Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.09.2016, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Í umferðinni Sólin er lágt á lofti þessa dagana og birtuskilyrðin eru oft falleg fyrir vikið eins og raunin var á Miklubraut við Klambratún þegar sólin lýsti í andlit þessa unga fólks. Golli Úti var rigningarsuddi. Klukkan var ekki fjögur að morgni og ég um það bil að fara út úr húsi til að ná í flugrútuna klukkan hálffimm. Löng ferð var fyrir höndum og ég ákvað að kanna á leiðinni notkun á ís- lensku, vera leiðinleg ef þess væri þörf. Á Umferðarmiðstöðinni var mér heilsað með „hæ“. „Góðan dag,“ svaraði ég nokkuð hvasst. „Ha, já, góðan dag,“ svaraði starfs- maðurinn afsakandi, „hér koma svo margir útlendingar og hæ gengur fyrir alla.“ „Mundu eftir að bjóða góðan dag næst ef þú skyldir hitta á Íslending,“ svaraði ég. Ekki var yfir neinu að kvarta í rútunni, þar var íslenska í fyrsta sæti. Í flug- stöðvarbyggingunni var nokkuð löng biðröð að innritunarborðum. „Next in line, please,“ heyrðist hrópað aftur og aftur. Ég tók eftir að á borði 24 var sagt: „Næsti gjör- ið svo vel – next in line, please.“ Ég ákvað að koma af mér töskunni þar og hleypti tveimur konum fram fyrir mig. Uppi var ég spurð að „nationality“. „Ha“, sagði ég. „Nat- ionality?“ var svarað. Ég horfði á tölvuspjaldið, sá íslenska fánann og benti. „Blár feldur með hvítum krossi og rauðum krossi inni í hvíta krossinum.“ Þannig lærði ég að lýsa íslenska fánanum þegar ég var skáti. Inni á flugstöðinni var enska ríkjandi mál en Íslensk málnefnd gerði athugasemd við það í vor við Isavia án þess að vera virt svars. Langur gangur var út að brottfararhliði og á leiðinni auglýstu íslensk fyrirtæki á flenniauglýsingum vörur sínar á ensku. Í flugvélinni tók bros- andi flugfreyja á móti mér og ávarpaði mig á ensku. „Góðan dag“, svaraði ég. Hún tók ekki undir þau ósköp. Flugþjónn bauð mér stuttu seinna Fréttablaðið og skiptumst við á nokkr- um orðum á íslensku. Eins og venjulega voru upplýsingar um öryggi um borð lesnar á ensku. Í sætisvasanum fyrir framan mig voru ýmis plögg, öll á ensku en Málnefndin skrifaði Ice- landair um það í vor án þess að hafa fengið svar. Loks var lent í Kaupmannahöfn. Á leið út úr vélinni þakkaði sami flugþjónn mér fyrir samfylgdina á ensku. „Vertu sæll, góði,“ sagði ég í kveðjuskyni. Mikið var ég fegin að líta í kringum mig á Kast- rup. Danska í fyrsta sæti, enska í öðru og voru þó greinilega margir erlendir ferðamenn á flugstöðinni. Ég hélt ferð minni áfram til Varsjár. Þegar kom að öryggi um borð var sagt á dönsku: „Nú verður öryggi um borð kynnt á pólsku en á eftir fylgir stuttur útdráttur á ensku. Vinsamlega skoðið leiðbein- ingaspjald í sætisvasa.“ Svona eiga sýslumenn að vera. Engin minnimáttarkennd. Ekki þarf að taka fram að pólska var mál númer eitt á flugvellinum. Eftir Guðrúnu Kvaran » „Blár feldur með hvítum krossi og rauð- um krossi inni í hvíta krossin- um.“ Þannig lærði ég að lýsa íslenska fánan- um þegar ég var skáti. Guðrún Kvaran Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Ég ákvað að vera leiðinleg Nú í september 2016 þreyta nemendur í 4. og 7. bekk samræmd könnunar- próf í íslensku og stærð- fræði með rafrænum hætti í fyrsta sinn. Mikil um- ræða hefur átt sér stað meðal kennara og ekki síð- ur foreldra varðandi það hvort það sé raunhæft að leggja prófin fyrir með þessum hætti þar sem að- stæður til tölvukennslu og ritþjálf- unar í grunnskólum eru afar mis- jafnar. Það er því engan veginn hægt að tala um jafnræði nemenda hvað þetta varðar. Fyrirspurn um tölvuritfærni og tölvukost Til að varpa ljósi á ójafnræðið og einkum ólíka stöðu innan yngri nem- endahópsins, barnanna í 4. bekk, ósk- uðu Framsókn og flugvallarvinir 24. ágúst sl. á fundi í skóla- og frístunda- ráði eftir upplýsingum um hvað skóla- stjórnendur grunnskóla Reykjavíkur teldu sinn skóla skorta af tölvum og öðrum tækjum, aðstöðu og bættu net- sambandi til að sinna markvissri þjálf- un fingrasetningar og tölvuritfærni nemenda sinna sem er forsenda þess að jafnræði ríki meðal nemenda er þeir þreyta próf með rafrænum hætti. Í svari sem barst frá skóla- og frí- stundasviði við fyrirspurninni kom fram að