Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.08.2016, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2016 ✝ Hrefna Finn-bogadóttir fæddist 22. apríl 1932. Hún lést á heimili sínu aðfara- nótt 11. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Finnbogi Einarsson, f. 28.12. 1889, d. 17.2. 1985, og Kristín Einars- dóttir, f. 20.4. 1888, d. 7.3. 1986. Systk- ini Hrefnu: Sigríður, Guðrún, Matthildur, Vilborg, Magnús, Þóranna, Þorgerður og Einar Reynir. Þann 19. desember 1953 gift- ist Hrefna, Einari Kr. Klem- enzsyni, f. 4.11. 1930, d. 12.1. 2013. Börn Hrefnu og Einars eru: 1) Kristín, f. 22.6. 1953, gift Sigurjóni Rútssyni. Börn þeirra eru: a) Einar Kr., unnusta Ragnh. Jónsd, dóttir þeirra er Matthildur. b) Hrefna, gift Þor- geiri Ragnarss., börn: Áslaug Lilja og Sigurjón Kári, c) Rútur Skæringur, d) Viktor Smári, e) Ríkharður. 2) Viggó Rúnar, f. 22.9. 1955, d. 19.8. 2004, eftirlif- andi eiginkona hans er Elísa B. Adolfsd. Börn: a) Jón Ingi, börn 3.4. 1965, giftur Sóleyju R. Ís- leifsd. Börn: a) Ársæll, samb.k. Þorgerður Guðmundsd., börn: Saga, Bjarni og Guðmundur, b) Erpur Snær, samb.k. Þórey Þor- kelsd., börn: Jón Haukur, Guð- rún Sif og Sóley Magnea, c) Elma Reyr, d) Irpa Þöll. Hrefna var næstyngst systk- ina sinna, hún fæddist og ólst upp í Neðri-Presthúsum. Hún lauk hefðbundnu námi þess tíma. Árið 1953 tóku þau Einar við búi foreldra Hrefnu og keyptu jörðina Reynisdal. Hrefna helgaði sig búskap alla sína ævi og hennar uppáhalds- staður var Mýrdalurinn. Á haustin samhliða bústörfum vann hún í sláturhúsinu og eftir að um hægðist starfaði hún einnig í nokkur ár, eða þar til hún hætti sökum aldurs, á dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Hjal- latúni. Hún hafði einlægan áhuga á öllu sem viðkom hrossa- rækt og átti og ræktaði góð hross. Einnig var hún virkur fé- lagsmaður í hestamannafélag- inu Sindra og gegndi þar ýms- um trúnaðarstörfum. Hún var alla tíð áhugasöm og virk í sínu litla samfélagi, söng í kirkjukór Reyniskirkju í áraraðir, var stofnfélagi kvenfélagsins Ljós- brár og ötull félagsmaður einn- ig í Félagi eldri borgara. Útför Hrefnu fer fram frá Reyniskirkju í dag, 27. ágúst 2016, klukkan 14. hans eru: Daníel Ingi og Ingibjörg Karitas, b) Róbert Birkir (d. 2003), c) Lovísa Dögg, samb.m. Guðmund- ur Magnúss., börn: Viggó Rúnar, Elísa Sigurrós og Sandra Kristín, d) Hlynur Freyr, samb.k. Silvía S. Snæ- björnsdóttir 3) Klemens Árni, f. 25.1. 1958. Börn hans eru: a) Jón Þór, giftur Söru Pálsd., börn: Breki Páll og Stefanía, b) Sunna Dís, samb.m. Gunnlaugur U. Höskuldss., c) Birta Mjöll, samb.m. Árni Fr. Ársælss., barn: Logi Þór. 4) Finnbogi, f. 8.5. 1960, d. 7.9. 2013. 5) Heiða Dís, f. 21.9. 1963, gift Snorra Snorras. Börn: a) Elvar, samb.k. Kathryn Lynn, b) Sævar, samb.k. Þórdís Ívarsd., c) Hafþór. 6) Signý, f. 3.4. 1965, samb.m. Flosi Arnórss. Börn: a) Guðrún Hildur, gift Jóni S. Níelss., börn: Samúel Einar og Ágúst Pálmi, b) Freyja Huld, samb.m. Einar Þ. Hreinss., börn: Hrólfur Vilhelm og Guðjón Ósk- ar, c) Guðjón Alex. 7) Haukur, f. Að skrifa um þig gæti ég gert endalaust en í þessum minning- argreinum eru manni takmörk sett hversu mörg orð eru notuð og mun ég reyna að tileinka mér einn af þínum höfuðkostum að segja mikið í fáum orðum en orðsnilli þína og fallegt tungu- tak verður erfitt að leika eftir. Þú ert