Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins, Árni Sæberg, var á ferðinni á Seyð-
isfirði á dögunum var veðurblíða mikil. Loksins kom sumarið til okkar,
sögðu bæjarbúar. Seyðisfjörður fyllist af ferðamönnum þegar ferjan Nor-
ræna kemur í höfn og margir dvelja orðið lengur í bænum en áður, sér í lagi
síðustu 2-3 dagana fyrir brottför skipsins.
„Hver einasta ferð er búin að vera full hjá okkur í sumar,“ segir Ósk Óm-
arsdóttir, deildarstjóri innritunar í Norrænu. Síðan í júní hafa um 1.000 far-
þegar verið að koma og fara í hverri viku. Ferjan tekur síðan um 400 öku-
tæki og töluverða frakt, sem Ósk segir að hafi verið að aukast. Vetraráætlun
hefur tekið gildi en eftir sem áður kemur Norræna einu sinni í viku til Seyð-
isfjarðar. Við móttöku og brottför skipsins er mikill atgangur á hafnarbakk-
anum.
„Hér er mannlífið mest á miðvikudagskvöldum, bærinn fullur af fólki og
engin gisting laus. Yfirleitt fara flestir ferðamenn héðan eftir að skipið kem-
ur en þeir eru í meira mæli farnir að koma nokkrum dögum fyrir brottför.
Þá fyllist tjaldstæðið og mikið líf færist í bæinn,“ segir Ósk.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Buslað Þegar sólin lætur sjá sig og hitastigið hækkar þá skella börnin sér léttklædd í tjörnina og láta vatnið leika um sig. Á slíkum dögum er gaman að vera til.
Sólinni fagnað
á Seyðisfirði
Mannlífið Gamli bærinn á Seyðisfirði er enn litríkari þegar sólin lætur sjá sig og mannlífið blómstrar.
Ferjan Mikill atgangur er við höfnina þegar Norræna er á Seyðisfirði og langar bílaraðir myndast.
Húsbílar Bílstjórar stinga saman nefjum á meðan þeir bíða eftir að komast með húsbílana um borð í Norrænu.Bláa kirkjan Seyðisfjarðarkirkja setur sterkan svip á bæinn.