Morgunblaðið - 27.09.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Reyktur
og grafinn
lax
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin.
• Í forréttinn
• Á veisluborðið
• Í smáréttinn
Alltaf við hæfi
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Gera má ráð fyrir að Íslendingar eyði
hátt í hálfum milljarði í jólatónleika í
ár.
Samkvæmt útreikningi út frá
miðaverði og sætafjölda má gera ráð
fyrir að miðar seljist fyrir rúmar 250
milljónir króna á þrenna stærstu
jólatónleikana í ár; Baggalút, Sissel
Kyrkjebø og Jólagesti Björgvins
Halldórssonar. Baggalútur heldur
sautján tónleika í stóra sal Háskóla-
bíós sem tekur 970 manns í sæti, Sis-
sel er með ferna tónleika í Eldborg-
arsal Hörpu sem tekur 1.600 í sæti og
Björgvin Halldórsson heldur tvenna
tónleika í Laugardalshöll sem tekur
3.000 manns í sæti. Miðaverð á
Baggalút er 7.997 kr. en frá 5.990 til
14.990 á Sissel og Jólagesti Björg-
vins.
Aðrir jólatónleikar gætu samtals
halað inn annarri eins upphæð, en
ekkert verður slegið af í jóla-
tónleikahald í ár frekar en fyrri ár.
Samkvæmt upplýsingum á miða-
söluvefjum og vefjum tónleikahúsa
eru 25 jólatónleikar þegar auglýstir
og komnir eða að koma í miðasölu.
Um sextíu tónleika er að ræða í
heildina því margir listamannanna
halda fleiri en eina tónleika. Þá eru
ótaldir tónleikar kóra og klassískra
sveita og lágstemmdari tónleikar
sem eru haldnir í smærri samkomu-
húsum og kirkjum víða um land á að-
ventunni.
Tímanlega í miðasölunni
Flesta tónleikana heldur Bagga-
lútur, sem setti sautján tónleika í
sölu í byrjun september og er nú
þegar uppselt á nánast alla. Nokkrir
miðar eru eftir á tónleika í byrjun
desember og hefur Karl Sigurðsson,
meðlimur Baggalúts, engar áhyggjur
af því að þeir mjatlist ekki út.
„Okkur hefur fundist gáfulegt að
vera tímanlega í miðasölunni því að
fólk vill geta planað desember hjá
sér, það er með sínar hefðir og vill
geta raðað þeim upp á ákveðinn
hátt,“ segir Karl.
Baggalútur hélt fyrstu jólatónleika
sína á Þorláksmessu 2006 og hefur
verið með þá árlega síðan, frá 2010 í
Háskólabíói. Jólaplötur sveitarinnar
eru orðnar þrjár. Karl segir hana
eiga nóg efni og geta því leyft sér að
sleppa sumum lögum eitt árið og
taka þau svo upp það næsta, en öðr-
um lögum megi aldrei sleppa eins og
„Kósíheit par exelans“.
Tónleikarnir í ár verða með svip-
uðu sniði og áður hjá Baggalúti en
alltaf eru gerðar breytingar á sviðs-
mynd, mismunandi áherslur eru í
dagskrá og svo koma nýir gestir
fram ár eftir ár. „Við fáum yfirleitt
nýjar hugmyndir fyrir hvert ár en
samt þarf líka að vera kjölfesta svo
að fólk fái sitt,“ segir Karl.
Hann neitar því að þeir verið mold-
ríkir af þessu jólatónleikahaldi, enda
taki húsaleiga, tækjaleiga og launa-
kostnaður sitt. „Eftir stendur nóg til
að manni finnist það vel viðunandi en
það verður enginn ríkur af tónleika-
haldi á Íslandi,“ segir hann. Spurður
hvað hann telji valda því að hægt sé
að halda svo marga jólatónleika hér
ár eftir ár svarar Karl að Íslendingar
séu mjög mikil jólabörn og duglegir
að koma sér upp hefðum á aðvent-
unni. „Það eru ákveðnar hefðir sem
við höldum í, meðal annars viljum við
komst í góðan jólafíling í desember
og tónlist er besta leiðin til þess.“
Björn Th. Árnason, formaður Fé-
lags íslenskra hljómlistarmanna,
(FÍH) talar á svipuðum nótum. „Að
fara á jólatónleika skapar vellíðan
hjá fólki og kemur því í stemningu.
Það er held ég ástæðan fyrir þessum
fjölda tónleika auk þess sem tónlist-
armennirnir eru flottir og tónleikarn-
ir innihaldsríkir,“ segir Björn. „Ég
veit að fólk kemur frá útlöndum bara
til að koma á jólatónleika í Hörpu eða
á Íslandi, fyrst og fremst vegna þess
hvað gæðin eru mikil.“
Björn segir að jólatónleikahald sé
oft mjög dýrt, umgjörðin sé mikil og
því séu tónlistarmenn oft á tíðum að
taka áhættu. Þrátt fyrir það segir
hann þetta mikla jólatónleikahald
vera til frambúðar. „Þetta er góð við-
bót í tónleikahald samfélagsins sem
er mjög öflugt og uppskeruríkt.
