Morgunblaðið - 03.09.2016, Page 30
Fimmtudaginn 28.
júlí 2016 var gerð útför
vinar míns og velunn-
ara, Vilhjálms Eyjólfs-
sonar, fyrrverandi
bónda og hreppstjóra á
Hnausum í Meðallandi.
Sveinn Runólfsson,
fyrrv. landgræðslu-
stjóri, bauð mér með til
kveðjustundar. Við áð-
um í Vík hjá Gylfa Júl-
íussyni, fyrrv. vega-
vinnuverkstjóra, og konu hans, Helgu
Viðarsdóttur, þar beið veglegt hlað-
borð morgunverðar. Gylfi varð okkur
samferða. Ég átti hugljúfa kveðju-
stund með Vilhjálmi við kistulagn-
ingu hans í kapellu dvalarheimilisins
Klausturhóla, kveðjustund markaða
af helgi og ró. Fagurt var að aka nið-
ur Landbrot í sólarbirtu og mikilli
veðurblíðu. Þar var líf að færast að
nýju í læki, vaxandi vatnsflæði í
Grenlæk. Komið var við á Hnausum
þar sem gamli bóndinn kvaddi ævi-
setrið búið merkum menningararfi í
fornum húsum. Við komum að Lang-
holtskirkju kl. 12.30. Kista var borin í
kirkju. Ég gladdist við að sjá og
heyra að Meðallendingar halda enn
gamlan helgisið í heiðri. Við kirkju-
dyr stóðu söngmenn og sungu styrk-
um rómi: „Jurtagarður er Herrans
hér“. Víðast mun þetta
fellt niður þegar lík er
borið í kirkju. Ég varð
organisti við Ásólfs-
skálakirkju árið 1947.
Þá stóðu söngmenn að
baki kistu og líkmönn-
um við sáluhlið í líkför
og hófu söng er tekið
var í kirkjuklukkur og
gengu syngjandi eftir
kistu inn til kirkjukórs.
Langholtskirkja, hin
aldna og merka bygg-
ing, var þéttskipuð fólki
þennan fagra dag. Hún
er byggð 1863 og tekur um 200
manns í sæti. Árið 1863 voru yfir 400
íbúar í Leiðvallahreppi svo kirkjan
tók um helming sóknarbarna. Skyldu
þau vera 40 í dag? Ég gladdist yfir því
að sjá meðal kirkjugesta Margréti
Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð og
Þór Magnússon, fyrrv. þjóðminja-
vörð. Athöfn í kirkju var fögur og lát-
laus. Kirkjukór Ása og Prestsbakka,
fjölmennur, söng svo vel að greip
hugann, ungur heimamaður, Gunnar
Pétur Sigmarsson, söng af tilfinningu
einsöng, presturinn, sr. Ingólfur
Hartvigsson, rakti æviferil Vilhjálms
af nærfærni og alúð. Svo var kistan
borin út í sól og fegurð sumardagsins.
Fram um 1920 var kista jafnan borin
sólarsinnis um kirkju í líkför að gröf.
Nú mun það víst hvarvetna niður fall-
ið. Við Skeiðflatarkirkju í Mýrdal var
það síðast gert árið 1943. Þorsteinn
Einarsson bóndi í Nikhól dó 7. janúar
það ár og hann hafði beðið um að
göngu að gröf hans yrði hagað með
þessum hætti.
Jarðarfarargestum var boðið til
góðrar erfidrykkju í Félagsheimilinu í
Efriey. Veður var svo blítt að fólk sat
að hluta til við veitingar á túnflötinni
norðan við húsið. Sveinn Runólfsson
gerði okkur Gylfa það til fagnaðar að
aka ofan um byggð þar sem margt
gleður augað. Ég minntist þess er ég
ók um Meðalland fyrir nokkrum árum
með Sveini og hann sagði: „Hér væri
hægt að framleiða mjólk handa öllum
Íslendingum.“ Ég ætla að frá Hnaus-
um séu fram að sjó um 10 km nú óslitið
graslendi. Niður hjá Sandhól er risin
vegleg kornhlaða og þar er í byggingu
eitt stærsta fjós landsins. Glóandi, víð-
lendir repjuakrar breiða sér þarna út
um landið í fegurð. Gömlu bæj-
arstæðin á þessu svæði voru prýdd
byggðum bólum í fyrstu ferð minni um
Meðalland árið 1952. Strjál bænda-
byggð á þessu víðlenda, fagra svæði er
falin fyrir þeirri ægiumferð sem nú
geisar um þjóðbrautir landsins, hér
ríkja friður og ró. Það er heillandi að
horfa um alla þessa víðlendu sléttu í
áttina til hafs. Ekki er langt til þess að
rekja er hún átti að stórum hluta í vök
að verjast fyrir eyðandi sandflæði er
hvassir vindar blésu um byggð. Þá
sögu þekkir Sveinn Runólfsson manna
best. Viðnám Landgræðslu Íslands
gegn eyðingaröflum verður seint að
fullum verðleikum metið. Sveinn
beindi för okkar vestur um víðlend tún
Lofts Runólfssonar, fyrr bónda á
Strönd. Þar voru nú heyannir bænda
úr Álftaveri sem bættu sér rýran hey-
feng af heimatúnum eftir óvenjulegt
þurrkavor. Margar dýrmætar æsku-
minningar Sveins eru tengdar Strönd,
þar sem hann átti sumardvalir um
fimm ár. Að Strönd sótti minjasafn-
arinn í Skógum margan góðan feng.