einhver sú magnaðasta manneskja sem ég hef kynnst og minningarnar skemmtilegar og litskrúðugar. Sem barn man ég þig sem sívinnandi hér og þar; inni í dalnum í fjárhúsun- um, úti í fjósi, girðandi, mokandi skít drullug upp fyrir haus, svo þurftir þú af bæ ýmissa erinda og þá gerðust töfrar: Þú þvegin og strokin, ljósa fallega síða hárið tekið upp með spennu og þú breyttist í skvísu og það ekki lítið flotta eða þegar þið pabbi fóruð á ball, þú í heimasaum- uðum kjól sem þú barst eins og fegurðardís sem þú og varst. Þú varst ávallt fljót að öllu sem þú gerðir og gast búið til mikið úr nánast engu, t.a.m. þegar gestir komu óvænt og þú töfraðir fram nýja rétti úr því sem til var hverju sinni og allt smakkaðist þetta vel en þú varst ekki bara góður bóndi heldur frábær gestgjafi og ekki síst hversu skemmtileg þú varst og hafðir gaman af að hlusta á aðra. Þú áttir auðvelt með að setja þig í spor annarra, áttir vini á öllum aldri af öllum gerð- um, þú varst ung í anda alveg til loka og áhugasöm um allt sem lífsandann dró. Þú varst nátt- úrubarn með fallega vitund um umhverfi þitt. Þú veittir mér alltaf innblástur óafvitandi í frá- sögnum þínum af því sem þú varðst vör við í þínu nærum- hverfi og lést mann íhuga af hverju maður ferðast óravegu eftir þessu og hinu þegar slíkar gersemar eru fyrir utan dyrnar hjá manni. Að hlusta á náttúr- una, heyra muninn á hljóðum hennar eftir árstíðum, hlusta þegar allt er í hámarki og í lág- marki, þú varst jógi fremur en ég. Nýleg minning, þú á góðri stundu, lífsglöð yfir áttrætt, há- syngjandi, skellihlæjandi með hóp af ekki síst ungu fólki í kringum þig, dansandi á þorra- blóti og koma alsæl heim kallar fram gleðibros og aðdáun. Þú tókst veikindum þínum af mikilli reisn, tókst þínar ákvarðanir og gerðir það besta úr því sem dagsformið bauð hverju sinni. Þar speglaðist áfram seigla þín og kjarkur. Þú þakkaðir fyrir vorið að geta farið í fjárhúsin og þegar enginn sá stalst þú til að hjálpa við burð og marka lömb og varðst sposk á svip þegar þú varst ávítt fyrir athæfið. Sum- arið fallega sem þú naust þótt mikið veik værir orðin nýttir þú til að gróðursetja og hlúa að fal- legu blómunum þínum sem skörtuðu sínu fegursta líkt og í þakklætisskyni fyrir ást þína og umhyggju síðustu dagana áður en þú kvaddir svo fallega í her- berginu austur í þar sem þú fæddist en það var þín ósk sem við erum öll svo þakklát fyrir að hafa getað uppfyllt. Þessi grein hefur mörg þú-orð en það verð- ur líka bara ein þú og þú varst stór lítil og nett kona sem hefur gert mig meiri. Ég vildi að ég væri eins og þú. Ástarþakkir fyrir allt. Þín Signý. Í dag verður tengdamóðir mín, Hrefna, lögð til hinstu hvílu. Með nokkrum fátækleg- um orðum langar mig að minn- ast hennar. Hrefna var lítil, nett og falleg kona en samt svo stór og sterk. Það var fyrir rúmum 32 árum sem ég kom inn í þessa fjölskyldu, þá nýorðin 18 ára, ég er afskaplega þakklát fyrir þennan tíma. Við Haukur bjugg- um í Vík fyrstu búskaparár okk- ar og vorum við þá tíðir gestir í Presthúsum. Drengirnir okkar nutu þeirra forréttinda að hafa ömmu og afa innan seilingar og mynduðust þar órjúfanleg tengsl. Hrefna elskaði börnin sín og fjölskyldur þeirra skil- yrðislaust, hún var umvefjandi og hlý en jafnframt ákveðin og hreinskiptin og sagði sínar skoðanir umbúðalaust. Hrefna átti marga vini, bæði