Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 36

Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 ✝ Árni Sigurjóns-son fæddist að Eystri-Pétursey í Mýrdal 21. mars 1926. Hann lést 22. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Sigurjón Árnason, f. 1891, d. 1986, og Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1884, d. 1941. Systkini Árna voru Elí, f. 1922, d. 2008, og Þór- arinn, f. 1923, d. 2012. Hálf- bræður samfeðra: Eyjólfur, f. 1947, og Sigurður, f. 1949, d. 2000. Þá ólust upp með þeim Þórhallur Friðriksson, f. 1913, d. 1999, Sigurbjartur Jóhann- esson, f. 1929, og Bergur Örn Eyjólfs, f. 1938, d. 1996. Hann var sammæðra Eyjólfi og Sig- urði. Árið 1950 kvæntist Árni, Ástu Hermannsdóttur, f. 1930, d. 1993. Hún var dóttir Hermanns Friðriks Hjálmarssonar vélfræðings úr Aðalvík, og Dó- rotheu Högnadóttur frá Vík. Ásta ólst upp frá tíu ára aldri hjá Arnbjörgu Ásbjörnsdóttur og Jóni Þorsteinssyni í Norður- Vík. Börn Árna og Ástu eru: 1) Þorsteinn, f. 1951, kvæntur Arn- dísi Ástu Gestsdóttur. Börn þeirra eru: a) Jón, kvæntur Guð- rúnu Berglindi Jóhannesdóttur og eiga þau þrjú börn. b) Þóra, gift Böðvari Þór Kárasyni og eiga þau fjögur börn. c) Haukur, Ólafur, í sambúð með Kristínu Dagbjörtu Skaftadóttur og eiga þau eina dóttur. b) Bjarki, í sam- búð með Gyðu Björgvinsdóttur og eiga þau tvo syni. c) Dórot- hea. Systurdóttir Ástu, Hrafn- hildur Oddný Sturludóttir, f. 1949, d. 2003, kom á heimilið á unglingsárum og var alltaf talin ein af systkinunum. Börn henn- ar eru: a) Sigurður Bjarni Rafnsson, kvæntur Ingibjörgu Ástu Sigurðardóttur og eru börn þeirra þrjú auk dóttur sem hann átti áður. b) Ásta Kristín Sigurðardóttir, gift Sigurgísla Jónassyni og eiga þau þrjú börn. c) Hermann Sigurðsson, kvænt- ur Ósk Auðunsdóttur og eiga þau tvær dætur. d) Hrafnhildur Sigurðardóttir, gift Elmari Erni Guðmundsyni og eiga þau tvær dætur. Sambýliskona Árna frá 1995 var Friðbjörg Guðmundsdóttir, f. 1926, d. 1997. Síðustu árin bjó hann með Sólveigu Guðlaugs- dóttur, f. 1925, d. 2016. Hún var jarðsungin síðasta þriðjudag, 30.ágúst. Árni var bifreiðarstjóri frá 1946-1964, vann síðan við versl- unarstörf og stjórnun vöruflutn- inga KS í Vík til 1982. Þá vann hann við smíðar til 2006 og keyrði skólabíl í Mýrdal. Einnig eyddi hann tundurduflum í nokkur ár við suðurströndina eftir seinna stríð. Helstu áhuga- mál Árna voru útivera og hest- ar. Hann var stofnfélagi Hesta- mannafélagsins Sindra og Lionsklúbbsins Suðra. Útför Árna verður gerð frá Víkurkirkju í dag, 3. september 2016, klukkan 14. kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur og eiga þau þrjá syni. 2) Sigríður Dórot- hea, f. 1952, gift Gunnari Braga Jónssyni. Börn þeirra eru: a) Árni, kvæntur Guðlaugu Þorvaldsdóttur og eiga þau þrjár dæt- ur og eitt barna- barn. b) Jón Þór, f. 1974, d. 2009. Hann var kvæntur Hönnu Arnardóttur og eiga þau einn son. Fyrir átti Jón Þór eina dóttur. c) Solveig Sigríður, gift Guðmundi Kr. Ragnarssyni og eiga þau tvo syni. 3) Sigurjón, f. 1957, kvæntur Margréti Jóns- dóttur. Börn þeirra eru: a) Árni, kvæntur Guðrúnu Þóru Mogen- sen. Þau eiga fjögur börn. b) Pálmar, í sambúð með Brynju Ragnarsdóttur og eiga þau eina dóttur. c) Friðrik, í sambúð með Birnu M. Þórarinsdóttur. 4) Hermann, f. 1958, kvæntur Sig- ríði Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: a) Steinar, kvæntur Ragn- hildi Ýr Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. b) Arnar Freyr, í sambúð með Sigrúnu Pálma- dóttur. c) Ástþór. 