Mikill dapurleiki er samfara því að
kveðja góðvini hinstu kveðju en hvíld
er þreyttum þæg og það var sól og
fegurð yfir kveðjudegi Vilhjálms á
Hnausum. Hann fæddist 5. júní
1923, dó 21. júlí 2016. Menning Með-
allands með rætur aftur í aldir átti
sér engan betri fulltrúa en hann.
Vonandi ber þjóðin gæfu til þess að
efla á Hnausum menningarsetur í
anda Vilhjálms Eyjólfssonar. Land
og hús þar kalla á líf og starf.
Eftir Þórð
Tómasson » Vonandi ber þjóðin
gæfu til þess að efla
á Hnausum menningar-
setur í anda Vilhjálms
Eyjólfssonar.
Þórður
Tómasson
Höfundur er fyrrverandi safnvörður
Byggðasafnsins í Skógum.
Vilhjálmur á Hnausum kvaddur
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Vegna mikillar sölu vantar okkur
fasteignir á höfuðborgarsvæðinu,
á söluskrá.
Ef þú ert í söluhugleiðingum,
endilega hafðu samband sem fyrst, í
síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is
Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign,
hafðu samband í síma 533-4200
eða arsalir@arsalir.is
Ágæti fasteigna
eigandi !
Björgvin Björgvinsson,
löggiltur fasteignasali
Örugg og traust þjónusta í
fasteignaviðskiptum í áratugi.
Hætt er við að hér
stefni í feigðarflan ís-
lenskrar ferðaþjónustu
ef bera fer á þeim sem
vilja féfletta ferða-
menn sem sækja hing-
að þjónustu og
skemmtilega reynslu
af dvöl á landinu.
Ferðaþjónusta er ekki
iðnaður því að ferða-
menn eru ekki iðn-
vara, þótt þeir kunni
sumir hverjir að hafa mætur á slík-
um varningi.
Greiðvikni þeirra sem þjóna
ferðamönnum er mikilsverð. Eins
áhugaverð og menningartengd
ferðaþjónusta getur verið má
menningin ekki snúast um hjarð-
hegðun þar sem hver og einn reynir
að hafa sem mest af sérhverjum
gesti á sem skemmstum tíma. Hóf-
leg verðlagning getur aukið orðstír
þeirra sem selja, þjóna og veita.
Gott orðspor getur leitt til meiri
viðskipta síðar. Íslendingum er
hollt að fá nasasjón af
þeim kröftum sem
frjáls viðskipti geta
leyst úr læðingi; sköp-
un og hugmyndaauðgi
er mæta þörfum og
væntingum ferða-
manna.
Ég er smeykur um
að hvorttveggja athæfi
okkar Íslendinga sem
og sú aðstaða sem við
bjóðum upp á auki lík-
ur á að við missum
tökin á því sem gæti
orðið fjöregg til fram-
búðar. Takist okkur að gera vel við
hvern þann sem sækir okkur heim
kann það að verða til þess að fleiri
komi síðar og ferðaþjónusta geti
fest sig í sessi hér á landi. Eitt er
að taka skýrt fram, að aðstaða sé af
skornum skammti og því sé verð
hærra en gengur og gerist annars
staðar fyrir þá þjónustu sem í boði
er, annað er að ginna fólk á vett-
vang sem líkist vergangi.
