Morgunblaðið - 27.09.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFSLÁTTUR
25%
KOMDU NÚNA!
TEMPUR-DAGAR
TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN
Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa!
QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI
Rennilás gerir það afar einfalt er að taka
QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Farið var vítt og breitt í eldhúsdags-
umræðum sem fóru fram á Alþingi í
gærkvöldi. Í eldhúsdegi felst að þing-
menn úr öllum flokkum halda ræður
um störf ríkisstjórnarinnar og Al-
þingis, lokin mál og ólokin. Umræð-
urnar skiptast í þrjár umferðir og
hefur hver þingflokkur 10 mínútur í
fyrstu umferð en svo 6 mínútur í ann-
arri og þriðju umferð.
Stöðugleiki og árangur voru
helstu umræðuefni Bjarna Bene-
diktssonar, fjármálaráðherra og for-
manns Sjálfstæðisflokksins. Hann
sagði að núverandi ríkisstjórn hefði
lækkað skatta og álögur bæði á heim-
ilin og atvinnulífið. Þá sagði Bjarni að
samhljómur væri á Alþingi um ýmis
málefni, til dæmis um auknar fjár-
veitingar til heilbrigðis- og velferðar-
mála, en að ágreiningur væri meðal
flokka um hvernig skapa ætti skil-
yrði fyrir slíkum ráðstöfunum. Hann
lagði áherslu á að nýtt fyrirkomulag í
kjaraviðræðum og lífeyrismálum
væri nauðsynlegt til að viðhalda stöð-
ugleika í efnahags- og peningamálum
til frambúðar.
Ísland ekki eyland
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráð-
herra steig fyrst þingmanna Fram-
sóknarflokksins í pontu en hvorki
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður flokksins, né Sigurður Ingi
Jóhannsson forsætisráðherra tóku
þátt í umræðunum. Lilja hóf ræðuna
með því að minnast á atvikið sem átti
sér stað í fyrradag þegar rússnesk
herflugvél flaug undir íslenska far-
þegaþotu sem var á leið til Svíþjóðar.
Sagði hún atvikið minna sig á að Ís-
land væri ekki eyland í öryggismál-
um.
Lilja, líkt og Bjarni, taldi upp ár-
angur ríkisstjórnarinnar en nálgaðist
það frá ólíkum vinkli. Hún nefndi
meðal annars fullgildingu sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðra og að tekið væri eftir því að
Ísland hefði verið eitt af fyrstu þjóð-
unum til að uppfylla Parísarsáttmál-
ann um loftslagsaðgerðir.
Skiptingin ójöfn
Margt var líkt í málflutningi
stjórnarandstöðunnar. Oddný
Harðardóttir, Katrín Jakobsdóttir
og Birgitta Jónsdóttir mæltu allar
fyrir því að arður af sjávarútvegi yrði
að hluta til notaður til að gera heil-
brigðisþjónustu gjaldfrjálsa fyrir alla
landsmenn.
Katrín kom sérstaklega inn á
málefni flóttamanna, kallaði eftir
mannúðlegri stefnu og varaði við að
alið væri á ótta í þeirra garð. Hún
setti jafnframt loftslagsmál á oddinn
og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að
hafa ekki mótað heilsteypta stefnu í
þeim málaflokki, þetta væri ríkis-
stjórn hinna týndu tækifæra.
Morgunblaðið/Eggert
Eldhúsdagsumræður Lilja Dögg Alfreðsdóttir hafði framsögu af hálfu framsóknarmanna en hvorki Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tóku til máls.
Samhljómur um
heilbrigðisútgjöld
Bjarni lagði áherslu á stöðugleika í eldhúsdagsumræðum
Viðar Guðjónsson
Kjartan Kjartansson
Ekki er litið svo á í utanríkisráðuneyt-
inu að flug rússneskra herflugvéla
undir íslenskar farþegaþotur síðastlið-
inn fimmtudag hafi verið í trássi við al-
þjóðalög. Að sögn Urðar Gunnars-
dóttur, upplýsingafulltrúa utanríkis-
ráðuneytisins, munu íslensk stjórnvöld
engu að síður koma á framfæri at-
hugasemd við rússnesk yfirvöld vegna
þess að herflugvélin hafi verið óauð-
kennd þar sem slökkt hafi verið á stað-
setningarbúnaði sem veitir öðru flugi
upplýsingar um ferðir flugvéla.
NATO sendi tilkynningu
Í svari utanríkisráðuneytisins við
fyrirspurn mbl.is staðfesti það að rúss-
neskar herflugvélar hefðu flogið 6.000-
9.000 fetum undir íslenskri farþega-
þotu á fimmtudag eins og Morgun-
blaðið sagði frá í gær. Upplýsingakerfi
NATO tilkynnti íslenskum yfirvöldum
um flug þriggja rússneskra herflug-
véla af gerðinni Tupolev Blackjack
Tu-160 undan strönd Noregs á leið í
átt til Spánar á fimmtudag, en ekki
Tupolev Tu-22M-vélum eins og sagt
var frá í frétt blaðsins í gær. Fylgst var
með fluginu í gegnum upplýsingakerfi
Atlantshafsbandalagsins samkvæmt
ferlum og flugstjórnarmiðstöð Isavia
haldið upplýstri um ferðir flugvélanna.
„Í þessu tilviki notuðu rússnesku
hervélarnar hluta af staðsetningar-
búnaði sem gefur til kynna að vélarnar
séu á svæðinu en gáfu hvorki upp hæð
né hraða vélanna. Í flestum tilvikum
hafa rússneskar hervélar slökkt á öll-
um staðsetningarbúnaði,“ segir í svari
utanríkisráðuneytisins.
