Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Erum við komin það
langt frá náttúrunni að
enginn er að skoða
réttindi hennar? Mað-
ur spyr sig eftir ýmsar
fréttir frá fjölmiðlum
undanfarnar vikur.
Stelpur bjarga þrast-
arunga og fólk elur
upp álftarunga. Fjöl-
miðlar ýta undir þess-
ar fréttir með
ákveðnum hvatningum um að þetta
sé allt gott og blessað.
Kíkjum á dæmi númer 1 þar sem
frétt á mbl.is segir frá stelpum sen
bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að
skammast í stelpunum sem „björg-
uðu“ þrastarunganum á sínum tíma,
enda vissu þær ekki betur. Kennari
þeirra segir þeim að skila unganum á
sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð,
þar sem það á aldrei að taka unga úr
náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst
stelpunum það ekki góð hugmynd að
skilja ungann eftir þar sem þær sjá
enga foreldra nálægt. Þetta endar
með því að þær taka ungann að sér
og koma honum svo seinna til dýra-
læknis.
Þegar ég las fréttina skildi ég al-
veg hvað þessar litlu stelpur voru að
hugsa, enda vissu þær ekki betur og
vildu koma unganum fyrir á góðum
stað. Það sem kom mér mest á óvart
var viðbrögð dýralækna sem tóku við
unganum og sögðu að þetta væri allt í
góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu
stelpurnar eftir heimsóknina til dýra-
læknisins: „Þar var okkur sagt að
hann hefði getað dáið ef við hefðum
skilið hann eftir svo við vorum mjög
fegnar að hafa bjargað honum.“
Aftur á móti er þetta skóla-
bókadæmi um algeng mistök sem
börn og jafnvel fullorðnir gera enn
þann dag í dag. Við vitum mætavel að
það getur verið talsverður tími sem
foreldrar unganna eru í burtu í æt-
isleit, sérstaklega þegar ungarnir eru
komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða
umhverfið og ungarnir fara hugs-
anlega hver í sína áttina þannig að
foreldrarnir þurfa að fara um víðan
völl til að sinna öllum ungunum. Jafn-
vel þótt ungarnir virðist vera í tals-
verðri fjarlægð frá foreldrunum þá
er það hluti af því að ungarnir læri að
bjarga sér sjálfir, en það er mik-
ilvægasta lexían sem öll villt dýr
þurfa að læra.
Komum að dæmi
númer 2, álftarung-
unum sem voru aldnir
upp af fólki. Í fréttum
Stöðvar 2 var um dag-
inn frétt um fjölskyldu
sem var með álftaregg
þar sem þau náðu að
unga út tveimur eggj-
um. Það sem kom aftur
á móti ekki fram er
hvaðan fengu þau egg-
in? Þessi spurning sat
föst í mér, enda ólöglegt
að taka egg frá frið-
uðum fuglum, skv. lögum „Allir fugl-
ar, þar með taldir þeir sem koma
reglulega eða flækjast til landsins,
eru friðaðir, nema annað sé tekið
fram í reglugerð þessari. Friðun tek-
ur einnig til eggja og hreiðra þeirra
fugla sem njóta algerrar eða tíma-
bundinnar friðunar, nema öðruvísi sé
ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin
tilheyrir þeim hópi fugla sem er frið-
aður allan ársins hring. Fjölskyld-
unni í fréttinni höfðu af einhverjum
ástæðum áskotnast sjö álftaregg og
náð að klekja tveimur eggjum út og
fór að ala upp ungana. Allt hljómaði
þetta voða gaman og áhugavert, sér-
staklega í augum fjölmiðla. Þetta aft-
ur á móti er í andstöðu við lög lands-
ins, enda má ekki hafa villt dýr í
haldi, sem og taka egg af friðuðum
tegundum eins og ég kom fyrr að.
