Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Suðurhlíðarskóli er lítill og heim- ilislegur skóli sem kúrir við sam- nefnda götu alveg niðri við fjöruna í Fossvogi. Skammt undan er grenndarskógur skólans og fyrir framan skólann er matjurtargarður sem nemendur hönnuðu á sjálf- bærnidögum þar sem þau rækta nú grænmeti sem þau síðan elda sjálf. Fáir vita af þessum litla skóla sem stofnaður var árið 1990 og rekinn er af aðventistum, og því eini kristni grunnskólinn á landinu. Nemendurnir sem eru á aldrinum 6-16 ára eru ekki nema 34 að tölu, og því mikil samkennsla. Fæð nemenda býður upp á mikla athygli fyrir hvern og einn nem- anda, og nú hefur skólinn ákveðið að byrja á svokölluðu þátttökunámi þar sem hver og einn nemandi fær að njóta sín enn betur með því að ráða meira hvað hann lærir og hvernig hann skilar lærdómnum af sér. Sjálfstæð vinnubrögð Blaðamaður fékk að heimsækja skólann og hitti þar fyrir tvo af kennurum skólans, þær Sólrúnu Ástu Steinsdóttur, sem er umsjón- arkennari í 7.-10. bekk, og Lilju Írenu Guðnadóttur, umsjónarkenn- ara 4.-6. bekkjar, sem útskýrðu að í þátttökunámi færi stór hluti kennslustunda í svokallaðar vinnu- stundir þar sem nemendur ynnu sjálfstætt að sínum verkefnum á sinn eigin hátt og tækju ábyrgð á þeim. Í 1.-3. bekk fara 6 af 30 kennslu- stundum í þátttökunámið, en í 4.- 10. bekk eru það 12 kennslustundir af 30. Þetta er mjög hátt hlutfall af sjálfstæðri vinnu miðað við aðra skóla. „Margir skólar hafa t.d. loka- verkefni 10. bekkjar sjálfstætt, og er það þá unnið eftir öll próf um vorið. Við erum hins vegar að gera þetta allan veturinn. Aðrir skólar skeyta saman náttúrufræði og sam- félagsfræði og vinna með þema. En við setjum fleiri tíma inn í þema- verkefnin; einn enskutíma, tvo ís- lenskutíma, einn tíma í upplýs- ingafræði og tvo valtíma sem hver skóli hefur til umráða,“ segir Lilja Írena. Bakkafjörður reið á vaðið Helsta fyrirmynd Suðurhlíð- arskóla að þessu er Grunnskólinn á Bakkafirði sem einnig er lítill skóli með 19 nemendur og því mikla samkennslu. „Þau riðu á vaðið með þátttök- unámið og það kom mjög vel út. Ingvar Sigurgeirsson á Mennta- vísindasviði Háskóla Íslands hefur skoðað það mjög vel, og hefur að- stoðað okkur í innleiðingu okkar. Við erum mjög spennt,“ segir Lilja Írena, og Sólrún Ásta tekur heils- hugar undir það. „Þetta passar vel við það sem við höfum gert áður. Við höfum unnið með námsstefn- una Uppeldi til ábyrgðar sem margir þekkja, og þátttökunámið er mjög rökrétt framhald af því; að taka ábyrgð á sínu námi, hvaða manneskja maður er og að þekkja þarfir sínar.“ Að kveikja áhuga Nemendur í Suðurhlíðarskóla þurfa að sjálfsögðu að stunda sínar kjarnagreinar og taka próf í þeim. Þátttökunámið fer svo fram í vinnustundum sem eru fjórir tímar þrisvar í viku, og hvert þema stendur yfir í einn mánuð. „Við byrjum með góða kveikju, sem er fræðsla þar sem maður kveikir áhuga á hjá nemendunum, nær athygli þeirra svo hugmyndir byrji að kvikna. Svo taka þau við keflinu og fá að velja hvernig þau vilja leysa úr viðfangsefninu, hvernig þau vilja kynna það og hvaða heimildir þau vilja nota,“ segir Lilja Írena. „Fyrsta þemað okkar verður mannslíkaminn í 4.-10. bekk. Við verðum með sameiginlega kveikju, en svo umræður inni í sitthvorri stofunni og hjálpum þeim vel af stað,“ útskýrir Sólrún Ásta, sem segir að þær gerir kröfur til þess að miðlunin sé fjölbreytt og breyti- leg milli verkefna hjá nemend- unum. „Það er ekki nóg að geta skrifað ritgerð, það þarf líka að geta haldið kynningar, gert myndband, vegg- spjald eða listaverk. Það er auðvit- að gott að þau öðlist öryggi fyrst með því að nota sína helstu styrk- leika í verkefnin en þau þurfa stundum að stíga út fyrir þæg- indarammann. Þetta munu þau taka með sér upp í háskóla og áfram út í lífið; að vita hvar styrk- leikar þeirra liggja og kunna að nýta sér þá og auka þátt þeirra í því sem þau taka sér fyrir hendur.