Ég er nýbúinn að vera með er-
lenda ráðstefnu þar sem komu hér
saman helstu tónlistarfrömuðir
heimsins og þeir áttu
ekki orð yfir hvað það
var glæsilega að þessu
öllu staðið, tónleika-
haldi á Íslandi yfir-
leitt. Þeim fannst
standardinn hér hár,
góður og fjöl-
breyttur og
mikil fag-
mennska í
tónleika-
haldi.“
Tónlist kemur okkur í jólaskap
25 jólatónleikar þegar auglýstir Miðasala fyrir hálfan milljarð Íslendingar koma sér í jóla-
skap í desember með tónlist Tónleikahald hér öflugt og uppskeruríkt að sögn formanns FÍH
Morgunblaðið/Eggert
Hátíðlegt Jólatónleikar eru oft veglegir, eins og þessir Jólagestir Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll fyrir nokkrum árum.
Morgunblaðið/Ómar
Eitt sinn Baggalútur hélt eina fyrstu jólatónleika sína í Salnum, þá voru tón-
listarmennirnir klæddir í jólapeysur. Nú heldur Baggalútur sautján tónleika.
Ísleifur Þórhallsson, tónleikahald-
ari hjá Senu, segir að eðli jóla-
tónleikhaldsins hafi aðeins breyst
með brotthvarfi Frostrósa af
markaðnum fyrir nokkrum árum.
„Jólagestir og Frostrósir voru í
mikill samkeppni, þetta voru tveir
turnar. En þegar Frostrósir hverfa
koma í staðinn margir minni tón-
leikar úti um allt,“ segir Ísleifur.
Miðasala hefst brátt á tvenna
tónleika Jólagesta í Laugardals-
höll, sem tekur 3.000 manns í
sæti. „Við erum ánægð með að
fylla tvær hallir en ef allt verður
snarvitlaust verður skoðað að
bæta við öðrum tónleikum daginn
eftir, við erum með höllina frá-
tekna. Sena er líka með Sissel og
hún fyllir fjóra tónleika í Eldborg,
sem er sami fjöldi og tvær hallir.
Sissel er komin til að vera og ætl-
ar að gera það að árlegum við-
burði að halda tónleika í Hörpu
á þessum árstíma,“ segir Ísleif-
ur.
Sissel komin
til að vera
TÓNLEIKAHALD SENU
Ísleifur Þórhallsson
Stjórnir Fangavarðafélags Íslands,
Landssambands lögreglumanna,
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna, Sjúkraliða-
félags Íslands og Tollvarðafélags Ís-
lands hafa sent frá sér ályktun þar
sem þingmenn eru hvattir til að beita
sér gegn samningi BSRB, BHM og
KÍ við stjórnvöld um breytingar á líf-
eyrisréttindum opinberra starfs-
manna til jafns við það sem gerist á al-
mennum markaði.
„Starfsævin verður lengd og
ábyrgð vinnuveitanda á sjóðnum
verður afnumin, án þess að gengið
hafi verið frá því að laun verði leið-
rétt,“ segir m.a. í ályktuninni. „Fjöl-
margar rannsóknir, bæði innlendar
og erlendar sýna fram á að vakta-
vinnufólk lifir að jafnaði skemur en
þeir sem vinna venjubundin dag-
vinnustörf. Sakir erfiðis og álags
þeirra starfa sem félagsmenn ofan-
greindra félaga sinna er það ljóst að
lenging starfsævinnar umfram það
sem nú er að finna í lögum mun leiða
til skertra lífsgæða meðal þessara
hópa og aukins kostnaðar þjóðfélags-
ins til lengri tíma litið,“ segir m.a. í
ályktuninni. Er í ályktuninni bent á
nokkur atriði sem stjórnir félaganna
vilja að tekið verði tillit til. Meðal ann-
ars að staða hópa sem kunni að hafa
sérstöðu hvað varðar lífeyristökuald-
ur verði skoðuð sérstaklega og að
unnið verði að því að jafna laun á milli
almenns og opinbers vinnumarkaðar.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, hefur sagt að mikill meirihluti
26 aðildarfélaga BSRB hafi stutt sam-
komulagið.
Þingmenn hvattir til að
beita sér gegn samningi
Fimm félög ósátt við samning um jöfnun lífeyrisréttinda
Morgunblaðið/Eva Björk
Ósáttir Sjúkraliðar vilja breytingu.