Aftur á móti er þetta ekki eina sagan
sem maður hefur heyrt af, enda
margar sögur þar sem fólkt hefur
tekið egg eða unga hrafna og alið upp
sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í
flestum tilvikum valdið miklum usla
enda óhræddir við menn og að lokum
hafa þeir verið skotnir þar sem þeir
voru orðnir of ágengir.
Þannig að maður spyr sig, hverj-
um er verið að gera greiða með að ala
upp villt dýr? Allavega hefur það
aldrei verið dýrunum til góða, því
miður.
Ég vildi bara benda á þetta og sér-
staklega beini ég mínum orðum til
fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi
samband við rétta aðila áður en þeir
senda út misvísandi skilaboð til al-
mennings.
Náttúra landsins
og fjölmiðlar
Eftir Ellen
Magnúsdóttur
Ellen Magnúsdóttir
»Hverjum er verið að
gera greiða með að
ala upp villt dýr?
Höfundur er líffræðingur.
Þöggun er einn
helsti dragbítur á heil-
brigða umræðu og
þannig einnig á stefnu-
mörkun og framfarir í
landinu. Hún er okkur
til óverðskuldaðrar
skammar.
Með breyttum tím-
um og siðum, hér á
landi og á alþjóðavísu,
er bráðnauðsynlegt við
getum rætt saman af skynsemi og ró,
markað okkur stefnu – og fram-
kvæmt hana, í stað þess að taka ekki
á vandanum fyrr en í algert óefni er
komið.
Þöggun er ekki alveg nýtt fyr-
irbæri á á Íslandi.
Áfengisvandamál, fóru ekki hátt,
og þóttu til skammar. Hversu miklu
fyrr hefðum við ekki fengið forvarnir
og meðferðarúrræði ef við hefðum
viðurkennt vandamálið einlæglega og
leitað lausna. Á meðan við drögum
lappirnar og muldrum í eigin barm
vex vandinn, sífellt erfiðara verður að
koma böndum á hann og kostnaður
vex – bæði í peningum, lífshamingju
og mannslífum.
Andleg veikindi þóttu
til skamms tíma hneisa í
hverri fjölskyldu og
þöggunin sem af því
leiddi átti sinn þátt í því
að lausn vandans dróst á
langinn. Uppgjöf og
sorg fylgdi í kjölfarið.
Þriðja dæmið af
mörgum er notkun
fíkniefna. Ég minnist
með virðingu Kristjáns
Péturssonar deild-
arstjóra í tollgæslunni. Hann skrifaði
í blöðin fyrir mörgum áratugum síð-
an og vakti athygli á notkun fíkniefna
– sem þá voru kölluð eiturlyf – í Suð-
ur- og Norður-Ameríku. Hann benti
á að hætta væri á að notkun þeirra
bærist til Evrópu. Þegar það svo
gerðist, varaði hann við því að þau
styngju sér niður á Norðurlöndum og
þá væri skammt til Íslands. Íslend-
ingar hristu höfuðið fullir vantrúar:
Að Kristján skyldi láta sér detta í
hug að Íslendingar ánetjuðust ein-
hverju eitri! Hvílíkt rugl!
Þetta er eitt af mörgum dæmum
um ábendingar sem stjórnmálamenn
hirtu ekkert um eins og oft er þeirra
vani – að þegja hlutina í hel.
„Þetta voru einhverjir vandræða-
unglingar sem áttu óhæfa foreldra,“
sagði fólk. Þeir ólánssömu báru harm
sinn í hljóði og skömmuðust sín jafn-
vel.
Opin umræða og lausnir
Þarna höfum við í hnotskurn
hvernig við bregðumst við yfirvof-
andi vandamálum: Stjórnmálamenn
gerðu ekkert og eins og þeim er tamt,
töldu sig ekki þurfa að hlusta á fólk
úti í bæ. Ítrekaðar viðvaranir og vís-
bendingar hafa engin áhrif á þá.
Þessi mál hafa loks komist í opna
umræðu – þótt seint sé – og er það
vel. Nú höfum við stofnanir sem
sinna þessum málum – að vísu flestar
undirmannaðar og í fjárþröng. Þær
skilaárangri og veita von. Vanmetum
ekki gildi vonarinnar – hún er því
miður það eina sem hundruð ein-
staklinga og fjölskyldna hafa – í bili.
