Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 26

Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir miklarsviptingar íbrasilískri pólitík er varafor- setinn formlega orðinn að forseta eftir að hafa gegnt embættinu til bráðabirgða frá því fyrr í sumar. Michel Temer á erfitt verkefni fyrir höndum. Miklar þrengingar eru í brasilísku efnahagslífi og gríðarlegur halli á ríkissjóði landsins þýðir að ráðast verður í viðamiklar að- haldsaðgerðir. Temer sagði í gær að blaði hefði verið snúið við og pólitískur og efnahags- legur glundroði undanfarinna ára væri að baki. Það er eðlilegt að hann reyni að blása almenn- ingi bjartsýni í brjóst, en þessi orð endurspegla allt annað en veruleikann. Temer tekur við af Dilmu Rousseff, sem brasilíska þingið svipti embætti fyrr í vikunni eftir að hún var ákærð fyrir að hafa brotið af sér í starfi. Var hún sökuð um að hafa leynt göt- um í fjárlögum til að fegra stöðu efnahagslífsins. Brottvikning Rousseff mark- ar endalok 13 ára valdatíðar Verkamannaflokksins í Bras- ilíu. Undir Lula da Silva fór brasilískur efnahagur á flug. Mikill hagvöxtur var ár eftir ár, millistéttin stækkaði ört og dró úr fátækt. Brasilía færðist hratt upp lista stærstu hagkerfa heims og var komin í sjötta sæti. Sjálfstraust Bras- ilíumanna efldist. Í krafti vel- gengninnar sóttust stjórnvöld eftir að halda bæði heimsmeist- arakeppnina í fótbolta og Ól- ympíuleika og fengu. Gósentíðin reyndist hins veg- ar endaslepp. Þegar Rousseff tók við fór að halla undan fæti. Það var ekki alfarið Brasilíumönnum að kenna. Markaðir fyrir brasilíska framleiðslu brugð- ust. Hagvöxturinn hvarf, verðbólgan fór á kreik og atvinnuleysi jókst. Í fyrra hjaðnaði efnahagurinn um næstum því fjögur prósentu- stig. En það var ekki það eina. Hvert spillingarmálið á eftir öðru var afhjúpað í ríkisrekna olíufyrirtækinu Petrobras. Um leið kom fram víðtæk spilling í kringum framkvæmdir, ekki síst við íþróttamannvirki, þar sem peningar skiptu um hendur bak við tjöldin og mútur virtust daglegt brauð. Brasilísk stór- fyrirtæki og pólitísk yfirstétt landsins fóru þar hönd í hönd og Verkamannaflokkurinn var þar síður en svo undanskilinn. Böndin bárust aldrei að Rouss- eff í þeim málum, en ýmsir ná- tengdir henni flæktust í þau. Þar á meðal er da Silva og ekki bætti úr skák þegar hún var rekin til baka með fyrirætlanir um að munstra hann í stjórnina, sem hefði þýtt að hann nyti frið- helgi fyrir ákærum. Hinn nýi forseti kemur úr flokknum PMDB, sem í beinni þýðingu útleggst Lýðræðis- hreyfingarflokkur Brasilíu. Te- mer er ekki vinsæll og hefur verið orðaður við mútu- greiðslur. Ekki er líklegt að hann hafi mikið bolmagn til að koma erfiðum málum gegnum brasilíska þingið. Eftir átök undanfarinna mán- aða er tómarúm í brasilískri pólitík. Þar við bætist kröpp lægð í efnahagsmálum. Það eru erfiðir tímar framundan í Bras- ilíu. Efnahagurinn er í lægð og stjórnmálin í öngstræti} Kreppa í Brasilíu Umræða umkostnað við löggæslu á útihátíð- um og viðburðum af ýmsum toga vakn- aði í sumar þegar deilt var um löggæslukostnað vegna hátíðarinnar Síldaræv- intýrið á Siglufirði. Sagði Gunn- ar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, þá að bæjaryfir- völd myndu ekki sætta sig við að löggæslukostnaði væri velt yfir á sveitarfélögin í landinu. Þessi deila er að mörgu leyti kyndug. Hinar ýmsu hátíðir krefjast meiri löggæslu en gengur og gerist og augljóst er að því fylgir kostnaður. Þeim kostnaði er alltaf velt yfir á al- menning og þar með sveitar- félögin með einhverjum hætti þegar upp er staðið. Athygli vekur hins vegar að ekki virðist eitt yfir alla ganga í þessum efnum. