Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 ✝ Friðbjörg Þór-unn Benja- mínsdóttir, Bogga, fæddist á Súðavík 13. apríl 1933. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 16. september 2016. Foreldrar hennar voru Benjamín Val- geir Jónsson, f. 1884, d. 1967, og Sigríður Friðrikka Kristmundsdóttir, f. 1893, d.1949. Bróðir hennar var Krist- mundur Benjamínsson, f. 16. 1971, d. 1987. Áður eignaðist Friðbjörg Þórunn þá Ómar Þór, f. 1951, og Ævar, f. 1953. Barna- börnin eru sjö og barnabarna- börnin níu. Friðbjörg Þórunn og Gestur bjuggu lengst af á Hjallabraut 50 í Hafnarfirði og fluttu síðan á Hjallabraut 33. Síðustu þrjú árin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Friðbjörg Þórunn eða Bogga sem hún var kölluð var afar fé- lagslynd og varð hún ein af stofnendum systrafélags Víði- staðakirkju og var lengi ötul fé- lagskona og vann mikið að fjár- öflun til smíði kirkjunnar. Hún helgaði líf sitt þjónustu við þá sem minna máttu sín. Útför Friðbjargar Þórunnar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag, 27. september 2016, klukkan 15. september 1929, d. 1962, og fjögur hálfsystkin sam- feðra: Jón, Sigríð- ur, Sigríður Guð- laug, og Guðrún sem öll eru látin. Eiginmaður hennar var Gestur Guð- jónsson frá Gvend- arnesi við Fáskrúðsfjörð, f. 24. október 1929, d. 6. apríl 2006. Börn þeirra eru: Guðjón Arnar, f. 1960, Kristrún Erla, f. 1966, Guðmundur Ingi, f. 1967, og Þórunn Hjördís, f. Flestir könnuðust við hana undir nafninu Bogga, en hún hét í raun Friðbjörg Þórunn og var fæddur Súðvíkingur. Hún lést 16. september eftir stutta sjúkra- legu. Bogga lá frá tveggja ára aldri á Ísafjarðarspítala í mörg ár, í umönnun hjúkrunarfólks. Hún átti til að ræða þennan tíma og vísa í ljóð sem sungin voru yfir henni og hún svæfð með af kær- leiksríkri hjúkrunarkonu. Þau voru yndisleg og sögð svona af hjúkrunarkonu: Sofðu rótt, sofðu rótt nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt vertu gott barn og hljótt. Héðan yfir er húm situr engill við rúm Sofðu vært, sofðu vært eigðu sælustu nótt. Segja má að þessi orð hjúkr- unarkonunnar hafi verið vega- nesti fyrir Boggu út í lífið. Sem unglingsstúlka lá leið hennar í vist til Júlíusar Hafstein og það- an til Classen-fjölskyldunnar á Reynisstað í Skerjafirðinum. Síð- ar fór hún til sjós sem kokkur, sem í raun er ótrúlegt þegar litið er til hennar forsögu. En áfram vildi þessi elska og hún leit í kringum sig, og löngun hennar var fram á veginn. Hún sá sæng sína upp reidda og fyrr en varði stóð hún með sjó- pokann á öxlinni í anddyri Hús- mæðraskólans að Laugalandi, þar sem hún nam í einn vetur. Þarna eignaðist hún vini fyrir lífstíð, þar á meðal frænku mína Eddu Eiríksdóttur. Hún var ein af stofnendum kvenfélags Víði- staðakirkju og átti eftir að starfa þar af krafti og var síðar sýndur sá sómi að vera gerð þar að heið- ursfélaga. Boggu var margt til lista lagt, var með afburðum listfeng, mál- aði, stundaði hannyrðir og hafði unun af hvers kyns tónlist, ekki síst dægurtónlist. Kunnugir segja að hún hafi átt það til að taka í tóninn þegar hún hafði færi á því. Hún var mjög dulræn og af- burðaskyggn og fara ýmsar sög- ur af þeim hæfileikum hennar. Hún elskaði blóm og ljóðin Blátt lítið blómið eitt var henni hug- leikið. Bogga hafði einstaka frá- sagnarhæfileika og gat haldið fólki hugföngnu. Henni var ekki fisjað saman eins og sést af lífshlaupi hennar og krafti til huga og handa. Skap- arinn gaf henni góðar gáfur, ynd- islega söngrödd og kannski hefði hún getað orðið atvinnusöng- kona. En á hennar tímum, komin úr fátækt, gekk lífið meira út á það að komast af, heldur en að verða eitthvað sérstakt. