Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016
Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is
Frábær
verð!
6.990
Verð
Kapaltromla 25m
Framleidd í Þýskalandi.
Leiðir 3G1,5, 25m.
BR 10991503.690
Verð
Rafmagnssnúra 10m
Gúmmíkapall 10m.
Leiðir 3G1,5, 25m.
BR 1169870
3.990
Verð
Kastari LED 10W
Ljósmagn 700lm, IP65
Kapall 1,7m.
TO YT81801
Rafmagnssnúrur
og ljós
27. september 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 113.83 114.37 114.1
Sterlingspund 147.26 147.98 147.62
Kanadadalur 86.22 86.72 86.47
Dönsk króna 17.164 17.264 17.214
Norsk króna 14.009 14.091 14.05
Sænsk króna 13.325 13.403 13.364
Svissn. franki 117.57 118.23 117.9
Japanskt jen 1.133 1.1396 1.1363
SDR 159.25 160.19 159.72
Evra 127.96 128.68 128.32
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.7389
Hrávöruverð
Gull 1336.3 ($/únsa)
Ál 1637.5 ($/tonn) LME
Hráolía 47.42 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Útboði á tæplega
14% hlut ríkisins í
Sjóvá, sem tilkynnt
var um eftir lokun
markaða á föstu-
daginn, lauk fyrir
opnun markaða í
gær, mánudag.
Alls óskuðu fjár-
festar eftir að kaupa
sem nemur 18,3%
af heildarhlutafé í
tryggingafélaginu. Útboðið var með hol-
lensku fyrirkomulagi sem felur í sér að öll
samþykkt tilboð buðust tilboðsgjöfum á
sama gengi, þar sem lægsta samþykkta
gengi réð sölugenginu. Tilkynnt hafði verið
að lágmarksgengi í útboðinu yrði 12,85
krónur á hlut og reyndist sölugengi þegar
til kom 12,91 króna á hlut. Nam heildar-
söluverðmæti samþykktra tilboða rúm-
lega 2,8 milljörðum króna. Gengi hluta-
bréfa í Sjóvá var 12,95 krónur í
Kauphöllinni í lok dags í gær og hafði þá
lækkað um 1,5% yfir daginn.
Ríkið seldi fyrir 2,8
milljarða króna í Sjóvá
Sjóvá Ríkið hefur
selt allan hlut sinn.
STUTT
BAKSVIÐ
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Þegar mest er leggjum við upp
undir 20% af bílaflotanum okkar, þó
að sú tala fari minnkandi vegna
aukinnar eftirspurnar yfir vetrar-
mánuðina,“ segir Steingrímur Birg-
isson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar,
en bílaleigubílar í landinu eru orðn-
ir svo margir að hætta er á að end-
ursölumarkaðurinn taki illa við
þeim fjölda bíla sem bílaleigur
þurfa að losa vegna endurnýjunar.
Steingrímur segir að Bílaleiga
Akureyrar hafi selt hátt í 1.300 bíla
á síðasta ári og ekki sé ólíklegt að
samtals hafi allar bílaleigur lands-
ins selt einhvers staðar í kringum
5.000 bíla. Hann býst þó ekki við því
að fjöldinn sem komi inn á markað-
inn í ár valdi einhverjum vand-
ræðum.
„Ég held að við séum ekki að
horfa á neinar ofboðslega háar tölur
bíla sem koma inn á markaðinn
núna, heldur væri það frekar í lok
næsta sumars sem við munum sjá
töluvert fleiri bílaleigubíla á endur-
sölumarkaðnum. Til lengri tíma
verður þetta vandamál og mun
hefta vöxt bílaleiga, enda liggur það
ljóst fyrir að við getum ekki fjölgað
bílum mikið meira en markaðurinn
er tilbúinn að taka við í endursölu
þegar kemur að endurnýjun.“
Erfitt að selja bíla til útlanda
Rúmlega fjögur þúsund fleiri
bílaleigubílar eru á skrá í dag en
voru í upphafi árs 2015. Þá eru þeir
tæplega átta þúsund fleiri en í byrj-
un árs 2014 og má því búast við enn
frekari fjölgun bílaleigubíla á næstu
árum. Gunnar Björn Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Procar-bílaleig-
unnar, segist nú þegar finna fyrir
þeim fjölda bílaleigubíla sem er að
koma inn endursölumarkaðinn en
telur það enn ekki vera vandamál.
