Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 2
Morgunblaðið/RAX
Sláturfélag Suðurlands lækkar verð
á dilkakjöti til bænda í komandi slát-
urtíð um 5% að meðaltali og kjöt af
fullorðnu fé um 25%. Er þetta mun
minni verðlækkun en Norðlenska,
Sláturfélag Vopnfirðinga og SAH af-
urðir á Blönduósi hafa boðað. Þau
afurðasölufyrirtæki lækkuðu verð á
dilkakjöti um 10-12%.
Sauðfjárslátrun hefst í sláturhúsi
SS á Selfossi 12. september. „SS
mun eins og áður greiða samkeppn-
ishæft verð og endurskoða verðskrá
sína ef tilefni gefst til,“ segir í til-
kynningu á vef félagsins.
helgi@mbl.is
SS lækkar
minna
en aðrir
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS
Verð frá39.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
Ámannm.v. flug fram og til baka á völdum
dagsetningum, október – desember.
Verð án Vildarpunkta: 49.900 kr.
Flugsæti til
Kanarí í vetur
Flogið með Icelandair
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Stærstu mót sumarsins eru langt komin hjá
yngri flokkunum í knattspyrnu og víða er enn
mikil spenna. Þriðji flokkur pilta í KR æfði í
Vesturbænum í gær og var vel mætt á æfinguna í
haustblíðunni. KR-ingarnir hafa staðið sig vel og
þar eru mörg efni á ferðinni. Þeir eru í öðru sæti
í A-deild þriðja flokks, en Breiðablik trónir þar á
toppnum. Fram undan er úrslitakeppnin um
miðjan mánuðinn þar sem bæði þessi lið verða.
Brugðið á leik með bolta í blíðunni
Morgunblaðið/Eggert
Framtíðarleikmenn KR á æfingu í Vesturbænum
Ingileif Friðriksdóttir
Kristján H. Johannessen
Páll Matthíasson, forstjóri Landspít-
alans, gerði öryggismál sjúklinga að
umfjöllunarefni í vikulegum pistli
sínum sem birtur er á heimasíðu
sjúkrahússins. Segir hann spítalann
feta í fótspor margra fremstu heil-
brigðisstofnana heims með því að
byggja upp svonefnda öryggismenn-
ingu á Landspítalanum.
„Í öryggismenningu felast sam-
eiginleg gildi og viðhorf sem leiða til
ákveðins vinnulags og hegðunar sem
varða öryggismál. Öryggismenning
sjúkrahúsa byggir á fjórum þáttum:
atvikaskráningu; samskiptum; sam-
starfi og skuldbindingu stofnunar í
öryggismálum. Á Landspítala er
„öruggur spítali“ eitt megingilda
spítalans og í stefnu sjúkrahússins
er sjúklingurinn
settur í öndvegi,“
ritar Páll í pistli
sínum.
Undanfarin ár
hafa orðið átta til
12 alvarleg atvik
árlega á Land-
spítalanum og
segir Páll þau
hafa verið til-
kynnt Embætti
landlæknis og eftir atvikum lög-
reglu.
Landspítalinn tekur
ábyrgð á atburðarásinni
Þá víkur Páll að umfjöllun í Kast-
ljósi RÚV, sem sýnd var í vikunni,
um alvarlegt atvik sem varð innan
veggja spítalans í janúar 2015. Þar
var rætt við foreldra Nóa Hrafns
sem lést af völdum alvarlegs heila-
skaða sem hann varð fyrir í fæðingu.
„Landspítali harmar fráfall Nóa
Hrafns og tekur ábyrgð á þeirri at-
burðarás sem leiddi til andláts hans.
Ítarleg rótargreining leiddi til þeirr-
ar niðurstöðu, samhljóða niðurstöðu
Embættis landlæknis, að mistök
hefðu verið gerð sem leiddu til dauða
drengsins. Þetta er sannleikur máls-
ins. Landspítali brást þessari fjöl-
skyldu. Við getum aldrei harmað það
nógsamlega,“ ritar Páll í pistli sínum
og heldur áfram:
„Það sem við þó getum gert er að
draga lærdóm af þessu alvarlega
máli og það höfum við raunar þegar
gert í kjölfar rótargreiningarinnar.
Þar voru lagðar til umbótaaðgerðir
sem ætlað er að bæta þjónustu okkar
við foreldra í fæðingarferli og höfum
við þegar komið sjö slíkum verkefn-
um í farveg, m.a. í samstarfi við
Embætti landlæknis.“
Hjartagátt verður alltaf opin
Á vef Landspítalans var greint frá
því í gær að Hjartagátt er nú einnig
opin um helgar samkvæmt ákvörðun
framkvæmdastjórnar spítalans. Er
því sólarhringsþjónusta þar alla
daga vikunnar fyrir bráð hjarta-
vandamál.
