Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 ✝ Elísabet Sig-urbjarnadóttir, alltaf kölluð Bettý, fæddist í Reykjavík 26. október 1965. Hún lést á heimili sínu 17. september 2016. Foreldrar henn- ar eru Sigurbjarni Guðnason renni- smiður, f. 22. júlí 1931, og Jóhanna Jakobsdóttir húsmóðir, f. 1. apríl 1936. Hálfsystir Bettýjar samfeðra er Sigurborg, f. 1. mars 1952, maki Pétur P. Johnson og eiga þau eina dóttur, Margréti Höllu, f. 14. ágúst 1995. Alsystkini Bet- týjar eru: 1) Guðni, f. 12. júlí 1957, d. 30. janúar 2000, giftist Þorgerði Bergvinsdóttur, f. 24. febrúar 1966. Börn þeirra eru: a) Björk, f. 14. ágúst 1992, dóttir hennar er Aníta Rán, f. 25. ágúst 2010, b) Arndís, f. 1. febrúar 1994, c) stjúpsonur Guðbjartur Kristinn, f. 13. janúar 1983, á hann tvö börn, Maren, f. 29. október 2006, og Alexander Guðni, f. 16. mars 2016. 2) Marta Lilja, f. 8. október 1958, giftist Hörður, f. 19. janúar 1963, í sam- búð með Ernu Guðlaugsdóttur, f. 24. nóvember 1964. Börn þeirra eru: a) Agla, f. 7. janúar 1988, maki Salvar, f. 28. mars 1987. Börn þeirra eru: i) Rúrik, f. 1. mars 2012, ii) Ernir, f. 8. ágúst 2014. b) Atli, f. 30. maí 1990, í sambúð með Þórunni, f. 19. júní 1995. c) Breki, f. 12. júní 1996. Bettý var í sambúð með Ægi Sigvaldasyni, f. 26. mars 1963. Þau slitu samvistum, eignuðust þau eina dóttur: Evu Maríu, f. 2. október 1983, sambýliskona hennar er Berglind Ósk, f. 2. júlí 1982. Seinni sambýlismaður Bettýj- ar var Kristján Sverrisson, f. 15. júní 1963, þau slitu samvistum. Eignuðust þau þrjá syni: 1) Bjarni Þór, f. 19. júlí 1995, kær- asta hans er Elísabet Eva, f. 2. apríl 1998, 2) Sverrir Freyr, f. 1. september 1996, 3) Róbert Óð- inn, f. 21. september 1998, kær- asta hans er Hera, f. 8. október 2001. Bettý stundaði nám í Breiða- gerðisskóla og lauk grunn- skólanámi á Akranesi. Þar eftir fór hún á vinnumarkaðinn og vann þar ýmis störf, meðal ann- ars í Prentsmiðju Odda og hjá Ó. Johnson & Kaaber. Einnig lauk Bettý námi frá ritaraskólanum. Útför Bettýjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 27. sept- ember 2016, klukkan 13. Garðari Sigur- steinssyni, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Jóhanna, f. 26. febrúar 1977, maki Jóhann Ólaf- ur, f. 2. mars 1976. Börn þeirra eru: i) Kristinn Kári, f. 4. febrúar 2008, ii) Ragnheiður Sara, f. 22. janúar 2010. b) Hjörtur Freyr, f. 13. janúar 1984, í sambúð með Hrafnhildi, f. 24. nóvember 1986. c)Andrea Ósk, f. 7. janúar 1992. 3) Edda Sigríður, f. 13. október 1960, maki Pálmi Guðmundsson, f. 31. október 1960. Börn Pálma eru: a) Andrea, f. 9. júní 1985, dóttir hennar er Bríet Svala, f. 30. desember 2012. b) Eyþór, f. 10. nóvember 1988. 4) Hanna Birna, f. 19. janúar 1963, maki Reynir Steinarsson, f. 19. októ- ber 1962. Börn þeirra eru: a) Anton Örn, f. 14. júlí 1984, í sam- búð með Kim, f. 28. september 1986, börn þeirra eru: i) Katla, f. 3. ágúst 2011, ii) Alexander, f. 30. október 2015. b) Nadía Rut, f. 11. ágúst 1990, í sambúð með Sigmari, f. 22. apríl 1992. 5) Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kveðja frá mömmu og pabba. Elsku yngsta systir okkar dá- in. Lífið er svo ósanngjarnt, þeg- ar allt var á uppleið hjá elsku Bettý okkar, þá er hún tekin frá okkur. Laugardagurinn 17. septem- ber síðastliðinn var mikill sorg- ardagur. Mamma hringir og tilkynnir að Bettý sé dáin, við grétum saman. amma er ekkert mikið fyrir að hringja og vitandi að hún væri að hringja, þá vissum við að eitthvað alvarlegt hafi komið upp á. En aldrei áttum við von á þessari harmafrétt. Sorg okkar allra er mikil. Líf Bettýjar var oft þyrnum stráð og mörg ár mjög erfið, en alltaf stóð hún upp grjóthörð og rétti úr bakinu og hélt áfram. Bettý var yndisleg sál, sem ekkert aumt mátti sjá. Þó hún ætti erfitt sjálf þá var hún ætíð fús að hjálpa öðrum. Var mikill vinur vina sína. En að hún bæði sjálf um að- stoð, var hennar síðasta úrræði. Þegar hún bað um aðstoð vissum við að það gengi afar illa hjá henni. Eins og hjá okkur öllum þá koma dimmir dagar, en samt var alltaf stutt í brosið hjá henni. Bettý elskaði börnin sín afar heitt og voru þau henni allt í þessu lífi. Hún var lánsöm hvað börn varðar og eignaðist fjögur börn. Eva María, fædd 2. októ- ber 1983, Bjarni Þór, fæddur 19. júlí 1995, Sverrir Freyr, fæddur 1. september 1996 og Róbert Óð- inn, fæddur 21. september 1998.Við biðjum almættið að styrkja börnin hennar í sorg sinni og elsku foreldra okkar sem nú sjá á eftir öðru barni sínu úr þessu lífi, en okkar ástkæri elsti bróðir lést árið 2000 af völd- um krabbameins. Við grípum niður í það sem Bettý skrifaði um Guðna bróður: Þú ert kominn í faðm annarra ástvina, elsku Guðni, og við biðjum almáttugan Guð að varðveita þig um alla eilífð. Við sjáumst seinna, elsku bróðir minn. Þín systir, Elísabet (Bettý). Það er bara alltof snemma sem þau systkinin okkar hittast. Það væri hægt að skrifa heila bók um æsku okkar saman, en við látum þessi fátæklegu orð duga og hlýjum okkar við ljúfar minningar um yndislega systur og vin. Fundum eitt ljóð sem okkur fannst passa vel við Bettý okkar. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Marta, Edda, Hanna Birna og Hörður. Þegar dauðann ber snögglega að garði er fregnin enn sárari en ella og veruleiki foreldra og barna verður óbærilega óréttlát- ur og ósanngjarn. Bettý frænka var kölluð burt allt of fljótt en við finnum huggun í því að nú er hún komin til stóra bróður sem hún leit svo upp til. Bettý var ljúf og hæglát en þegar hún tók sig til var ekkert hik á henni. Eitt árið ætluðum við að hekla jólabjöllur, ég held mér hafi tek- ist að gera tvær, en áður en hægt var að snúa sér við var Bettý komin í framleiðslu og hætti ekki fyrr en allar ljósaseríur til að hekla utan um voru ófáanlegar, þannig var hún. Bettý skilur eft- ir sig fjögur börn sem hver sem er væri stoltur af, góð, sann- gjörn, örlát og hafa þau í gegn- um þennan byl staðið sig hetju- lega þrátt fyrir ungan aldur. Henni tókst því það sem við öll sækjumst eftir og hluti af henni lifir áfram í þeim. Amma, afi, Eva, Bjarni, Sverrir og Róbert, hugur okkar er hjá ykkur í dag. Jóhanna. Við Bettý hittumst fyrst sem unglingar vestur á Þingeyri þeg- ar hún var þar við pössun eitt sumar. Það var síðan mörgum árum síðar sem við kynntumst og hóf- um