„Við erum aðeins farin að finna
fyrir fjöldanum og auðvitað þarf að
finna lausn til frambúðar. Það er
alltaf gott að leysa mál áður en þau
verða að vandamáli,“ segir Gunnar
og bendir á möguleikann að selja
bíla úr landi.
„Til að hægt sé að selja bíla úr
landi á samkeppnishæfu verði verð-
ur að koma til einhvers konar end-
urgreiðsla á vörugjöldum og virð-
isauka.“
Eins og mál standa í dag er auk
þess erfitt að selja bíla úr landi að
sögn Gunnars vegna legu landsins.
„Það getur bæði verið erfitt að
finna markaði úti og þá búum við
einnig við þann þröskuld að flutn-
ingur bíla frá landinu kostar sitt.“
Hvorki Procar né Bílaleiga Akur-
eyrar eru að selja bíla úr landi í dag
en bæði Steingrímur og Gunnar
telja mikilvægt fyrir áframhaldandi
vöxt hjá bílaleigum á Íslandi að
vörugjöld og virðisaukaskattur
verði endurgreidd með einhverjum
hætti þegar bíll er seldur úr landi.
Íslenski endursölumarkaðurinn
muni ekki geta tekið við fjölgun
bílaleigubíla á næstu árum.
Endursölumarkaðurinn
heftir vöxt hjá bílaleigum
Morgunblaðið/Ómar
Endursölumarkaður Bílaleigubílum hefur fjölgað um 8.000 á tveimur árum og voru samtals 21.665 í lok ágúst.
Bílaleigur vilja opinber gjöld endurgreidd þegar bílar eru seldir úr landi
Verðmæti útfluttra sjávarafurða
dróst saman um 22 milljarða króna,
eða tæplega 14%, á fyrstu sjö mán-
uðum ársins miðað við sama árshluta
í fyrra. Nam útflutningsverðmætið
samtals 138,5 milljörðum króna frá
janúar til júlí en það var 160,4 millj-
arðar á sama tíma í fyrra, að því er
fram kemur í Hagsjá hagfræðideild-
ar Landsbankans.
Samdrátt í verðmæti útfluttra
sjávarafurða má bæði skýra með
8,6% styrkingu á gengi krónunnar á
tímabilinu og með minni veiðum. Út-
flutningur loðnuafurða dróst saman
um helming í tonnum talið á fyrstu
sjö mánuðum ársins miðað við sama
tímbil í fyrra og fór útflutningsverð-
mætið úr 22,9 milljörðum króna árið
2015 niður í 11,9 milljarða í ár. Í um-
fjöllun Landsbankans er bent á að
þrátt fyrir að loðnan sé veidd á
fyrstu þremur mánuðum ársins
stendur útflutningur á henni yfir í
nokkra mánuði eftir að hún er veidd.
Þá drógust veiðar á rækju saman
um 18% milli ára og minnkaði út-
flutningsverðmætið um 3,4 milljarða
króna eða um rúmlega þriðjung.
Af botnfisktegundum drógust
veiðar á ýsu og ufsa saman og var
samanlagt útflutningsverðmæti
þeirra 2,7 milljörðum króna minna
en í fyrra, eða sem nemur 13,5%.
Veiðar á þorski jukust hins vegar
um 13,5% milli ára og jókst útflutn-
ingsverðmætið um 4,1% á fyrstu sjö
mánuðum ársins.
Landsbankinn bendir á að lækkun
útflutningsverðmætis sjávarafurða
milli ára endurspegli ekki endilega
versnandi afkomu sjávarútvegs-
fyrirtækja, enda hafi viðskiptakjör
Íslands batnað um ríflega 10% á
undanförnum tveimur árum.
Morgunblaðið/Golli
Sjávarfang Útflutningur var 22
milljörðum minni janúar til júlí.
Verðmæti sjávar-
afurða minna í ár
Viðskiptakjör
hafa þó batnað
undanfarin 2 ár
Fjöldi skráðra
bílaleigubíla
Heimild: Samgöngustofa
*staðan: 26. 07. ’16
**staðan: 26.09. ’16
Ártal Fjöldi
2014 13.723
2015 17.510
2016* 21.539
2016** 21.665