samkvæmt könnun sem var gerð vorið 2016 voru aðeins níu grunnskólar í Reykjavík sem mátu net- og búnaðarstöðu viðunandi til að þreyta samræmd próf með rafrænum hætti. Búnaðarstaða var álitin slæm eða sæmileg hjá 16 skólum en 20 skól- ar lýstu slæmu eða sæmilegu ástandi þráðlausra tenginga. Tölvumálum bjargað fyrir horn tímabundið Auðséð var að ekki yrði hægt að framkvæma prófin við svo búið með rafrænum hætti og því var fundin tímabundin lausn. Tölvukostur var fenginn að láni þar sem nauðsynlegt var og settir upp svokallaðir net- punktar tímabundið til að auðvelda unum í skólanum. Hér er ekki um áhugaleysi skólastjórnenda eða kenn- ara að ræða heldur hefur tölvukostinn skort sem og aðra aðstöðu. Það er því fyrst nú í haust sem margir þeirra hafa byrjað fingrafimiæfingar. Já, nú varð það hlutverk margra kennara að töfra fram lyklaborðsfingrafimi ungra nemenda sinna með ofurhraða. Tölvuleikjaleikni er ekki fingrasetning á lyklaborði Þó svo að margir nemenda í 4. bekk séu leiknir í að spila tölvuleiki og taki hugsanlega þátt í Pókimon-leit með sér eldri systkinum eða foreldrum, þá er slík fingrafimi ekki sú sama og þarf að viðhafa til að slá inn texta á lykla- borðið þegar á að semja samfellda frá- sögn. Stórir stafir, kommur, punktar og líka það að eyða út því sem rangt er. Síðan bætist við að nota vasareikni á skjánum í stærðfræðinni og fikra sig áfram með reglustikunni á skjánum. Hver er tilgangurinn með rafrænu prófunum í 4. bekk? Betra hefði verið að bíða með þetta form fyrirlagnar þar til á næsta skóla- ári. Fulltrúi Framsóknar og flugvall- arvina í borgarráði óskaði eftir því 8. september að borgarráð myndi senda áskorun til Menntamálastofnunar um frestun á rafrænum prófum svo að hægt væri að nota fjárhagsárið 2017 til að jafna stöðu nemenda í grunn- skólum borgarinnar þegar kemur að tölvunotkun, þekkingu og búnaði. Þeirri ósk var hafnað af hálfu meiri- hlutans. Fyrst vitað er að undirbúningur nemenda er með svo ójöfnum hætti, hver er þá tilgangurinn með að hafa prófin rafræn? Hvernig verða niður- stöðurnar kynntar? Hvernig verða þær nýttar fyrir nemendur? Það hlýt- ur að vera afar hæpið að niðurstöður rafrænu prófanna í 4. bekk nú í sept- ember 2016 geti talist marktæk mæl- ing á þekkingu og færni nemendanna í íslensku og stærðfræði. Niðurstöð- urnar munu að hluta til sýna hvernig börnunum gekk að koma þekkingu sinni til skila með rafrænum hætti. aðgengi að þráðlausu neti á meðan rafrænu prófin standa yfir. Ákveðið var að stytta prófin og leyfa að nem- endur taki prófin í tveimur hópum frekar en einum þannig að allir nemendur komist að í tölvum. Fjárhagsleg hagræð- ing tekur víða toll Mikil fjárhagsleg hag- ræðing og aðhald á skóla- og frístundasviði á síðustu ár- um hefur meðal annars víða komið hart niður á því svigrúmi sem skóla- stjórnendur hafa haft til að fjárfesta nægilega í eða uppfæra tölvur, far- tölvur, spjaldtölvur og ritþjálfa í nægilegu magni til að hægt væri að tala um að í dag ríkti jafnræði hvað varðar þjálfun fingrasetningar og tölvuritfærni þeirra barna sem nú þreyta samræmd próf með rafrænum hætti. Ritþjálfun á lyklaborð ábótavant Það er alveg ljóst að undirbúningur nemenda í 4. bekk fyrir rafræn próf nú í september er ansi misjafn, bæði hvað varðar gott aðgengi að tölvubún- aði í skólunum og ekki síst hvað varð- ar markvissa þjálfun í leikni í rit- þjálfun á lyklaborð. Þess má einnig geta að sú tölvufærni nemenda í 4. bekk sem próftakan er miðuð við nú í haust er samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla gert ráð fyrir að nemend- ur 4. bekkjar hafi öðlast við lok 4. bekkjar. Í sumum skólum borgar- innar hafa þeir nemendur sem nú eru í 4. bekk ekki haft tækifæri til að kynn- ast tölvubúnaði skólans eða ritþjálfun að nokkru ráði á fyrstu þremur ár- Eftir Jónu Björgu Sætran » Víða er mjög mikil óánægja með að nemendur í 4. bekk grunnskólans eigi nú að þreyta samræmd könn- unarpróf í íslensku og stærðfræði með rafræn- um hætti. Jóna Björg Sætran Höfundur er varaborgarfulltrúi Fram- sóknar og flugvallarvina og situr í Skóla- og frístundaráði. Rafræn samræmd próf í 4. bekk 2016 eru óraunhæf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.