stóra og smáa, og fólk laðaðist að henni, húmorinn hennar var skemmti- legur og gestrisni hennar ein- stök. Hrefna greindist með krabbamein síðasta haust og fór í geisla- og lyfjameðferð í fram- haldinu. Hún dvaldi hjá okkur Hauki þann tíma og það var okkur mikils virði að geta verið henni innan handar og átt dýr- mætar stundir með henni þó að tilefnið væri ekki gott. Ferðirn- ar austur í Presthús urðu þétt- ari eftir áramót og áttum við ljúfar stundir í sveitinni. Hrefna var með einstaklega græna fing- ur og allt óx og dafnaði sem hún snerti, garðurinn hennar og gróðurhús báru þess glöggt vitni. Í sumar var hann fallegur sem aldrei fyrr. Hrefna átti þá ósk að fá að vera heima fram á síðasta dag og var sú ósk upp- fyllt og Hrefna andaðist, umvaf- in ástvinum sínum, í sama her- bergi og hún fæddist í, 11. ágúst 2016. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson) Elsku Kristín, Klemens, Heiða Dís, Signý, Haukur, Elísa og fjölskyldur, megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Elsku Hrefna, hafðu þakkir fyrir allt og allt Guð geymi þig. Megi minningin um einstaka konu lifa með okkur öllum um ókomna tíð. Þín tengdadóttir, Sóley Rut. Það var í febrúar árið 1985 sem ég fór fyrstu ferð mína í Mýrdalinn. Þetta var síðasta helgin í þorra og Heiða Dís bauð mér á þorrablót á Eyrarlandi. Þarna kynnti hún Hrefna mig hressilega fyrir sveitungum sín- um sem tengdaslápinn í Prest- húsum, væri að norðan en ekki mikill hestamaður. Já, Hrefna var afar orðheppin, sagði skemmtilega frá og orðaði hlut- ina umbúðalaust. Vinátta okkar og virðing jókst með hverri heimsókn og ég fann fljótt að ég var velkominn á heimili þeirra Einars og Hrefnu. Fyrstu árin bjuggum við Heiða Dís í Reykjavík og marg- ar ferðir voru farnar austur og dvalið um lengri eða skemmri tíma. Eftir að við fluttum á Höfn voru Presthús undantekninga- lítið viðkomustaður og dreng- irnir okkar áttu þar vísan sama- stað hjá ömmu sinni og afa. Þar fengu þeir að taka þátt í hefð- bundnum sveitastörfum ásamt fýla- og silungsveiði. Rætt var við þá eins og fullorðna menn þó að þeir rétt næðu upp fyrir borðbrúnina á eldhúsborðinu þar sem þeir sátu á bekknum. Allt byrjaði og endaði við eld- húsborðið, þar voru heimsmálin rædd, ákvarðanir teknar um heimilishaldið, búskapinn og allt það sem fór fram í Presthúsum. Hrefna var glöggur bóndi og þekkti sitt fé en hestarnir voru uppáhald hennar. Í gegnum árin ræktaði hún og átti góða hesta og ófáar sögur sagði hún af hestaferðum t.d. inn á heiðar. Það voru bestu stundir hennar. Öll folöld hennar í seinni tíð fengu nöfn sem byrjuðu á v og valdi hún nöfnin af kostgæfni eftir að hafa skoðað fas og hegð- un þeirra fyrstu dagana. Einar vann jafnan líka utan heimilis og færðust þá bústörfin meira yfir á Hrefnu, sem þrátt fyrir stórt heimili gaf sér tíma til að vera í kvenfélaginu, kirkjukórnum og hestamannafélaginu svo eitt- hvað sé nefnt. Eftir að börnin voru farin að heiman og hestaferðum fækkaði varð garðræktin áhugamál hennar og fljótt varð lóðin við húsið að glæsilegum garði. Þá fyrst lauk uppbyggingunni í Neðri-Presthúsum, en Einar og Hrefna reistu allar þær bygg- ingar sem nú standa að undan- skildum elsta hluta íbúðarhúss- ins. Ekki var Hrefna hrifin af því að vera lengi að heiman að ástæðulausu en nokkur góð ferðalög fórum við þó í saman, t.d. yfir