5) Elín, f. 1961, d. 1997. Eftirlifandi maki hennar er Brynjar Jón Stef- ánsson. Börn þeirra eru: a) Sig- rún Arna, í sambúð með Hilmari Guðlaugssyni og eiga þau tvö börn. b) Böðvar Dór. 6) Oddur, f. 1965, kvæntur Ingibjörgu Ýr Ólafsdóttur. Börn þeirra eru: a) Það er ekki auðvelt að ætla að skrifa minningu föður sem hefur lifað langa og viðburðaríka ævi eins og Árni frá Pétursey. Auð- vitað man ég ekki eftir öllu, en þá er bara að segja frá því sem mað- ur heyrði, en það var oft glatt á hjalla í eldhúsinu á Háeyri, þegar komu saman nokkrir bílstjórar eftir langan dag og menn fengu smádreitil út í kaffið. Þá flugu nú ýmsar skemmtisögur úr amstri dagsins. Pabbi kom til Víkur 18 ára gamall og vann við að smyrja bíla Kaupfélagsins, tók síðan meirapróf og fór að keyra flutn- ingabíla. Þá keyrði hann rútur hjá Brandi Stefánssyni um tíma og einnig hjá Leiðólfi á Klaustri. Það mun hafa verið snjóavetur- inn 1951 sem hann fór með póst- inn á hestum frá Vík til Kirkju- bæjarklausturs, þá reið hann einsamall austur Mýrdalssand og fór með sjónum austur í Álftaver en fékk síðan fylgd yfir Kúðafljót og svo áfram austur úr Meðal- landi og upp úr Landbroti. Slark- samt hlýtur þetta að hafa verið um hávetur. Þá var hann í síma- vinnu hjá Kjartani Sveinssyni, meðal annars í símalögn í Öræfi og einnig í Borgarfirði. Lengst af sinni starfsævi vann hann hjá Kaupfélagi Skaftfellinga við akstur, pakkhússtörf og smíðar. Hann fór á yngri árum, eftir að hann kom til Víkur, að venja komur sínar í Norður-Vík en þar var heimasæta sem heillaði og eftir að hún hafði verið á Varma- landi þá giftu þau sig og festu kaup á neðri hæðinni á Helgafelli og þar fæddist ég, frumburður- inn. Fjölskyldan stækkaði og þurfti stærra húsnæði og keypti hann þá Háeyri og höfum við kennt okkur við það hús síðan og köllum okkur „Háeyringa“. Ekki var maður mjög gamall þegar maður fór að keyra hjá pabba og var það helst ef farið var austur yfir Sand. Í mörg ár fór hann í sumarfríum sínum að Pétursey með fjölskylduna og hjálpaði við heyskap. Seinna meir fór hann að ferðast meira, oft var farið í Grænalón, en þar höfðu nokkrir Víkurbúar komið sér upp veiði- kofa og nutu þess að vera úti í friðsældinni. Þá var ánægjan af hestum og hestaferðalögum ekki minni og naut hann þess að ferðast á hestum og áttu þau mamma ágæta ferðahesta. Lífið er samt ekki alltaf tóm hamingja, og sorgin bankaði upp á þegar mamma kvaddi þetta líf í ágúst 1993. Tveimur árum seinna kom hún Ebbý, og lífið var ljúft um stund, en svo dimmdi aftur og Ebbý lést í júlí 1997. Á sama tíma var yngri dóttirin, Elín, að berjast við sín veikindi sem end- aðu með sigri „dauðans“ 11. októ- ber 1997. Pabbi vakti við sjúkra- rúm Ellu okkar síðustu vikurnar sem hún lifði og sýndi ótrúlega þrautseigju, sem hefur reyndar verið einkennandi fyrir hann alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom hún Solla og áttu þau nokkur góð ár og fluttu síðan saman í íbúð fyrir aldraða í Hjallatúni og síðar þegar minnið og hugsunin fór að fara á skjön við raunveruleikann fluttu þau í hjúkrunarrými Hjal- latúns, þar sem þau voru í góðum höndum starfsfólks heimilisins. Sólveig Guðlaugsdóttir lést hinn 19. ágúst sl. og pabbi þremur dögum síðar. Takk fyrir allt, pabbi minn, þú varst mín fyrir- mynd þó svo að ég „hafi aldrei komist með tærnar þar sem þú hafðir hælana“ eins og einn góð- ur vinur sagði fyrir margt löngu. Þinn sonur, Þorsteinn. Hann pabbi minn kvaddi þessa jarðvist saddur lífdaga eft- ir að hafa skilað dagsverki sem margur yrði stoltur af, þó var það ekki hans háttur að miklast af eigin verkum. Það er notaleg tilfinning þegar nafn hans ber á góma í samræðum við samferða- fólk að heyra væntumþykjuna í hans garð enda var hann