Hagsæld og
fjárhagslegt „aðhald“
En önnur mál bíða og vaxa. Mál
sem sæta þöggun og fá því ekki af-
greiðslu. Í þeim flokki er innflutn-
ingur „flóttamanna“, trúmál, Schen-
gen-vitleysan sem margir hafa
mótmælt í áratug, ESB, áfengi í mat-
vöruverslunum – og aðbúnaður aldr-
aðra og öryrkja svo eitthvað sé nefnt.
Að mestu er þagað og ekkert gert.
Innan um allt talið um velgengni
þjóðfélagsins er talað um fjárskort og
þörf fyrir aðhald – og nýjan flugvöll!
Á sama tíma tala aðrir vígreifir um
hvort við eigum heldur að byggja
nýjan flugvöll úti á Lönguskerjum
eða hvort einhver hraunfláki henti
betur. – Er enginn endir á vitleys-
unni og skilningsleysinu?
Íslendingar;
verum ein þjóð
Mitt í öllu talinu um gegnsæja
stjórnarhætti og beint lýðræði verð-
um við, þjóðin, að gera okkur ljóst að
valdi fylgir ábyrgð. Við getum ekki
heimtað allt sem okkur dettur í hug –
það er leiðin til gjaldþrots. Jákvæða
aðferðin er að setja þarfir okkar og
langanir á blað og forgangsraða með
velferð þjóðarinnar að leiðarljósi.
Dæmi: Sagt er að breikka þurfi
vegi út frá Reykjavík. Það er rán-
dýrt.
Það er líka sagt að hundruð
manna, allt niður í börn, eigi við
hegðunarvanda og beinar geðveilur
að stríða. Það kostar stórfé að létta
þá þraut og útvega húsnæði, sér-
fræðiþjónustu og lyf.
Það er líka talað um að flytja hing-
að fleiri flóttamenn, sem reynslan
sýnir að er dýrt og erfitt og jafnvel
ekki vilji fyrir hjá þjóðinni.
Lausnir
Hvernig væri nú að setjast niður
sem ein þjóð, viðurkenna að þetta er
ekki allt hægt að gera í einu. Hlust-
um á röksemdir hvert annars og leit-
um lausna sem þjóðin ræður við og
eru í samræmi við það hvernig þjóð
við viljum vera.
Ég er t.d. tilbúinn að fresta vega-
breikkunum, aka minna fram úr en í
staðinn hægar og jafnar til að minnka
slysahættuna. Það sparar fé. Þá má
senda matvæli til þurfandi útlend-
inga í stað þess að flytja þá hingað.
Það minnkar líka þörf fyrir húsnæði
sem þegar er skortur á, sem aftur
hefur hleypt verði fasteigna upp úr
öllu valdi.
Þetta samanlagt ætti að losa um
heilmikið fé sem m.a. má nota til að
sinna öryrkjum, öldruðum og þeim
sem þurfa á geðrænum stuðningi að
halda.
Starfsmenn okkar og við
Stjórnmálamenn verða að muna að
þeir eru í vinnu hjá íslenskri þjóð.
Þeir verða líka að vera menn til að
taka góðum ráðum, þó að þeir hafi
ekki fengið hugmyndirnar sjálfir.
Margir meðal almennings hafa ekki
hagsmuna að gæta sjálfir, en luma á
ráðum og þekkingu sbr. t.d.Kristján
Pétursson og nýlega formann félags
lögreglumanna. Á hvorugan var
hlustað og ráð hvorugs tekin – málin
einfaldlega þöguð í hel. Tökum ekki
þátt í því.
Ég skora á alla landa mína að láta
heyra í sér. Skrifið þingmönnum eða
sendið tölvupóst – Upplýsingar eru á
vef Alþingis. Skrifið í blöðin, hringið í
rabbþætti Útvarps Sögu. Myndið
hópa um bætt þjóðfélag, þeir geta
sem heild ályktað og látið í sér heyra.
