Morgunblaðið - 27.08.2016, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
www.storarstelpur.is
Munið bílastæði
á bak við hús
Við erum á facebook
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Það er alveg ótrúlegt hvað minn-
ingargreinarnar í Morgunblaðinu
hjálpuðu mér mikið við leitina. Þær
eru alveg stórkostlegar! Þið megið
ekki hætta að birta þær! Þar eru
upplýsingar sem hvergi annars
staðar er að finna.“ Þetta segir Haf-
steinn Jónsson um leið og hann sýn-
ir blaðamanni fjölda ljósmynda frá
fyrri hluta síðustu aldar. Þær komu
óvænt í ljós í pappakassa sem hann
fékk í hendurnar þegar faðir hans,
Jón Snorri Bergsson, lést fyrir
nokkrum árum, en myndirnar hafði
föðurafi Hafsteins, Bergur Jónsson,
bílstjóri og síðar pípulagningameist-
ari, tekið. Í kassanum voru líka
margar gulnaðar úrklippur úr ís-
lenskum blöðum frá fyrri tíð sem
límdar höfðu verið inn í möppu.
„Ég hafði lengi ætlað mér að gera
eitthvað við þetta efni,“ segir Haf-
steinn sem er tæknifræðingur að
mennt og hefur verið búsettur í
Karlstad í Svíþjóð um langt árabil
og starfar þar sem framkvæmda-
stjóri við ljósleiðarafyrirtæki. Ljós-
myndirnar voru hins vegar óárenni-
legar við fyrstu sýn, óflokkaðar í
umslögum og sumar í albúmi þar
sem heldur var ekki gott að átta sig
á tíma og samhengi. Nöfn voru á
fæstum myndanna.
Hjálp á netinu
„Að gamni ákvað ég að setja eina
mynd af afa í gömlum bíl inn á síðu
fyrir gamlar íslenskar ljósmyndir á
Facebook,“ segir Hafsteinn. „Mynd-
in er tekin fyrir utan hús með skilti
sem á stendur „Bifreiðastöð.“ Mig
minnti að afi hefði verið að vinna hjá
Bifreiðastöð Steindórs, því ég man
að hann sagði eitthvað um Steindór
í einni af mörgum heimsóknum til
hans í gamla daga. Ég skrifaði við
myndina að þarna væri afi minn á
bílaplaninu hjá Steindóri. Fljótlega
fékk ég að vita að bifreiðin er Buick
árgerð 1925. Einhver spurði hvort
myndin gæti mögulega verið tekin í
Hafnarfirði. Hvort ekki sæist í þak-
ið á Hótel Hafnarfirði? En hvað ætti
afi svo sem að hafa verið að gera
þar? Ég skoðaði myndirnar betur
og fann fleiri sem voru teknar á
sama stað. Á einni gat ég lesið
„Brauð og kökur“ og símanúmerið
32. Ég fór að leita á netinu og fann
bakarí Garðars Flygenring í Hafn-
arfirði. En af hverju var afi þar? Svo
uppgötvaði ég að Garðar var líka
bílstjóri. Voru Garðar og afi að
vinna saman? Næst fann ég út að í
Hafnarfirði var á þessum tíma bif-
reiðastöð sem hafði sama símanúm-
er og Garðar bakari, nefnilega Bif-
reiðastöð Sæbergs. Ég hringdi í
eldri bróður minn og við reyndum
að rifja saman upp minningar okkar
frá samtölum við afa sem lést árið
1974. Eitthvað hafði hann sagt um
Hafnarfjörð. En var hann að vinna
þar? Og hvað var þetta sem hann
sagði um Steindór? Ja, hann fór að
minnsta kosti aldrei með leigubílum
frá Steindóri, hringdi alltaf í Hreyfil
eða Bæjarleiðir. Svo fletti ég úr-
klippubókinni og sá að ein grein-
anna fjallaði um Sæberg. Þegar ég
setti aðra ljósmynd inn á Facebook-
síðuna var mér bent á að afi hefði
skrifað minningargrein um Sæberg.
