Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 48

Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Mig langaði til að fleiri vissu af þessum heimi þannig að við tókum okkur til og ákváðum að gera sýn- ingu – þetta snýst nefnilega um miklu meira en að spila blak,“ segir Aðalbjörg Árnadóttir leikkona, en hún frumsýnir verkið Þær spila blak Hallelúja / It’s Volleyball Hallelujah í kvöld kl. 21 í leikfimihúsi Hlíða- skóla við Hamrahlíð 2 í Reykjavík. Aðalbjörg skrifaði verkið með Ylfu Ösp Áskelsdóttur leikkonu, en þær leika einnig bæði aðalhlutverkin. Sýningin er aðeins 60 mínútur og kostar 3.000 kr. inn en miðapantanir fara fram á netfanginu volleyball- hallelujah@gmail.com eða á Face- book-síðu hópsins @theDuoDio. „Hugmyndin kviknaði fyrir fimm árum þegar ég steig inn í þennan heim sem öldungablakið er en við Ylfa höfðum ekki hugmynd um það á sínum tíma hvað við vorum að stíga inn í stóran og skrýtinn heim,“ bætir Aðalbjörg við létt í bragði. Enginn bumbubolti Þetta eru kannski ekki konur eða vinkonur sem ég hefði valið mér eða eru í mínu mengi en af því að við er- um í blakinu þá gerum við hvað sem er hver fyrir aðra. Þetta hafði kona í öldungablakinu á orði eitt sinn og segir Aðalbjörg að það nái vel yfir stemninguna í hópnum að öllu jöfnu. Mikil samstaða sé á meðal kvennanna en þær séu nú orðnar um þúsund á landinu. „Þetta eru konur úr öllum stéttum og öllum störfum á aldrinum 30 til 75 ára – en það er til dæmis eitt lið þar sem þær eru allar 65 ára og eldri.“ Ekki er um að ræða svokallaðan bumbubolta heldur taka þátttak- endur leikinn mjög alvarlega. „Fólk er með fagþjálfara, kaupir búninga og er með mikið keppnisskap,“ segir Aðalbjörg en aldurinn hái engum í leiknum því ef snerpuna vantar þá er hún bætt upp með tækninni. „Aðalpersónur verksins eru í raun hliðarsjálf af okkur sjálfum – þetta erum við með dass meira af monti,“ segir Aðalbjörg. Verkið er sýnt á óhefðbundnum stað enda miðaði grunnhandritið að blakleik. „Við erum að bjóða fólki í kvöldstund með blaki,“ segir hún en ekki er gerð krafa um þátttöku í sýn- ingunni. „Allavega ekki á þann hátt sem fólk skelfist.“ Góðar viðtökur blakkvenna Aðeins tólf áhorfendur eru á sýn- ingunni í einu en Aðalbjörg segir það vísun í að í einu blakliði séu sex manns og því sé þetta eins og að hafa tvö blaklið á vellinum. Verkið hlaut afar góðar viðtökur á hátíðinni Everybody’s Spectacular á dögunum. „Það var biðlisti og upp- selt strax en þetta var áhugavert því það voru margir erlendir gestir,“ segir hún en verkið sé með mikið af vísunum í nærumhverfið á Íslandi. Fyrstu prufuáhorfendurnir voru fólk sem hafði ekki vit á blaki en Aðalbjörg bauð einnig liðsfélögum sínum í blakinu að kíkja á sýninguna. „Ég var mjög glöð þegar blakkon- urnar fíluðu þetta því þá hefur mér tekist þetta og náð því í gegn sem okkur fannst mikilvægt að ná í gegn – þessari vináttu,“ segir Aðalbjörg. Verkið er aðeins sýnt fjórum sinn- um, þ.e. í kvöld kl. 21, sunnudaginn 11. september kl. 20, laugardaginn 24. september kl. 21 og sunnudaginn 25. september kl. 20 í leikfimihúsinu. Blak Aðalbjörg og Ylfa leiða áhorfendur í sannleikann um öldungablak. Inn í heim öldungablaks  Samstaða, tækni og hrein alvara Rannveig Káradóttir sópran og Birna Hallgrímsdóttir píanóleikari halda tónleika í tilefni af útgáfu geisladisksins Krot – Icelandic Songs í Salnum á morgun kl. 17. „Eftir að hafa hlotið styrk úr Tónlistarsjóði ferðuðust Rannveig og Birna um landið sumarið 2011 og héldu tíu tónleika með íslensk- um sönglögum innblásnum af nátt- úru Íslands. Lögin fundu þær í skjalasafni Bókasafns Tónlistar- skólans í Reykjavík og höfðu sum laganna þá ekki oft litið dagsins ljós. Nú fimm árum síðar hefur langþráður draumur þeirra um að gefa þessi lög út á geisladisk orðið að veruleika með hjálp hundrað stuðningsmanna á Karolina Fund.