Eftir Baldur
Ágústsson
Baldur Ágústsson
» Innan um allt talið
um velgengni þjóð-
félagsins er talað um
fjárskort og þörf fyrir
aðhald, niðurskurð, sölu
ríkiseigna – og nýjan
flugvöll! Rugl!
Höfundur er fv. flugumferðarstjóri,
forstjóri og frambjóðandi til embættis
forseta Íslands.
baldur@landsmenn.is
www.landsmenn.is
Þöggun og þögn
Kjararáð, sem skip-
að er í af þeim sem
undir það heyra, er al-
veg heillaráð fyrir þá
hina sömu enda taka
laun og þóknanir allra
þessara aðila mið af
ákvörðunum ráðsins.
Þetta fyrirkomulag
mun þó seint teljast
þjóðráð enda skatt-
greiðendur sem bera
kostnaðinn. Nú kann einhver að
halda því fram að kjör þurfi að vera
góð fyrir þá aðila sem hér um ræðir
en meðan klíka ræður því hverjir
hreppa hnossið munu beittustu
hnífarnir í skúffunni aldrei hreppa
þessar stöður. Það er nokkuð
öruggt að meira að segja sjálfselsk-
ustu harðstjórum myrkustu skúma-
skota Afríku hefur ekki hugkvæmst
að bjóða þegnum sínum upp á
svona fyrirkomulag. En á litla
„óspillta“ Íslandi kemst gegn-
umsýkt og fársjúk embættis-
mannaelítan upp með að hrifsa til
sín allt sem henni þóknast og leggja
þannig þyngri byrðar á herðar
þeirra sem í raun bera samfélagið
uppi. Í raun er ekkert að því að
hafa einhvers konar ráð til að
ákveða kjör æðstu embættismanna
ríkisins en þá væri miklu nær að
það væri skipað fiskverkakonunni
frægu á Skaganum, Didda verka-
manni og einyrkjum sem reyna það
á eigin skinni að grundvöllurinn
fyrir því að geta greitt mannsæm-
andi laun er að það sem kemur í
launaumslagið sé í takti við verð-
mætasköpun viðkomandi. Kjararáð
úrskurðaði nýlega að nokkrir með-
limir elítunnar skyldu hækka um
upphæðir sem venjulegt fólk myndi
almennt vera þokkalega sátt við í
heildarlaun. Ekki nóg með rausn-
arlega hækkun heldur voru þessum
aðilum réttar margar milljónir aft-
urvirkt að ótöldum greiðslum fyrir
óunna yfirvinnu. Ofan á laun þess-
ara aðila, sem eru langt umfram
það sem eðlilegt getur talist með
tilliti til vinnuframlags og verð-
mætasköpunar þeirra, eru þeim
réttar aukasporslur eins og t.d.
ferðadagpeningar sem eru að lang-
mestu leyti sviknar undan skatti í
skjóli tómlætis Ríkis-
skattstjóra sem er jú
einn af meðlimum
fyrrgreinds einka-
klúbbs elítunnar.
