Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Sjálfstæðisfélag Kópavogs www.xdkop.is Morgunverðarfundur: Stefnumót við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kraganum 3. september, frá klukkan 10:00-12:00 Fundarstaður: Í veislusal hestamannafélagsins Spretts, í Samskipahöllinni við Hestheima. Morgunverðarfundur með frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. Frambjóðendur flytja stutt erindi. Að þeim loknum verður „hraðstefnumót“ frambjóðenda við fundargesti og kaffispjall. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að mæta og kynna sér frambjóðendur fyrir komandi alþingiskosningar. Prófkjör fer fram þann 10. september nk. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kaup norskra laxeldisrisa í íslensk- um sjókvíaeldisfyrirtækjum á síð- ustu mánuðum hraða mjög uppbygg- ingu fyrirtækjanna. Áhrifanna er farið gæta í rekstri stöðvanna. Þau fá tækni og þekkingu frá Noregi auk fjármagnsins sem nauðsynlegt er til að hraða uppbyggingunni. Íslenskir frumkvöðlar hafa í flest- um tilvikum stofnað sjókvíastöðv- arnar þó að erlendir aðilar hafi einn- ig verið í hópi frumkvöðla. Frumkvöðlarnir hafa í mörg ár verið að reyna að fá fjárfesta til liðs við sig til að hrinda áætlunum sínum í fram- kvæmd. Þeir fiskeldismenn sem rætt er við hafa allir sömu söguna að segja, innlendir fjárfestar hafa með fáeinum undantekningum ekki treyst sér til verulegra fjárfestinga í sjókvíaeldi. Þeir hafi gengið fram og aftur Borgartúnið og heimsótt fjölda fjárfesta, án árangurs. Innlendu fjárfestarnir litu til sögu fiskeldisins sem rekið hefur í strand nokkrum sinnum og treystu sér inn í svo áhættusama fjárfestingu. Líf- eyrissjóðirnir vinna eftir ströngum fjárfestingareglum og ekki virðist henta þeim að taka þátt í fyrirtæki sem ekki geta státað af góðum rekstri í mörg ár. „Menn voru allt of fastir í sögunni. Auðvitað lentu Færeyingar og Norð- menn í áföllum í fiskeldinu, eins og við. Stærstu mistök Íslendinga voru ekki að byrja í fiskeldinu, heldur að hætta þegar á móti blés. Ef við hefð- um haft úthaldið værum við með blómlegt laxeldi í dag,“ segir Einar Örn Gunnarsson, einn af frumkvöðl- unum í laxeldinu og stjórnarmaður í Laxar fiskeldi á Austfjörðum. „Það hafði enginn trú á þessari grein. Í slíkri stöðu geta líka falist mikil tækifæri þegar verkefnið svo lukkast,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax Keyptu í fjórum stöðvum Áhugi innlendra fjárfesta er að glæðast nú, í kjölfar þess að norsk laxeldisfyrirtæki eru komin inn í sjó- kvíaeldið hér, að sögn Einars Arnar. Laxeldismennirnir leituðu einnig hófanna erlendis og á tiltölulega skömmum tíma ákváðu norskir lax- eldisrisar að koma inn í fjögur að- skilin verkefni hér. SalMar sem er eitt af stærstu fisk- eldisfyrirtækjum heims eignaðist tæplega 23% hlut í Arnarlaxi og bætti við sinn hlut þegar Fjarðalax sameinaðist Arnarlaxi. SalMar á nú 34% í beinni og óbeinni eignaraðild í gegn um eignarhaldsfélag. Auk þess eiga um 20 norskir fjárfestar hlut í fyrirtækinu og norsk félög sem tengjast stofnandanum, Matthíasi Garðarssyni. Er norska eignarhaldið í Arnarlaxi alls 71,7%. Norska fiskeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon keypti 50% hlut í