hjálp- samur, ósérhlífinn, spaugsamur en umfram allt bjargtraustur persónuleiki. Heimilið okkar að Háeyri í Vík var gestkvæmt enda pabbi í þjónustuhlutverki hjá Kaupfélaginu við að stýra bíla- flota þess mestan minn uppvöxt í heimahúsum og þá voru flutning- arnir lífæð samfélagsins og því oft ónæðissamt á kvöldin og um helgar og við þetta ólumst við systkinin upp, að gera öðrum greiða var alveg sjálfsagt og ekki tiltökumál klukkan hvað eða hvaða dag, enda var það haft eft- ir Oddi Sigurbergssyni kaup- félagsstjóra að ef það væru ein- ungis Árnar Sigurjónssynir í vinnu hjá félaginu þá væri ekki vandi að reka kaupfélag. Á Há- eyri var alltaf pláss fyrir alla, bæði til borðs eða næturgisting- ar og margar eftirminnilegustu stundir í lífinu eru frá eldhús- borðinu á Háeyri með vinum og ýmsum kynlegum kvistum sem foreldrar mínir lögðu rækt við. Pabbi var einstaklega ósérhlífinn og hjálpsamur og þess nutum við Sigga ómælt þegar við hófum bú- skap af litlum efnum en mikilli bjartsýni, þá var gott að eiga for- eldra sem studdu við bakið á okkur með ómældri vinnu, hvort sem var í heyskap, byggingum eða viðgerðum, alltaf var pabbi boðinn og búinn og kenndi mér að lífið er bara verkefni sem þarf að leysa. Eitt mesta hrós sem mér hefur hlotnast var þegar við pabbi vorum eitthvað ósammála um einhverja framhleypni í mér þegar mamma sagði: þið eruð lík- ari en þið haldið. Þetta greyptist í huga mér og í dag er ég ákaf- lega stoltur af þessari samlík- ingu. Elsku pabbi minn, kærar þakkir fyrir uppeldið og alla hjálpina. Hvíldu í friði. Hermann. Af sinni skaftfellsku hógværð hefði afi minn og nafni líklega ekki talið þörf á að um hann yrðu skrifuð minningarorð. Engu að síður er það svo, að þegar ævi- skeið spannar heil 90 ár er margs að minnast og afrekin mörg, bæði stór og smá, sem verðskuld- ar meira en nokkur fátækleg orð. Aðrir þekkja betur og kunna að segja frá æskuárum hans í Pét- ursey, lífsbaráttu ungra hjóna við að koma undir sig fótunum í Vík og öllum ævintýrunum í vöru- og fólksflutningum yfir sandana svörtu og óbrúaðar ár, sjálfsagt alloft í varasömum veðrum. Margar af mínum fyrstu bernskuminningum tengjast Há- eyrinni enda eyddi ég ófáum stundum þar hjá ömmu og afa. Þar var alltaf gott að vera. Amma stóð vaktina heima með- fram vinnu í Kaupfélaginu og afi kom heim í hádeginu úr pakk- húsinu eða trésmiðjunni til að næra sig og fá sér stuttan hádeg- islúr áður en verkefni dagsins voru kláruð. Þannig gekk lífið sinn vanagang. Við veikindi og fráfall ömmu breyttist lífið en afi bar sig vel, þó að ég geti ímyndað mér að það hafi tekið sinn tíma að finna taktinn að nýju. Ekki liðu svo mörg ár þar til sorgin kvaddi dyra að nýju við fráfall Ellu, sem tók einnig mik- inn toll af afa. En áfram hélt hann. Afi var afar fróður um bæi, kennileiti og staðhætti um Suð- urlandið allt og víðar, enda var hann víðförull um sveitirnar báð- um megin sanda á sínum yngri árum, hvort sem var á hestum eða hraðskreiðari fararskjótum. Á ferðum mínum um Suðurland- ið hin síðari ár minnist ég bíl- ferðar með honum frá Vík til Reykjavíkur þegar ég var líklega á 12. ári. Þar reyndi sá gamli að stimpla rækilega inn í hausinn á þeim litla fjölmörg bæjarheiti og merkilega staði sem í minning- unni virtust vera jafn margir og kílómetrarnir til höfuðborgarinn- ar. Eitthvað eimir enn af þessari kennslustund þó að námsefnið hafi verið töluvert að umfangi. Eftir því sem árin liðu og lengra varð á milli okkar fækkaði sam- verustundunum en alltaf var jafngott að koma á Háeyrina og ávallt dregnar fram veitingar af ýmsu tagi. Oftar en ekki var á boðstólum eitthvert kjötmeti, jafnan