Átylla til að endurvekja herstöð
Alexey Shadskiy, sendiráðunautur
rússneska sendiráðsins í Reykjavík,
sagði við mbl.is í gærmorgun að flug
vélanna hefði verið í samræmi við al-
þjóðleg lög og engin hætta hefði verið
á ferðum. Flugvélarnar hefðu ekki far-
ið inn fyrir íslenska lofthelgi. Gaf hann
í skyn að fréttir af atvikinu væru átylla
til að endurvekja herstöð Bandaríkja-
manna í Keflavík.
Í svari við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins til Utanríkisráðuneytisins kemur
enn fremur fram að engin tilvik hafi
komið upp á þessu ári þar sem rúss-
neskar herflugvélar hafi flogið inn fyr-
ir íslenskt loftgæslurými.
Rússum
send at-
hugasemd
NATO tilkynnti
um herflugvél
’
Það þarf að laga bankakerfið að
þörfum almennings, því tækifærið
til að gera það verður farið eftir að ríkið
selur hluta í bönkunum [...] Sumir
þættir bankarekstrar eiga einfaldlega
ekki heima með öðrum í fákeppnis-
umhverfi. Grunngreiðslukerfin eiga að
vera aðskilin öðrum rekstri og öllum að-
gengileg og koma þarf í veg fyrir
áhættufjárfestingar með innstæður al-
mennings og binda enda á ofurvald fjár-
málafyrirtækja yfir fólki.“
Árni Páll Árnason, Samfylking
’
Með skuldaniðurfellingunni var
bruðlað með skattfé almennings til
þess að greiða niður sum verðtryggð
lán á Íslandi. Ekki námslán hinna ungu,
heldur aðeins íbúðalán þeirra sem þeg-
ar höfðu komið sér þaki yfir höfuðið-
Björt Ólafsdóttir, Björt framtíð
’
Markmiðið er að fjölga stoðum at-
vinnulífsins. Við eigum að hugsa
um menntakerfið sem mótorafl. Það
þarf að efla sköpunarkraft og frum-
kvæði. Þannig tryggjum við komandi
kynslóðum næg tækifæri. Hugsa um
smábörnin, íslenskuna, málnotkun,
þannig að íslenskan lifi.
Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokkur
’
Ef okkur tækist til að mynda að fá
aðra flokka með okkur í lið, um að
gera með sér samkomulag, um að fyrir
kosningar lægju fyrir drög að stjórnar-
sáttmála þeirra sem vilja vinna saman
eftir kosningar, þá myndi það breyta
stjórnmálunum til langtíma og verða
vonandi til þess að fólk fái á ný aukið
traust á Alþingi..
Birgitta Jónsdóttir, Píratar
’
Sumir tala um að innflytjendur ógni
velferðarkerfinu okkar. Sú skoðun
stangast beinlínis á við staðreyndir,
byggist ekki á neinum raunverulegum
gögnum. Það er ekki þannig að hér búi
svo margir að fleiri komist ekki fyrir.
Hér eru nefnilega næg tækifæri til að
byggja upp og gera betur. En það er
spurning hvaða stefnu við ætlum að
taka sem samfélag til þess.
Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn
’
Óvissuferðir geta vissulega verið
skemmtilegar. Oftast byrja þær af-
ar vel en stundum getur hausverkurinn
verið mikill daginn eftir. Við höfum farið
í óvissuferðir vinstriflokkanna, þær hafa
allar endað illa. Við höfum ekki efni á
slíku árið 2016.
Karl Garðarsson, Framsóknarflokkur
’
Það að íslenskt samfélag hafi verið
á hvolfi og pólitíkin lömuð svo mán-
uðum skiptir út af vandræðum ein-
stakra ráðherra og innanflokksátaka í
stjórnarflokkunum nær náttúrulega
engri átt.
Óttarr Proppé, Björt framtíð
Úr eldhúsdags-
umræðum
Vopnað rán var framið í Bílaapóteki
við Hæðasmára í Kópavogi síðdegis í
gær. Maður sem huldi andlit sitt kom
þar inn vopnaður hníf og ógnaði
starfsfólki. Maðurinn komst á brott
með peninga og lyf, samkvæmt
upplýsingum Gunnars Hilmarssonar,
aðalvarðstjóra í Kópavogi. Hann
sagði í gærkvöldi að lögregla leitaði
mannsins og notast væri við myndir
úr eftirlitskerfi apóteksins. Bílaapó-
tekið er í eigu Lyfjavals, sem rekur
þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu.
Vopnað rán í apóteki
Veðurstofan mældi 3,9 stiga jarð-
skjálfta undir sunnanverðum Mýr-
dalsjökli klukkan 13.30 í gær og
fylgdu honum minni eftirskjálftar.
Skjálftinn fannst vel á Brekkum í
Mýrdal. Á vef Veðurstofunnar segir
að engin merki séu um gosóróa.
Að sögn sérfræðinga hjá Veður-
stofunni er mikil virkni í Mýrdals-
jökli yfir sumarið vegna jarðhita-
vatns sem brýtur sér leið þegar
farginu léttir. tfh@mbl.is
Enginn gosórói
Kántrísöngvarinn, leikarinn, laga-
höfundurinn og söngvaskáldið Kris
Kristofferson hélt tónleika í Hörpu
í gærkvöldi.
Dóttir hans Kelly Kristofferson
og tengdasonur Andrew Hagar hit-
uðu upp fyrir hann og spiluðu þau
svo nokkur lög öll saman. Kris
Kristofferson verður áttræður
núna í júní og ákvað fyrir stuttu að
fara í síðasta tónleikaferðalag sitt
um Evrópu og heimsækja aðeins þá
staði sem hann langaði að ferðast
til.
Morgunblaðið/Ófeigur
Síðasta tónleikaferðalagið