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að löggæslukostnaður vegna Landsmóts hestamanna á Hól- um í Hjaltadal í sumar hafi ver- ið 2,5 milljónir króna. Ekkert hefur hins vegar þurft að greiða þegar mótið hefur verið haldið á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni kemur fram að jafnvel standi til að flytja mótið alfarið á höfuðborgarsvæðið. „Ef þetta er ekki aðstöðu- munur veit ég ekki hvað það er,“ segir Ásta Björg Pálma- dóttir, sveitarstjóri Skaga- fjarðar, í fréttinni. Hún segist skilja að lögreglunni sé naumt skammtað og hún þurfi að kalla út aukalið en það hljóti líka að eiga við í Reykjavík. Sveitar- stjórinn hefur nokkuð til síns máls. Á einum stað er rukkað, annars staðar ekki} Löggæsla innifalin? Þ að er eitthvað bogið við íslenska réttarvörslukerfið. Það er eitt- hvað bogið við það að nokkrum mánuðum eftir að maður hefur verið dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börn- um, gangi hann laus og sé farinn að stunda almenningssundlaugar. Það er eitthvað bogið við það að á sama tíma fái fangi, sem af- plánar fíkniefnadóm, ekki að sækja eigin út- skrift, þrátt fyrir góðar umsagnir og betrun. Það er eitthvað bogið við það að um leið og kynferðisbrotamál hafa verið látin niður falla eða ratað alla leið í dómskerfinu, gleymast fórnarlömbin, en áherslan færist yfir á brotamanninn; réttindi hans og stöðu. Fyrrnefnd dæmi eru sótt í fjölmiðlaum- fjöllun vikunnar. Viðbrögð foreldra í Kópa- vogi við því að dæmdur kynferðisbrotamaður stundaði sund í a.m.k. einni sundlaug bæjarins eru skiljanleg, ekki síst í ljósi þess að fórnarlömb hans voru börn og að afplánun hans innan fangelsisveggja var stutt. Ný lög tryggja hins vegar að þetta er það sem koma skal; menn dvelja skemur í fangelsi og komast fyrr út í samfélagið aftur, undir rafrænu eftirliti. Ágætis lausn þegar langir biðlistar eru eftir fangelsisplássi, en hvað með samfélagið; er það tilbúið að taka hinum rafrænu föngum opnum örmum? Svarið virðist vera nei. Að minnsta kosti ekki þegar um er að ræða þá sem brotið hafa gegn börnum. (Eða þegar um er að ræða dæmda bankamenn. Þeir mega sig vart hreyfa án þess að valda uppþoti á samfélagsmiðlum.) Til marks um afstöðu samfélagsins gagnvart barnaníð- ingum er fálæti gagnvart vefsíðunni stönd- umsaman.is, þar sem dæmdir menn eru nafngreindir, auðkenndir með mynd og staðsettir á landinu. Fáir kalla eftir því í dag að síðan sé tekin niður og raunar held ég að mörgum þyki ágætt að upplýsingum um þessa einstaklinga sé haldið til haga á einum stað. Einhvern veginn gerðist það nefnilega að refsingar í kynferðisbrotamálum, og ekki síst málum þar sem fórnarlambið er barn, eru í engum takti við það sem samfélagið kallar eftir. Að útdeila refsingum og fram- kvæma er vandmeðfarið en þær hljóta að þurfa að vera í takt við glæpinn. Og er nema von að fólki þyki ekkert réttlæti í því að einstaklingar sem brotið hafa gegn börnum og valdið þeim þjáningu sem fylgir þeim alla ævi, geti um frjálst höfuð strokið á meðan fórnarlömbin eru enn á barnsaldri? Að barn sem brotið hefur verið gegn, megi eiga von á því að mæta kvalara sínum í Kringlunni, eða í sundi, mán- uðum eftir að dómur hefur verið kveðinn upp? Það er eitthvað bogið við þetta allt saman. Viðfangsefnið er flókið, en það hlýtur að vera hægt að gera betur, og bjóða samfélaginu upp á betra réttlæti. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Gallað réttarvörslukerfi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fyrningartími sakar vegnaskattalagabrota semtengjast lágskattaríkjumverður lengdur úr sex ár- um í tíu vegna brota sem ekki teljast meiri háttar, verði frumvarp fjár- málaráðherra um aðgerðir gegn skattsvikum að lögum, en það er nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var lagt fram í kjölfar birtingar Panamaskjalanna í vor og kveður á um ýmsar aðgerðir til að uppræta skattsvik sem tengj- ast lágskattasvæðum. Í nýju minnis- blaði sem ráðuneytið hefur sent þingnefndinni segir að