okkar sambúð. Það sem heill- aði mig við Bettý voru ekki bara þessi stóru fallegu augu og að hún væri sæt stelpa, heldur líka þessi einstaki kærleikur og góð- mennska sem hún hafði að geyma. Fyrstu árin okkar saman voru æðisleg, við urðum fljótt mjög góðir vinir og gerðum einn- ig mjög margt saman og ég minnist þessara ára með miklum hlýhug. Bettý tók það afar nærri sér þegar amma mín dó og það var mjög mikið áfall fyrir hana þegar Guðni, bróðir hennar, dó aðeins 10 mánuðum síðar. Þrátt fyrir að Bettý glímdi æ síðar við sjúkdóminn alkóhól- isma og afleiðingar hans þá voru þeir ófáir sigrarnir sem hún náði í þeirri baráttu, bæði stórir og smáir. Á sl. ári var ánægjulegt að sjá hversu góðum árangri hún hafði náð í að koma sér í betra form. Bettý hafði m.a. verið á Reykjalundi og heilsuhælinu í Hveragerði. Hún hafði orð á því við mig sl. sumar að hún yrði að koma sér í betra form áður en barnabörnin færu að koma, enda held ég að hún hafi hlakkað til þess tíma. Þegar við Bettý hófum bú- skap þá átti hún fyrir eina dótt- ur, Evu Maríu. Saman eignuð- umst við þrjá yndislega syni, Bjarna Þór, Sverri Frey og Ró- bert Óðin. Missir þeirra er mikill og stolt geta þau minnst móður sinnar fyrir þann einstaka kær- leika og góðmennsku sem hún ávallt sýndi þeim og öðrum. Lát- ið það verða arfleifð móður ykk- ar að vera ávallt góð hvert við annað. Tæpri viku fyrir andlát Bet- týjar héldum við sameiginlega upp á 20 ára afmæli sonar okkar, Sverris Freys. Þar geislaði hún af gleði enda slíkir viðburðir hennar hjartans mál. Missir fjölskyldu Bettýjar er mikill, bæði barna, foreldra, systkina og annarra ástvina. Ég vona að sá kærleikur sem hún ávallt sýndi okkur veiti ykkur nú styrk í sorg ykkar. Ég kveð þig nú, kæra vinkona. Kristján. Elísabet Sigur- bjarnadóttir HINSTA KVEÐJA Sólin er sest og nóttin langa gengin í garð og tekið sér fanga. Ranglega dæmd, ég skil ekki dóminn, lífinu gafst bæði blómin og ljóminn. Með söknuði og streði, minnumst þín með gleði. Því of fljótt er sumarið er liðið, en þín bíður Guðni við gullna hliðið. Hjörtur Freyr Garðarsson. Nú þegar ég kveð tengdamóður mína Margréti S. Kjærnested rifjast upp minning- ar síðustu 37 ára, frá því ég kynntist dóttur hennar Margréti Halldóru. Þá kom ég á Þorfinns- götu 8 og hitti Margréti og Guð- mund í fyrsta sinn. Vel var tekið á móti mér og átti ég eftir að njóta gestrisni og velvildar þeirra hjóna alla tíð síðan. Tengdamóðir mín var hlý mann- eskja og kom okkur vel saman. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að ferðast með þeim hjónum bæði innanlands og ut- an. Eftirminnilegasta ferðin er ferðin þegar við gengum frá Að- alvík og yfir á Hesteyri, en þá var Margrét 76 ára og munaði hana ekkert um að að ganga þessa leið. Eitt árið fórum við með dóttur okkar Ástu á skíði til Austurríkis og komu Margrét og Guðmundur með okkur og áttum við þar frábæran tíma í fjallasal Austurríkis. Tengda- móðir mín var mikil hannyrða- kona, hún saumaði út, óf og prjónaði. Mesti greiði sem ég gerði henni var að biðja hana um að prjóna vettlinga, húfu eða sokka á mig og var það fljótgert. Margrét var mjög fróð um Margrét