Morgunblaðið - 27.09.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa
súrdeigsbrauðin okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Ritstjórnardálkurinn Týr í Við-skiptablaðinu fjallaði í liðinni
viku um atkvæða-
greiðslur þing-
manna Pírata.
Hann sagði alltaf að
koma betur í ljós að
Píratar séu ófærir
um að koma að
stjórn landsins og
tók dæmi af afgreiðslu búvöru-
samnings þar sem þingmenn
flokksins sátu hjá.
Týr bætti við: „Birgitta Jóns-dóttir, þingmaður og leiðtogi
Pírata (á bak við tjöldin), sagðist í
samtali við Ríkisútvarpið ekki
,,hafa haft forsendur til að taka af-
stöðu í atkvæðagreiðslunni“ um
samningana, sem samþykktir voru
á Alþingi í byrjun vikunnar. Birg-
itta sagði jafnframt að þar sem
þingmenn flokksins væru aðeins
þrír hefðu þeir ekki alltaf færi á
að kynna sér málin og kjósa út frá
eigin sannfæringu. Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Píratar nota þessa
afsökun til að komast hjá því að
taka afstöðu í málum á þessu kjör-
tímabili.“
Týr benti einnig á að Birgittahefði sagt að „enn væru mörg
flókin mál eftir í þinginu og að það
ætti eftir að bera undir grasrótina
hvað þau (grasrótin) vildu gera
með þau mál.“
Loks sagði Týr: „Þingmenn Pí-rata hafa í raun ekkert raun-
verulegt umboð til að hafa skoðun
eða taka ákvörðun í nokkru máli.
Allt þarf að bera undir svokallað
pírataspjall á netinu og þar vinna
menn slaginn með því að tala sem
hæst og sem dónalegast. Þing-
menn Pírata eru í raun ekkert
annað en milliliður brjálaðra æs-
ingamanna á netinu og almenn-
ingsins sem þeir eiga að þjóna sem
kjörnir fulltrúar. Þá er sama hvort
þingmennirnir eru þrír eða þrett-
án.“
Pírataspjallið
ræður atkvæðinu
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 heiðskírt
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 7 rigning
Nuuk 5 heiðskírt
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 13 alskýjað
Stokkhólmur 16 heiðskírt
Helsinki 15 heiðskírt
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 14 alskýjað
Dublin 14 rigning
Glasgow 12 alskýjað
London 18 léttskýjað
París 19 léttskýjað
Amsterdam 18 rigning
Hamborg 18 heiðskírt
Berlín 20 heiðskírt
Vín 19 léttskýjað
Moskva 14 léttskýjað
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 26 léttskýjað
Barcelona 23 rigning
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 23 rigning
Aþena 23 léttskýjað
Winnipeg 12 heiðskírt
Montreal 15 heiðskírt
New York 19 heiðskírt
Chicago 17 heiðskírt
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:27 19:11
ÍSAFJÖRÐUR 7:33 19:15
SIGLUFJÖRÐUR 7:16 18:58
DJÚPIVOGUR 6:57 18:40
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Í fjáraukalögum ársins 2016 er gert
ráð fyrir 76 milljóna króna framlagi
til lögreglustjórans á Suðurlandi
vegna aukins ferðamannstraums í
samræmi við tillögur stjórnstöðvar
ferðamála.
Markmiðið er að með aukinni lög-
gæslu verði eftirlit á víðfeðmu svæði
bætt, þar sem margir af fjölsóttustu
ferðamannastöðum Íslands eru, eins
og segir í greinar-
gerð með frum-
varpinu.
Kjartan Þor-
kelsson lögreglu-
stjóri segir að
embætti sitt hafi
fengið
þessa fjárveit-
ingu fyrr á árinu
og í fjáraukalög-
unum sé verið að staðfesta útgjöld
sem hafi verið samþykkt.
„Þetta breytti gríðarlega miklu
fyrir okkur,“ segir Kjartan. Hægt
var að ráða viðbótarmannskap í lög-
regluna og eins hafi menn bætt á sig
aukavinnu. Sett var vakt á gullna
hringinn og eins var eftirlit á hálend-
inu og i Öræfum stóraukið.
Aukningu spáð á næsta ári
Ekki er ljóst ennþá hvort embætt-
inu verði tryggt aukið fjármagn í
fjárlögum næsta árs en hann vonast
til að svo verði. „Það er alveg nauð-
synlegt, ekki síst í ljósi þess að ferða-
mannastraumurinn mun aukast á
næsta ári samkvæmt öllum spám,“
segir Kjartan.
Í fjáraukalögunum er einnig gert
ráð fyrir hækkun á framlagi til lög-
reglustjórans á Norðurlandi eystra
að upphæð 22 milljónir vegna aukins
ferðamannastraums á því svæði.
Svæði lögreglustjórans þar er
einnig mjög víðfeðmt og þar er að
finna marga fjölsótta ferðamanna-
staði.
Eftirlitið í sumar var stóraukið
Kjartan Þorkelsson
Menntamála-
ráðuneytið hefur
auglýst laust til
umsóknar emb-
ætti safnstjóra
Listasafns Ís-
lands. Safnstjóri
stjórnar starf-
semi og rekstri
safnsins og mót-
ar listræna
stefnu þess.
Umsóknarfrestur er til og með
10. október næstkomandi. Fram
kemur í auglýsingu að gert sé ráð
fyrir að skipað verði í embættið frá
og með 1. mars 2017.
Skipunartíma núverandi safn-
stjóra, Halldórs Björns Runólfs-
sonar, lýkur 28. febrúar næstkom-
andi. Halldór var skipaður í
embættið frá 1. mars 2007 til fimm
ára. Skipunin var endurnýjuð til
fimm ára eins og heimilt er í lög-
um.
Halldór mun því hafa verið í
embætti í 10 ár þegar hann lætur
af störfum, eða jafnlengi og lög
heimila.
Fram kemur í auglýsingunni að
umsækjendur skuli hafa háskóla-
menntun og jafnframt staðgóða
þekkingu á starfssviði Listasafns-
ins. sisi@mbl.is
Embætti
safnstjóra
auglýst
Halldór Björn
Runólfsson