Arctic Fish sem elur regnboga- silung í Dýrafirði og er að byggja upp umfangsmikið laxeldi á Vest- fjörðum. Félag norsks fjárfestis, Bremesco Holding, átti meginhluta hlutafjár og á nú tæplega helming hlutafjár. MNH Holding í Noregi keypti 50% hlut í Fiskeldi Austfjarða sem er með laxeldi í Berufirði og er að byggja sig upp þar. Þá keypti Måsø- val Fiskeoppdrett sig inn í Laxar fiskeldi sem er að undirbúa stórfellt sjókvíaeldi á Austfjörðum og á nú meirihluta hlutafjár. Útlit er fyrir að uppbygging sjó- kvíaeldis hér á landi muni fara fram í þessum fjórum fyrirtækjum, auk Háafells í Ísafjarðardjúpi en það fyr- irtæki er að fullu í eigu Hraðfrysti- hússins - Gunnvarar á Ísafirði. Ekki er þó hægt að útiloka frekari samein- ingar enda stærðarhagkvæmni nokkuð augljós í þessari grein. Er- lendu fjárfestarnir virðast fara í þessar fjárfestingar á eigin forsend- um. Einu sjáanlegu eignatengslin á milli þeirra en 13% eignarhlutur Måsøval Fiskeoppdrett í Norway Royal Salmon. Engin merki eru þó um samvinnu íslenskra samstarfs- fyrirækja þeirra, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Norðmenn eru fremstir Höskuldur Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldisstöðva, segir jákvætt að norsku fyrirtækin komi inn í íslensku fyr- irtækin þetta snemma í uppbygging- arferlinu. Það sé hagur heildarinnar að sem mest hagkvæmni náist sem fyrst í ferlinu. Nefnir hann í því sam- bandi að ekki sé gott að fyrirtækin séu að berjast um leyfi á sömu svæð- unum og allir þurfi ákveðna aðstöðu og tæki til að geta stundað eldið vel. Þá segir hann eðlilegt að leitað sé til Norðmanna um þátttöku í rekstrin- um. Þeir séu fremstir í heiminum í rannsóknum í fiskeldi, áhrifum þess á umhverfið og framleiðslu á fiskeld- isbúnaði. Kjartan Ólafsson bendir á að inn- leiddir hafi verið strangir norskir staðlar fyrir sjókvíaeldi hér. Þeir leggi ríkar skyldur á fiskeldisfyrir- tækin varðandi búnað og tæki sem séu dýr. „Til þess að geta rekið lax- eldisfyrirtæki með góðum búnaði og góðu stjórnendateymi þarf ákveðna stærð. Því er sterkt fjárhagslegt bakland nauðsynlegt.“ Framleiðslukostnaður er hærri hér á landi en í Noregi. Að minnsta kosti sum af erlendu fyrirtækjunum erum með sjókvíaeldi í Norður- Noregi. „Við erum strax byrjaðir á þekkingaryfirfærslu. Við leitum í reynslubanka NRS til að hjálpa okkur í þessu verkefni,“ segir Shir- an Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish. Fiskeldismenn vonast til að með því að nýta tækni Norðmanna og þekkingu sé hægt að jafna þenn- an mun. Hraðari uppbygging með erlendu fjármagni  Norsk fiskeldisfyrirtæki komin með helmingshlut í fjórum stærstu sjókvíaeldisstöðvunum  Njóta góðs af þekkingu og tækni Norðmanna auk fjárhagslegs baklands Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar Starfsmaður Arnarlax tekur einn vænan úr sjókvíunum. Arnarlax 34% SalMar 22,5% Um 20 norskir fjárfestar Arctic Fish 50% Norway Royal Salmon 47,5% Bremesco Holding Fiskeldi Austfjarða 50% MNH Holding Laxar fiskeldi 53,5% Måsøval Fiskeoppdrett Erlendir eigendur stærstu stöðvanna Fimm stærstu sjókvíaeldisfyrir- tækin hafa nú leyfi til að framleiða um 41 þúsund tonn af laxi og silungi á ári. Þau hafa hug á að margfalda starfsemina