Mér þykir gaman að geta gert
mér dagamun á tyllidögum. Ég er
þakklátur þeirri staðreynd að í kjöl-
far þess að ferðamenn leggi sína
leið hingað til lands geti fjöldi fag-
fólks rekið og starfað á góðum
veitingastöðum. Að sama skapi er
okkur Íslendingum, sem öðrum, nú
hægara um vik að virða fyrir okkur
helstu perlur íslenskrar náttúru en
var fyrir um 20-25 árum, þökk sé
því að forráðamenn svæða- og
ferðamálayfirvöld sáu og sjá þörf-
ina á að búa betur að auknum
fjölda gesta sem staðina sækja í
samræmi við markaðar stefnur. Þá
hafa fleiri öðlast skilning á mik-
ilvægi vegagerðar um land allt,
sumpart vegna ferða erlendra gesta
um landið. Þjóðvegakerfið á að vera
öruggt fyrir landsmenn sem og er-
lenda gesti.
Hætt er við að viljinn til verka sé
yfirsterkari getunni til að gera vel.
Jafnvægi magns og gæða er vanda-
samt. Flestum sem vilja vita má
vera ljóst að fjölgun gesta hefur
verið örari en áætlanir reiknuðu
með. Enn berast fregnir af miklum
fjölda ferðamanna sem streyma
hingað til lands og hafa áhrif á ís-
lenska náttúru. Í þessari vaxandi
þjónustu starfa einstaklingar sem
gera sér grein fyrir því að málum
gæti verið betur háttað, engu að
síður virðist áherslan enn vera á að
auka aðstreymi ferðamenna óháð
aðstöðu á áfanga- og áning-
arstöðum.
Lagt er upp í ferðir um við-
kvæma náttúru landsins, áð er á
stöðum án aðstöðu með hópa sem
þurfa aðstöðu. Með virðingu fyrir
náttúrunni og viðskiptavinum væri
betra til þess að vita að fjöldi í ferð-
um væri ætíð í samhengi við að-
stöðu sem aðgengileg er. Þekkt er
að búa má langferðabíla út með sal-
ernisaðstöðu, þótt það þyki e.t.v.
ekki fínt er það þó betra en að
beina fólki út á guð og gaddinn.
Hugsanlega má haga hópferðum
þannig að áð sé einungis á þeim
stöðum hvar aðstaða er fyrir hendi.
Vitað er að vel búnir langferðabílar
koma að engum notum fyrir þá sem
fara sinna ferða sjálfir. Auka þarf
og bæta má aðstöðu víða við vinsæl-
ustu ferðamannastaðina. Drjúgan
hluta ársins er hægt að skoða fjöll
og firnindi utan hefðbundins skrif-
stofutíma, til að dreifa álagi. Ósk-
andi er að þeim sem selja og fara
með hópa í ferðir sem hafa viðkomu
skipulega á stöðum án aðstöðu
fjölgi ekki heldur að fremst fari
þeir sem leggja metnað í ábyrga
þjónustu með góðri umgengni.
Hve lengi megum við bíða úr-
lausnar? Vonandi þarf ekki að
stofna framkvæmdaráð innan
Stjórnstöðvar ferðamála til að
hraða framkvæmdum, því að slíkt
tryggir varla að menn komi sér
saman um, búi í haginn fyrir og til-
einki sér boðleg viðhorf til viðfangs-
efnanna; tekjuskapandi greiðvikni
og þjónustu. Ferðamaðurinn sem
kom í gær kann að vera farinn af
landi brott á morgun.
Eftir Arnljót Bjarka
Bergsson »Hætt er við að viljinn
til verka sé yfir-
sterkari getunni til að
gera vel. Jafnvægi
magns og gæða er
vandasamt.
Arnljótur
Bjarki Bergsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.
Ferðaþjónusta eða ferðaflan?
Söluhagnaður af
íbúðarhúsnæði er al-
mennt skattfrjáls hjá
einstaklingum utan at-
vinnurekstrar, ef eign-
arhald hefur varað í tvö
ár eða lengur. Þetta á
hins vegar ekki við um
söluhagnað ein-
staklinga af öðrum fast-
eignum svo sem af frí-
stundahúsnæði,
sumarhúsum og hest-
húsum og er það almennur misskiln-
ingur.
Skattskylda hagnaðar af sölu fast-
eigna, annarra en íbúðarhúsnæðis,
fer eftir ákvæðum 15. gr. laga um
tekjuskatt. Söluhagnaður ákvarðast
af mismuni á söluverði eignar og
stofnverði hennar. Stofnverð eignar
er upphaflegur byggingarkostnaður
eða kaupverð á nafn-
verði en um eignir sem
keyptar eru 1996 eða
fyrr gilda sérstakar
reglur um framreikning
byggingarkostnaðar.
