Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is S afnstjórinn á Gljúfrasteini hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að skrifa stutt leikrit um skáldið og húsið, Halldór Laxness og Gljúfrastein, og ég sagði eiginlega bara já um hæl,“ segir Sig- urbjörg Þrastardóttir rithöfundur, en þann 19. september nk. verður leikrit hennar, Almennilegar mann- eskjur – HKL og Gljúfrasteinn, frumflutt í London ásamt sex sam- svarandi verkum um önnur skáld í öðrum löndum og þeirra hús. „Þetta verkefni heitir Poetry House Live og er á vegum samtaka sem heita Kindred Spirits, en það er keðja nokkurra evrópskra safna sem eru fyrrverandi heimili skálda. Gljúfrasteinn er hluti af þessari keðju,“ segir Sigurbjörg og bætir við að ákveðin skilyrði hafi verið gefin um lengd leikritanna og hversu margar persónur máttu vera í þeim. „Hvert leikrit er fimmtán mín- útur og öll fjalla þau um samband skálds við hús sitt. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort heimilið sé skjól skálds frá hinum erfiða sam- tíma eða hvort það sé einhverskonar fangelsi, kannski borgaraleg spenni- treyja? Hvað er húsið fyrir hinn frjálsa anda rithöfundarins sem í því býr?“ Halldór og iðnaðarmennirnir Fyrir leikritaskrifin kynnti Sigurbjörg sér ákveðna vinkla á sögu hússins, Gljúfrasteins. „Ég þekkti Halldór ekki per- sónulega og veit þannig ekkert frá fyrstu hendi um samband hans við húsið, en það eru til gögn og upp- tökur þar sem hann fjallar um ýmis- legt sem viðkemur húsinu. Auður og Halldór létu byggja húsið árið 1945 og hann var stundum að skrifa heim frá útlöndum og biðja Auði um að láta gera ýmislegt í húsinu, en hún virðist hafa verið einhverskonar verkstjóri. Þetta er nýtískuhús og merkilega ólíkt öllu sem tíðkaðist á þessum tíma, sérstaklega í þessu umhverfi, úti í sveit í Mosfellsdalnum á æskuslóðum Halldórs. Hann lét síðar byggja sundlaug við húsið, en slíkt hafði hann séð í Los Angeles í Bandaríkjunum. Mér finnst þessi sundlaug alveg geggjuð og hún hlýt- ur að hafa verið exótísk hugmynd í íslenskri sveit á þessum tíma.“ Sigurbjörg segist hafa á tilfinn- ingunni að Halldóri hafi liðið vel á Gljúfrasteini, heimilið hafi verið skjól sem hann kom í milli langra ferða- laga. „En ég gæti trúað að gesta- gangurinn hafi kannski stundum verið helst til mikill og truflað rútínu hins skrifandi manns. Frægð Hall- dórs olli því að Gljúfrasteinn varð einskonar sendiráð, ýmis fyrirmenni komu þangað og þar voru miklar og margar móttökur. Auður hefur haft í nægu að snúast, enda er hún til stað- ar í mínu leikverki, þó hún sé ekki persóna á sviðinu, rétt eins og það var kannski í raunveruleikanum, hún var alltaf til staðar og stýrði ýmsu á bak við tjöldin.“ Sigurbjörg segir að hún hafi þurft að velja sér þrönga leið í fimm- tán mínútna verki. „Ég valdi að hafa tvo iðnaðarmenn í leikritinu sem eru að störfum á Gljúfrasteini. Halldór er líka viðstaddur, hann athugar hvern- ig gangi hjá þeim en er á sama tíma að reyna að sinna vinnu sinni, rit- störfunum. Ég legg Halldóri ekki mörg orð í munn, heldur sæki ég flest sem hann segir í verk hans sjálfs. Mér fannst heiðarlegast að leysa þetta þannig, ég ætla ekki að þykjast vita hvernig persóna hann var eða hvernig hann brást við í einhverjum aðstæðum,“ segir Sigurbjörg og bæt- ir við að höfundar þessara sjö leik- verka fari hver sína ólíku leið. „Til dæmis velur ítalska skáldkonan sem skrifar leikrit um hinn breska John Keats, sem dó 27 ára, að hafa hann á dánarbeðinum í húsi hans við spænsku tröppurnar í Róm.“ Nánd og notalegheit í húsinu Sigurbjörg hefur að sjálfsögðu komið að Gljúfrasteini eftir að heim- ilið var gert að minningarsafni um Halldór og henni finnst húsið mjög hlýlegt, enda fullt af persónulegum munum fjölskyldunnar. „Það er ævinlega mikil nánd og notalegheit á upplestrarsamkomum og tónleikum á Gljúfrasteini, þar líður manni ekki eins og á safni heldur eins og á heim- ili.“ Verkin verða sýnd í leikhúsi í London sem heitir King Place, og Sigurbjörg ætlar að vera viðstödd frumsýninguna. „Það er búið að þýða öll verkin yfir á ensku og sömu leik- ararnir sjá um að leika öll hlutverkin í öllum verkunum. Draumur skipu- leggjanda er að sýningin fari í ein- hverja vegferð, á leiklistarhátíðir og til landanna þaðan sem þessi sjö skáld eru sem verkin fjalla um. Þá kemur í ljós hvort sýningin kemur líka til Íslands.