reykt og yfirleitt í feitari kantinum, sem fáum þótti reynd- ar jafn girnilegt og afa. Víkin og Mýrdalurinn var hans heimavöllur og hvergi ann- Árni Sigurjónsson Amma var alltaf tilbúin að passa okkur, til dæmis þegar við vorum litlir þá kom hún upp á Kiðafell með Kötu frænku og passaði okkur í hálfan vetur meðan mamma og pabbi voru að vinna. Þegar við gistum hjá ömmu þá sváfum við á gólfinu í svefnher- berginu hennar, með gult sæng- urver. Áður en við fórum að sofa fór amma með bænir og sálma fyrir okkur. Amma bakaði líka langbestu pönnukökur og skinkuhorn í heimi. Amma var alltaf að prjóna og sauma eitt- hvað og hún var tilbúin að prjóna allt fyrir okkur. Einu sinni báð- Guðlaug Magnúsdóttir ✝ Guðlaug Magn-úsdóttir fædd- ist 5. desember 1926. Hún lést 9. ágúst 2016. Útför Guðlaugar fór fram 18. ágúst 2016. um við ömmu um ullarsokka og hún prjónaði tvö pör á einu kvöldi. Lopa- peysurnar sem amma prjónaði á okkur hafa gengið á milli krakkanna á Kiðafelli og flest börnin á Kiðafelli eiga lopapeysu eftir hana. Við fórum oft með ömmu norður á Strandir í sumarbústaðinn og þá sat hún alltaf á milli okkar í bílnum á leiðinni. Þar tíndum við með henni fullt fullt af bláberjum og krækiberjum. Hún kenndi okkur líka að finna og tína fjallagrös. Þegar hún bjó í Sólheimunum þá fórum við alltaf með henni að þvo þvottinn upp á 12. hæð og settum andlitin í gluggann á þvottavél- inni og við hristumst allir. Hún var langbesta amma í heimi. Þorsteinn og Cýrus. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, STEINUNN ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Háaleitisbraut 41, lést á líknardeild Landspítalans 24. ágúst síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Ásbjörn Valur Sigurgeirsson Guðmundur Ásbjörnsson Ester Ásbjörnsdóttir Innilegar þakkir fyrir allar kveðjurnar og þann hlýhug, samúð og vináttu sem þeim fylgdu við andlát og útför ÓLAFAR ELDJÁRN þýðanda og ritstjóra, Öldugötu 30, Reykjavík. Fyrir okkar hönd og allrar fjölskyldunnar, . Stefán Örn, Kristján Andri, Davíð, Stefán Hallur og Ágúst Breki Eldjárn. Elskuleg dóttir, systir, móðir, tengdamóðir og amma okkar, ÞORBJÖRG HALLDÓRA GUNNARSDÓTTIR, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 8. september klukkan 13. . Guðrún Jóhannsdóttir, Linda Óskarsdóttir, Halldór Magnússon, Gunnar Magnússon, Sigrún Auðunsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Ragnar Ingólfsson, Berglind Óskarsdóttir, Andri Óskarsson, Lilja Þórarinsdóttir, systkini og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og systir, KRISTJANA ARNARDÓTTIR, Básahrauni 46, Þorlákshöfn, áður búsett að Hlíðarhjalla 59, Kópavogi, lést á líknardeild LSH í Kópavogi 29. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 6. september klukkan 15. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Ljósið. . Jakob Örn Haraldsson, Örn Sævar Hilmarsson, María Björk Sverrisdóttir, Örn Sævar Eyjólfsson, Viktoría Jóhannsdóttir, Jóhann Örn Arnarson, Hjördís Blöndal, Vignir Arnarson, Dagný Magnúsdóttir, Íris Arnardóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ANTONSSON sjómaður, Nesvegi 4, Hauganesi, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. ágúst. Útför verður frá Árskógskirkju laugardaginn 10. september klukkan 15. . Petrea Jenný Gunnarsdóttir, Gunnar Anton Jóhannsson, Hannesína Scheving, Svanbjörg Jóhannsdóttir, Ívar Sizemore, Heiðar Jóhannsson, Anna Sigrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR húsfreyju, Skarfshóli í Miðfirði. . Kristín Dóra Margrét Jónsdóttir, Jón Ívar Jónsson, Magnús Ari Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.