Morgunblaðið - 03.09.2016, Qupperneq 49
49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016
Chloë Sevigny
verður heiðurs-
gestur á RIFF í
ár og stuttmynd
hennar, Kitty,
keppir til verð-
launa á RIFF í
flokki erlendra
stuttmynda, en
þetta er í fyrsta
sinn sem RIFF
veitir verðlaun í þeim flokki. Mynd-
in er frumraun Sevigny sem leik-
stjóri og fjallar um stúlku sem
dreymir um að umbreytast í kett-
ling. Sevigny verður viðstödd sýn-
inguna á myndinni í október og
svarar spurningum gesta að henni
lokinni.
Sýnir Kitty á RIFF
Chloë Sevigny
Meðal þeirra kvikmynda sem valdar
hafa verið í flokkinn „Fyrir opnu
hafi“ á RIFF í ár eru Fuocoammare
eftir ítalska leikstjórann Gianfranco
Rosi, sem hlaut Gullbjörninn á kvik-
myndahátíðinni í Berlín í vor, The
War Show í leikstjórn Danans Andr-
easar Dalsgaard og hinnar sýr-
lensku Obaidah Zytoon, sem er opn-
unarmynd Venice Days á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár
og verður að auki sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Toronto í sept-
ember, Smrt u Sarajevu eftir bosn-
íska leikstjórann Danis Tanovic, sem
hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín í vor, og Kollektivet
eftir danska kvikmyndaleikstjórann
Thomas Winterberg sem hlaut Silf-
urbjörninn í Berlín í fyrra. Þetta
kemur fram í upplýsingum frá
RIFF. Alls eru níu kvikmyndir í
fullri lengd í flokknum, sem inni-
heldur allra ferskustu kvikmynd-
irnar hverju sinni og nýverið hafa
vakið athygli á kvikmyndahátíðum
víða um heim.
Persónuleg vegamynd
Kollektivet fjallar um fræðingana
Erik og Önnu sem ásamt dóttur
sinni stofna kommúnu í stóru ein-
býlishúsi á 8. áratugnum í Kaup-
mannahöfn. Líflegt og kærleiksríkt
samfélag breytist þegar nýtt ást-
arsamband reynir á þolrif þessa
hugsjónafólks. Dregin er fram á
fyndinn og átakanlegan máta
árekstur persónulegra langana og
umburðarlyndis,“ segir í kynningu.
The War Show er lýst sem per-
sónulegri vegamynd sem fangi örlög
Sýrlands gegnum linsuna hjá litlum
hópi vina. „Árið 2011 taka sýrlenska
útvarpskonan Obaidah Zytoon og
vinir hennar þátt í götumótmælum
gegn Bashar al-Assad forseta, þegar
arabíska vorið hefur náð til Sýr-
lands. Þar sem þau vita að heima-
land þeirra mun verða fyrir var-
anlegum breytingum hefja þau að
taka upp atburðina allt í kringum
þau. En þegar ofbeldisfull viðbrögð
ríkisstjórnarinnar snúast upp í blóð-
uga borgarastyrjöld, reynir á vonir
þeirra um betra líf vegna ofbeldis,
fangelsisvistunar og dauða. Obaidah
ferðast um landið að miðpunkti upp-
reisnarinnar í Homs og Norður-
Sýrlands þar sem hún verður vör
aukinn fjölda öfgahópa.“
Ofbeldisfull árás
Austurríska/ítalska myndin Mis-
ter universo byggir á rannsókn
Tizza Covi og Rainer Frimmel á
heimi sirkusins, en þeir hófu vegferð
sína fyrir áratug. „Með hverri mynd
hafa þeir kafað dýpra í viðfangsefnið
og frásögnin hefur auðgast. Í mynd-
inni Mister universo blandast saman
skáldskapur og heimildarmynd.
Ungi ljónatemjarinn Tairo er ósátt-
ur við líf sitt, hann týnir lukkugrip
sínum og notar það sem afsökun fyr-
ir að ferðast þvert yfir Ítalíu í leit að
fyrrverandi herra alheimi, Arthur
Robin, sem gaf honum gripinn fyrir
löngu,“ segir í tilkynningu. Myndin
var tilnefnd sem besta evrópska
myndin á alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni í Locarno 2016.
„Á Hótel Europa, besta hótelinu í
bænum, skipuleggur hótelstjórinn
Omer móttöku sendinefndar dipló-
mata. Á aldarafmæli morðsins sem
leiddi af sér fyrri heimsstyrjöldina
er ætlunin að setja fram bón um frið
og skilning. Áhyggjur starfsfólksins
eru af öðrum toga, þau hafa ekki
fengið laun í marga mánuði og ætla í
verkfall. Omer sér fram á hörmung-
arástand en tekst ekki að hrista af
sér fortíðina,“ segir um myndina
Smrt u Sarajevu.
„Andreas og Stefan lifa hamingju-
sömu lífi með fressi sínum, Moses.
Þeir vinna báðir hjá sömu sinfóníu-
hljómsveitinni og er annt um stóran
vinahóp sinn, en óvænt ofbeldisfull
árás skekur sambandið,“ segir um
austurrísku myndina Kater sem
hlaut Teddy-verðlaunin á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Berlín 2016 og
dómaraverðlaun á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Hong Kong 2016
fyrir ferska kvikmyndagerð.
