Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 52

Morgunblaðið - 03.09.2016, Síða 52
LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fáklædd, ótalandi og ósjálfbjarga 2. Verður að senda dótturina … 3. Skúli í skýjunum 4. Árásarmaðurinn látinn  Reykjavíkurdætur fagna fyrstu breiðskífu sinni með útgáfu- tónleikum á Nasa í kvöld kl. 20. Platan heitir RVK DTR, sem er vísun í hljómsveitarnafnið. Morgunblaðið/Eggert Reykjavíkurdætur með útgáfutónleika  KK og Magnús Eiríksson halda tónleika á Café Rosenberg í kvöld kl. 22. Þeir félagar hafa starfað sam- an með hléum í 40 ár eða allt frá því KK sótti um og fékk vinnu í Hljóðfæraversluninni Rín við Frakka- stíg árið 1976. Á efnisskrá kvöldsins eru lög úr lagasafni beggja auk sam- eiginlegra laga. Miðar eru seldir við innganginn. KK og Magnús Ei- ríksson á Rosenberg  Freddie Mercury hefði orðið sjötug- ur á mánudaginn hefði hann lifað. Af því tilefni blæs Rigg til tvennra tón- leika, í Eldborg Hörpu í kvöld og í Hofi 10. september kl. 20 bæði kvöld. Lög hans verða flutt með það að markmiði að segja sögu listamannsins sem féll frá alltof ungur. Meðal söngvara eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magni Ásgeirsson, Friðrik Ómar og Hulda Björk Garð- arsdóttir. Tónleikar til heiðurs Freddie Mercury FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR Á sunnudag Austlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 syðst seinnipartinn. Víða bjart með köflum, en skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 14 stig. Á mánudag Gengur í suðaustan- og austanhvassviðri eða jafnvel storm um tíma syðst. Talsverð rigning, hægari og úrkomuminna fyrir norðan framan af degi. Hiti breytist lítið. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur til Kiev í dag en liðið mætir Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Olimpiyskyi-leikvangnum í Kiev á mánudagskvöldið. Leikurinn markar upphaf undankeppni HM. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í úrslitakeppnina í Rússlandi árið 2018. »1 Undankeppni HM hefst í Kænugarði Íslenska U21-landslið karla í knattspyrnu er á toppi síns riðils í undankeppni EM þegar liðið á þrjá leiki eftir. Ísland er með 15 stig líkt og Makedónía, en Frakkland er með 14. Makedónía og Frakkland eiga hins vegar aðeins tvo leiki eftir. Ísland vann Norður-Írland með síð- búnu sigurmarki Heiðars Ægissonar og mætir Frökk- um á þriðjudag. »4 Ísland á toppnum í undankeppni EM Vildi ekki keppa á móti henni í góðu formi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslandsmótið í handbolta hefst á fimmtudag og eiga Haukar titil að verja í meistaraflokki karla. Æfing- ar hafa gengið vel og stuðningsmenn eru í startholunum. „Við erum með breytt lið, fimm nýja leikmenn, og það tekur tíma að tjasla þessu sam- an, en vonandi toppum við á réttum tíma í úrslitakeppninni,“ segir Jón Gunnar Þórisson, helsti stuðnings- maður Hauka um árabil. Stuðningsmenn hafa í auknum mæli sett svip sinn á íslenskar bolta- íþróttir. Stuðningurinn helst gjarn- an í hendur við árangurinn inni á vellinum og eftir að Haukar urðu Ís- landsmeistarar í meistaraflokki karla í handbolta árið 2000 eftir 57 ára bið hafa þeir teflt fram sigursæl- asta liði landsins, orðið níu sinnum Íslandsmeistarar og fimm sinnum bikarmeistarar. Nýjasti titillinn kom í hús í vikunni, þegar Haukar sigr- uðu í Meistarakeppni HSÍ. Stuðn- ingurinn á pöllunum hefur fylgt sig- urgöngunni og þar hefur Jón Gunnar farið fyrir öflugum hópi. „Við komum nokkrir saman með trommur á Strandgötunni og höfum fylgt liðinu eftir á Ásvöllum sem og á útivöllum,“ segir Jón Gunnar. „Þetta er alltaf jafngaman og sérstaklega þegar við vinnum þessa titla sem eru í boði.“ Skemmtilegast á Ásvöllum Auðvitað ganga hlutirnir ekki allt- af upp en sigurstundirnar eru í mikl- um meirihluta hjá Haukum á þessari öld. „Það er erfitt að gera upp á milli tímabila og einstakra leikja, en ætli fögnuðurinn hafi ekki verið einna mestur þegar við brutum ísinn árið 2000,“ segir Jón Gunnar. „Annars er alltaf skemmtilegast þegar nýjasti titillinn er í höfn og við förum inn í haustið með sigurvímuna frá því í vor.“ Jón Gunnar er aðstoðarliðsstjóri Harðar Davíðs Harðarsonar og vill ekki gera upp á milli leikmannanna. Hann segir líka að rígurinn á milli Hauka og FH hafi minnkað og hann spili til dæmis golf með strákum í vinnunni sem sumir séu FH-ingar. „Ég kemst ekki á fyrsta leikinn úti í Eyjum vegna þess að ég verð ein- mitt í golfmóti,“ segir kylfingurinn sem er með 17,3 í forgjöf. „Annars er hvergi skemmtilegra en á Ásvöllum,“ heldur Jón Gunnar áfram og rifjar upp að mikil stemn- ing hafi verið í KA-heimilinu fyrir einum og hálfum áratug. „Það er samt alltaf skemmtilegast heima,“ áréttar hann. Það skiptir miklu máli að takt- urinn á trommunum sé réttur og Jón Gunnar sér um það. Hann er alltaf með svarta hanska á leikjum og ástæða er fyrir því. „Ég fæ oft blöðr- ur og er í hönskunum til þess að verja sárið.“ Þegar stuðningsmennirnir mynd- uðu hóp á Strandgötunni kölluðu þeir sig Hauka í horni en nú er það Hersveitin. „Eðlilega hefur orðið mikil breyting á stuðningsmanna- hópnum rétt eins og hjá liðinu og nú notum við yngri flokkana til þess að styðja meistaraflokkinn,“ segir Jón Gunnar. „Ég er herforingi „Her- sveitarinnar“ en liðsmennirnir fá að vera með mér á trommunum og ég segi þeim til.“ Herforinginn í Hersveitinni  Jón Gunnar Þórisson hefur verið helsti stuðningsmaður Hauka á þessari öld Morgunblaðið/Styrmir Kári Fögnuður Herforinginn Jón Gunnar Þórisson fagnar nýjasta Íslandsmeistaratitli Hauka með Hersveitinni og öðrum stuðningsmönnum liðsins. „Hún er hrikalega fljót og áræðin. Það eru helstu kostir hennar á vell- inum. Þegar Svava er í formi myndi ég ekki nenna að keppa á móti henni,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, liðsfélagi Svövu hjá Breiðabliki og ís- lenska landsliðinu. Svava Rós er leik- maður 14. umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu. »4 SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt, en austan 5-10 m/s syðst í fyrstu. Bjartviðri á N- og A-landi, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.