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á hand- og fótbolta og elskaði að horfa á strákana okkar og ekki síst á uppáhaldið sitt Eið Smára. Elsku Bogga mín, það er nafn- ið sem þú gekkst undir, því að konan í þjóðskránni tók af þér Friðbjargar-nafnið og skráði þig Þórunni F. Benjamínsdóttur. Fyrir mér verður þú alltaf Bogga og einlægur vinur. Mikið lán var að hafa haft tækifæri til að fá að kynnast þér og eiga með þér stundir þar sem við fórum saman hingað og þangað. Ég mun ávallt sakna þín og trúi því að við mun- um hittast að endingu. Varst birta á dimmum degi djásn og ljós í djúpri sorg. Varst traust á Herrans vegi Von um tryggð í himna borg. Jesú tár tekur og léttir sorgir tákn töfra í hirð rósa er skjól. Í bænaóð ferð, í englaborgir í bústað látinna í Drottins sól. (Höf. Jóna Rúna Kvaran) Blessuð sé minning Friðbjarg- ar Þórunnar Benjamínsdóttur. Jóhanna Björg Magnúsdóttir. Ég kveð þig, hugann heillar, minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (GJ) Þórunn var einn af stofnfélög- um Systrafélags Víðistaðasóknar árið 1980. Hún var einstaklega dugleg, atorkusöm og virkur félagi á meðan kraftar leyfðu. Ein aðalfjáröflun félagsins í gegnum tíðina hefur verið sum- arblómasalan hvert vor og Þór- unn átti svo sannarlega allt frum- kvæði að því að blómasalan fór af stað í upphafi. Einnig voru basarar og kaffi- sölur stór þáttur í fjáröflun fé- lagsins á meðan kirkjan var í byggingu. Þar nutu sín kraftar og hugmyndaauðgi Þórunnar til fullnustu og áttum við Systra- félagskonur fjölmargar og ógleymanlegar stundir með henni við gerð basarmuna. Fyrir hönd Systrafélags Víði- staðasóknar þökkum við Þórunni fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Unnur, Nanna, Guðfinna. Friðbjörg Þórunn Benjamínsdóttir Litadýrð um hól og laut, og lækur í kjarrinu hjalar, sólin og sumarið horfið á braut, og skógurinn býst til dvalar. Þá ferðina löngu lagt var í, laus frá þrautum öllum, sumarlandið sæl á ný, sporlétt á grænum völlum. (Orri Óttarsson) Fyrir tæplega tveimur áratug- um varð ég tengdasonur Erlu Hallgrímsdóttur. Frá fyrsta degi varð ég einn af fjölskyldunni og eins og við hefðum þekkst alla tíð. Það var svolítið eins og Nína, eins og hún var alltaf kölluð, hefði endalausan tíma fyrir aðra, stússa með barnabörnin, matar- boð, fataviðgerðir, sníða, sauma og gera föndur, fyrir utan Lions og kvennakórinn. Alltaf virtist tími til að gera öðrum greiða, keyra barnabörnin, koma á skólatónleika, fimleika, fótbolta- mót eða árshátíðir í skólanum þeirra, og svo var það Vagla- skógur, en hann leit tengdamóðir mín á sem himnaríki á jörð, og það var alveg sama hvernig ég reyndi að segja að það gæti ekki verið neitt merkilegt að dvelja þar, en það fannst Nínu ekki svara vert, þetta var staðurinn hennar. Síðustu tvö og hálft ár hefur Erla J. Hallgrímsdóttir ✝ Erla J. Hall-grímsdóttir (Nína) fæddist 2. nóvember 1945. Hún lést 12. sept- ember 2016. Útför Erlu fór fram 26. september 2016. hún barist við óvæginn sjúkdóm og gert það af miklu æðruleysi, eins og allt sem hún gerði, ekki mörg orð um það, en endalaust að hugsa um heilsu annarra í kring um sig. Undanfarnar vikur hafa verið erf- iðar en ef við nálg- umst þær af sama æðruleysinu og hún tókst á við sinn sjúkdóm mun aftur birta til, þó að hlutirnir verði aldrei eins án hennar. Kærri tengdamóður minni þakka ég samfylgdina þar til við sjáumst siðar. Góða ferð, þinn tengdasonur, Orri Óttarsson. Elsku amma okkar, nú ertu farin frá okkur, allt of snemma, en við trúum því og treystum að nú líði þér vel og sért laus við verki og veikindi. Það er skrítið að koma í Dvergagil núna, engin amma sem tekur á móti okkur með knúsi og hressilegu viðmóti, en afi verður heima fyrir okkur og fyllir í skarðið þitt eins vel og hann getur. Amma okkar var svona amma sem allir vilja eiga, bar hag okk- ar alltaf fyrir brjósti sér og pass- aði vel upp á okkur, fylgdist vel með því sem við vorum að gera, bæði í skóla, tómstundum og frí- tíma. Við erum mjög þakklát fyrir allan tímann sem við fengum með þér, elsku amma, þótt við vildum að hann hefði verið lengri, en þökkum samt að við fengum að kveðja þig hvort fyrir sig á sjúkrahúsinu og þú gast lagt okkur lífsreglurnar. Elsku amma, Takk fyrir allt sem þú hefur gefið og gert fyrir okkur og Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín barnabörn, Steinar Kári og Erla Katrín. Það er gömul saga og ný að „vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt“ eins og listaskáldið góða komst að orði forðum. Nú hefur þessi þungi straumur tím- ans hrifið burt heiðurskonuna Erlu J. Hallgrímsdóttur, eða Nínu, eins og hún var yfirleitt kölluð. Við sem eftir stöndum hérna megin móðunnar miklu kveðjum hana með söknuði og trega, en