt vel sóttir. „Flugsýning- arnar á Reykjavíkurflugvelli hafa kveikt áhugann hjá ansi mörgum, að sjá vélarnar, geta skoðað þær og snert,“ segir Matthías og bætir við að ein fyrsta minning sín sé af slíkri sýningu. Friðbjörn Orri skýtur inn í að þetta séu líklega stærstu flugsýningar í heimi, miðað við höfðatöluna frægu! ÝMSUM RÁÐUM BEITT TIL AÐ GLÆÐA ÁHUGANN Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli Flugmálafélagið hefur staðið fyrir flug- sýningum um langt árabil. Þær eru gjarnan mjög vel sóttar. Stærstu flugsýningar í heimi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.