mikilvægt sé að fyrningartími sakar í málum sem tengjast lágskattasvæðum verði lengdur og þeim möguleika haldið opnum lengur að unnt sé að sækja menn til sakar vegna slíkra brota. Öll meiri háttar skattalagabrot fyrnast í dag á tíu árum skv. 262. grein hegningarlaganna en önnur skattalagabrot sem tengjast lág- skattaríkjum fyrnast hins vegar á sex árum sem ráðuneytið telur of skamman tíma. „Meginástæða þess að stofnað er til brota gegn skatta- lögum í gegnum lágskattasvæði virðist vera sú leynd sem hvílir yfir athöfnum og starfsemi á slíkum stöðum. Skattyfirvöld komast að jafnaði ekki á snoðir um að brot hafi verið framið í skjóli þeirra fyrr en löngu eftir að þau voru framin, oft- ast mörgum árum síðar,“ segir í minnisblaði ráðuneytisins. Þeir sem geyma fjármuni í lág- skattaríkjum eiga hægara um vik að leyna brotunum um langa hríð. „Dæmi um slíkt hafa komið fram í skattframkvæmd,“ segir í minnis- blaðinu og síðan segir: „Þannig má sem dæmi nefna mál er sætt hefur rannsókn hjá embætti skattrann- sóknarstjóra þar sem embættið hef- ur undir höndum upplýsingar um er- lendan bankareikning einstaklings sem aldrei hefur verið gerð grein fyrir á skattframtali. Bankareikningurinn var stofn- aður fyrir nokkru, fjármunir færðir inn á hann og hafa legið þar óhreyfð- ir í nokkur ár. Skattskylda hér á landi myndaðist við flutning fjár- munanna inn á reikning ein- staklingsins og fyrningarfrestur byrjaði að líða í kjölfarið. Skatta- lagabrotið er fyrnt. Þar sem sök er fyrnd í málinu geta skattyfirvöld ekkert aðhafst en einstaklingurinn getur hins vegar flutt fjármunina óskattlagða til landsins og nýtt þá þar til persónulegra nota.“ Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri staðfestir í samtali að embættið hafi séð dæmi um þetta. Meginrökin fyrir því að lengja fyrningartímann séu þau að þegar eignir eru á bankareikningum eða í félögum á lágskattasvæðum aukist líkur á að ekki komist upp um brot. Í andstöðu við meginreglur um afturvirkni laga Lögmannafélagið bendir á í um- sögn til þingsins að ekki sé ljóst hvort gert sé ráð fyrir því að breyt- ingarnar eigi að taka til tilvika þar sem heimild til endurákvörðunar skatta er þegar liðinn við gildistöku laganna og sök er þegar fyrnd. „Sé svo, er bent á að slíkt kunni að vera í andstöðu við meginreglur íslensks réttar um afturvirkni laga, lagaskil og fyrningu, svo og ákvæði stjórn- arskrár nr. 33/1944.“ Fjármálaráðu- neytið tekur hins vegar fram ,,að gefnu tilefni“ að það muni innan tíð- ar leggja til breytingu á gildistöku- ákvæðum frumvarpsins „með það fyrir augum að skorið verði úr um réttarstöðu þeirra sem framið hafa skattalagabrot fyrir gildistökuna er tengist tekjum og eignum á lág- skattasvæðum.“ Fé falið á reikningi og skattsvikin fyrnd Morgunblaðið/Styrmir Kári Efnahags- og viðskiptanefnd Markmið stjórnar frumvarpsins er að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. KPMG segir í umsögn til þing- nefndarinnar að stórfelld rýmk- un á hugtakinu lágskattaríki í frumvarpinu sé fráleit. Hún kveði á um að ríki teljist lág- skattaríki ef íslensk skatt- yfirvöld geti ekki krafist allra nauðsynlegra upplýsinga á grundvelli tvísköttunarsamn- ings, samninga um upplýs- ingaskipti eða annars alþjóða- samnings. KPMG bendir á að þetta þýði að lagt sé til að hátt í tveir þriðju hlutar ríkja veraldar verði skilgreindir sem lág- skattaríki algjörlega óháð því hvernig skattlagningu er háttað í ríkjunum. „Sem dæmi má nefna að Arg- entína, Brasilía, Ástralía, Nýja Sjáland, Japan, Pakistan, Mar- okkó og Suður Afríka yrðu skil- greind lágskattaríki, næði til- laga ráðuneytisins fram að ganga, þrátt fyrir að tekjuskatt- ur félaga í þeim ríkjum sé frá 28% upp í 35%.“ Nær til 2/3 allra ríkja GAGNRÝNIR SKILGREIN- INGU LÁGSKATTARÍKJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.