Karl Andersen, yfirlæknir Hjarta-
gáttar, segir í samtali við mbl.is
þetta vera mikið framfararskref fyr-
ir hjartalækningar hér á landi.
„Við hjartalæknar tökum þessu
fagnandi. Þetta skilar sér í betri
þjónustu við þá sem koma til okkar
og minnkar hættu á óvissu eða mis-
skilningi um hvert á að fara, sama
hvaða dagur vikunnar eða hvaða tími
sólarhringsins það er,“ segir Karl.
Spítalinn brást fjölskyldunni
Forstjóri Landspítalans tók öryggismál sjúklinga til umfjöllunar í pistli sínum
og segir m.a. spítalann taka ábyrgð á atburðarás sem leiddi til andláts ungs drengs
Páll
Matthíasson
Prófkjör fara fram hjá Sjálfstæðis-
flokknum í dag, en þar verður kosið
um lista í Reykjavíkurkjördæm-
unum tveimur, í sameiginlegu próf-
kjöri, og einnig í Norðvesturkjör-
dæmi. Röðun á lista fer fram í
Norðausturkjördæmi á morgun,
þar sem aðal- og varamenn í kjör-
dæmisráði kjósa listann.
Kjörstöðum í Reykjavík verður
lokað kl. 18 og kjörstöðum í Norð-
vesturkjördæmi kl. 19.
Þórður Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
segir að reiknað sé með fyrstu töl-
um í Reykjavík um klukkan 19 en í
Norðvesturkjördæmi liggi kjörið
ekki fyrir fyrr en á sunnudag.
Fyrstu sex sætin í Norðaustur-
kjördæmi liggi fyrir laugardags-
eftirmiðdag en önnur sæti verði
kunngjörð á sunnudag.
Býst við góðri kjörsókn
Þórður býst þó við ágætri kjör-
sókn í prófkjörinu, en í prófkjöri
fyrir borgarstjórnarkosningar árið
2014 kusu 5.075 sjálfstæðismenn.
„Ég finn ekki fyrir öðru en að
það sé góð stemning. Það er góð
þátttaka í utankjörfundaratkvæða-
greiðslunni, þannig að maður er
bjartsýnn á að það verði fín kjör-
sókn. Það veit maður þó ekki fyrr
en á morgun,“ sagði Þórður.
Kjördæmisþing framsóknar-
manna í Norðvesturkjördæmi fer
einnig fram um helgina, á Hótel
Bifröst í Borgarfirði.
Þar mun kjörstjórn kynna tillögu
sína að framboðslista fyrir alþingis-
kosningar og verður hann borinn
upp til samþykktar.
Prófkjör sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi og Suðvestur-
kjördæmi fara fram 10. september.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er
hafin í þeim kjördæmum.
Hjá Framsóknarflokknum fara
fram tvöföld kjördæmisþing í Norð-
austur- og Suðurkjördæmi 17. og
24. september.
Listarnir taka á sig mynd
Morgunblaðið/Ómar
Prófkjör Nokkrir listar stjórnar-
flokkanna líta dagsins ljós.
Prófkjör og upp-
stillingar fara víða
fram um helgina
Karlmaður á sjötugsaldri liggur
þungt haldinn á gjörgæsludeild
Landspítalans eftir alvarlegt vinnu-
slys í Úlfarsárdal um klukkan 14 í
gær.
Maðurinn er starfsmaður hjá
Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitu
Reykjavíkur, og var hann að vinna
við tengingu heimtaugar, sem átti að
vera spennulaus, þegar óhappið
varð. Samkvæmt upplýsingum frá
Veitum fékk maðurinn straum og fór
í kjölfarið í hjartastopp. Við komuna
á sjúkrahús gekkst hann undir
hjartaþræðingu. Frekari upplýs-
ingar liggja ekki fyrir, en málið er í
rannsókn.
Á gjörgæslu
eftir vinnuslys
Fyrsta umferð Ólympíuskákmótsins
fór fram í gær, en mótið er haldið í
Bakú í Aserbaídsjan. Íslensku sveit-
irnar unnu báðar 4-0 sigra. Karlalið-
ið gegn sveit Eþíópíu og kvennaliðið
gegn Maldíveyjum.
Sigur kvennaliðsins var mjög
öruggur en smá lukka var yfir sigri
Hjörvars á öðru borði í viðureigninni
gegn Eþíópíu. Önnur umferð hefst
kl. 11 í dag. Íslenska karlaliðið mæt-
ir liði Tékka í dag en kvennaliðið
mætir Ítalíu. »29
Öruggir
skáksigrar