“ Blómstrandi börn Þær stöllur eru sammála um þetta vinnulag og smæð skólans henti nemendum sérlega vel sem hafi íslensku sem annað mál eða eiga við einhverfu, kvíða eða aðra veikleika að stríða. „Það eru nemendur í skólanum með athyglisbrest og ofvirkni en þú gætir ekki giskað á hve mörg þau eru. Þetta er svo mikið umhverfið. Ef þú ert í stóru rými með mörg- um krökkum þá hamlar það þér í náminu. Í svona litlum bekkjum nær kennarinn betur að halda utan um allt, þá eru þessir þættir ekki jafn hamlandi. Og þessir sömu nemendur geta einmitt sökkt sér svo vel ofan í verkefnin þegar þeir fá að vinna með sitt eigið áhuga- svið. Það eru mörg dæmi um börn sem hafa ekki plumað sig annars staðar en koma hingað og byrja að blómstra,“ segir Sólrún Ásta. Svigrúm fyrir alla Sérstaða Suðurhlíðarskóla er ekki bara smæðin og dásamleg staðsetning hans, heldur einnig að hann er kristinn skóli. Lilja Írena segir að borin sé virðing fyrir ólík- um trúarskoðunum og að þær rým- ist allar innan skólans. „Sumir nemendurnir, sérstaklega ungling- arnir, hafa tekið þá afstöðu að trúa ekki á Jesú, og oft eru miklar rök- ræður um trúmál í kristinfræðitím- um.“ „En við njótum þess að vera yf- irlýstur kristinn skóli og erum allt- af með kirkjustund um jólin í Að- ventkirkjunni í Ingólfsstræti,“ bætir Sólrún Ásta við. „Þá koma foreldrarnir og nemendurnir sjá al- veg um stundina; eru með leikrit, söngatriði, tónlistarflutning eða önnur skemmtiatriði. Þetta verður eitt af þemunum okkar í vetur, þau fá að velja hvað þau gera og byggja á styrkleikum sínum.“ Margir nemendanna koma frá heimilum þar sem er ekki mikið trúarlíf og sjálfar eru Lilja Írena og Sólrún Ásta ekki í Aðventkirkj- unni heldur í KFUM&K. „Við kennum þeim Biblíusög- urnar sem sannleika en ekki þjóð- sögur. Við hefjum daginn á bæna- stund og við biðjum fyrir matnum líka, syngjum jafnvel borðbæn. Börnin koma með bænarefni og þá er beðið fyrir því, hvort sem ein- hver er með sífelldar martraðir eða á veikan afa. Þetta er góður vettvangur til að veita samhug og fyrir börnin til að létta á sér. Það er oft ekki pláss í skólastarfinu til að vekja máls á áhyggjum og sorg, en þarna fá þau tækifæri til að segja frá og þá vita hinir krakk- arnir hvað þau eru að ganga í gegnum. Þeim finnst það mjög gott,“ segir Sólrún Ásta, og Lilja Írena tekur undir að þannig veiti trúarlegi þátturinn í skólastarfinu enn meira öryggi og vellíðan hjá nemendunum á meðan það sé full- komið svigrúm fyrir alla. „Við segjum engum hverju hann á að trúa og ekki, ekki heldur hvernig manneskja hann eigi að vera eða hvernig leysa skuli skólaverk- efnin.“ www.sudurhlidarskoli.is facebook: Suðurhlíðarskóli Nemendur taka við keflinu Bjartsýnar Lilja Írena Guðnadóttir og Sólrún Ásta Steinsdóttir vilja leyfa nemendum sínum að blómstra á sinn eigin hátt og ýta undir sjálfstæði. Morgunblaðið/Þórður Stolt Nemendur rækta sjálfir eigið grænmeti.Duglegar Búnar að taka upp kartöflur í soðið!Stuð Það er gott að fá útrás í frímínútum.  Núna í vetur ætlar Suðurhlíðarskóli að byrja með þátttökunám  Það gerir nemandann ábyrgari og áhugasamari  Nemandinn vinnur á þann hátt sem vekur hjá honum áhuga og ánægju Söngskólinn íReykjavík Fyrsta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 12. september og lýkur 28. október Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag SÖNGNÁMSKEIÐ Nánari upplýsingar www.songskolinn.is /  552-7366 Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi! • Fyrir fólk á öllum aldri: Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk • Kennslutímar:Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar • Söngtækni:Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur • Tónmennt:Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.