og framleiða alls um 180 þúsund tonn á ári. Framleiðsla á laxi í sjókvíum er ung grein hér á landi þótt hún eigi sér sögu í fyrri laxeldisbylgjum. Það fyrirtæki sem lengst er komið, Fjarðalax, er nú að slátra sinni sjöttu kynslóð. Það fyrirtæki er nú runnið inn í Arnarlax. Aðeins voru fram- leidd liðlega 3.000 tonn af laxi á síð- asta ári, mest í sjókvíum, auk 700 tonna af regnbogasilungi. Margföldun í kortunum Með sameiningunni við Fjarðalax er Arnarlax orðið að ágætri einingu. Áætlað er að framleiða um 10 þúsund tonn af laxi á þessu ári og meira á því næsta. Áform eru um frekari aukn- ingu, eins og hjá öðrum. Ef lagðar eru saman tilkynningar Arnarlax og Fjarðalax, eins og gert er í Fiskeldis- fréttum, sést að hugmyndir hafa ver- ið uppi um að framleiða 70 þúsund tonn af laxi á ári. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa í mörg ár unnið að því að afla sér starfs- og rekstrarleyfa í þeim fjörðum sem leyfilegt er að hafa sjókvíar í. Fimm stærstu fyrirtækin hafa nú leyfi til að framleiða 41 þúsund tonn. Áformin eru metnaðarfull, eins og fram kemur í umfjöllun Valdimars Inga Gunnarssonar í Fiskeldisfrétt- um. Fyrirtækin hafa tilkynnt um 138 þúsund tonna framleiðslu til viðbótar þannig að ef það gengi allt eftir yrði heildarframleiðslan 180 þúsund tonn. Áformin eru í leyfisveitingarferli og engan veginn víst að þau gangi eftir. Nægir þar að nefna skilyrði um að ekki sé meira eldi í hverjum firði en hann þolir samkvæmt mati á burðarþoli sem unnið er af Hafrann- sóknastofnun. Á móti kemur að ein- stök fyrirtæki kunna að sækja á aðr- ar slóðir. Þá gæti framleiðsla á seiðum orðið flöskuháls. Ljóst er að byggja þarf nýjar seiðastöðvar til að svo stórkostleg áform geti gengið eftir. 80 milljónir í umhverfisgjald Fyrirtækin greiða gjald í Um- hverfissjóð sjókvíaeldis til að standa undir burðarþolsmati, vöktun og öðr- um verkefnum til að lágmarka áhrif sjókvíaeldis á umhverfið. Gjaldið er um 2 milljónir kr. á hvert þúsund tonn í leyfi og þarf að greiða hvort sem framleitt er upp í leyfið eða ekki. Fyrirtækin fimm greiða því 80 millj- ónir í ár í þetta gjald. Fyrirtæki í uppbyggingu sem ekki hefur fram- leiðslu fyrr en eftir tvö ár, eins og Laxar fiskeldi, þarf að greiða eina milljón á mánuði í gjald á meðan unn- ið er að undirbúningi framleiðsl- unnar. Leyfisveitingaferlið krefst mikillar vinnu og tekur tíma. Leyfin eru hins vegar forsenda uppbyggingarinnar. Einnig kemur þrýstingur frá hugs- anlegum fjárfestum sem vilja hafa trygg leyfi fyrir framleiðslu sem þeir eru að fjárfesta í. Kjartan Ólafsson, stjórnarfor- maður Arnarlax, bendir á að fiskeld- isleyfin hér samsvari leigu. Þau séu í eigu ríkisins sem geti afturkallað þau ef skilyrðum er ekki fullnægt. Þessu sé öfugt farið í Noregi þar sem leyfin séu keypt. Áforma að framleiða 180 þúsund tonn af laxi á ári Leyfi og áform helstu sjókvíaeldisstöðva Leyfi Áform Samtals Arnarlax 16.000 54.700 70.700 Arctic Fish 6.000 16.800 22.800 Fiskeldi Austfjarða 11.000 43.000 54.000 Háafell 2.000 5.000 7.000 Laxar fiskeldi 6.000 19.000 25.000 Samtals 41.000 138.500 179.500 Heimild: Fiskeldisfréttir  Sjókvíaeldið mun margfaldast á næstu árum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.