Símonar- dóttir Kjærnested ✝ Margrét AnnaSímonardóttir Kjærnested fæddist 3. september 1923. Hún andaðist 18. september 2016. Útför Margrétar fór fram 26. sept- ember 2016. sögu miðbæjar Reykjavíkur og það var mjög gaman að ganga með henni um Þingholtin, því hún vissi sögu hvers einasta húss. Ásta dóttir okkar naut þess að um- gangast ömmu sína og var fallegt sam- band á milli þeirra. Ég kveð hana með þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og allar góðu minningarnar sem hún skilur eftir. Pétur E. Oddson. Yndisleg tengdamóðir mín, Margrét Símonardóttir Kjærne- sted, hefur kvatt þennan heim. Hún var svo sannarlega tilbúin, saknaði tengdapabba sem kvaddi frekar skyndilega fyrir ellefu árum, þau voru mjög sam- rýnd og áttu skemmtilegt líf saman. Ég kynntist Möggu fyrir 53 árum þegar við Símon, elsti sonurinn, vorum að draga okkur saman. Frá fyrstu kynnum tókst með okkur mikill vinskapur sem hélst alla tíð. Magga var einstök kona, ræktaði sína fjölskyldu og vini, mikil hannyrðakona og liggja mörg falleg verk eftir hana, langar mig að nefna verk þar sem hún aðstoðaði Vigdísi Kristjánsdóttur veflistakonu við að vefa fyrir Reykjavíkurborg 1972-1974 „Ingólfur varpar önd- vegissúlu fyrir borð“, sem er í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Fangamerki hennar (MK) er á verkinu. Ég minnist þín með söknuði og virðingu. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði, elsku Magga. Þín tengdadóttir, Elínborg (Ella). Amma var einstök, róleg og ljúf kona sem aldrei kvartaði. Hún passaði alltaf upp á að allir hefðu það sem þá vantaði og setti sjálfa sig í síðasta sætið. Hún var alltaf síðust að setjast við matarborðið og fyrst að standa upp þegar eitthvað vant- aði. Þorfinnsgatan var alltaf til staðar og var maður velkominn þangað hvenær sem var og allt- af var góðgæti dregið fram fyrir gesti. Hádegismatur á virkum dögum var fastur liður og nýtti ég mér það mikið á mennta- og háskólaárunum. Á Þorfinnsgötunni leiddist manni aldrei, amma passaði upp á það. Hún kenndi mér að prjóna, hekla, baka bollur, búa til pönnukökur, vaska upp og hengja upp þvott. Árlega var tekið slátur og laufabrauð steikt. Á seinni árum átti hún að vera áhorfandi í sláturgerðinni en þrátt fyrir aldur var hún alltaf komin með puttana út í og farin að aðstoða og gefa skipanir. Garðurinn á Þorfinnsgötu var hennar listaverk og naut hún þess að vera úti í garði að hugsa um blómin sín allt fram á síð- asta ár. Síðustu ár nutum við þess oft að elda saman og var hennar fyrsta val ávallt hvítlaukspasta. Ef ég fékk að velja þá var eld- aður Þorfinnsgötukjúklingur á teini og alltaf var ísblóm í eft- irrétt. Elsku amma, ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér og það hjálpar að vita að núna séuð þið sameinuð á ný. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða svona miklum tíma með ykkur afa þegar ég var yngri og munu minningarnar um yndis- legar stundir á Þorfinnsgötunni vera með mér alla tíð. Þín Ásta. Eftir eitt besta sumar í manna minnum kveðjum við elskulega móðursystur okkar, Margréti Símonardóttur. Magga frænka bjó allan sinn búskap á Þorfinnsgötu 8, húsinu sem afi okkar, Símon Símonarson, byggði af mikilli atorku á fjórða áratug síðustu aldar. Fjölskyld- an hafði búið við þröngan húsa- kost á Nönnugötu í Reykjavík í nokkur ár og flutt svo 1934 í stórhýsið Þorfinnsgötu 8. Þá var Magga 11 ára. Hún gekk í Aust- urbæjarskólann og svo Ingi- marsskóla. Hún kynntist ung myndarlegum manni úr Vestur- bænum, Guðmundi Kjærnested, og til eru stórkostlegar ljós- myndir af unga parinu frá Hreðavatni 1944. Magga og Guðmundur bjuggu svo á fyrstu hæðinni á Þorfinnsgötunni ásamt börnum sínum fjórum, móðir okkar Kristín og við börn- in á miðhæðinni og amma, Ingi- björg Gissurardóttir, og Símon afi á þriðju hæðinni. Oftast bjuggu einnig í húsinu, háaloft- inu og kjallaranum ættingjar og vinir afa og ömmu í styttri og lengri tíma. Þetta var á tímum húsnæðiseklu í Reykjavík. Magga frænka var þriðja í systkinaröðinni og sú sem síðast kveður. Hún var falleg kona, grannvaxin og kvik og allt fram á síðustu ár var hún vel á sig komin, hafði yndi af útiveru og ferðalögum. Hún var af þeirri kynslóð kvenna sem sinntu heimili sínu, manni og börnum. Heitur matur í hádeginu og á kvöldin, öll föt heimasaumuð eða prjónuð, stórþvottar þvegnir, garðurinn ræktaður og slátur tekið að hausti. Öll verk voru unnin af vandvirkni og alúð og mikil samvinna meðal kvennanna í húsinu, ömmu og dætranna. Magga var annáluð handavinnukona, hvort sem var prjónaskapur eða saumar, en hún hafði einnig lært vefnað og eftir hana liggja mikil listaverk á því sviði. Guðmundur var oft lengi að heiman vegna starfa sinna sem skipherra hjá Land- helgisgæslunni, og yfir því starfi hvíldi nokkur dulúð. Vafalaust hafa langar útilegur og erfið störf eiginmanns á sjó tekið á eiginkonuna, en aldrei urðum við krakkarnir varir við það. Það var bara þegar Guðmundur var í landi, þá minnti amma okkur á að hafa nú ekki hátt, það yrði að taka tillit til húsbóndans á neðri hæðinni. Tilvera okkar systkin- anna á miðhæðinni var samofin stórfjölskyldunni sem bjó í hús- inu á Þorfinnsgötunni og við bjuggum þarna við sannkallað mæðraveldi. Seinni árin fækkaði í húsinu og urðu þá samskiptin milli systranna enn nánari. Áfram héldu þær að sinna fjölskyldum sínum, barnabörnum og síðar börnum þeirra. Þegar dætur okkar eignuðust sín fyrstu börn kom pakki frá Möggu frænku, langömmusystur, teppi sem hún hafði prjónað af sinni alkunnu snilld, mikil gersemi. Eftir að mamma var farin var gott að koma til Möggu og fletta með henni myndaalbúmum og skoða myndir. Hún gat rifjað upp sög- urnar í gegnum myndirnar. Nú haustar og tími uppskeru er kominn. Þetta er sá tími sem mæðurnar á Þorfinnsgötunni sultuðu, söftuðu, suðu niður, tóku upp, tóku slátur, fólu upp. Það er táknrænt að þá skuli Magga frænka kveðja. Við syst- ur flytjum fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Símonar- dóttur. Lára V. Júlíusdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir. Ástkær eiginkona mín, MAGNÚSÍNA SIGURÐARDÓTTIR SORNING, Bía, Vogatungu 89, Kópavogi, lést á líknardeild LSH í Kópavogi, sunnudaginn 25. september. Fyrir hönd aðstandenda, . Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.