Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 43

Morgunblaðið - 03.09.2016, Side 43
verslunina. Meðfram rekstri Tóna- búðarinnar stóð Pálmi fyrir útgáfu fjölda hljómplatna undir nafni Tóna- útgáfunnar, m.a. plötu Trúbrots, Lif- un, og gaf út einu hljómplötu Flow- ers. Pálmi spilaði um árabil í dans- hljómsveitum, þeirra þekktust er hljómsveitin Póló, en Pálmi er enn virkur í tónlistarlífinu og hefur spilað á bassa, harmoniku og orgel í gegn- um tíðina. „Við erum fimm saman og spilum aðallega á hjúkrunarheimil- inu Lögmannshlíð einu sinni í mán- uði og ætlum að spila í afmælinu á morgun, en eins og ég sagði fyrir mörgum árum þá er ég alveg hættur að spila fyrir peninga, var búinn að gera það ansi lengi.“ Pálmi hefur sinnt ýmsum félags- málum, var m.a. einn af stofnendum JC á Akureyri, hefur starfað fyrir Kiwanisklúbbinn Kaldbak í 45 ár og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, auk þess sem hann sat í stjórn Kaup- mannafélags Akureyrar, Blindra- félagsins og Sjónstöðvar Íslands um árabil. Fjölskylda Pálmi kvæntist 10. desember 1967 Soffíu Kristínu Jónsdóttur, f. 17.7. 1947, húsmóður sem auk þess starf- aði við barnagæslu o.fl. Hún er dóttir Jóns Sigurðar Helgasonar, f. 3.4. 1911, d. 22.7. 1995, og k.h. Freygerð- ar Sigurðardóttur, f. 7.9. 1921, d. 11.12. 1983, sem lengst af bjuggu í Lyngholti í Bárðardal, S-Þing. Börn Pálma og Soffíu Kristínar eru: 1) Haukur, f. 18.7. 1968, tölv- unarfræðingur á Akureyri, en eigin- kona hans er Sigurbjörg Ósk Sigurð- ardóttir; 2) Björk, f. 12.7. 1969, kennari á Akureyri, en eiginmaður hennar er Guðmundur Ómar Péturs- son; 3) Anna Berglind, f. 29.6. 1979, kennari á Akureyri, en eiginmaður hennar er Helgi Rúnar Pálsson. Pálmi og Soffía eiga níu barnabörn á aldrinum 5-20 ára. Systkini Pálma: Rósa, f. 7.6. 1930, d. 3.1. 2014, húsfreyja á Hauganesi í Dalvíkurbyggð; Valgeir Þór, f. 4.3. 1934, sjómaður og bifreiðarstjóri, bús. á Akureyri; Anna Lilja, f. 3.3. 1938, húsfreyja á Hauganesi; Svan- dís, f. 27.9. 1943, d. 8.2. 2012, vann við barnagæslu og verslunarstörf, m.a. á Akureyri; Steingrímur Eyfjörð, f. 30.3. 1946, d. 13.7. 2002, verslunar- maður á Akureyri, Stefán Páll, f. 25.5. 1948, d. 21.1. 1987, flugstjóri, lést í flugslysi, síðast bús. á Ísafirði. Foreldrar Pálma: Stefán Einars- son, bóndi á Litlu-Hámundarstöðum, f. 14.5. 1902, d. 24.3. 1958, og k.h. Anna Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. 29.6. 1909, d. 6.2. 1994. Úr frændgarði Pálma Stefánssonar Pálmi Stefánsson Jón Ólafsson bóndi á Barká í Hörgárdal Einar Jónsson bóndi víða,m.a. á Hömrum og Bakka Rósa Loftsdóttir húsfr. á Hömrum, Hrafnagilshr., og Bakka í Öxnadal Stefán Einarsson bóndi á Litlu-Hámundarstöðum Loftur Hallgrímsson bóndi á Skáldalæk, frá Stóru-Hámundarst. Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Skáldalæk í Svarfaðardal, Eyj., f. í Stærra-Árskógssókn Steingrímur Eyfjörð Einarsson læknir á Akureyri og Siglufirði Jón Einarsson b. á Ytra-Kálfskinni á Árskógsströnd Jónas Jónsson b. í Stóragerði í Hörgárdal, Eyj. Valtýr Þorsteinsson rak síldarsöltun á Siglufirði, Raufar- höfn og víðar, og útgerðarm. á Akureyri Sveinn Elías Jónsson bóndi og bygginga- meistari á Árskógsströnd Jón Eyþór Jónasson bóndi á Torfmýri í Blönduhlíð, síðar á Mel, Staðarhr., Skag. Magnús Jónsson ráðherra Baldur Jónsson rektor KHÍ Halldór Þormar Jónsson sýslum. í Skagaf. Þorsteinn Vigfús Vigfússon smiður og útvegsbóndi á Ytra-Kálfskinni og í Syðri-Haga, f. á Hellu á Árskógsströnd Anna Soffía Jóhannsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. á Klængshóli í Skíðadal, Eyj. Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Litlu-Hámundarstöðum Valgerður Sigfúsdóttir húsfreyja á Litlu-Hámundarstöðum Anna Þorsteinsdóttir húsfreyja á Litlu-Hámundar- stöðum í Árskógshr., Eyj. Sigfús Kristjánsson bóndi í Bragholti, Arnarneshr., Eyj. og Selá, f. í Stærra-Árskógssókn Svanhildur Jóhannsdóttir húsfreyja, frá Selá á Árskógsströnd, Eyj. Þórey Gísladóttir húsfr. á Barká í Hörgárdal, f. á Hofi í Hörgárdal Myrkár-Helga húsfr. á Fagranesi í Öxnadal og víðar Hjónin Pálmi og Soffía Kristín. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Gísli Jónsson fæddist 1513 ogvar sonur Jóns Gíslasonar,prests í Hraungerði og Gaul- verjabæ í Flóa, og fylgikonu hans, Vilborgar Þórðardóttur. Hann lærði hjá Ögmundi Pálssyni í Skálholti um 1529 og hélt síðan til Þýskalands. Gísli var prestur í Skálholti frá 1538 og var einn af frumkvöðlum siðaskiptanna þar. Hann varð prest- ur í Selárdal í Arnarfirði frá 1546, en hrökklaðist til Danmerkur undan Jóni Arasyni 1550 sem bar upp á hann guðlast, uppreisn gegn kirkju- lögum og boðun villutrúar. Hann kom þó aftur til Íslands 1551 og fór aftur í Selárdal en var kosinn biskup í Skálholti 1556, fékk veitingu 1558 og var biskup til dánardags. Gísli reyndi að bæta úr brýnni þörf fyrir sálma í anda lúterstrúar og þýddi talsvert en af vanefnum. Hann gaf út sálmabók 1558 og er að- eins til eitt eintak af henni svo vitað sé. Gísli reyndi að uppræta ýmsar menjar kaþólskunnar og lét meðal annars kljúfa og brenna krossinn helga frá Kaldaðarnesi, sem Gissur Einarsson hafði flutt heim að Skál- holti. Kona Gísla var Kristín Eyjólfs- dóttir, f. um 1515, yngsta dóttir Eyj- ólfs mókolls Gíslasonar í Haga á Barðaströnd. Árið 1535 eignaðist hún dóttur, Guðrúnu, með Gísla bróður sínum, sem einnig hafði barnað Þórdísi systur þeirra. Gísli flúði úr landi og sneri ekki aftur en systurnar flúðu í Skálholt á náðir Ögmundar biskups. Úrskurðað var að um nauðgun hefði verið að ræða og fengu þær uppreisn hjá konungi 1551. Í Skálholti kynntust þau Kristín og Gísli. Á meðal barna þeirra voru Helga kona Erasmusar Villadts- sonar skólameistara í Skálholti og seinast prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Guðrún kona Gísla Sveinssonar Skálholtsráðsmanns og sýslumanns á Miðfelli, Stefán prest- ur í Odda, og Árni prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Gísli Jónsson lést 3.9. 