Og nú fór þetta smám saman að
púslast saman. Ég uppgötvaði meira
um þessa gömlu bifreiðastöð og
bakaríið. Ég fann fjölda mynda af
Sæberg og Jóhönnu konu hans. Ég
las um samkeppnina á milli Sæ-
bergs og Steindórs og áttaði mig nú
á hvað afi hafði verið að fara. Ég
setti mynd af mótorhjóli með hlið-
arvagni á vefinn og einhver þekkti
afa þar í vagninum. Á annarri mynd
þekkti einhver flakkara sem fyrr á
árum fór um Gullbringu- og Kjós-
arsýslu. Ég náði sambandi við ætt-
ingja fólks sem er á myndunum.
Þetta var innblásturinn sem ég
þurfti til að hefja það verkefni að
flokka og skrá allar myndirnar hans
afa og afla upplýsinga um fólkið á
þeim og söguna að baki,“ segir Haf-
steinn.
Bók fyrir fjölskylduna
Hafsteinn hefur samið bók þar
sem hann safnar myndum afa síns
saman og birtir upplýsingar um þær
og bætir við ýmsu öðru efni úr fór-
um fjölskyldunnar.Verkið hefur
ekki verið gefið út og er aðeins til í
nokkrum eintökum sem ætluð eru
börnum hans og barnabörnum og
bræðrum hans og fjölskyldum
þeirra. En hann var fús að segja
Morgunblaðinu söguna að baki
myndanna í stuttri heimsókn til Ís-
lands, enda hafi það ekki síst verið
blaðinu og gagnasafni þess að þakka
að honum tókst að skapa heillega
mynd úr þeim brotum sem hann
hafði þegar hann hófst handa um
verkið.
Rannsókn Hafsteins leiddi í ljós
að Bergur afi hans, fæddur árið
1900, var einn af frumherjunum
þegar bílaöld gekk í garð á Íslandi í
byrjun 20. aldar. Hann var aðeins 21
árs gamall þegar hann eignaðist
sinn fyrsta bíl, Overland módel 4
með númerið RE-224. Á þessum
tíma voru aðeins rúmlega 200 bif-
reiðar á öllu landinu. Samt var
Bergur kominn af fátæku fólki og
þurfti að vinna fjölbreytileg störf
þegar hann var ungur í stað þess að
ganga menntaveginn. Það var ekki
fyrr en hann var orðinn fullorðinn
að hann gat lagt stund á iðnnám og
varð pípulagningameistari.
Brautryðjandi bílaaldar
En hvernig gat Bergur eignast bíl
svona ungur og efnalaus? Hafsteinn
telur líklegt að Þorleifur, annar
eldri bræðra hans, hafi hjálpað hon-
um við kaupin. Þorleifur þótti
hörkutól, sótti sjóinn og kom undir
sig fótunum með dugnaði og vinnu-
semi. Og hugmynd Bergs var ekki
að rúnta um bæinn á bílnum til að
sýna sig og sjá aðra. Nei, bílinn átti
Bílferðir þriðja áratugarins
Fjöldi ljósmynda af ferðalögum um Ísland í upphafi bílaaldar kom í leitirnar í Svíþjóð
Notaði minningargreinar Morgunblaðsins til að afla upplýsinga um afa sinn og ljósmyndir hans
Ljósmyndir/Úr safni Bergs Jónssonar/Hafsteins Jónssonar.
Bílstjórar Berthold Sæberg, athafnamaður, við Overland-leigubifreið sína árg. 1918. Um tíma hafði Hafnarfjarðarstöð hans útibú við Lækjartorg í Reykja-
vík þar sem myndin er tekin. Bílstjórar voru fínir í tauinu og nutu virðingar í samfélaginu. Bergur Jónsson bílstjóri kemur gangandi fyrir aftan bílinn.
Í gjánni Leigubílar úr Reykjavík í Almannagjá á Þingvöllum. Sjálfsagt þótti
að aka þar niður fyrr á árum. Akstur til Þingvalla naut mikilla vinsælda.
Glaðir í bragði Nýr bíll í flota bifreiðastöðvarinnar í Strandgötu í Hafn-
arfirði, Nash árg. 1927. Berthold Sæberg lengst t.v. og Bergur á húddinu.
SJÁ SÍÐU 32