Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Þjóðin getur verið stolt að eiga
svona frábæra tónlistarmenn eins
og komu fram á tónleikunum okkar í
gær. Það er til vitnis um þann ótrú-
lega kraft sem býr í tónlistarlífinu
og íslensku menningarlífi yfirleitt,“
segir Arna Kristín Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, en nýtt starfs-
ár var kynnt á dögunum með viða-
mikilli dagskrá þar sem fjöldi ólíkra
verka mun óma í eyrum tónleika-
gesta í Hörpu út árið.
Starfsárinu var ýtt úr vör í gær-
kvöldi þegar tónleikarnir Klassíkin
okkar fóru fram í Eldborgarsal
Hörpu. Þeir voru haldnir í samstarfi
við Ríkisútvarpið en þjóðin kaus
sjálf þau verk sem spiluð voru á tón-
leikunum. „Þetta var uppáhalds-
klassík þjóðarinnar en þúsundir
greiddu atkvæði og úr varð alveg
stórkostleg veisla,“ segir Arna en
alls voru níu verk spiluð, þeirra á
meðal voru kaflar úr Valkyrjureið-
inni eftir Wagner og Níundu sinfón-
íu Beethoven.
Arna segir afar góða aðsókn vera
á tónleika Sinfóníunnar almennt og
hún hafi aukist með árunum. „Það
er yfir 85% sætanýting í Eldborg á
tónleikum þó við höfum farið úr
helmingi minni sal í Háskólabíói.
Við slógum aðsóknarmet á einstaka
tónleika í fyrra,“ bætir hún við en
stuðningurinn við hljómsveitina og
áhugi á starfi hennar sé mikið gleði-
efni.
Frönsk verk í fyrirrúmi
„Stóru fréttirnar þetta starfsár er
að við erum að fá nýjan aðal-
hljómsveitarstjóra, Yan Pascal
Tortelier, og við hlökkum gríðarlega
mikið til samstarfsins,“ segir Arna.
Hinn franski Tortelier er virtur
hljómsveitarstjóri og á langan feril
að baki. „Hann kemur með mikla
reynslu í farteskinu sem hann kem-
ur til að miðla til okkar. Enginn
verður ósnortinn af því að starfa
með honum,“ bætir hún við en hann
er meðal annars heiðursstjórnandi
BBC-fílharmoníunnar.
Spurð um áherslurnar sem nýr
aðalhljómsveitarstjóri komi með inn
í Sinfóníuhljómsveitina segir hún
það verða frönsku verkin. „Hann er
Frakki þannig að það verður
áhersla á frönsk verk á hans efnis-
skrám. Það er skemmtilegt því tón-
mál þeirra býr kannski yfir meiri fí-
nessum en til dæmis þýsk, rússnesk
og skandinavísk tónlist sem við höf-
um kannski meira leikið af í gegnum
tíðina,“ bætir hún við en fyrstu tón-
leikar Tortelier eru í næstu viku, 8.
september.
„Það er mikið og dýnamískt sam-
band á milli hljómsveitarstjóra og
hljómsveitar. Það er vel þekkt úr
heimi íþróttanna hvað þjálfari getur
haft mikið að segja fyrir liðið,“ segir
Arna en líka þurfi að gæta að liðs-
heildinni í hljómsveitum og misjafnt
milli hljómsveitarstjóra hvernig þeir
nái til allra og fái þá með sér. „Það
eru því spennandi tímar framundan
hjá hljómsveitinni.“
Á alþjóðlegu færibandi
„Við erum á alþjóðlegu færibandi
– hljómsveitarstjórarnir fara á milli
hljómsveita og þannig erum við allt-
af í samanburði við aðrar hljóm-
sveitir,“ segir Arna en hún hafi
fundið fyrir því að aðdráttarafl
hljómsveitarinnar hafi aukist með
tilkomu Hörpu en áður hafi aðstæð-
urnar hamlað sveitinni.
Ásamt Tortelier er Osmo Vänskä,
aðalgestastjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, en hann er að
sögn Örnu á hátindi síns ferils og
því mjög eftirsóttur stjórnandi.
Hann framlengdi nýlega samning
sinn við Sinfóníuna til ársins 2020.