jafnframt með sérstöku þakklæti fyrir indæl og gefandi kynni um langan aldur. Þessi kynni okkar hófust fyrir löngu eða þegar Nína og Jóhann Karl, frændi minn, gengu í hjónaband og stofnuðu heimili á Akureyri. Vorum við hjónin þá oft gestir þeirra, þegar leið okkar lá norð- ur, og er skemmst frá því að segja að þeir samfundir voru ein- staklega skemmtilegir og eftir- minnilegir. Þar stendur húsmóð- irin alltaf í björtu ljósi minninganna sakir gestrisni sinnar og glaðværðar, myndar- skapar og hlýju. Nína var mikil hæfileikakona og vann öll sín verk af alúð, kunnáttu og vand- virkni að hverju sem hún gekk. Þá var hún líka glaðvær og fé- lagslynd svo að engum leiddist í návist hennar. Þau hjónin, Nína og Jóhann Karl eða Kalli eins og hann er alltaf nefndur meðal ætt- ingja og vina voru einstaklega samhent um að skapa þannig andrúmsloft í kringum sig að öll- um hlaut að líða vel í návist þeirra. En nú hvílir skuggi sorgar yfir ranni þessara góðu hjóna við brotthvarf Nínu. En minningin um góða og mikilhæfa og um- fram allt skemmtilega konu lifir með okkur og veitir okkur styrk á kveðjustund. Við hjónin send- um Kalla, börnum þeirra hjóna og barnabörnum, sem og öllum vandamönnum, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð blessa minningu hennar. Jón R. Hjálmarsson Elsku hjartans Nína mín, þú fórst alltof fljótt frá okkur en þú lofaðir að líta til með mér á okkar kveðjustund og ég veit að það loforð verður haldið. Allt sem ég vil segja um þig og við þig er í þessu fallega ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þí veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að haf þig hér og það er svo margs að minnast, svo margt sem í hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kæru elsku vinir, Kalli, Guð- rún, Ása, Siggi og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur frá ykkar Ingu og Árna. Aðalheiður Ingibj. Mikaelsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, WALTER BORGAR, Dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík 20. september. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju, Garði, fimmtudaginn 29. september klukkan 14. . Þorsteinn Á. Waltersson, Anna Borg Waltersdóttir, Ósk Wall, Óskar F. Snorrason, Eiríkur Waltersson, Svava V. Ólafsdóttir, Ásgrímur S. Waltersson, Renee Pedretti. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR EJNER MALMBERG, áður Otrateig 6, lést að morgni 23. september á Hrafnistu í Reykjavík. . Sigríður O. Malmberg og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, unnusta, dóttir og systir, DAGNÝ ÍVARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 16. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 30. september klukkan 13. . Unnar Andri Unnarsson, Berglind Marín Ólafsdóttir, Sandra Ýr Unnarsd., Harpa R. Bjarnad. Thomsen, Kristján Magnússon, Lovísa Tómasdóttir, Ívar S. Guðmundsson, Karitas Ívarsdóttir, Aldís Ívarsdóttir, Guðmundur B. Ívarsson, Líney B. Ívarsdóttir, og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR FRIÐBERTSDÓTTIR frá Súgandafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. september, klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS félagið. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki Sóltúns fyrir alúðlega umönnun og hlýju. . Erlingur Óskarsson, Rósa Hrönn Hrafnsdóttir, Sigríður Óskarsdóttir, Kristján Albert Óskarss., Þórdís Zoëga, Aðalheiður Ósk Óskarsd., Benedikt Jónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KOLBRÚN SVEINSDÓTTIR, Múlasíðu 7c, Akureyri, lést fimmtudaginn 22. september 2016. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. október klukkan 13.30. . Stefán Haukur Jakobsson, Sveinn Ævar Stefánsson, Bjargey H. Pétursdóttir, Eiður Stefánsson, Dagbjört H. Eiríksdóttir, Matthildur Stefánsdóttir, Tómas Ólafsson, Anna Stefánsdóttir, Hilmar M. Baldursson, Tinna Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kona mín, móðir og amma, ÞÓRHILDUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Hálsi, Kaldakinn, verður jarðsungin frá Þóroddsstaðakirkju miðvikudaginn 28. september klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Gunnar Marteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.