1587. Merkir Íslendingar Gísli Jónsson Ljósmynd/Jóna Þórunn Selárdalskirkja Gísli var prestur í Selárdal áður en hann varð biskup. Laugardagur 90 ára Anna Erlendsdóttir Sigríður Þ. Helgadóttir 85 ára Anna Lilja Þorvaldsdóttir Ragnheiður Þorbjörnsdóttir Sigríður Árnadóttir Unnsteinn Jóhannsson 80 ára Bára Guðmundsdóttir Hafdís Guðmundsdóttir Hrafnhildur Matthíasdóttir Hreinn Guðmundsson Lucie Einarsson Óskar Reykd. Guðbjörnss. Pálmi Stefánsson Ragnheiður St. Matthíasdóttir 75 ára Björk Guðríður Pétursdóttir Gunnar Torfason Gyða S. Hansen Unnur Halldórsd. Murdoch 70 ára Andrea Gunnarsdóttir Halldór S. Bjarnhéðinsson Hallfríður Þorsteinsdóttir Kristrún Ísaksdóttir Loftur Kristinsson Stefanía Agnes Tryggvad. Þórunn Þorgilsdóttir 60 ára Ármann Hauksson Benný Brynjarsdóttir Brynja Friðþórsdóttir Elínborg Sváfnisdóttir Elín Sigurlaug Árnadóttir Guðmundur Jósefsson Guðni Kristinn Elíasson Guðný Sverrisdóttir Haraldur Ingvarsson Hjalti Gunnþórsson Ingibjörg Sigmundsdóttir Krzysztof Szymon Brzostek Leifur Gunnar Leifsson Steingrímur Þorvaldsson Þorgerður Ásdís Jóhannsd. 50 ára Anthony Lee Bellere Halldór Bárðarson Haraldur Ásgeir Ásmundss. Hólmfríður Ósmann Jónsd. Hrefna Einarsdóttir Jófríður Guðmundsdóttir Jóhanna Harðardóttir Kristjana Sigurbjörnsdóttir María Alfa Vilhelmsdóttir Mirjana Pantic Ragnhildur D. Hannesdóttir Sigfús Agnar Jónsson Sigurbergur Steinsson Sigurður Hafsteinsson Sigvaldi Tómas Sigurðsson Smári Baldursson Sóley Baldvinsdóttir 40 ára Ellen Dóra Erlendsdóttir Hjördís Stefanía Guðnad. Jón Hallsteinn Hallsson Steinunn Lilja Hannesdóttir Úlfur Eldjárn 30 ára Arndís Bjarnadóttir Birgir Smári Sigurðsson Bryndís Sölvadóttir Einar Thoroddsen Skúlason Friðrik Jón Stefánsson Hjalti Rafn Gunnarsson Jakob Arnar Októsson Jón Bjarki Halldórsson Júlíana Rose Júlíusdóttir Radoslaw Kopka Smári Valgeirsson Yoana M. F. Giraldo Sunnudagur 90 ára Guðrún Gísladóttir María Árnadóttir Nanna Sigmarsdóttir 85 ára Guðbjörn Ragnarsson Mary A. Marinósdóttir Óskar Hrútfj. Guðmundss. Sonja Emma Kristinsson 80 ára Dóra Sigurðardóttir Erla Sigurmundsdóttir Friðjón Björn Friðjónsson Jóhanna Hlíf Stefánsdóttir Ragnhildur A. Theódórsd. Sigurbirna Guðjónsdóttir Steinunn Ósk Magnúsdóttir 75 ára Bjarni Kjartansson Eyjólfur Halldórsson Hafdís Daníelsdóttir Konráð Beck Ottó Schopka Stefán Jónasson 70 ára Finnbjörn Helgi Guðjónsson Guðmundur Pétursson Guðrún Bjarnadóttir Haraldur Harry Lárusson Ingileif Arngrímsdóttir Kristjana Larsen Matthías H. Matthíasson Sigríður Norma Mac Cleave Stefán Henry Lárusson Sveinn Kristinsson Thulin Johansen Vigdís Kjartansdóttir 60 ára Auður Arna Höskuldsdóttir Bjarne Palmquist Svendsen Guðmundur Þórðarson Ingólfur Hilmar Árnason Ingvar Kristinsson Jón Haraldur Helgason Katrín Bjarnadóttir Ómar Ármannsson Sigríður Guðrún Auðunsd. Walter M. Marteinsson Þórdís Ágústa Guðmundsd. 50 ára Andries Bosma Anna Magnúsdóttir Anton Birgisson Baldur Þorleifsson Björg Inga Lára Stígsdóttir Eva Elísabet Jónasdóttir Guðmundur Br. Björnsson Haraldur Haraldsson Hildur K. Aalen Magnúsd. Hrönn F. Kristbjörnsdóttir Kristjana Björg Benediktsd. Margrét Adolfsdóttir Njörður Sigurðsson Ólafur Einar Samúelsson Perla Canete Algarme 40 ára Anna Þorbjörg Jónsdóttir Ágúst Sturla Jónsson Elísabet Guðmundsdóttir Guðrún María Sæmundsd. Haraldur Rúnar Sverrisson Nathan Ólafur Richardsson Stefanía Ómarsdóttir Stefán Ríkharðsson Örn Elías Guðmundsson 30 ára Birna Rut Björnsdóttir Bjarni Konráð Árnason Diogo Miguel Caseiro Egle Skersyte Guðjón Valberg Björnsson Katrín Sigmundsdóttir Magnús Bjarni Gröndal Michal Zambrzycki Sema Erla Serdaroglu Þórður Grétar Úlfarsson Til hamingju með daginn bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.