Fjármagnstekjuskattur
reiknast 20% af mismun
söluverðs að frádregn-
um sölukostnaði og
stofnverði.
Hinsvegar getur ein-
staklingur alltaf nýtt
sér 3. mgr. 15. greinar
skattalaganna og ein-
faldlega greitt 20%
skatt af helmingi söluverðs – þessi
regla virðist oftar en ekki koma hag-
stæðar út fyrir framteljanda, frekar
en að reikna skatt af mismun kaup-
verðs og söluverðs. Til einföldunar
má því segja að hámarksskattur sem
einstaklingur gæti þurft að greiða af
sölu frístundahúsnæðis væri 10% af
söluverði.
Sala á frístundahúsnæði sem ein-
staklingur eignast við arftöku:
Sala frístundahúsnæðis sem ein-
staklingur hefur eignast gegnum arf-
töku er skattskyld sbr. 15 gr. Slík
eignayfirfærsla hefur ekki í för með
sér „nýtt stofnverð“ þrátt fyrir að
erfðafjárskattur hafi verið greiddur
af gildandi fasteignamati eignar.
Sala lausafjár:
Er almennt skattfrjáls. Slík tilvik
geta komið upp við sölu á frístunda-
húsnæði til dæmis ef það er selt með
innbúi. Væri þá ekki óeðlilegt að
innbú væri selt sérstaklega á mats-
verði og væri því ekki tilgreint sem
hluti af kaupsamningi fasteign-
arinnar heldur gert um það sérstakt
samkomulag.
Skerðingar á bótum og tekjuteng-
ingar:
Allur söluhagnaður, hvorri reikni-
aðferðinni sem beitt er, reiknast sem
fjármagnstekjur og skattleggst sem
slíkur. Fjármagnstekjur geta haft
umtalsverð áhrif á útreikning bóta
frá Tryggingastofnun þar sem fjár-
magnstekjur skerða bætur verulega.
Í þessu samhengi er rétt að benda á
að fjármagnstekjur hjóna og sam-
skattaðra aðila eru sameiginlegar.
Að ofangreindu má ráða að það
þarf ýmislegt að hafa í huga við sölu á
sumarhúsum og öðrum fasteignum.
Þeim aðilum sem hyggja á sölu á
eignum er því ráðlagt að kanna
skattalega stöðu sína hjá fagmönnum
áður en ákvörðun um sölu er tekin.
Eftir Eymund
Svein Einarsson » Það þarf ýmislegt að
hafa í huga við sölu á
sumarhúsum og öðrum
fasteignum.
Eymundur
Sveinn Einarsson
Höfundur er löggiltur endurskoðandi
hjá Endurskoðun og ráðgjöf ehf. í
Garðabæ.
Skattur af sölu sumarhúsa
Grant Thornton
bikarmeistarar
Sveit Grant Thornton sigraði Lög-
fræðistofu Bjarna H. Einarssonar í
hörkuleik en fyrrnefnda sveitin hafði
betur í lokin og vann með sjö stigum
eða 153-146.
Þeir sem spiluðu í sigursveitinni eru
Þröstur Ingimarsson, Ásgeir Ás-
björnsson, Ragnar Hermannsson,
Guðmundur Snorrason, Hrólfur
Hjaltason og Sveinn R. Eiríksson
Í undanúrslitunum vann Grant
Thornton sveit Kviku með einum
impa eða 90 gegn 89 og sveit lögfræði-
stofunnar vann sveit Gulla 148 gegn
94.
Spilarar brýna kutana
Fiðringur er kominn í spilara og eru
félög farin að birta haustdagskrá sína.
BR ætlar að hefja leik 13. septem-
ber með þriggja kvölda Butler-tví-
menningi og Bridsfélag Kópavogs
blæs til leiks 15. september með
þriggja kvölda Monrad-hausttví-
menningi þar sem tvö kvöld telja til
úrslita.
Gullsmárinn
16 pör mættu til leiks í Gullsmára
fimmtudaginn 1. september.
Úrslit í N/S:
Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 159
Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 142
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 131
A/V
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 138
Vigdís Sigurjónsd. - Elísabet Steinarsd. 136
Magnús R. Jónsson - Pétur Jósefsson 131
BRIDS
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
brids@mbl.is