Ítalska/franska heimildarmyndin
Fuocoammare beinir sjónum sínum
að eyjunni Lampedusa sem margoft
hefur komið í heimsfréttirnar sem
fyrsti áfangastaður hundruða þús-
unda flóttamanna frá Afríku og Mið-
Austurlöndum í leit að nýju lífi í
Evrópu. „Ítalski leikstjórinn Gian-
franco Rosi eyddi mörgum mán-
uðum á eyjunni og skrásetti sögu
hennar, menningu og daglegt líf
hinna 6.000 íbúa þar, sem sjá hundr-
uð flóttamanna nema land þar í
hverri viku. Myndin hverfist um líf
hins 12 ára gamla Samúels sem er
búsettur á eyjunni.“
Brennuvargar og sjúklingar
Sensommer fjallar um norskan
rithöfund sem er að tapa baráttu
sinni við krabbamein. „Hún lokar sig
af á afskekktu heimili sínu í franskri
sveit. Einmanalegt líf hennar er
truflað af ungu pari, leyndarmál líta
dagsins ljós og valdabarátta milli
þremenninganna magnast. Hvað er
það sem parið vill frá dauðvona konu
og hvers vegna er henni svona um-
hugað að fela fortíð sína? Kvikmynd-
in er gerð af ungum, norskum kvik-
myndagerðarmanni, Henrik Martin
Dahlsbakken, sem þegar hefur hlot-
ið margvísleg verðlaun og var til-
nefndur til Óskarsverðlaunanna fyr-
ir nokkrum árum,“ segir í kynningu
og þar kemur fram að myndin sé
heimsfrumsýnd á RIFF.
„Brennuvargur hefur feril sinn í
rólegu þorpi. Í kjölfarið fylgja
nokkrar íkveikjur sem valda ótta í
þessu litla samfélagi. Í ljós kemur að
sökudólgurinn er einn slökkviliðs-
mannanna í bænum og sonur
slökkviliðsstjórans. Við kynnumst
brennuvarginum og slökkviliðs-
manninum vel þegar myndin rann-
sakar hvað stjórnar huga unga
mannsins,“ segir um norsku mynd-
ina Pyromanen sem verður heims-
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Toronto nú í september.
Kanadíska myndin Maudite pout-
ine fjallar um hinn 27 ára gamla Vin-
cent sem leggur á flótta frá mafíunni
þegar hann er staðinn að verki við að
stela eiturlyfjum. „Fyrir tilviljun
endurnýjar hann kynnin við Michel
bróður sinn sem hann sleit tengslin
við fyrir mörgum árum. Meðan hann
keppist við að lifa „eðlilegu“ lífi horf-
ir Vincet upp á bróður sinn missa
tökin á tilverunni. Í dimmum, kald-
ranalegum og ofbeldisfullum heimi
ríkir mannúðin enn.“
silja@mbl.is
Níu ferskar myndir sýndar
Meðal mynda í flokknum „Fyrir opnu hafi“ á RIFF þetta árið eru Fuocoamm-
are í leikstjórn Gianfranco Rosi og Kollektivet í leikstjórn Thomasar Winterberg
Árekstrar Trine Dyrholm og Ulrich Thomsen í hlutverkum í sínum sem
Anna og Erik í myndinni Kollektivet eftir Thomas Winterberg.
Móttaka Hótelstjórinn Omer skipuleggur móttöku sendinefndar diplómata
á Hótel Europa í kvikmyndinni Smrt u Sarajevu eftir Danis Tanovic.
Deepa Mehta er heiðursgestur RIFF
í ár og mun heiðra hátíðina með
komu sinni til landsins. „Mehta er
einn virtasti handritshöfundur, leik-
stjóri og framleiðandi okkar tíma og
mun hún taka við heiðursverðlaun-
um RIFF fyrir æviframlag sitt til
kvikmyndagerðar,“ segir í tilkynn-
ingu.
Þrjár kvikmyndir hennar verða
sýndar á hátíðinni auk þess sem hún
heldur masterklass í Norræna hús-
inu í október þar sem hún ræðir
kvikmyndaleikstjórn og aðferðir
sínar í kvikmyndagerð. Myndirnar
eru Midnight’s Children frá árinu
2012, Beeba Boys frá 2015 og The
Anatomy of Vio-
lence, sem heims-
frumsýnd verður
á Kvikmyndahá-
tíðinni í Toronto.
Í þeirri mynd
rannsakar Mehta
hina hrottalegu
hópnauðgun og
morð á 23 ára
gamalli konu í
strætisvagni í Nýju-Delí árið 2012
sem vakti óhug um allan heim.
Myndin blandar saman staðreyndum
og skáldskap, en ellefu leikarar
spinna þar aðstæður nauðgaranna
sex í samvinnu við Mehta.
Deepa Mehta heiðursgestur á RIFF 2016
Deepa Mehta
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr,
snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með
mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin.
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is
toppaðu
gærdaginn
WAR DOGS 8, 10:25
NÍU LÍF 2, 4, 6
HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10
SAUSAGE PARTY 10:30
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 2, 4, 6
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4
ÍSÖLD 2D ÍSL.TAL 1:40
JASON BOURNE 8
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL 1:40
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 2