„Hann hefur alveg rosalega djúpa
tengingu við okkur og nær svo
miklu úr hljómsveitinni því hann
þekkir þau svo vel og gefur enga af-
slætti,“ bætir hún við en hann
gegndi stöðu aðalhljómsveitarstjóra
við Sinfóníuhljómsveitina árin 1993-
1996.
Þá er Vladimir Ashkenazy heið-
ursstjórnandi hljómsveitarinnar.
„Þetta eru auðvitað gríðarleg
meðmæli með hljómsveitinni – við
erum með tríó af hljómsveitar-
stjórum sem eru á því kaliberi að
það er mikill gæðastimpill fyrir Sin-
fóníuhljómsveit Íslands gagnvart
umheiminum að þetta séu menn
henni tengdir, það segir að hljóm-
sveitin sé á ákveðnum stað,“ segir
Arna.
Fjölbreyttar áskriftarleiðir
Dagskráin í vetur verður fjöl-
breytt og eitthvað í boði í nær
hverri viku, að sögn Örnu. Áskrift-
arleiðirnar eru fimm talsins og
bjóða upp á mismunandi áherslur í
sinfóníutónlist.
Föstudagsröðin verður á sínum
stað en hún hófst í fyrra. Þar er boð-
ið upp á sinfóníutónleika í Norður-
ljósasal Hörpu á föstudögum þar
sem gestir eru í áður óþekktu návígi
við hljómsveitina en Daníel Bjarna-
son, staðarlistamaður hljómsveitar-
innar, er listrænn stjórnandi raðar-
innar. Þá verður Bruckner-sinfónía
nr. 8 einnig leikin í vetur ásamt
fleiri verkum, til dæmis Beethoven
nr. 7 sem Osmo Vänskä kemur til
með að stjórna. „Það er alltaf mikil
upplifun þegar hann er mættur á
pallinn hjá okkur.“
Græna leiðin býður upp á léttari
tónlist í ætt við Vínartónleikana og
svo er Litli tónsprotinn fyrir fjöl-
skyldur. „Þar hefjum við leika með
Fantasíu Disneys sem er teikni-
mynd úr smiðju Walt Disney þar
sem hann túlkar klassísku tónlist-
ina. Hún er algjör klassík og hefur
fylgt kynslóðunum,“ segir Arna.
Það er skoðun hennar að öll börn
eigi að hafa aðgengi að tónlist enda
sé ekkert afl sterkara. „Það er okk-
ar einlæga trú og því höfum við allt-
af lagt mikla áherslu á fræðslustarf
hjá hljómsveitinni,“ bætir hún við.
Hæfileikarnir ráða för
„Við fórum að horfa á það af al-
vöru í kjölfar 100 ára kosninga-
afmælis kvenna í fyrra að of fá verk
eftir konur rötuðu á efnisskrána og
alltof fáar konur voru á hljómsveit-
arstjórapallinum – þó þeim fari
vissulega fjölgandi,“ segir Arna en
Sinfóníuhljómsveitin hafi því horft
markvisst til þess að auka hlut
kvenna við val á verkum í efnis-
skrána í ár þó enn megi gera betur.
Hljómsveitin flytur því meðal
annars tvö verk eftir Kaija Saaria-
ho, eitt dáðasta núlifandi tónskáld
Finna, að sögn Örnu. Þá kemur hin
finnska Anna-Maria Helsing og
stjórnar konsert þar sem Kari Kri-
ikku, önnur finnsk kona og einleik-
ari á klarínett, leikur Klarínettu-
konsert Saariaho.
Einnig verða leikin verk eftir tón-
skáldin Þuríði Jónsdóttur, Önnu
Þorvaldsdóttur og Maríu Huld
Markan á nýju starfsári.
„Konur eru helmingur skattgreið-
enda þannig að þær þurfa að fá að
spegla sig í menningunni og listinni
eins og karlarnir,“ segir Arna en
hinn sinfóníski heimur sé enn mjög
karllægur og því getur verið þörf á
að gera breytingar með handaflinu.
Hins vegar er kynjahlutfallið í
Sinfóníuhljómsveitinni sjálfri hníf-
jafnt. Það kemur til af því að prufu-
spil fara fram á bakvið tjald þar sem
ekki sést hvort það er karl eða kona
sem leikur á hljóðfærið. Það eru því
hæfileikarnir sem ráða.