Kjöl, norður í land, til Hríseyjar, í Ásbyrgi og fleira. Margar minningar koma upp í hugann þegar þessar línur eru settar á blað og ekki hægt að gera þeim öllum skil en þær munu ávallt rifjast upp þegar ekið verður niður í Reynis- hverfi, út á mýrar og fram í fjöru. Ég sá þegar sumarið kvaddi, það sveipaði þokuhjúp um háreista borg og hlíðar og hvarf – út í hafsins djúp. Ég innti þess árla morguns hvort ei myndi von um frest; ég mætti’ ekki missa blómin sem mér væru’ í hjarta fest. Þá andaði svalt frá sænum – á svari varð enginn bið: sú rót sem á reit þér í hjarta ei raskast þótt skiljum við. Svo hvelfdist hinn ljósi hjúpur um hverfið mitt döggum vætt. Ég fann að ég missti mikið en meira’ er þó stöðugt grætt. (Jakobína Johnson.) Elsku Hrefna, þakka þér fyr- ir samfylgdina. Þinn tengdasonur Snorri Snorrason. Elsku amma, mér finnst svo ótrúlegt að þú sért farin frá okk- ur. Þú sem varst alltaf svo sterk og kraftmikil kona, en sjúkdóm- urinn náði yfirhöndinni að lok- um. Ég upplifi mikinn tómleika og tilhugsunin um að geta ekki skroppið í Presthús að hitta ykkur er ekki þægileg. Ég á svo margar góðar minningar um þig og afa frá þeim skiptum sem ég dvaldi hjá ykkur í Presthúsum. Það var alltaf gott að koma til ykkar og í seinni tíð að spjalla í eldhúsinu yfir kaffibolla. Þú varst svo hrein og bein og eins og þú sagðir sjálf: „Ef fólki líkar ekki það sem ég segi getur það bara farið, svona er ég bara.“ Þessi orð finnst mér lýsa þér að stórum hluta þótt þau endur- spegli ekki þann gífurlega kær- leik sem þú hafðir fyrir fjöl- skyldunni og vinum. Börnunum mínum fannst svo gaman að koma í sveitina og hitta langömmu og Ronju sem var eins og framlenging af þér seinustu árin, svo nánar voru þið. Enda talaði Elísa mín alltaf um sveitina hjá langömmu og Ronju. Mér þykir svo óendan- lega vænt um þig, elsku amma mín, og vil ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og mínum í gegnum árin, þín verður sárt saknað en minning- arnar um þig ylja í sorginni. Nú eruð þið afi saman á ný eða svo kýs ég að trúa og eins og ég sagði við þig í seinasta skiptið sem við hittumst: „Við sjáumst aftur.“ Við sendum börnum, tengdabörnum og öðrum afkom- endum hennar samúðarkveðjur. Þitt barnabarn, Lovísa Dögg Viggósdóttir og fjölskylda. Stundum er erfitt að ímynda sér veröldina án tiltekinna ein- staklinga og amma tilheyrir sannarlega þeim hópi. En tím- inn flæðir áfram og ber með sér sprekin. Allt er breytingum háð. Eftir sitja minningarnar og þær eru margar og góðar. Amma mín og nafna var lítil kona með stóran persónuleika. Mikið safn vina á öllum aldri ber því vitni en amma var ung í anda. Presthús voru líflegur staður þar sem margir komu í kaffi og spjall og ýmis málefni voru krufin við eldhúsborðið. Afi ræddi um heima og geima með blöndu af alvöru og glettni. Allt- af stutt í brosið. Amma lét ekki sitt eftir liggja og tjáði sig á beinskeyttan hátt og skemmti- legan þar sem hún stússaði í eld- húsinu eða sat við gluggann með Camel í annarri. Stundum greip hún munnhörpuna og tók nokk- ur hressandi lög eða söng og ef við krakkarnir vorum óþekk lét hún glamra í tönnunum. Dugði það oftast til að beina kröftun- um annað. Amma og afi voru skemmtileg hjón. Að mörgu leyti ólík en áttu vel saman. Á milli þeirra var stöðugur ástar- neisti. Amma kunni að koma fyrir sig orði og þegar hún