Ríkisskattstjóri
skrifaði grein ásamt
aðstoðarmanni sínum
um aflandsbæli og
skattaskjól á fjar-
lægum slóðum fyrir
nokkru í Tíund sem er
nokkurs konar prívat-
blað embættis Rík-
isskattstjóra prentað á
glanspappír á kostnað skattgreið-
enda. Þetta blað er lítið lesið utan
sértrúarsöfnuðar Ríkisskattstjóra
og að því leyti svipar takmarkaðri
lesningu þess til Varðturnsins sem
gefinn er út af öðrum fámennum
sértrúarsöfnuði. Þar fóru þeir fé-
lagar, Skúli ríkisskattstjóri og að-
stoðarmaður hans, mikinn og al-
hæfðu um öll fyrirtæki á
lágskattasvæðum, kölluðu þessi fé-
lög öll aflandsbæli og var orðfærið
með þeim hætti að í raun afhjúpuðu
þeir þekkingarleysi sitt á þessum
málum. Þessi grein spratt ekki upp
af frumkvæði Ríkisskattstjóra held-
ur kom í kjölfarið á birtingu úr svo-
kölluðum Panamaskjölum sem
óljóst er hve mikið var búið að
grisja og er sú umræða nú fallin í
gleymskunnar dá. Skattaundanskot
með notkun aflandsviðskipta sem
umrædd grein fjallaði um eru í
raun baunir í samanburði við
skattaundanskot í íslenska embætt-
ismannakerfinu. Ríkisskattstjóri og
hjörð hans, að ógleymdum skatt-
rannsóknarstjóra, eru í raun af-
kastamestu skattsvikarar landsins
vegna sniðgöngu þeirra við að
fylgja eftir að fyrrnefndar sporslur
elítunnar séu rétt fram taldar og
greiddur sé tekjuskattur af í sam-
ræmi. Ríkisskattstjóra og þeim að-
ilum sem fara með skatteftirlit í
landinu væri hollt að leiða hugann
að því hvers vegna skattsvik eru
svo almenn, þ.e. hvaða ástæður
liggja að baki því að vilji almenn-
ings til að leggja til samfélagsins er
ekki meiri en raun ber vitni. Þegar
fregnir berast af því að bæta eigi í
mokstur undir embættismanna-
hjörðina á kostnað þeirra sem
skapa verðmætin þá leiða þeir sem
bera samfélagið uppi óneitanlega
hugann að því hvort það hafi í raun
nokkuð upp á sig að fjármagna
spillingu og sukk þessara aðila.
Finnst þeim ekki bara nær að
skapa sér sitt eigið góðæri?
Meðan Ríkisskattstjóri og að-
stoðarmaður hans beita her sínum í
baunatalningu í Karabíska hafinu
veltir embættismannaelítan sér í
dagpeningabæli sínu í öruggu
skattaskjóli Skúla ríkisskattstjóra,
nokkurs konar Skúlaskjóli. Þrátt
fyrir ítrekaðar ábendingar til þeirra
sem fara með skatteftirlit í landinu,
sem og allra núverandi alþing-
ismanna, ber ekki á að taka eigi
fyrir þessi skattsvik enda myndu
þeir hinir sömu skerða verulega
eigin möguleika á undanskotum. Al-
menn þöggun er meðal þessara
mála hjá fjölmiðlafólki og engu lík-
ara en að kastað sé til þess ein-
hverjum brauðmolum úr umræddu
skjóli. Fyrir liggur að þriðjungur
þeirra þingmanna sem nú sitja ætla
ekki að bjóða sig fram í næstu
kosningum. Þrátt fyrir að þessir að-
ilar hafi ákveðið sjálfir að hætta á
þingi koma skattgreiðendur til með
að sitja uppi með þetta stóð á 3ja til
6 mánaða biðlaunum. Hinn almenni
launamaður fær yfirleitt greitt fram
á síðasta vinnudag. Í ljósi þess sem
tínt er til að ofan þá hlýtur það að
vera hrein og klár heimska að
greiða til samfélagsins nema aðeins
það sem útilokað er að stinga und-
an. En kannski er bara hollt fyrir
sálartetrið að vera heimskur hvað
þessa hluti varðar því ef allir hegð-
uðu sér eins og fyrrgreind embætt-
ismannaelíta þá væri hvorki fyrir
að fara heilbrigðis- né menntakerfi
í landinu.
Eftir Örn Gunn-
laugsson »Meðan Ríkisskatt-
stjóri beitir her sín-
um í baunatalningu í
Karabíska hafinu veltir
embættismannaelítan
sér í dagpeningabæli
sínu í öruggu Skúla-
skjóli.
Örn Gunnlaugsson
Höfundur er atvinnurekandi og fyrr-
um aflandseyjapeyi.
Sukk, bæli og skjól