„Við erum nefnilega alveg jafn
góð – þegar þessi breyta er ekki
höfð með.“
Auka hlut kvenna
Nýju starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands var ýtt úr vör
í gærkvöldi Viðamikil og fjölbreytt dagskrá framundan
Morgunblaðið/Þórður
Sinfónían Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir starfsárið framundan
vera viðamikið og spennandi en verkin séu fjölbreytt. Starfsárið hófst á tónleikunum Klassíkin okkar, í gærkvöldi.
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
BERLINDE DE BRUYCKERE 21.5 - 4.9.2016
Ath síðasta sýningarhelgi. Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra 4. september kl. 14
LJÓSMÁLUN – LJÓSMYNDIN OG MÁLVERKIÐ Í SAMTÍMANUM 7.5 - 11.9.2016
UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST
UPPHAF KYNNINGAR Á ÍSLENSKRI MYNDLIST Í KAUPMANNAHÖFN
21.1 - 11.9 2016
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE
MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 25.9. 2016
HRYNJANDI HVERA 17.6 - 11.9 2016
Gagnvirk videó-innsetning eftir Sigrúnu Harðardóttur
Leiðsagnir á ensku alla þriðjudaga og föstudaga kl. 12:10
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Opið daglega í sumar kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
KAFFISTOFA heimabakaðar kökur
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.-16.9.2016
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sunnudagur 4. september kl. 14:
Barnaleiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Með kveðju – Myndheimur íslenskra póstkorta í Myndasal
Dálítill sjór – Ljósmyndir Kristínar Bogadóttur á Vegg
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Síðasti sýningardagur 18. september
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
Norðrið í norðrinu á 3. hæð
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
Sunnudagur 4. september: 2 fyrir 1 af aðgangseyri
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár nú einnig í Safnahúsinu
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Sýningin opin daglega frá 10-17
Kaffitár opið mánudaga til föstudaga frá 8-17, 10-17 um helgar
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
Sígildir sunnudagar nefnist ný tón-
leikaröð sem hefur göngu sína í
Norðurljósasal Hörpu á morgun kl.
17. Á fyrstu tónleikunum kemur
fram Strokkvartettinn Siggi, en
hann skipa Una Sveinbjarnardóttir
og Helga Þóra Björgvinsdóttir
fiðluleikarar, Þórunn Ósk Marinós-
dóttir víóluleikari og Sigurður
Bjarki Gunnarsson sellóleikari.
Tónleikarnir bera yfirskriftina
Stillshot-Snapshot en á þeim verður
fluttur í fyrsta sinn utan Bandaríkj-
anna nýr strengjakvartett Daníels
Bjarnasonar sem nefnist „Still-
shot“. Verkið er pantað af Sigga í
samstarfi við hinn ameríska Cald-
er-kvartett. Einnig verður flutt
verk Bandaríkjamannsins John Co-
rigliano, „Snapshot“, kvartett Lud-
wigs van Beethoven nr. 11 í f-moll
opus 95 Serioso og El Greco kvart-
ettinn eftir Jón Leifs.
Ný tónleikaröð hefur göngu sína í Hörpu
Strokkvartett Sigurður Bjarki, Þórunn
Ósk , Una og Helga Þóra mynda Sigga.
Mirage nefnist sýning sem opnuð
verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri
í dag milli kl. 14 og 17. Sýningar-
stjóri er Þóra Sólveig Bergsteins-
dóttir en með henni sýna Erwin van
der Werve og Ema Nik Thomas.
„Þau vinna gjarnan með gjörn-
inga, vídeó og málverk. Erwin velt-
ir fyrir sér samspili hluta í rými;
hvernig þeir skilgreina það og raða
sér upp eins og dansarar á sviði.
Ema mun að þessu sinni vinna út
frá orðinu „mirage“ og uppruna-
legri merkingu þess. Verk hennar
lýtur að nánum tengslum ímynd-
unar og umhverfis. Í gjörningum
sínum er Þóra Sólveig að skoða
gaumgæfilega stundleg tengsl við
umhverfið og velur úr allt það er
myndar landslag tilverunnar.“ Sýn-
endur fremja gjörning í dag kl.
14.30 og 15.30.
Mirage opnuð á Hjalteyri í dag
Lófafylli Sýnendur vinna gjarnan með
gjörninga, vídeó og málverk.