Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 1

Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 1
Tók á andlega Langar hringinnmeð Amy Gísli Örn Garðarsson eyddi meirihluta síðasta árs í skosku hálöndunum að leika í þáttum upp úr Bjólfskviðu. Hann lét skrifa sig út úr þáttunum því hann gat ekki hugsað sér að vera svona lengi í burtu frá fjölskyld- unni. Hann fer með hlutverk undirheimamanns í kvikmynd- inni Eiðinum og sökkti sér svo mikið niður í hlutverkið aðhann var lengi að ná sér 14 4. SEPTEMBER 2016SUNNUDAGUR Mammahvatti hann áfram BryndísÁsmundsætlar að takaöll bestu lögAmy Wine-house á tón-leikum umhelgina 2 Vitlaustgefið Lagfæra þarf forsendur á bak við úthlutun á fé til leik- skóla en rekstur þeirra þolir ekki meiri niðurskurð 18 Justin Bieber væntan-legur eftirviku 10 L A U G A R D A G U R 3. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  206. tölublað  104. árgangur  SINFÓ ÆTLAR AÐ AUKA HLUT KVENNA SAMBAND SKÁLDS OG HÚSS LEIKRIT SIGURBJARGAR 12NÝTT STARFSÁR 46 GUÐLAUGUR ÞÓR 2. SÆTI Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík í dag Þessir ferðamenn létu það ekki trufla sig þó að björgun úr sjó hafi verið æfð á Sundunum í gær á meðan þeir röltu við Sæbrautina og stilltu sér upp til myndatöku. Í gær greindi Ferða- málastofa frá því að heildarfjöldi ferðamanna frá áramótum til loka ágústmánaðar væri tæp- lega 1,2 milljónir eða 32,7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Um 242 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágústmánuði samkvæmt talningu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eða rúmlega 52 þús- und fleiri en í ágúst á síðasta ári. Björgunaræfing á Sundunum og afslöppun við Sæbraut Morgunblaðið/RAX Fjöldi ferðamanna um 1,2 milljónir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjögur stór norsk fiskeldisfyrirtæki hafa á síðustu mánuðum keypt ráð- andi eignarhluti í þeim fyrirtækjum sem stórtækust eru í uppbyggingu sjókvíaeldis í íslensku fjörðunum. Áætla má að erlendu fyrirtækin setji 5 til 10 milljarða í þessar fjárfest- ingar á tiltölulega stuttum tíma. Um- sóknir um fiskeldisleyfi sýna að fyr- irtækin áforma mikla aukningu í eldi. Aðkoma norsku fyrirtækjanna hraðar mjög uppbyggingu sjókvía- eldis hér á landi. Þau koma inn með þekkingu og tækni, auk fjármagns- ins. Fyrstu áhrif fjárfestinganna eru þegar komin fram. Sameining Fjarðalax og Arnarlax á Vestfjörð- um kemur til vegna fjármagns frá norska fiskeldisrisanum SalMar. Þá hafa fyrirtækin verið að fá búnað frá samstarfsfyrirtækjum sínum erlend- is. Norsku fyrirtækin eru með eldi í Norður-Noregi þar sem aðstæður eru ekki ólíkar og við Ísland. Ís- lensku fiskeldismennirnir eru byrj- aðir að nýta sér þekkingu og reynslu þaðan, til þess að reyna að ná niður kostnaði við eldið. Stórfelld aukning Fimm stærstu sjókvíastöðvarnar hafa nú leyfi til að framleiða um 41 þúsund tonn af laxi og silungi á ári. Fram kemur í Fiskeldisfréttum að umsóknir þeirra um aukin leyfi benda til að þau hafi hug á að fram- leiða um 180 þúsund tonn á ári. Ekki er víst að öll þessi leyfi fáist. »6 Leggja milljarða í laxinn  Aðkoma norskra fyrirtækja hraðar uppbyggingu sjókvíaeldis  Fjármagn, þekking og tækni sótt til Noregs  Stórfelld aukning sjókvíaeldis í undirbúningi MHraðari uppbygging... »6 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bíldudalur Unnið við pökkun á laxi, en eldið hefur skapað mörg störf.  Heildarkostn- aður fram- kvæmda á vegum Framkvæmda- sýslu ríkisins og Ríkiseigna, sem boðnar hafa ver- ið út á árinu og eru áætlaðar í út- boð á árinu, er áætlaður um 7,7 milljarðar króna. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, segir veltu vegna verklegra framkvæmda hafa tekið kipp milli áranna 2014 og 2015, þ.e. úr þremur milljörðum í rúma fjóra milljarða. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var veltan hins vegar um tveir milljarðar. »4 Um 7,7 milljarðar fara í framkvæmdir Verk Kippur er í framkvæmdum.  Spara þarf 795 milljónir króna á skóla- og frí- stundasviði Reykjavíkur í ár og telja leik- skólakennarar þörf á breyt- ingum áður en lengra er haldið í niðurskurði. „Borgin þarf að leiðrétta líkön grunn- og leik- skóla, það ætti að vera forgangs- atriði. Þá fyrst er hægt að fara að tala um að færa halla og afgang milli ára,“ segir Guðrún Gunnars- dóttir, leikskólastjóri Kvistaborgar, í samtali við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Þurfa að spara 795 milljónir króna Leikskóli Kallað er eftir breytingum.  Suðurhlíðar- skóli hefur ákveðið að byrja á svokölluðu þátttökunámi þar sem hver og einn nemandi fær að njóta sín enn betur með því að ráða meira hvað hann lærir og hvernig hann skilar lærdómnum af sér. „Margir skólar hafa t.d. loka- verkefni 10. bekkjar sjálfstætt og er það þá unnið eftir öll próf um vorið. Við erum hins vegar að gera þetta allan veturinn,“ segir Lilja Írena Guðnadóttir kennari. »20 Suðurhlíðarskóli hefur þátttökunám Gaman Nemendur skólans að leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.