hafði talað voru ekki margir líklegir til and- mæla. Með leiftrandi húmor tæklaði hún aðstæður og hreyfði við fólki. Einnig var hún mikill viskubrunnur. Amma þekkti hverja þúfu á okkar ástkæra landi og var minnug á örnefni. Hún ferðaðist víða á hestbaki, naut þess að lesa og fræðast um landið sitt og þótti vænt um það. Hún var kunnáttusamur bóndi og dýravinur, alfræðiorðabók þegar kom að því að bera kennsl á hestaliti og kindamörk. Hún furðaði sig á hve það gat vafist fyrir fólki hvað blaðstýft, sneitt, tvístýft og hálftaf þýddi – eins einfalt og það nú er. Garðrækt var henni hugleikin og fyllti hún húsið á ári hverju af græðlingum sem blómstruðu síðar í garðinum um sumarið. Í gróðurhúsinu uxu dýrindis rósir sem unun var á að líta og er enn um sinn. Minnismerki um fal- lega konu með stórbrotna sál sem fölnar þó á endanum og fell- ir blöðin líkt og hún gerði. Þá bindum við vonir við afleggjar- ana. Amma var með eindæmum viljasterk og var það ekki síst sá eiginleiki sem fleytti henni í gegnum erfiðleika og tafði fyrir grimmum sjúkdómi. Einnig naut hún liðsinnis foreldra minna og ber að þakka þeim. Hún vildi njóta sumarsins í sinni fallegu sveit og sjá blómin sín opnast. Það tókst og fyrir það erum við þakklát. Hún var það líka. Amma og afi eignuðust marga afkomendur. Þrátt fyrir fjöldann tókst þeim að eiga gott samband við alla. Lífið fór ekki alltaf ljúfum höndum um ömmu og hún upplifði að sjá á eftir ást- vinum, barnabarni, tveimur son- um og eiginmanni. En amma var nagli. Hún var ákveðin og föst fyrir, bognaði en brotnaði ekki og sýndi æðruleysi þegar á þurfti að halda. Hún sinnti sín- um störfum af dugnaði, naut þess að hafa sig til og var virk í félagsstarfi, s.s. hestamennsku, kvenfélagsstörfum og kórsöng. Amma snerti margar sálir um ævina. Hún var ráðagóð og upp- örvandi en ávallt hreinskilin. Hún orðaði hlutina umbúða- laust, svart og sykurlaust. Hún var réttsýn, umhyggjusöm og kærleiksrík og kvaddi alltaf vel og vandlega því hún vissi að lífið er fallvalt. Öll hennar faðmlög og kossar ylja mér um aldur og ævi. Ömmu verður lengi minnst fyrir það líf sem hún kveikti í kringum sig, jafnt gróður sem góðar stundir. Hvíl í friði, elsku amma mín, og vonandi samein- ist þið afi í Sumarlandinu góða. Gott er að minnsta kosti að trúa því. Hrefna Sigurjónsdóttir. Hrefna Finnbogadóttir Elsku amma mín, mikið er ég ánægð- ur að þú hafir náð að hitta nöfnu þína, Vé- dísi Ólöfu. Ég vona að hún fái öll þín persónueinkenni. Hver mann- eskja ætti að temja sér þraut- seigju þína og lífsgleði. Ekki má gleyma matnum þínum, sem er bara svo miklu betri en hjá öðr- um! Tengdapabbi sagði að bollur Ólöf Geirsdóttir ✝ Ólöf fæddist 4.desember 1935. Hún lést 9. júlí 2016. Útför Ólafar fór fram 16. júlí 2016. í brúnni sósu a la Lóló væru þær bestu sem hann hefði fengið og er hann matargikkur. Elsku amma mín, ég veit að þú munt lifa í börnum þínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Ég veit að hvert sem þú ert farin, þá ef einhver þarfnast hjálpar munt þú veita aðstoð skil- yrðislaust. Því þannig ertu bara. En amma, ég mun sakna þín og stundanna með þér. Hvíl í friði. Þinn sonarsonur, Ingi Valur og fjölskylda. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19  210 Garðabær sími 842 0204  www.harpautfor.is HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.