“ Fimm ára draumur orðinn að veruleika Dúó Rannveig og Birna fagna útgáfu. Eftir að hefðarmaðurinn Judah Ben Hur er ranglega sakaður um glæp af æskuvini sínum Messala og hnepptur í þrældóm í kjölfarið sver hann þess dýran eið að hefna sín. Á sama tíma kynnist hann Jesú og verður djúpt snortinn af boðskap hans. Metacritic 38/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 Ben-Hur 12 Páfagaukurinn Tuesday býr á lítill framandi paradísareyju, ásamt skrýtnum vinum sínum. Eftir mikið óveður finna Tuesday og vinir hans undarlega veru á ströndinni: Robinson Crusoe. Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 13.20, 15.20 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 13.30, 15.30 Robinson Crusoe Hundurinn Max hefur lítið til að kvarta undan. Hann lifir góðu dekurlífi með eigandanum sínum Katie, í fínni íbúð. Tilvera Max tekur krappa beygju þegar Katie kemur heim með flæk- ingshund. Metacritic 61/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 14.00, 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.45 Háskólabíó 15.00 Leynilíf Gæludýra War dogs 16 Metacritic 57/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 17.40, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Lights Out 16 Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 22.40 Sambíóin Akureyri 22.30 Pelé: Birth of a Legend Metacritic 39/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 The Shallows 16 Metacritic 59/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 19.30, 20.00, 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Sausage Party 16 Metacritic 67/100 IMDb 7,3/10 Smárabíó 14.00, 17.00, 20.10, 21.40, 22.20 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.00 Suicide Squad 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.20 Hell or High Water 12 Metacritic 86/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00, 22.10 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 Nerve 12 IMDb 7,2/10 Metacritic 58/100 Smárabíó 20.10 Jason Bourne 12 Metacritic 62/100 IMDb 8,9/100 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 22.40 Smárabíó 22.25 Bad Moms Morgunblaðið bbbmn Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.25, 17.45, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.10 Ghostbusters 12 Morgunblaðið bmnnn Metacritic 60/100 IMDb 5,3/10 Smárabíó 13.00, 17.35 Háskólabíó 15.10 Now You See Me 2 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 47/100 IMDb 7/10 Sambíóin Álfabakka 20.10 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 72/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Akureyri 14.00 The BFG Bönnið innan 6 ára. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00 Níu líf Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.45 Háskólabíó 15.10, 18.10 Borgarbíó Akureyri 14.00, 16.00, 18.00 Ísöld: Ævintýrið mikla Metacritic 44/100 IMDb 6,1/10 Smárabíó 13.00, 15.20 Leitin að Dóru Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20 Lífið í bænum 10 Frír aðgangur. Sambíóin Keflavík 13.30, 14.15, 15.00, 15.45, 16.30, 17.15 The Blue Room 16 Metacritic 72/100 IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 18.00 Race Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.15 VIVA Bíó Paradís 18.00 Me Before You 12 Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 20.00 Þrestir Bíó Paradís 20.00 Hrútar 12 IMDb 7,4/10 Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 18.00 Fúsi IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.00 Ríkharður þriðji Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.