“ Samband skálds og húss Hvað er húsið fyrir hinn frjálsa anda rithöfundarins sem í því býr? Sjö rithöfundar frá ólíkum löndum velta þessu fyrir sér í jafnmörgum leikritum um ólík skáld og hús þeirra. Sigurbjörg Þrastardóttir var með- al þeirra og samdi verk um Halldór og Gljúfrastein. Skáldahús Skáldin átta og húsin þeirra sem skáldin sjö skrifa leikrit um. Morgunblaðið/Eggert Sigurbjörg Hefur á tilfinningunni að Halldóri hafi liðið vel á Gljúfrasteini. Stoltgangan 2016 sem Átak félags fólks með þroskahömlum stendur fyrir verður í dag. Lagt verður af stað frá Austurvelli klukkan 11:30 og gengið að Norræna húsinu. Í Stoltgöngunni göngum við sam- an hönd í hönd og berum höfuðið hátt. Gleðin verður við völd. Saman erum við sterk, stolt og sýnileg! Eftir gönguna verður margt skemmtilegt um að vera við Nor- ræna húsið á Fundi fólksins sem þar er haldinn. Allir eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og fagna fjölbreytileik- anum. Sýnum samstöðu og okkur sjálf, rúllum og göngum saman og látum raddir okkar heyrast! Stoltgangan 2016 er í dag Morgunblaðið/Ómar Austurvöllur Lagt verður af stað kl. 11.30 og gengið í Norræna húsið. Rúllum og göngum saman „Afkomandi gamalla Ísafjarðar- krata“ nefnist erindi Einars Kára- sonar rithöfundar sem hann heldur í dag, 3. september, kl. 14 á efri hæð Iðnós. Erindið er flutt í röð fyrirlestra á árinu um Alþýðuflokk og jafnaðarstefnu á vegum Bók- menntafélags jafnaðarmanna í til- efni 100 ára afmælis Alþýðuflokks- ins. Fjórir fyrirlestrar voru fluttir á vormánuðum og fjórir verða fluttir í haust. Í fyrirlestri sínum lítur Einar Kárason yfir farinn veg og mun hann ræða um sögu og mikilvægi jafnaðarmannahreyfinga, bæði hér- lendis og erlendis. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Röð fyrirlestra Bókmenntafélags jafnaðarmanna Afkomandi Ísafjarðarkrata Erindi Rithöfundurinn Einar Kárason heldur skemmtilegan fyrirlestur.  Richard Dalla Rosa höfundur leikritsins: Baudelaire Slap- stick, um franska skáldið Charl- es Baudelaire (1821 -1867)  Sigurbjörg Þrastardóttir höf- undur leikritsins: Almennilegar manneskjur – HKL og Gljúfra- steinn, um íslenska skáldið Halldór Laxness (1902-1998)  Roberta Calandra höfundur leikritsins: John’s Last Dream, um breska skáldið John Keats (1795-1821)  Gabriele Labanauskaitë höf- undur leikritsins: Another real- ity, um litháíska skáldið Salom- eja Neris (1904-1945)  Maria Manolescu Borsa höf- undur leikritsins: The Ivy Door, um rúmenska skáldið Gellu Naum (1915-2001)  Adam Gordon höfundur leik- ritsins: Croquis Nocturne, um frönsku skáldin Arthur Rimbaud (1854-1891) og Paul Verlaine (1844-1896)  Luis Muñoz höfundur leik- ritsins: Unfinished, um spænska skáldið Federico Garcia Lorca (1898-1936) Öll leikverkin í sýningunni SKÁLDIN OG HÚSIN ÞEIRRA Í tilefni 40 ára afmælis Garðabæjar verður viðburðarík dagskrá á Garðatorgi í dag 3. september frá kl. 13.30 til 18. Í Hönnunar- safni Íslands verður opnuð sýning á til- lögum sem bárust í hugmyndasamkeppni um aðkomutákn í Garðabæ og vinnings- tillagan verður verðlaunuð á Garðatorgi klukkan 13.30. Að auki verður boðið upp á: Bentu á þann sem að þér þykir bestur, nokkrir val- inkunnir og þjóðþekktir Garðbæingar velja grip úr safneign, QR-ratleikur um sýn- inguna Geymilegir hlutir og tilboð á völd- um vörum í safnbúð svo fátt eitt sé nefnt. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessum merkilegu tímamótum. Hönnunarsafn Íslands Aðkomutákn verðlaunað Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Í húsinu heima á Gljúfrasteini Halldór Kiljan Laxness opnar heillaskeyti sem honum bárust vegna Nóbelsverðlaunanna sem hann fékk árið 1955. Morgunblaðið/Einar Falur Vinnuherbergi Halldórs Í þessum stól sat hann gjarnan. Í hillunum eru m.a. útgáfur af bókum hans. Morgunblaðið/Arnaldur Gljúfrasteinn Hús skáldsins var nýtískulegt á sínum tíma og sundlaugin hefur eflaust verið exótísk, úti í sveit í Mosfellsdal. Vefsíða verkefnisins: poetry- houseproject.wordpress.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.